Morgunblaðið - 27.02.1983, Síða 45

Morgunblaðið - 27.02.1983, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983 45 Aage Rothenborg verkfræðingur In memoriam: Hinn 16. febrúar síðastliðinn andaðist Aage Rothenborg verk- fræðingur í Kaupmannahöfn. Hann var orðinn háaldraður mað- ur, fæddur 17. október 1891. For- eldrar hans voru Herman Roth- enborg og kona hans, Josefine Rothenborg, f. Salomonsen. Á æskuárum sínum dvaldi hann í Svíþjóð, Þýzkalandi og Frakk- landi. Hann dáði mjög franska menningu og náði framúrskarandi góðum tökum á franskri tungu. Raunar var Aage svo létt um að nema tungumál, að svo virtist sem Þrettán ára stúlka á Nýja Sjá- landi óskar eftir pennavinum. Meðal áhugamála eru leikur á rúlluskautum, hestar og önnur dýr: Michelle Watson, 83 Milton Street, ('hristchurch, New Zealand. Fimmtán ára stúlka í Japan vill skrifast á við jafnöldrur sínar: Yko Miyata, 64 Hon-cho 2-chome, Takahagi City, Iharaki, 318 Japan. Þrettán ára piltur í Japan með íþróttaáhuga: Robert Abban, AM-E-Zion Middle A School, P.O.Box 39, ('ape ('oast, Ghana. Frá Danmörku skrifar 67 ára kona, frímerkjasafnari. Skrifar á dönsku: Frida Andersen, Skeldevej 67, Skelde, 6310 Broager, Denmark. Fjórtán ára stúlka í Japan með mörg áhugamál: Yukari Yamasaki, 530 Kagamigawa-cho, Hirado-shi, Nagasaki-ken, 859-51 Japan. Sautján ára piltur í Ghana með áhuga á íþróttum, tónlist og póstkortasöfnun: Theophilus Garbrah, P.O.Box 1050, Cape Coast, Ghana. Frá Kanada skrifar 39 ára kona, sem átti íslenzkan afa og íslenzka ömmu. Faðir hennar heitir Jóna- tan Helgason og er fæddur í Gimli í Manitoba: I)ean Elliot, 1417 ('edar St., I'rince George B.C. V2L 1B4, Canada. hann gæti brugðið fyrir sig flest- um Evrópumálum, er með þurfti. Á sextugsaldri átti hann eitt sinn erindi til Ítalíu í verzlunarerind- um. Fannst honum sér fjötur um fót að kunna ekki ítölsku til hlítar, en eftir eitt ár fór hann aftur suð- ur á bóginn og talaði þá málið svo vel sem hann hefði dvalið árum saman í landinu. Árið 1918 kvæntist Aage Sofie- Elisabet, f. Harbou, og bjuggu þau í Kaupmannahöfn, nema á stríðs- árunum dvöldu þau um skeið í Sví- þjóð. Þar hafði Aage sterk við- skiptasambönd, saumavélar voru sérgrein hans. Hann var lengi um- boðsmaður Husquarna í Dan- mörku og raunar einnig á íslandi á fyrri hluta starfsævi sinnar. Síð- an setti hann á stofn sitt eigið fyrirtæki og framleiddi saumavél- ar til nota í stórum saumaverk- stæðum. Hann var harðduglegur starfsmaður og mikill ferðamað- ur, svo að segja mátti að hann þeyttist um hálfan hnöttinn til að viðhalda lifandi sambandi við viðskiptavini fyrirtækisins. Miklir starfsmenn hafa jafnan mestu tómstundirnar til að sinna fleiri áhugamálum en einu. Aage lék vel á píanó, var skíðamaður góður og tennisleikari í fremstu röð. En það „tómstundagaman", sem mesta þýðingu mun hafa fyrir þá, sem iðka dönsk þjóðfræði, er kvikmyndun gamalla vinnu- bragða, er nú heyra sögunni til. Hann hafði aflað sér staðgóðrar þekkingar á dönskum þjóðháttum að fornu, og í samvinnu við Þjóð- minjasafnið danska tók hann á þriðja tug kvikmynda og gaf safn- inu. Til marks um vandvirkni hans má geta þess, að hann lét aldrei „leika" vinnubrögðin, held- ur fór hann um Danmörku þvera og endilanga til að leita uppi fólk, sem kunni gamlar iðnir, sem stundaðar höfðu verið öldum sam- an, áður en verksmiðjur nútímans komu til skjalanna. Arið 1971 kom Aage til íslands í boði Norræna hússins og flutti fyrirlestra um kvikmyndun fornra vinnubragða. Kostaði hann þá för sína sjálfur, en ánafnaði þóknun og ferða- kostnað þjóðháttadeild Þjóð- minjasafnsins og gaf nokkra fjárupphæð að auki. Var þessi gjöf af hans hendi hugsuö sem hvatn- ing til íslendinga til að safna sem nákvæmustum gögnum um at- vinnuhætti, sem óðum væru að hverfa. Ekki tel ég með öllu úti- lokað, að kvikmyndir hans af dönskum atvinnuháttum geti einnig orðið þeim til lærdóms, er bera vilja saman forna þjóðhætti Dana og íslendinga. Verndun náttúruminja lét hann sig og miklu skipta. Aage Rothenborg átti lengi sæti í stjórn Hins konunglega norræna fornritafélags. Norræn saga og bókmenntir áttu sterk ítök í huga hans. Ég hefi t.d. hugmynd um að hann hafi verið einn aðalhvata- maður þess, að Lexicon Poeticum eftir Sveinbjörn Egilsson var endurprentað og gefið út af Hinu konunglega fornritafélagi árið 1966. Hann var mikils metinn meðal fræðimanna. Ég heyrði Kristján heitinn Eldjárn fara um hann miklum viðurkenningarorðum og það var skemmtileg stund, er þeir hittust á Bessastöðum, en það var síðasta heimilið, er Rothen- borghjónin komu inn á, svo að segja um leið og þau stigu inn í flugvélina á heimleið til Danmerk- ur í september 1971. Ég kynntist Aage Rothenborg allnáið, þar eð hann var tengda- faðir dóttur minnar. Ég finn því hvöt hjá mér til að þakka honum margra ára trausta vináttu, sem kom því skýrar í ljós, því meira er við þurfti. Og við Þóra sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til Sofie-Elisabet, hinnar ljúfu og ástúðlegu konu, — til barna henn- ar og fjölskyldunnar allrar. „Drottinn minn gefi dauðum ró, en hinum líkn, er lifa." (Sólarljóð) Jakob Jónsson Risabflasýning hjá Daihatsu um helgina Tryggið ykkur bfla fyrir hækkan- irnar um mánaðamótin. Við erum nú að taka í notkun nýjan og glæsilegan sýn- ingarsal fyrir okkar bíla, sem gerbreytir aðstöðunni til að þjóna viðskiptavinunum. Af því tilefni efnum við til stórglæsilegrar bílasýningar í dag á öllum nýjustu gerðumaf Daihatsu Charade, Taft og Charmant. Komið og skoðið Daihatsu salinn og alla gæðabílana frá Daihatsu. Daihatsuumboðið, Ármúla 23

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.