Morgunblaðið - 11.01.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.01.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1983 17 Fræðsluerindi á vegum Kaupþings hf. 2. hluti Hagkvæmustu fjárfestingar- og ávöxtunarmöguleikar einstaklinga — eftir Pétur H. Blöndal stærðfræðing Nokkur hugtök: Vísitala: Fundin er ákveðin vörukarfa, sem er dæmigerð fyrir þann kostnað, sem mæla á, hvort sem hann er framfærslu- kostnaður, byggingarkostnaður o.s.frv. Þannig er t.d. fundið út með neyslukönnun hvað meðal- fjölskylda (hin fræga vísitölu- fjölskylda) kaupir mörg grömm af sápu, hve stórt prósentubrot úr bíl og hve mörg kíló af lamba- kjöti á mánuði o.s.frv. Síðan er fylgst með hvað þessi vörukarfa kostar á þriggja mánaða fresti. Þar sem menn hafa eingöngu áhuga á hlutfallslegri hækkun á vörunum, er vísitalan sett 100 á ákveðnum degi og sýnir hún síð- an hlutfallslega hækkun á heild- arverði vörukörfunnar. Vísitalan vísar þannig á verð körfunnar. Vextir: Með vöxtum er yfirleitt átt við þá prósentu, sem reiknuð er einu sinni á ári af lánsfé og líta má á sem leigu fyrir afnot af fénu. Ofan á þá geta komið verð- bætur eða þeir eru óverðtryggð- ir. Vextir eru ýmist greiddir út og eru lausir til frekari fjárfest- ingar eða þeir leggjast við höfuð- stólinn. Ef vaxtatímabilið er annað en ár, verður að tiltaka það sérstaklega og tala þá um mánaðarvexti, vikuvexti og dagvexti. Raunvextir: Raunvextir eru vöxtur fjármagns umfram hækkun ákveðinnar vísitölu. Ef byggingarvísitala hefur hækkað um 50% á ári þá ættu 100 krónur að hækka í 150, ef hvorki er raunvöxtun né raunminnkun. Ef hundraðkallinn hefur vaxið í 160 (60% aukning í krónutölu) þá er raunvöxturinn kr. 10 af 150 eða 6,7%. Hafi hundraðkallinn hinsvegar vaxið í kr. 140 eru raunvextirnir +6,7%, þ.e. raun- virði eignarinnar hefur minnkað um 6,7% Fórnarvextir: Maður sem á íbúð og leigir hana, verður að reikna sér vexti af því fé, sem bundið er í eigninni, á móti leigutekjum. Hann gæti jú selt eignina og keypt fyrir andvirðið spariskír- teini og fengið þannig vextina. Dæmi: Eignin kostar staðgreidd eina milljón. Spariskírteini eru verðtryggð með byggingarvísi- tölu og bera auk þess 5% (raun-)vexti. Ef gert er ráð fyrir að eignin hækki árlega eins og byggingarvísitala, eru fórnar- vextirnir 50 þús. á ári. Markaðsvextir: Þegar spari- skírteini og skuldabréf ganga kaupum og sölum, myndast ákveðið verð, sem endurspeglar markaðsvextina, þ.e. þá vexti, sem kaupendur (lánveitendur) krefjast og seljendur (lántak- endur) eru reiðubúnir til að greiða. Ef mikið framboð er á slíkum Bréfum og lítil eftir- spurn, lækkar verð (gengi) þeirra og ávöxtun kaupenda verður betri (því greiðslur af bréfunum eru óbreyttar). Mark- aðsvextirnir hafa hækkað. Núvirði: í þeirri verðbólgu, sem við búum við hér á landi, er augljóst að greiðslur, sem koma eftir ár, eru ekki jafn mikils virði og greiðslur í dag. Ef verð- bólgan er 50% á ári, svara 100 krónur í dag að verðgildi til 150 króna eftir ár. Þ.e. núvirði 150 kr., sem greidd verður eftir 12 mánuði, er 100 kr. Gengi: Þegar spariskírteini eða skuldabréf er selt, er reiknað út gengi á bréfið. Það er háð markaðsvöxtum (ávöxtunar- kröfu), verðtryggingu og láns- tíma og er yfirleitt fundið miðað við 100 króna lánsupphæð. Dæmi: Ef gengi ákveðins bréfs er 324 og upphæðin er kr. 35.000, þá er söluverðið 324x35000/100 = 113.400,-. Fjárfestingar á íslandi síðustu áratugi. Þegar litið er á fjárfest- ingar einstaklinga síðastliðna áratugi, má segja að þeir hafi svo til eingöngu fest fé sitt í hús- eignum. Þetta er eðlileg afleið- ing af neikvæðum raunvöxtum og mikilli verðbólgu. Sparifé rýrnaði ár frá ári en skuldir hurfu eins og dögg fyrir sólu. Skynsemi íslendinga og sparn- aður varð til þess að fjárfesting í íbúðarhúsnæði hefur skipað há- an sess hér á landi. En eftir að sparifé hætti að rýrna og lánsfé hætti að brenna upp er fjárfest- ing í íbúðarhúsnæði langt frá því að vera eins góð og áður var. Þeir raunvextir, sem fjármagns- eigendur geta fengið, hafa hækk- að úr -s-10% í +5% (og jafnvel +8%) á örfáum árum. Þetta er gjörbreyting. A meðfylgjandi töflu er sýndur kostnaður við dæmigerða fjögurra herbergja íbúð, sem kostar 1,6 milljónir með venjulegum kjörum (en það svarar til einnar milljónar stað- greiðsluverðs). Stærsti liðurinn eru fjórnarvextirnir en þeir fara eftir þessari ávöxtun, sem í boði er á markaðnum. Bent skal á að þessi liður var mjög neikvæður áður en verðtryggingin var tekin upp. Þegar tap sparifjáreigenda var sem mest eða yfir 10% á ári (raunvextir undir +10%) þýddi þessi liður yfir 100 þús. kr. hagn- að fyrir íbúðareigandann mið- að við fjárfestingu í sparifé. Þessi hagnaður greiddi allan kostnað við eignina og gott bet- ur. En nú kann einhver að spyrja: Hækka ekki fasteignir meira en byggingarvísitalan? Ef tekið er ákveðið tímabil t.d. frá júní 1981 til júní 1982 er svarið já. En ef önnur tímabil eru tekin sést, að fasteignir hækka alltaf ámóta og byggingarvísitalan. Það má jú rökstyðja, að ef lóða- framboð er nægilegt og íbúðar- verð hækkaði ætíð 5% meira á ári en byggingarvísitalan þá mundi verða 63% dýrara að kaupa en byggja eftir 10 ár og allir færu að byggja. Við það yrði offramboð á notuðum íbúð- um og verðið mundi lækka. Fjárfestingarkostir á íslandi í dag. Hér á eftir mun ég ræða nokkuð um ýmsa fjárfestingar- kosti og þá sérstaklega þá, sem koma til greina hér á landi. Þá kostir, sem ekki koma til greina hef ég sett í sviga. 1. Spariskírteini. 2. Happdrættisskuldabréf. 3. Veðskuldabréf. 4. Fasteignir. 5. Hlutabréf. 6. (Vörubirgðir.) 7. Listaverk/safnmunir. 8. (Eðalsteinar/eðalmálmar.) 9. (Gjaldeyrir.) Tafla 2. kostnaður við íbúðarhúsn. (Verð 1 milljón) Á ári þús. kr. 1. Fórnarvextir 2. Afskriftir 3. Vióhald l%—2% 4. Fasteignagjöld 0,5rv 5. Kignarskattur 1,2*< Samtals á ári eóa á mánuði kr. 40—H0 10 10-20 5 0—12 65—127 5.000—11.000 Atthagafélög — Félagasamtök — Starfshópar Múlakaffi hefur að venju undirbúið komu Þorra. ★ ★ ★ Allar Þorra-ámurnar í kalda-búrinu eru fullar af úrvals Þorramat. ★ ★ ★ Biðjum viðskiptavini okkar nær og fjær vinsamlegast að gera okkur viðvart hið fyrsta — það er okkar hagur og ykkar. Ekki missir sá sem fyrstur fær! HALLARMÚLA SÍMI 37737 Og 36737 Viö sendum matinn og matsveinar Múla- kaffis framreiöa hann á staönum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.