Morgunblaðið - 11.01.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.01.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1983 29 Eyjafjörður: Níu hestum af e bjargað úr sjál „ÞETTA VORIJ hrikalegar adstæöur. Hrossin voru fost efst í fjalli sem Ilvammshnjúkur heitir, hátt í 900 metra háu, snarbröttu og klettóttu, alveg upp viö brún,“ sagði Baldvin Haraldsson, formaður björgunarsveit- ar slysavarnarfélagsins á Árskógsströnd, en björgunarsveitin þar stóö að giftusamlegri björgun 9 hesta úr sjálfheldu 4. janúar síðastliðinn. „Það var komið til mín að kvöldi þess þriðja, en þá höfðu fundist rétt fyrir myrkur hestar í sjálfheldu, sem höfðu verið týndir, og spurt, hvort við mynd- um vilja reyna að ná þeim. Við vildum auðvitað reyna það, og fórum að morgni 4. janúar 12 saman úr björgunarsveitinni hérna, ásamt eiganda flestra hestanna og einum að auki, . þannig að alls vorum við 14. Við vorum með 5 vélsleða í förinni og urðum að fara inn hliðardal, til að komast upp á fjallið og að hrossunum ofan frá. Þar þurft- um við að moka rennu í skafl til að koma þeim upp á fjallið. Það var ekki viðlit á öðru en vera á járnum við það, því harðfennið var svo mikið. Þetta var svona 20 til 30 metra langur skafl og á annan meter á dýpt sem þurfti að moka rennu í gegnum. Við gáfum hrossunum fyrst hey til að reyna að róa þau, og svo var sett upp í eitt þeirra og það teymt eftir rennunni, og hin komu á eftir, öll nema eitt, það sneri við í rennunni og það nægði til þess að það missti fót- anna og hrapaði niður 30 metra klettabelti sem var þarna fram- undan, og síðan hefur það runnið um þúsund metra áður en það stöðvaðist. Við björguðum því níu hestum af ellefu, en einn hafði hrapað áður en við komum á staðinn. En það, að ná þeim upp, var kannski ekki það sögulegasta við ferðina, því að það liðu ekki fimm mínútur frá því að síðasti hesturinn var kominn upp á brún, en það skall á svona líka brjálað veður, sannkallað » - •Sr — mm Ljósmyndir Brynjólfur Sveinsson. Á myndinni má sjá staðsetningu hesUnna í fjallshlíðinni og björgunarsveitarmenn, þar sem þeir eru að moka sig í gegnum skaflinn. Hluti þátttakenda í björgunarleiðangrinum. manndrápsveður, og það hvessti svo mikið, að það var langt í frá að vera stætt. Það var sótsvarta myrkur, skyggni innan við 2 metrar og við áttum eftir að koma hrossunum niður af fjall- inu. Það tókst að koma þeim hálfs annars kílómeters leið, niður í næsta dal, og þar urðum við að skilja þau eftir, það var ekki viðlit að koma þeim lengra. Þá var veðrið orðið þannig að það varð að binda saman bæði menn og sleða. Sem dæmi um veðurofsann má nefna, að tvo menn kól lítillega í andiiti. Um síðir komumst við svo heim. Daginn eftir ætluðum við að sækja hestana og eins að leita að hræunum, en þá voru þeir komn- Hestarnir leiddir úr sjálfheldunni. ir niður úr þessu skarði þar sem þau höfðu verið skilin eftir. Við athuguðum hvernig þau hefðu farið að því að komast þarna upp, og höldum, að þau hafi lent á hjarni og ekki komist nema úpp í móti öðru vísi en að eiga það á hættu að missa fótanna, og því haldið áfram upp fjallið, þar til þau komust ekki lengra. Þau hafa sennilega verið búin að vera þarna í fjóra daga, og veðr- ið varð svo mikið, eftir að við komum þeim upp, að ég efast um, að þau hefðu getað staðið það af sér þarna í sjálfheldunni. Þetta hafa því sennilega verið síðustu forvöð að bjarga þeim,“ sagði Baldvin Haraldsson að lok- Hluti af fjárstofni Borgars. Hætt er við því að hann þurfi að endurnýja allan stofninn á næstu tveimur árum. Morpunbladið/HBj. m árangurinn til frambúðar um sem voru lömb og veturgamlar þegar öskufallið varð, og tennur þeirra hafa vaxið vitlaust og aflag- ast. Eldra féð hefur aftur á móti 'ekki fengið beina flúoreitrun, en tennur þeirra skemmast eigi að síð- ur, þær hafa slitnað misjafnlega og ofvöxtur komið í tennur sumra. Tal- ið er að það stafi af ösku í jarðvegi og jafnvel heyi líka. „Þetta virðist hægt með þjöl en hætt er við að blæði eitthvað undan henni," sagði Borgar, „það vantar betri áhöld en þetta, sérstaklega við að halda opnu þannig að hægt sé að vinna þetta í rólegheitum." Borgar og Rósa Guðmundsdóttir, eiginkona hans, sögðu þannig frá hvernig öskufallið kom þeim fyrir sjónir, en Rósa hafði í rafmagns- leysinu um kvöldið skrifað hjá sér atburðarásina: „Um klukkan þrjú sunnudaginn 17. ágúst 1980 fór rafmagnið af, við vorum ekki háð rafmagni með útvarpið eins og margir þó voru, og heyrðum í frétt- unum að Hekla væri byrjuð að gjósa. Fljótlega fór að þyngja í lofti og sorti færðist ofan í dalinn (Vest- urdal) en lengi vel var ekkert ösku- fall hér útfrá. Síðdegis fór askan að falla og um klukkan sjö var allt orð- ið svart. Þá var komið þykkt lag á bíla hér á hlaðinu og á húsþökin og svört slikja var farin að sjást í fjall- inu hér fyrir ofan og í Hlíðarfjalli. Féð sem var orðið grátt af ösku streymdi sunnan hryggina þúsund- um saman eins og göngur væru komnar og kýrnar komu sótugar inn til mjalta. Þegar lengra leið á kvöld- ið kom þoka, en öskufallið hélt áfram. Um klukkan níu var ekki grænan blett að sjá hér suður í Jórgilshæðunum. Eftir það fór öskufallið heldur minnkandi. Ösku- failið var einna mest hér um slóðir og var það strax minna er út í Hver- hóla kom. Á meðan á verstu ösku- hríðinni stóð var koldimmt og varð að snúa andlitinu frá öskufallinu vegna sársauka. Hofsjökull varð svartur og öskukaflar voru á afrétti sem skafið hafði í um nóttina. Lömbunum var slátrað viku seinna og þá var jafnframt farið með féð niður í sveit." Borgar sagði að allt eins mætti búast við því að vöxturinn héldi áfram í tönnum kindanna þó þær væru lagaðar til núna og væri það alvarlegasti hluturinn við þetta. Ekki væri séð fyrir endann á eitrun- inni og e.t.v. færi það svo að þeir þyrftu að endurnýja stofninn alveg á næstu tveimur árum, t.d. væru sárafáar kindur úr sínum fjárstofni alveg lausar við einkennin. Borgar sagði að hann hefði slátrað um 118 kindum vegna þessa af um 400, auk þess hefðu 20 kindur farið í vanhöld og féð hefði allt verið óeðlilega rýrt í haust. „Eg fæ ekki séð hvernig bændur ‘nérna standast þessi áföll og byggð hér verður í stórhættu ef ekki verð- ur hægt að bæta úr þessu á ein- hvern hátt. Það segir sig alveg sjálft að fáir standa undir því að taka all- ar afurðirnar til endurnýjunar á stofninum eins og útlit er fyrir að við þurfum að gera á næstu árum. Þá er einnig mikil andstaða fyrir því í hreppnum að menn kaupi fé að vegna hættunnar á að fá riðuveik- ina með í kaupbæti, þannig að úr vöndu er að ráða. Það er því ekki bjart framundan hjá okkur í þessu búskaparbasli; ætli við förum bara ekki að vinna við Blöndu?“, sagði Borgar Símonarson að lokum. HBj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.