Morgunblaðið - 11.01.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.01.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1983 1 5 Stjórnarskrármálið II: Skiljum kjarnann frá hisminu — eftir Þorvald Garð- ar Kristjánsson, alþm. Samkvæmt þeirri hugsun, sem liggur að baki lýðræði, á ríkis- stjórn að starfa í þágu þeirra, sem stjórnað er og undir þeirra eftir- liti, þar sem gert er ráð fyrir, að aðeins þeir, sem stjórnað er, séu þess umkomnir að ákveða, hvað sé í þeirra þágu. Stundum láta menn svo sem þessu markmiði verði náð með al- mennum kosningum og almennum kosningarétti. En raunin er ekki sú. í einræðisríkjum er að nafninu til almennur kosningaréttur og kosningar til þjóðþings. Það sem hér skilur í milli, er annað í raun og veru. Til þess að lýðræði komi til, þarf mannréttindi og óháða dómstóla til að tryggja að borgar- arnir fái notið þeirra. í þessum tilgangi er í skrifuðum stjórnarskrám að finna svokölluð mannréttindaákvæði. Þannig hef- ur það verið í tvær aldir, að gerð hefur verið sú krafa til skrifaðrar stjórnarskrár, að einstaklingnum séu tryggð ákveðin frelsisréttindi án afskipta og íhlutunar ríkis- valdsins. Frelsisyfirlýsing Banda- ríkjanna og mannréttindayfirlýs- ing frönsku stjórnarbyltingarinn- ar hafa verið fyrirmyndir að slík- um stjórnarskrárákvæðum. í umræðunum um nýja stjórn- arskrá handa okkur íslendingum hefur komið fram, að ekki sízt þyrfti að huga að því að bæta mannréttindaákvæði stjórnar- skrárinnar. Ekki erum við samt beinlínis á flæðiskeri staddir í þessum efnum. Allt frá því að stjórnarskráin var fyrst sett 1874 höfum við haft mannréttinda- ákvæði fyrir að þakka. I stjórn- arskránni eru nú ákvæði um per- sónufrelsi, trúfrelsi, friðhelgi heimilisins og friðhelgi eignar- réttarins. Þar er einnig að finna ákvæði um félagafrelsi, funda- frelsi, prentfrelsi, framfærslurétt og atvinnufrelsi. Með því að halda uppi þjóðlífi, þar sem mannrétt- indi þessi hafa verið virt, höfum við Islendingar skipað okkur á bekk fremstu lýðræðisþjóða heims. Þetta skyldi haft í huga, þegar rætt er um breytingar á mann- réttindaákvæðum stjórnarskrár- innar, þó að í þeim efnum sem öðr- um sé ekkert óumbreytanlegt. Ef eitthvað á að gera í þessum efnum, er um tvennt að ræða. Annars vegar er það efnisbreyting á þeim mannréttindaákvæðum, sem fyrir eru, eða ný ákvæði um mannrétt- indi, sem þar er nú ekki að finna nema hvort tveggja væri. Eftir heimsstyrjöldina síðari hafa mannréttindi komið mjög við sögu í alþjóðasamtökum. Þar má fyrst og fremst nefna mannrétt- indayfirlýsingu Sameinuðu þjóð- anna og mannréttindasáttmála Evrópuráðsins. Hvort tveggja þetta er vottur árangursríks sam- starfs í alþjóðamálum. í slíkum almennum aðgerðum til eflingar mannréttinda þarf ekki í einstök- um greinum að felast það, sem bezt er hjá einstökum þjóðum. Gildi slíkra aðgerða í mannrétt- indamálum er ekki sízt fólgið í því að lyfta upp þeim þjóðum, sem bú- ið hafa við skertan hlut í þessum efnum. Efni slíkra yfirlýsinga og sáttmála getur því í sumum til- fellum verið fremur lágmark þess, sem krefjast verður, heldur en há- mark þess, sem bezt verður gert. Þetta rýrir ekki gildi slíkra al- þjóðlegra aðgerða, sem miða að því að fá sem flestar þjóðir til að virða mannréttindi. Hins vegar fylgir þessu ekki, að það sé sjálfgert fyrir íslendinga, sem staðið hafa í fremstu röð þjóða, sem virt hafa mannréttindi, að breyta ákvæðum stjórnar- skrárinnar um mannréttindi til samræmis við slíka alþjóðasátt- mála. Það gæti í sumum tilfellum verið spor frekar aftur á bak en fram á við. Dæmi um slíkt má nefna, þar sem eru annars vegar eignarréttarákvæði mannrétt- indayfirlýsingar Sameinuðu þjóð- anna og hins vegar ákvæði okkar stjórnarskrár um eignarréttinn. í mannréttindayfirlýsingunni segir aðeins, að hverjum manni skuli heimilt að eiga eignir og engan megi eftir geðþótta svipta eign sinni. I okkar stjórnarskrá segir aftur á móti, að eignarrétturinn sé friðhelgur og engan megi skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji, enda þurfi til þess lagafyrirmæli og fullt verð komi fyrir. Engum getur blandast hugur um að hér er mikill munur á. Eignarrétturinn er sýnu betur verndaður í okkar eigin stjórn- arskrá en í mannréttindayfirlýs- ingunni. Það væri því mikil aftur- för, ef við Islendingar færum að apa eftir ákvæðum sem miðast við lágmarkskröfur eða stöðu þeirra, sem við engan rétt hafa búið í þessum efnum. Það er hins vegar nú, eins og fyrr, að hugsjónalegan grundvöll og forsendur fyrir frelsi einstakl- ingsins þarf jafnan að tryggja. Það geta komið til breyttar hug- myndir um sambandið milli ríkis og einstaklingsins og milli stétta samfélagsins innbyrðis, sem taka þarf tillit til. Það getur komið til ný reynsla af mannréttindabrot- um og öðru, sem koma þarf í veg fyrir. Það gæti komið til sambland af öllum þessum ástæðum. Þess vegna getur þurft að orða mann- réttindaákvæði á mismunandi hátt frá einum tíma til annars, þó að oft megi mæta nýjum viðhorf- um með áherzlubreytingum á framkvæmd gildandi ákvæða. í umræðunni um stjórnarskrár- málið nú er talað um að setja Þorvaldur Garöar Kristjánsson „Það eru lítil takmörk fyrir því, hve snotur mannréttindi má setja í stjórnarskrá. Annað mál er, hve raunhæf slík mannréttindi eru. í stjórn- arskrá alþýðulýðveldis Norður-Kóreu frá 1975 eru ákvæði um, að menn skuli hafa rétt til að hvíl- ast. Það fer ekki sögum af því, hvernig þeir hvílast þar í landi.“ þurfi í nýja stjórnarskrá ákvæði um réttinn til atvinnu. Ekki verð- ur því neitað, að mikilvægt er að koma í veg fyrir atvinnuleysi með hverjum hætti sem er og þá með stjórnarskrárákvæði, ef það væri vænlegt til árangurs. Hins vegar er hætt við, að slíkt ákvæði í stjórnarskránni væri frekar stefnuyfirlýsing en trygging fyrir því, að enginn þyrfti að búa við atvinnuleysi. Spurning er því, hvort slíkt stjórnarskrárákvæði væri ekki frekar flótti frá veru- leikanum heldur en raunhæf að- gerð til þess að gera það eitt, sem dugar í þessu efni, eða að byggja upp heilbrigt og þróttmikið at- vinnulíf í landinu. Það er ekki nægilegt að setja í stjórnarskrá ákvæði um mann- réttindi, ef þegnunum er ekki í framkvæmd tryggð þau réttindi, sem stjórnarskráin mælir fyrir um. Við höfum mörg dæmi um slík sýndarákvæði í stjórnarskrám, bæði fyrr og síðar. Eitt gleggsta dæmið um þetta er stjórnarskráin góða, sem Stalín gaf sovézku þjóð- unum árið 1936. Þessi stjórn- arskrá þótti mikið þing á sinni tíð. Kommúnistar og fylgifiskar þeirra báru á þetta verk sérstakt lof og þótti vart lengra hafa verið komizt í setningu stjórnskipunar- laga. Sérstaklega þótti vel búið að mannréttindum í stjórnarskrá þessari. Þar var að finna ákvæði um persónufrelsi, trúfrelsi, frið- helgi heimilisins, svo ekki sé talað um prentfrelsi, félagafrelsi og fundafrelsi. Það var naumast nokkuð ofsagt um ágæti þessarar stjórnarskrár að forminu til, en í raun var hún umgjörð um fanga- búðir í stað frelsis. Það eru lítil takmörk fyrir því, hve snotur mannréttindi má setja í stjórnarskrá. Annað mál er, hve raunhæf slík mannréttindi eru. í stjórnarskrá alþýðulýðveldis Norður-Kóreu frá 1975 eru ákvæði um, að menn skuli hafa rétt til að hvílast. Það fer ekki sögum af því, hvernig þeir hvílast þar í landi. En þetta vekur spurningu um það, hvort það sæmi okkur Islending- um ekki bezt að fara hóflega í sak- irnar, þegar um er að ræða ákvæði um mannréttindi, sem eru frekar í orði en á borði. í þessu sambandi skal haft í huga, að það er engin trygging fyrir mannréttindum, þótt ákvæði um slíkt sé í stjórnarskrá. Það er heldur ekki nauðsynlegt að setja ákvæði um mannréttindi í stjórn- arskrá til þess að búa við slíkan rétt. 1 Bretlandi, þar sem skrifúð stjórnarskrá er engin, eru því eng- in mannréttindaákvæði á sama veg og við hér búum við. Samt er það svo, að telja verður, að Bretar búi ekki við minni mannréttindi en við sjálfir. Þetta sýnir, að ekki veltur allt á því að við flýtum okkur að setja nýja stjórnarskrá með nýjum mannréttindaákvæð- um. Þetta sýnir okkur þvert á móti, að við eigum að gæta þess að skilja kjarnann frá hisminu. Þorv. Garóar Kristjánsson Andersson og Tal jafnir Slokkhólini, 10. janúar. Al*. S/ENSKI stórmeistarinn Ulf And- ersson sigraöi Mikhail Tal frá Sov- étríkjunum í 51 leik í sjöttu einvíg- isskák þeirra, sem lauk á sunnudag. Eru þeir því jafnir nú að loknu 6 skáka einvígi, þ.e. báðir með þrjá vinninga. Er nú óráðið með öllu, hvor af skákmeisturunum tveimur heldur áfram í áskorenda- keppninni. XEROX HÁGÆÐA- LJÓSRITUNARVÉLAR • Vélar sem henta hvaöa Ijósritamagni sem er. • Frá 10 - 120 Ijósrit á mínútu. • Vélar sem taka A3. • Vélar meö minnkun.* Vélar meö stækkun. • Vélar meö matara. • Vélar meö raöara o.fl. , Fullkomin viögeröarþjónusta. NON HF. Síðumúla 6, S:84209 - 84295 RANK XEROX umboðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.