Morgunblaðið - 11.01.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.01.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1983 Shcharansky í lífshættu — hefur verid í hungurverkfalli í rúma þrjá mánuði IVI Aviv, 10. januar. Al'. ANATOI.V Shcharan.sky, scm silur í rangelsi í Sovétríkjunum, er neyddur til að hnréa þriöja hvern dag og er nú í lífshættu, aö því er haft er eftir eiginkonu hans. Ilann hefur nú verið í hungurverkfalli á fjórða mánuð. Avital Shcharansky sagði í síma- viðtali við AP-fréttastofuna frá heimili hennar í Jerúsalem, að upp- lýsingarnar hefði hún fengið frá mági sínum í Moskvu. Einnig hafði hún fengið þær fregnir, að enginn hefði lengur heimild til að heim- sækja eiginmann hennar í fangels- ið. Fangelsisstjórinn sagði í viðtali við ættingja Shcharansky í Moskvu, að hann væri einungis neyddur tií að borða þriðja hvern dag, en fang- ar sem hafa verið jafn lengi og hann í hungurverkfalli fá yfirleitt mat annan hvern dag. „Þetta þýðir einungis, að þeir eru að ganga af honum dauðum ... Yfirvöldin hafa 1 hyggju að drepa hann,“ sagði Avital í viðtalinu. Grikkland: Gengisfellingin fordæmd í EBE BrussH, 10. janúar. Al*. FRAMKVÆMDARÁÐ EBE for- dæmdi í dag þá ákvörðun grísku ríkis- stjórnarinnar að fella gengi grísku „dröchmunnar" án þess að hafa sam- ráð við önnur aðildarríki bandalags- ins. Einnig sagði það þessa gengisfell- ingu geta haft mikil áhrif á önnur aðildarríki EBE. Stjórn Andreas Papandreou for- sætisráðherra lækkaði gengi gríska gjaldmiðilsins um 15,5 prósent gagnvart Bandaríkjadollar á sunnudag í þeim tilgangi að styrkja fjárhag landsins, sem er bágborinn. Grikkland gekk í EBE árið 1981, en er utan evrópska gjaldeyriskerf- isins. Forsætisráðherra Bretlands, frú Margaret Thatcher, virðir hér fyrir sér jarðsprengjusvæði á Falklandseyjum sl. sunnudag, en sprengjusvæði þetta sýnir vel þau vandamál, sem íbúar Falklandseyja eiga við að etja nú, þegar þeir eru sem óðast að taka upp daglegt líf að nýju eftir stríðið við Argentínumenn. Thatcher ákaft fagnað við komuna til Falklandseyja l‘orl Sianlcy og London, l<). janúar. Al‘. MARGARET Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, var fagnað ákaft af íbúum Falklandseyja, þegar hún kom þangað í skyndiheimsókn á laugardag. Blöð brezka íhaldsflokksins hafa lýst yfir mikilli ánægju tned þessa heim- sókn, en blöð Verkamannaflokksins hafa gagnrýnt hana. í Buenos Aires hefur þessi heimsókn verið fordæmd sem ögrun við Argentínumenn, en nú eru 7 mánuðir liðnir, síðan Bretar náðu Fallilandseyjum aftur á sitt vald úr höndum innrásarliðs Argentínumanna. Flugvél frú Thatcher lenti á flugveílinum við Port Stanley á Falklandseyjum á laugardags- kvöld og var það í fyrsta sinn, sem brezkur forsætisráðherra heim- sækir Falklandseyjar á þeim 150 árum, sem liðin eru frá því að eyj- arnar komust undir brezk yfirráð. Til Port Stanley var flogið frá London, sem er nær 13.000 km löng leið og var höfð viðkoma í Ascension-eyju á Suður-Atl- antshafi á leiðinni. Þaðan var flogið í einni ferð með vél af gerð- inni Herkules og tók sú flugferð um 13 klukkustundir, en flugvél- inni var fylgt til Port Stanley af orrustuþotum af Phantom-gerð. Ég er hingað komin til þess að ræða við fólkið, sem býr hér, til þess að sýna stuðning minn við herliðið, sem dvelst hér, og til þess að tjá þeim virðingu mína, sem frelsuðu Falklandseyjar, sagði frú Thatcher við komuna. Ekki var frá því skýrt, hve lengi frú Thatcher hygðist dvelja á Falklandseyjum, en talið víst, að heimsókn hennar þangað muni standa í nokkra daga. Blöð brezka Íhaldsflokksins hafa lýst yfir mikilli ánægju með Falklandseyjaför frú Thatcher. Þannig skýrir blaðið The Daily Star frá henni með fyrirsögninni: „Maggie vinnur eyjarnar á ný“. Hjá blöðum Verkamannaflokksins kveður mjög við annan tón og er heimsóknin þar gagnrýnd. George Foulkes, þingmaður Verkamanna- flokksins, hefur látið svo um mælt, að heimsóknin væri einung- is gerð, til þess að frú Thatcher og íhaldsflokkurinn gætu haft eins mikinn stjórnmálalegan ávinnig og unnt væri af sigrinum yfir Arg- entínumönnum. Sovézka fréttastofan Tass hefur sagt, að heimsókn frú Thatcher til Falklandseyja sé enn frekari sönnun um, að Bretar hyggist gera eyjarnar að meiri háttar herstöð í Suður-Atlantshafi. I fréttinni frá Tass er tekin skýr afstaða með Argentínu, en þaðan fá Sovét- menn mest af því korni og kjöti, sem þeir flytja inn. Sagði Tass ennfremur, að aðgerðir Breta á Falklandseyjum eigi eftir að hafa varanlega spennu í för með sér á þessu heimssvæði. Observer 1 fjárkröggum Lundúnum, 10. janúar. Al*. STJÓRN ARNEFN D blaðsins Observer kom saman í dag til að ræða framtíð blaðsins, sem er elsta sunnudagsblað í Bretlandi og á í miklum fjárhagserfiðleikum um þessar mundir. Samkvæmt fregnum Financial Times mun fyrrverandi eigandi blaðsins, Bandaríkjamaðurinn Robert Anderson, vera viðstaddur umræðurnar. Hann er stjórnar- formaður Richfield-olíufyrirtæk- isins, sem bjargaði Observer úr fjárkröggum árið 1976 og seldi það síðan fyrir sex milljónir punda ár- ið 1981. Kaupandi blaðsins þá og núverandi eigandi er Roland Rowland frá Lonrho, sem er eig- andi umfangsmikilla blaða- hringja. Rowland tilkynnti á sunnudag, að hann hefði í hyggju að selja blaðahring sinn í Bretlandi, og er þar fyrir utan Observer um að ræða blöðin „Glasgow Herald“, „Sunday Standard" og 26 héraðs- blöð. Observer, sem er mjög virt blað, var stofnsett árið 1791. Veður víða um heim Akureyri -1 alskýjaó Amsterdam 8 skýjaó Aþena 13 skýjað Beirút 16 skýjaó Berlín 7 skýjaó BrUssel 9 rigning Buenos Aires 34 skýjaó Chicago 9 rigning Feneyjar 3 heióskírt Frankfurt 5 skýjaó Genf 6 heióskírt Helsinki 3 heióskírt Hong Kong 13 skýjaó Jerúsalem 10 heióskírt Jóhannesarborg 32 heióskírt Las Palmas 19 skýjaó Lissabon 13 heióskirt London 12 skýjað Madrid 10 heióskirt Malaga 15 léttskýjaö Mallorca 13 léttskýjaó Mexíkóborg 23 heióskírt Moskva 2 skýjað Nýja Delhi 16 skýjaó New York 2 heiðskírt Ósló 5 heióskírt Parts 9 skýjaó Reykjavík 0 1 1 « Róm 15 heiöskírt San Francisco 19 heióskírt Singapore 30 rigning Stokkhólmur 3 heióskírt Tel Aviv 16 heióskirt Tókýó 9 skýjað Vancouver 9 rigning Vin 7skýjaö Þórshöfn 8 alskýjaó jr • • _____ _____ Liðhlaupi úr sovéska hernum W 7 ■ Tll I A TI ) "T\T T lýsir ástandinu í Afganistan: T 111 I 11 tÝJI II Um síðustu jól voru þrjú ár liðin frá því, að Sovétmenn réðust inn í Afganistan. Þrátt fyrir stuðning leppstjórnarinnar í landinu hefur innrásarhernum ekki enn tekist að berja heimamenn til hlýðni. Sam- kvæmt upplýsingum liðhlaupa úr her Sovétmanna er nú svo komið, að skorturinn á aga og óánægjan er orðin slík innan hersins, að grípa hefur orðið til þess að taka undirforingja jafnt sem foringja af lífi. Liðhlaupinn Anatoly Dimitr- evich Zakharov, 19 ára bónda- sonur frá Moldavíu, skýrði frá þessu í samtali við blaðamann breska blaðsins Sunday Tele- graph og sagöist sjálfur hafa orðið vitni að aftöku foringja í herdeild sinni. „Þetta gerist í síauknum mæli og alls staðar í landinu," segir Zakharov. „Aður var refsingin venjulega 15 ára fangelsisvist í það minnsta. Það er ekki aðeins áhugaleysi fyrir herþjónustu, sem plagar herinn, heldur og al- gert virðingarleysi fyrir yfir- mönnunum og stjórn landsins." Zakharov segir - liðsandann einnig vera í molum hjá her- mönnum Sovétmanna og þeir snúi sér í síauknum mæli að eit- urlyfjum. Flestir hermannanna reykja hass, sem auðvelt er að verða sér úti um í Afganistan. Venjulega fara viðskiptin fram með þeim hætti, að hermennirn- ir láta skotvopn, jafnvel riffla, í té fyrir hassið. Sjálfur segist Zakharov hafa þekkt nokkra hermenn, sem voru orðnir for- fallnir hassistar. Mynd sú, sem Zakharov dreg- ur upp af lífi sovéskra hermanna i Afganistan, er harla dapurleg, en sannfærandi fyrir þá sök, að hún lýsir glöggt leiðindunum, harðneskjulegum aðstæðum og á stundum ruddafenginni vald- beitingu. Eftir mánaðarlanga grunn- þjálfun í Taskhent var Zakharov sendur til Kabúl. Að hans sögn búa hermennirnir enn í tjöldum þremur árum eftir innrásina. Allt að 30 hermenn eru í hverju taldi og aðbúnaðurinn er ömur- legur. A sumrin er hitinn og ryk- ið kæfandi, á veturna er kuldinn að gera út af við þá. Hreinlætisaðstaðan er hörmu- leg að sögn Zakharovs. Ummæli hans koma heim og saman við aðrar fregnir, sem borist hafa til Vesturlanda. Þær herma, að mannfall sé mikið í liði Sovét- manna, ekki eingöngu af völdum skotsára, heldur fyrir sakir alls kyns pesta og farsótta, sem herja á hermennina í óþrifnaðin- um, sem þeir búa við. Barsmíðar af hálfu undirfor- ingja voru daglegt brauð hjá óbreyttum hermönnum í búðun- um, sem Zakharov dvaldi í. „Þeir börðu okkur til hlýðni,“ segir Zakharov. „Foringjarnir sögðu við okkur, að þeir hefðu verið látnir sæta barsmíðum og nú væri röðin komin að okkur. Stundum voru barsmíðarnar svo slæmar, að hermenn reyndu að verja sig með byssum sínurn." Eins og reyndin er með flesta nýliða í hernum var Zakharov sendur til sex mánaða dvalar í Afganistan. Hann var aldrei sendur til orrustu. Sérþjálfaðar sveitir úrvalshermanna sjá um þá hlið mála. Zakharov var um tíma á sjúkrahúsi í Kabúl vegna magakveisu og rakst þá á nokkra hermenn, sem hann telur að hafi orðið fyrir barðinu á eiturefnum, sem notuð hafi verið í hernaði gegn frelsissveitunum. „Sumir þeirra voru blindir, á öðrum voru ýmsir líkamshlutar, sér í lagi handleggirnir, illa brenndir," segir Zakharov. „Ég heyrði oft á það minnst hjá her- mönnum í minni herdeild, að notað væri eiturgas í árásum flughersins." Ekki er hægt, að taka bók- staflega mark á öllu því, sem Zakharov hefur um ástandið í Afganistan að segja, en meiri- hluti vitnisburðar hans kemur heim og saman við fregnir, sem áður hafa borist til Vesturlanda á síðasta ári. Zakharov ákvað sjálfur, að tilgangsleysið tneð styrjöldinni í Afganistan væri slíkt, að ekki væri mannsæm- andi að taka þátt í því. Hann yfirgaf því herdeild sína og flúði upp til fjalla. Hermenn frelsissveitanna handtóku hann, en skáru hann einhverra huta vegna ekki á háls eins og venja er til. Honum var boðið að taka íslamska trú og þáði það boð. í dag er hann með- limur einnar fylkingar frelsis- sveitanna og gegnir þar starfi matsveins og gætir hundanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.