Morgunblaðið - 27.02.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.02.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983 5 hans. Hér er meinabeknir að sýsla med blód á rannsóknastofunni. Stundin okkar kl. 18.00: Skroppið í Blóðbankann og Tilraunastöðina að Keldum Á dagskrá sjónvarps kl. 18.00 er Stundin okkar. Umsjónarmaður: Bryndís Schram. Stjórn upptöku: Viðar Víkingsson. í Stundinni okkar verður farið í heimsókn til krakkanna í leikskól- anum Hólavöllum. Bryndís fer í Blóðbankann og kynnir sér starf- semi hans og auðvitað gefur hún blóð í bankann. Skroppið er að Til- raunastöðinni að Keldum þar sem skoðaðar eru rottur og önnur skemmtileg tilraunadýr. Einmitt svona sögur, eftir Rudyard Kipl- ing, halda áfram. Nú sjáum við og heyrum söguna Kötturinn sem fór sinna eigin ferða. Framhaldsleik- ritið Sara Klara í rusli verður á dagskrá, en það er eftir Auði Har- alds og Valdísi Óskarsdóttur. Annar þáttur nefnist Sara Klara úti aö aka, og það er Edda Björg- vinsdóttir sem leikur allar persón- ur. Tölvan í Kennaraháskólanum — leiðrétting „Ég undirrituð óska eftir að koma á framfæri leiðréttingu vegna dagskrártilkynningar i Morgunblað- inu 23. febrúar varðandi efni þáttar- ins Bræðings sem var á dagskrá hljóðvarps þann hinn sama dag. I dagskrárkynningunni var í stutttu máli gerð grein fyrir efni þáttarins og þar á meðal viðtali er haft var við mig. Sagt var að eingöngu nemar í stærðfræðivali í Kennaraháskóla ís- lands hafi aðgang að þeirri einu tölvu sem til staðar er í skólanum. Rétt er að nemar í stærðfræðivali eru þeir einu sem fá skipulagða kennslu í sambandi við tölvur og má rekja það til þess að innan stærð- fræðinnar hefur verið unnið mjög markvisst að þessum málum. Það er því miður að slíkt ranghermi skuli koma fram sem kastar rýrð á brautryðjendastarf í tölvukennslu innan KHÍ. Allir nemar skólans hafa aðgang að tölvunni og er það hverjum og einum í sjálfsvald sett hvort þeir nýta sér það eða ekki. Virðingarfyllst, Kristín Steinarsdóttir.“ Mbl. biður hlutaðeigandi afsökun- ar á mishermi þessu. Sunnudaj(sstúdíóió kl. 20.00: Stuðmannahúmor, Grýlur og smáafmælisveisla Á dagskrá hljóðvarps kl. 20.00 er Sunnudagsstúdíóið — útvarp unga fólksins. Guðrún Birgisdóttir stjórn- — Að þessu sinni fæ ég Stuð- manninn Valgeir Guðjónsson og nokkrar Grýlur í kaffisopa og spjall, sagði Guðrún Birgisdóttir. — Umræðuefni okkar verður Spil- verkið, Stuðmenn og Stuðmanna- húmor, kvikmyndin Með allt á hreinu o.fl. I tilefni af því að á þessu ári er enginn hlaupársdag- ur, hélt Sunnudagsstúdíóið smá- afmælisveislu og bauð til hennar þremur unglingum, tveimur fædd- um 29. febrúar 1964, Vilborgu og Oddnýju, og einum fæddum 29. febrúar 1968, Sigþóri, til að bæta þeim upp missinn. Og auðvitað spilum við afmælislag og óskalag fyrir þau. Ef tími vinnst til verður litið í nokkur bréf og síðan kemur Úlfur með fréttaþuluna. Sunnudagsstúdíóið tekur Stuömannahúmorinn til skoðunar í þættinum í kvöld og ræðir við Valgeir Guðjónsson og þrjár af Grýlunum. (dujíjíinn kl. 20.50: Kvikmyndasjóður, ljósmynd- ir, listiðnaður og hártíska Á dagskrá sjónvarps kl. 20.50 er Glugginn — þáttur um listir, menn- ingarmál og fleira. Umsjónarmaður: Áslaug Ragnars. í Glugganum ræðir Áslaug Ragnars við Knút Hallsson, skrifstofustjóra í menntamála- ráðuneytinu, um Kvikmyndasjóð, sem veitt verður úr á næstunni. Fjallað verður um franska ljós- mynda- og kvikmyndasýningu á vegum menningardeildar franska sendiráðsins og ljósmyndasafns íslands, sem helguð er Emile Zola og verkum hans. Litið verður á finnska listiðnaðarsýningu (Artis- ani) í Norræna húsinu og mál- verkasýningu Margrétar Guð- mundsdóttur í Listmunahúsinu. Bára Kemp og Elsa Haraldsdóttir sýna nýju hártískuna frá París. Raunhœft mat á verðtilboðum skiptir miklu þegar ákvarðanir eru teknar um utanlandsferð. Upphrópanir og hástemmd lýsingarorð eiga engan veginn við, verðlistarnir segja allt sem segja þarf. Samvinnuíerðir-Landsýn býður ein íslenskra ferðaskrifstofa upp á íerðir til Portoroz, Grikklands og sumarhúsa í Hollandi. Verðsamanburð- ur er því eríiður, en til Ítalíu og sumarhúsa í Danmörku er unnt að fara með tveimur íerðaskrifstofum. Við geíum hér dœmi um verð beggja aðila og ávallt er miðað við eðlilegan fjölda í íbúð og gististaði sem sambœrilegir eru að gœðum. Hér er ekki tekið hœsta og lœgsta verð, hvergi er reynt að skekkja myndina heldur leitast við að draga upp raunhœfar tölur beggja aðila. Italía Ágústferðir. tjórir í íbúð, hjón með tvö böm. t.d. bergi Tvœr vikur 5 og 9 ára. tvö svetnher- Samvinnuferðlr Landsýn Samkeppnis- aðili Samvinnuferðir Landsýn Samkeppnis- aðili Verð f. hvern einstakling 14.100 16.500 17 100 19.740 Heildarverð allrar fjöl- skyldunnar 56 400 66.000 68 400 78.960 Barnaafsláttur -7000 -4.500 -7000 -6.300 Aðildarfélags- afsláttur -3.600 -0 -3.600 -0 Rótt verð 45 800 61.500 57.800 72.660 Mismunur 34% eða kr. 15.700 25% eöa kr. 14.860 Sumarhús í Danmörku Júníterð. tvœr vtkur. fjórir í sumarhúsi, hjón með tvö böm. Samvinnuferðir- Landsýn Samkeppnis- aðili Verð fyrir hvem einstakling 9.600 10.790 Heildarverð allrar fjölskyldunnar i 38 400 43.160 Bamaafsláttur -5.000 -6.000 Aðildarfélagsafsláttur -3 600 -0 Rétt verð 29 800 37.160 Mismunur 24%eðakr. 7 360 Verð Samvinnuferða-Landsýnar miöast við gengi 5. jan 1983. Verð samkeppnisaðila miðast við gengi 1. feb. 1983 Fimmleiðirtill 1. Jafn ferðakostnaður til 1. júní Landsbyggðarfólki er boðið ókeYPÍs fluglai til og trá Reykjavik á ollúm áœtlunarleiðúm Amarflugs og Flugleiða. 2. Aðildarfélagsaf sláttur til 1. maí Aðildarfélagsafsláttúr er kr. 1.200 lyrir fúllorðna og kr. 600 fynr born. Öll tjölskyldan íœr aíslátt eí annao íoreldrið er í einhverju hinna íjöimörgu aðildaríélaga. : uu i kostnaðar og léttari greíöslubyrói 3. Sl-kjör til 1. apríl SL-kjörin festa verð ferðarinnar og koma í veg íyrir hvers kyns hœkkun af völdum genglsbreyfinga eða hœkkunar á eldsneytisverðl 4.5% staðgreiðsluafsláttur Ný leið tfl lœgri kostnaðar. 5% alsláttui er veittur eí greitt er að íullu a.m.k. tveimur vikum tyrir brottlör. 5. SL-ferðavelta Einkar hentugi spariveltúkerfi Þar sem unnt er að dreila terðakostnaðl á langan tíma og létta grelðslu- byrði verúlega. Með þátttokú Samvinnúferða-Landsýnar verður alborgúnartími lengri en í öllum öðrum sparivettúkertúm. Allar nánari upplýsingar í f e rðabœklingnum. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.