Morgunblaðið - 27.02.1983, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 27.02.1983, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983 Treystum okkur ekki til að skrifa bók um hina einu sönnu túlkun á Fröken Júlíu — segja Gránufjelagar, en þeir fara mjög nýstárlega leið í meðferð og túlkun leikritsins Sl. mánudagskvöld stód til að Gránufjelagið svokallaða frumsýndi leikritið Fröken Júlía eftir þjóðskáld Svía, Ág- úst Strindberg. En svo óheppilega vildi til að einn leikaranna tognaði illa á æfingu og varð því að fresta frumsýningu um eina viku. Frumsýn- ingin verður því annað kvöld klukkan hálf níu í Hafnarbíói, en forsýning er í dag, klukkan hálf þrjú. Strindberg og Fröken Júlía Strindberg skrifar Fröken Júlíu árið 1888. A þeim tíma var hann langt frá því að vera þjóðskáld landa sinna, heldur listamaður sem valið hafði útlegð vegna ásakana um ósið- lega bersögli og guðlast í verkum sínum. Strindberg var leitandi mað- ur, sem reyndi ávallt að gefa undir- öldu samtíðar sinnar listrænt form. Hann lýsir draumum samtíðar sinn- ar, en ekki síður þeim orsakaveru- leika sem býr að baki ríkjandi lífs- munstri og siðferðiskreddum. Hann kallar Fröken Júlfu natúralískan sorgarleik, og vill þar með stilla sér í raðir framsækinna listamanna síns tíma. Fröken Júlía er skrifuð fyrir þrjú hlutverk, Júlíu (Ragnheiður Elfa Arnarsdóttir), Jean (Guðjón Peder- sen) og Kristínu (Kristín S. Krist- jánsdóttir). Efniviður leikritsins er margslunginn, eins og nærri má geta, en meginþráðurinn er spunn- inn úr gamla góða ástarþríhyrningn- um, en horn hans eru í þessu tilfelli tvær konur og einn maður. Inn í þetta fléttast m.a. vangaveltur um stéttaskiptingu, en Júlía er yfirstétt- arkona, en Jean og Kristín tilheyra þjónustufólki. Júlía verður ástfangin af þjóninum Jean, en hann er heit- bundinn Kristínu, stúlku af hans sauðahúsi sem honum ber því með réttu að giftast. Þ.e.a.s. ef hann vill fylgja leikreglum samfélagsins. Nýstárleg vinnubrögð Gránufélagið hefur farið nýstár- lega leið í úrvinnslu þessa fræga leikrits. Textanum er að mestu fylgt, en hins vegar er engum fyrirfram hugmyndum fylgt í sambandi við áherslur, hreyfingar og andrúm leiksins. f þessu efni þreifa leikar- arnir og leikstjórinn sig áfram á æf- ingum, spinna upp margvíslega túlk- unarmáta eftir því sem þeim finnst viðeigandi. Þessi vinnubrögð eru yf- irleitt nefnd „spuni", eða „im- provisat.ion". Tilfinningin, en ekki forskrift, er látin stýra verkinu. Eitt af því sem sprottið hefur upp af þessum spuna er tilkoma tveggja nýrra hlutverka. Þeir Þröstur Guðbjartsson og Gunnar Rafn Guð- mundsson koma fram í hlutverki þögullra vonbiðla Júlíu. í þeim tilgangi að forvitnast nokk- uð um þessi sérstæðu vinnubrögð og fleira, fór blaðamaður Morgunblaðs- ins á fund leikaranna fimm og leik- stjórans Kára Halldórs fyrr í vik- unni. En áður en lengra er haldið, hvað eiginlega er Gránufjelagið, hvernig og hvenær varð það til, og hvers vegna þetta furðulega nafn? Erum ekki frá Akureyri „Nei, nei, við erum ekki frá Akur- eyri. Þetta er útbreiddur misskíln- ingur sem stafar af því að í fyrravet- ur var stór hópur okkar Gránufje- laga á Akureyri í tengslum við upp- færslu á Þremur systrum. Þar not- uðum við tækifærið til þess að hitt- ast, ræða saman um okkar drauma- leikhús. Annars fórum við að vinna sameiginlega strax haustið '81. Við erum 13 í félaginu, 8 leikarar, 2 leik- stjórar, leiktækniþjálfari, leik- myndateiknari og framkvæmda- stjóri. Við lítum á okkar hóp sem leik- smiðju frekar en leikhús. „Leik- smiðja" er tilraun til þýðingar á „Work-shop“, en í slíkri smiðju ein- kennist vinnan meira af leit en því að fylgja fyrirskipunum og formúl- um. Hvað nafnið varðar þá var það upphaflega brandari. Eitthvað urð- um við að heita og nafnið bar á góma í hálfgerðum gáska. En svo fórum að athuga sögu Gránufjelagsins gamla, og fannst hún svo sniðug að við lét- um slag standa." Peningahliðin „Fröken Júlía er fyrsta verkefni Gránufjelagsins. Sumum finnst kannski að við séum að reisa okkur hurðarás um öxl að byrja á verki sem talið er frekar þungt; að skyn- samlegra væri að byrja á laufléttum gamanleik sem væri vís með að ganga eitthvað, og koma þannig und- ir okkur peningafótunum. En við er- um mjög trúgjörn og trúum því statt og stöðugt að fólk hafi áhuga á að sjá sígilt verk í nýjum búningi. Og okkar meðhöndlun á þessu sígilda leikriti er „fersk", hún stjórnast fyrst og fremst af lönguninni að draga út úr verkinu þá þætti sem höfða til fólks í dag. Annað til. Þetta er það sem við höfum áhuga á í dag, og okkar mottó er að vera trú manneskjunni í okkur sjálfum. Það er allt of mikið um það að listamenn séu að gera eitthvað sem þeir neyðast til að gera eða eru beðnir um. En listamaður er því að- eins trúr áhorfandanum að hann vinni að því sem hugur hans stendur til. Og svo er það ekki aðalatriðið að ná sem flestum í leikhús, heldur að gera þá sem koma ánægða. Við gerum alla hluti eins ódýrt og hægt er, og lifum á sníkjum, velvild og sparnaði. Alla okkar vinnu lánum við Gránufjelaginu, en vildum þó helst losna við að borga með okkur. Við vorum mjög heppin að komast inn í Hafnarbíói, en við leigjum það af Alþýðuleikhúsinu. Það hefur tek- ist góð samvinna með okkur, Al- þýðuleikhúsinu og Revíuleíkhúsinu. Þá fengum við styrk frá ríkinu upp á 84 þúsund krónur, og brúar sú upp- hæð rúmlega helminginn af beinum kostnaði. Annars er ekkert grín að halda uppi svona starfsemi í dag, og okkur hefði varla tekist að koma sýningunni upp ef við hefðum ekki fengið styrkinn og aðstöðu í Hafnar- bíói.“ Strindberg er mannlegur „Strindberg höfðar til okkar. Kannski fyrst og fremst vegna þess hvað hann gefur mikið af sjálfum sér í verkum sínum. Hans eigið óör- yggi og veikleikar koma alltaf fram og því eru verk hans mannleg og ein- læg. Hann vekur ekki hjá áhorfand- anum viðbrögðin vá! eða ullabjakk!, Setjið upp falska brosið, var fyrirskipun Ijósmyndarans. Frá vinstri: Ingvar Björnsson, Guðjón Pedersen, Kári Halldór, Gunnar Rafn Guðmundsson, Jenný Erla Guð- mundsdóttir, Kristín S. Kristjánsdóttir, Þröstur Guðbjartsson, Ragnheiður Elfa Arn- ardóttir og Ingibjörg Guðmundsdóttir. Morgunblaði*/ köe

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.