Morgunblaðið - 11.01.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.01.1983, Blaðsíða 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1983 t Konan mín, RÓSA MAGNÚSDÓTTIR, kennari, Nýja Lundi, Kópavogi, lést í Landspítalanum, laugardaginn 8. janúar. Fyrir hönd aöstandenda, Gunnlaugur Geirsson. t Faöir okkar, SIGURBALDUR GÍSLASON, ísafiröi, lést í Landspítalanum 7. janúar. Börnin. t Elsku móöir okkar, amma og langamma, ÞÓRDÍS ÞORLEIFSDÓTTIR fré Ásgaröi í Grundarfiröi, lést 7. janúar. Fyrir hönd systkina og annarra aöstandenda, Halldór Ásgeirsson. t Móöir okkar, MARGRÉT SIGMUNDSDÓTTIR fré ísafiröi, Kirkjuvegi 34, Keflavík, andaöist að heimili dóttur sinnar og tengdasonar 6. janúar sl. Systkinin. t Mágur minn, ERIC J. VIGFUSSON, lést þann 7. þ.m. í Fallbrook, Kaliforníu. Fyrir hönd systur minnar Ástu Vigfusson. Hannes Agnarsson. t Fööurbróöir minn, ÓLAFUR VALDIMARSSON, Bergstaöastræti 28, lést í Elliheimilinu Grund 30. desember sl. Bálför hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Eiríkur Brynjólfsaon. t Fööursystir okkar, SNORRA BENEDIKTSDÓTTIR, andaöist 8. janúar. Ingfleif Bryndís Hallgrímsdóttir, Björn Hallgrímsson, Geir Hallgrímsson. t Hjartkær sonur minn, unnusti og bróöir, VALUR SIGURMUNDSSON, Álftamýri 4, lést 9. janúar. Ásta Jónsdóttir, Sigurbjörg Hermannsdóttir, og systkini hins létna. t Faöir okkar, tengdafaöir, afi, lanaafi og langalangafi, JÓN EIRIKSSON, skipstjóri, Drépuhlíö 13, veröur jarösunginn frá Háteigskirkju í dag, þriöjudaginn 11. janúar kl. 13.30. Börn, tengdabörn, barnabörn og aörir niöjar. Asdís Steinunn Leifsdóttir - Minning Fædd 16. júlí 1952 Dáin 4. janúar 1983 Nú er hún Ásdís farin frá okkur á fund móður sinnar og systur. Ekki hvarflaði það að okkur þegar við bekkjarfélagarnir úr 4-A hitt- umst í vor, á tíu ára kennaraaf- mæli okkar. Ásdís var svo hress og glöð. Á þeirri stundu gleymdum við hversu alvarlegur sjúkdómur það var, sem þjáði hana. Hún geislaði af lífi og áætlunum eins og við hin. Ásdís veiktist stuttu seinna og náði sér aldrei eftir það. Þá reyndist Guðfinnur henni vel. Hann reyndist henni í senn eigin- maður og besti vinur. Það eru góð- ar stundir, sem við munum eftir úr Kennaraskólanum, þar sem við gengum í gegn um súrt og sætt saman. Ásdís var mjög dugleg námsmanneskja, róleg og prúð að eðlisfari, hún var brosmild og fé- lagslynd og lét sig hvergi vanta. Þar var Guðfinnur iðulega með, því þau voru mjög samstillt, allt frá því þau kynntust. Ásdís og Guðfinnur eignuðust eina dóttur, Eyrúnu Björgu, sem er 6 ára gömul. Ásdís kenndi við Víðistaðaskóla í Hafnarfirði frá því hún lauk kennaraprófi 1972. Um leið og við bekkjarsystkinin þökkum Ásdísi góð kynni, viljum við votta Guðfinni, Eyrúnu og öðr- um aðstandendum okkar innileg- ustu samúð. Bekkjarsystkini úr K.f 1968—1972. Hinsta kveðja frá Víðistaöaskóla „Ó, láttu, drottinn, þitt Ijós mcr skína og scndu frið inn í sálu mína. Ó, vcrtu mcr drottinn í dauóa hlíf. Ég bió ckki framar um bata og líf.“ (Stcfán frá llvítadal) Hún hét Ásdís Steinunn og kom til okkar í Víðistaðaskóla haustið 1972. Hún kom til okkar glöð og hlý með feimnislegt brosið á vör- unum, full vonar og starfsgleði, hljóðlát og hjartahlý í fasi, en þó dul í dagsins önn um dýpstu hug- renningar. Hún hafði lokið kennaraprófi frá Kennaraháskóla íslands þá um vorið og gengið að eiga eftirlif- andi eiginmann sinn, Guðfinn Þórðarson, nokkrum dögum áður en hún kom til starfa við skólann. Það fylgdu henni því sól og von- ir, er hún byrjaði störf sín hér í skólanum. Lífið var fagurt og heillandi. Verkefnin biðu anda hennar og handa. Vinna hennar hér í skólanum var hafin og nem- endur hennar nutu góðrar leið- sagnar, umhyggju og hlýju. Víði- staðaskóli hafði eignast áhuga- saman og ötulan kennara, þar sem Ásdís var. En við hinir kennararn- ir áttum í Ásdísi afbragðs starfs- félaga og vin, sem lét sig skipta starf sitt og skóla, brautargengi t Eiginmaöur minn, ÞORLEIFUR J. EGGERTSSON, lést aö Reykjalundi, mánudaginn 10. janúar. Jóhanna Guójónsdóttir. t Faöir okkar, PÁLL EINARSSON, Ásabyggó 13, Akureyri, andaöist 5. janúar. Jaröarförin veröur gerö frá Akureyrarkirkju, fimmtudaginn 13. janúar kl. 13.30. Guóný Pélsdóttir, Einar Pálsson, Steingrímur Pélsson, María Pélsdóttir, Sólveig Pélsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, HÁKON ÓSKAR JÓNASSON, Hrafnistu, éður til heimilis aó Rauöahvammi, lést i Borgarspítalanum, aöfaranótt föstudagsins 7. janúar. Anna Hékonardóttir, Jónatan Aóalsteinsson, Katrín Hékonardóttir, Haraldur Pélsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaöur minn, fósturfaðir, bróöfr, mágur og fööurbróöir EINAR LONG, kaupmaöur, Brekkugötu 11, Hafnarfiröi, veröur jarösettur frá Þjóökirkjunni í Hafnarfiröi, miövikudaginn 12. janúar kl. 14.00. Jóhanna Kristófersdóttir, Þórir Kjartansson, Ásgeir Long, Guöbjörg Gunnarsdóttir, Valdimar og Björg Long. t Minningarathöfn um INGIÐJÖRGU MARÍU (BUGGU) THOMPSON, éóur til heimilis Vesturgötu 21, Rvík, verður haldin í dag, þrlöjudaginn 11. janúar kl. 15.00 í Fossvogs- kapellu hinni nýju. Þeir sem vildu minnast hinnar látnu eru beönir um aö láta Krabba- meinsfélag íslands njóta þess. Fyrir hönd vandamanna, Bergljót Ingólfsdóttir. hans og hæfni til þess að gegna sem best hlutverki sínu. Það er aðeins stutt stund síðan þetta var. Aðeins rúmur áratugur. Og nú er Ásdís farin frá okkur yfir landamæri lífs og dauða. Við eig- um margar góðar minningar um hana og söknum hennar sárt. En við kveðjum hana með þökk, — þökk fyrir samstarfið hér í Víði- staðaskóla, — þökk fyrir allt sem hún gaf og veitti, til þess að starf okkar mætti bera sem bestan árangur, — þökk fyrir vináttu og hljóðláta hjartahlýju öllum stund- um sem við áttum saman. — Já, þokk fyrir allt og allt. Ásdís Steinunn Leifsdóttir er fædd í Reykjavík hinn 16. júlí 1952. Foreldrar hennar voru hjón- in Jónína Steingrímsdóttir og Leifur Steinarsson, vélstjóri í Reykjavík. Ásdís ólst upp í Reykjavík í hópi fimm systra sinna, lauk kennara- prófi frá Kennaraháskóla íslands vorið 1972 og hefur verið kennari við Víðistaðaskóla í Hafnarfirði frá hausti 1972 og til dánardags. Hinn 26. ágúst 1972 giftist Asdís eftirlifandi eiginmanni sínum, Guðfinni Þórðarsyni, en þau höfðu áður verið heitbundin í nokkur ár. Hafði Ásdís þá löngum verið heimagangur á heimili tengdafor- eldra sinna, þeirra Ingibjargar Bjarnadóttur og Þórðar Gíslason- ar, en þau reyndust Ásdísi bæði þá og alltaf síðan ástrík og um- hyggjusöm allt til síðustu stundar. Þau Ásdís og Guðfinnur keyptu sér íbúð í fjölbýlishúsi í Norður- bænum í Hafnarfirði sama árið og þau giftust. En bráðlega hófust þau handa um byggingu á einbýl- ishúsi á Sævangi 7 og þangað fluttu þau inn árið 1979. Þau áttu sér fagurt heimili, sem bar glöggt vitni um samhug þeirra og samheldni, smekkvísi og dugn- að. Guðfinnur reyndist einstök stoð og stytta Ásdísar í veikindum hennar og kom þá vel í ljós, að hann er einn af þeim sem vaxa í vanda hverjum og sýna best hvern mann þeir hafa að geyma, þegar mest reynir á. Ásdís og Guðfinnur eignuðust eina dóttur, Eyrúnu Björgu, sem er fædd 26. mars 1976 og er því aðeins sex ára, þegar hún nú verð- ur að sjá á bak móður sinni og kveðja hana hinstu kveðju. Við biðjum þess með heitu hjarta, að Eyrúnu litlu Björgu megi vel farn- ast um ógengið æviskeið og að hún njóti heilbrigði og hamingju um langa framtíð. Ásdís Leifsdóttir hafði ekki lengi starfað með okkur í Víði- staðaskóla, þegar okkur varð ljóst, að þar höfðum við eignast trúan vinnufélaga og vin. Við hana var gott að ræða og með henni var gott að leita að lausn ýmissa vandamála, sem óhjákvæmilega hljóta að skjóta upp kollinum í svo stórum skóla sem Víðistaðaskóli er. Meðal annars átti Ásdís sæti í kennararáði Víðistaðaskóla um skeið og átti þannig drjúgan þátt í að móta og mynda daglega starf- semi skólans. En svo börðu að dyrum hjá Ás- dísi erfið veikindi, — veikindi sem Ásdís hafði oft hugsað til og vissi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.