Morgunblaðið - 11.01.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.01.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1983 5 Óskar Vigfússon: Ekki hlaupið úr Verðlagsráði með vísitölubindingu fiskverðs „GINS og kom fram hjá mér í bókun minni í Verðlagsráði sjávarútvegsins við síðustu verðákvörðun, taldi ég það rétt að þetta yrði tekið til skoð- unar af hálfu stjórna samtaka sjó- manna. Sjómannasambandið er ekki eitt aðili að Verðlagsráðinu, að auki eru það bæði Farmanna- og fiskimannasambandið og Alþýðu- sambandið, sem standa að fulltrúum í Verðlagsráði sjávarútvegsins," sagði Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands íslands, meðal aaaars er Morgunblaðið bar undir hann hugmyndir um, að sjómenn drsgju sig út úr Verðlagsráði sjávar- útvegsins, og fiskverð yrði bundið vísitölu. „Ekki má svo skilja, að þar sé aðeins tekin verðákvörðun í sam- bandi við hið almenna fiskverð, það er að segja botnfiskaflann. Það þarf að verðleggja aðrar teg- undir líka, sem eru háðar miklum sveiflum á markaði eins og loðnu, síld, rækju, hörpudisk og margar fleiri. Því er það ekki einfalt ráð að draga sig út úr Verðlagsráði með það að fororði, að vísitölu- binding verði á verði þeirra teg- unda, sem verðlagðar hafa verið, svo sem bolfiskinum. Það þarf fleira að koma til. Það sem ég hafði í huga varð- andi þetta og síendurtekin af- skipti stjórnavalda af hlutaskipta- kjörum sjómanna og útvegsmanna í gegnum verðlagsráð, sem er með þeim hætti, að ég held að við séum komnir á yztu nöf að geta haldið í þetta svokallaða hlutaskiptakerfi, er, að ef við drögum okkur út úr verðlagsráði, þurfum við að hafa fyrir eitthvert breytt launakerfi sjómanna, sem tryggir það, að við verðum ekki háðir neinum sveifl- GÖT VORU stungin á dekk undir sex bifreiðum í Hafnarfirði aðfaranótt fimmtudags. Fimm bíl- anna voru við verzlunarmiðstöð- ina að Reykjavíkurvegi 50 og sá sjötti í Arnarhrauni. Göt voru um á fiskverði. Hvernig það gæti verið gert er ég ekki tilbúinn að tjá mig um. En þetta er mál, sem við þurfum að ræða alvarlega um í samtökum sjómanna, en það verð- ur ekki hlaupið beint úr Verð- lagsráði með vísitölubindingu á hluta af því, sem við verðleggjum, það er alveg fráleitt. Vegna þessa hefur verið boðað til fundar for- manna aðildarfélaga Sjómanna- sambandsins, sem að vísu hefur orðið að fresta vegna ófærðar. Það er mikill áhugi meðal sjómanna að ræða þessi mál og kryfja þau til mergjar," sagði Óskar. stungin með síl á öll dekk bifreið- anna. I lok nóvember voru göt stungin á dekk fjögurra bifreiða í Garðabæ. Allar upplýsingar um spellvirki þessi eru þakksamlega þegnar. Göt stungin á dekk bifreiða MAZDA SUBARU V0LV0 CITROEN MAZDA PESSIRKQMUST TILVINNU PRATTFYRIR OFÆRÐINA 0 Þessi mynd er tekin á bílastæðinu við Lágmúla 5, þriðjudaginn 4/1 1983 klukkan 13:52, þegar óveðrinu hafði slotað og þeir voru mættir til vinnu sem á annað borð komust þann daginn. 14 bílar á svæðinu — þar af 6 SAAB. Þarf frekari vitnavið um getu SAAB í íslenskri vetrarófærð. TÖGGURHF. UMBOÐIÐ BÍLDSHÖFÐA 16, SÍMI 81530

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.