Morgunblaðið - 11.03.1983, Side 31

Morgunblaðið - 11.03.1983, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1983 31 að gera betur“ Ipswich vill kaupa Arnór að hann fái atvinnuleyfi — eina sem strandar á ei BOBBY Ferguson framkvæmdastjóri Ipswich hefur aö undanförnu unnið aö því hörðum höndum aö fá atvinnu- leyfi í Englandi fyrir Arnór Guöjohnsen. Ipswich hefur gert Arnóri tilboö og hefur samkomulag náðst á milli Arnórs og Ipswich, varöandi söluna frá Lokeren og kaupgreiöslur ef af henni verður. Þaö eina sem getur komið í veg fyrir að Arnór fari til Ipswich er að hann fái ekki atvinnuleyfi í Englandi. ísland er ekki aðili að Efnahagsbandalagi Evrópu en Efnahagsbandalagslöndin eru meó sameiginlegan vinnumarkað. Ríkisborgarar frá öðrum löndum þurfa sérstakt atvinnuleyfi í hverju landi fyrir sig innan banda- lagsins. Þó svo að Arnór hafi atvinnuleyfi í Belgíu þarf hann að fá nýtt leyfi í öðrum löndum bandalagsins. Mbl. spjallaði í gaerdag við Arn- ór og innti hann eftir þvi hvort hann væri á leiðinni til Englands og hvort samkomulag hefði náðst á milli hans og Ipswich. — Já, það er alveg rétt, sam- komulag hefur náðst á milli mín og Ipswich um söluna og greiösluna. Bobby Fergusson hefur verið í sambandi við mig nú nokkuð lengi og það eina sem strandar á er að hann fær ekki atvinnuleyfi fyrir mig í Englandi. Fáist það ekki á næstu vikum þá fellur þetta mál alveg um sjálft sig. Þeir eru að reyna allt hvað þeir geta en það eru mjög strangar reglur í Englandi varöandi atvinnuleyfi handa þeim sem eru ekki frá löndum Efnahagsbanda- lagsins. Ólmur í að fara — Ég vil ólmur fara til Englands og leika með Ipswich, og er sár- svekktur yfir því að fá ekki atvinnu- leyfið strax. Þeir ætla aö selja Alan Brazil og hugmyndin var að ég kæmi í staðinn. „Ég var svo gott sem búinn að skrifa undir samn- inginn viö félagið þegar það varð Ijóst að erfitt yrði að fá atvinnuleyf- ið." „Fergusson hefur sagt mér að það þurfi jafnvel að fara einhverjar krókaleiðir til að fá það,“ sagði Arnór. — Ég er búinn að ganga úr skugga um það að Lokeren er ekki mótfallið því að láta mig fara svo að það er ekkert í veginum fyrir þvi að úr sölu verði. Félögin virtust geta gengið frá sínum samningum án nokkurra vandræða. — Verði ekkert af því að ég fari til Englands þá leik ég mjög senni- lega út keppnistímabilið með Lok- eren. En þann 30. júní er samning- ur minn runninn út og þá er ég laus. Ég veit af því aö PSV Eind- hoven hefur sýnt mér mikinn áhuga og hefur félagið rætt við for- ráöamenn Lokeren. Þá hef ég heyrt á skotspónum um að fleiri lið séu meö fyrirspurnir en það er of snemmt að vera segja nokkuð um slíkt þar sem það er langt í að úr sölu verði fari ég ekki til Englands. Arnór hefur leikið mjög vel í vet- ur með Lokeren og í síðasta leik sínum skoraði hann glæsilegt mark og lagði upp önnur tvö. Hann sagðist eiga við smávægileg meiðsli að striða þessa stundina og væri í meðferð alla þessa viku. En það væri öruggt að hann léki með á sunnudag í næsta leik. — ÞR. landsliösþjálfari: • Hilmar Björnsson landsliös- þjálfari hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort hann gefur kost á sér áfram sem landsliðsþjálfari í handknattleik. Liósmynd Mbl. Klaut Weingartner. mörkum hverjum leikmanni ef þeir kæmust á Ólympíuleikana í Los Angeles og aörir eru eftir því. En við megum eyöa sumarfríum og öðrum frítímum okkar í þaö að æfa og leika fyrir íslensku þjóðina. Um- fjöllun veröur að vera með tilliti til ýmissa hluta. Við erum t.d. eins og smáþorp í þessum löndum sem við erum að sigra með miklum mun.“ Hilmar sagði að í næstu B-keppni, sem fram fer í Noregi 1985, ætti auövitað að stefna að því að ná sæti í A-keppni. „Þessi kjarni verður að haldast til að svo megi verða. Auðvitað munu ein- hverjir hætta — en liðið sem heild er það ungt að ekki er óeölilegt að þeirra timi, með sömu ástundun, verði i kringum keppnina í Noregi og eftir hana. Það er fyrst og fremst kosturinn við okkar lið hve ungt það er og þaö er á uppleið. Öðru máli gegnir með t.d. svissn- eska liöið. Þaö er fallandi og í því eru eldri leikmenn." Hilmar var á þeirri skoðun, aö frá ýmsum hliðum séð heföi verið betra fyrir liðið að leika í neðri riðlunum. „Eftir á aö sjá tel ég þaö betra. Allir leikirnir voru sem úrslitaleikir og því spilaðir undir mikilli pressu. Ef við heföum kom- ist í efri riðilinn veit enginn hvernig við hefðum spilað, en þá hefðum viö ekki spilaö undir eins mikilli pressu. Sæti okkar hefði veriö ör- uggt i keppninni, og ég held að strákarnir hefðu ekki fengið eins mikla reynslu." Samningur Hilmars við HSi er nú runninn út og sagöist hann ekki hafa tekið afstööu til þess hvort hann gæfi kost á sér áfram sem landsliðsþjálfari. „Ég veit ekkert um framhaldið," sagði hann. — SH. Úrslitakeppni annarrar deildar FYRSTA úrslitakeppni 2. deildar í handknattleik hefst að Varmá í Mosfellssveit í kvöld. KA og UBK leika þá kl. 20.00 og Grótta og Haukar kl. 21.15. A morgun leika svo Grótta og KA kl. 14.30 (klukkustund síðar en vera átti) og Haukar og UBK kl. 15.45. Breiöablik og Grótta eigast svo við kl. 13.30 á sunnudag og KA og Haukar kl. 14.45. Hilmar Björnsson, • Það fer ekki framhjá neinum sem fylgist með knattspyrnunni í Evrópu aö í liði Lokeren er ungur knattspyrnumaður sem á mikla framtíð fyrir sér. Arnór hefur leikið mjög vel í vetur og sýnt miklar framfarir. Framkvæmdastjórar hinna ýmsu félaga hafa verið með fyrirspurnir og greinilegt er að þaö eru ýmsir sem vilja kaupa Arnór þegar samningur hans er útrunninn í vor, verði hann þá ekki kominn til liðs við enska liðið Ipswich sem hefur gert honum tilboð sem hann hefur ákveöið að taka fái hann atvinnuleyfi í Englandi. „ÉG ER ánægður með árangurinn í keppninni, og hann sýnir að undirbúningurinn var réttur. Við gerðum okkur grein fyrir því aö líkamleg uppbygging yröi að vera góö og það ánægjulegasta var aö strákarnir skyldu halda fullkomn- um krafti allt mótið,“ sagði Hilm- ar Björnsson landsliðsþjálfari ( samtali við Mbl. um B-keppnina í Hollandi. í leikjum liðsins i Hollandi kom mikill óstöðugleiki í Ijós. Það er raunar engin ný bóla hjá íslensku landsliði, og fyrr í vetur sagði Julíus Hafstein formaöur HSI í samtali við Mbl. eftir einn lands- leikinn aö þetta væri agalausaata landslið sem hann heföi séö. Hilmar sagöist ekki sammála því að liöið væri agalaust. „Menn verða að athuga að þeir sem borið hafa uppi sóknarleikinn eru ungir strákar, og þeir þurfa rútínu og reynslu til að standa sig. Þeir hafa sýnt að þeir geta leikiö vel og leik- urinn við Frakka var til dæmis snilldarlega spilaður að minu mati. Þá komu góöu hlutirnir hægt og bítandi. Ég tel aö þetta liö hafi staöið sig vel — frá jólum höfum við leikiö fimmtán leiki og unnið ellefu. Viö höfum gert eitt jafntefli og tapaö þremur leikjum. Ég veit ekki hvaða kröfur viö getum gert til íslenska liðsins ef þetta er ekki frábær ár- angur,“ sagöi Hilmar. islenska liöið hafnaöi í áttunda sæti í B-keppninni í Frakklandi fyrir tveimur árum en nú hafnaði liðiö í sjöunda sæti. Þá tapaöi liðiö með miklum mun fyrir Frökkum og fsraelsmönnum og lék nú aftur viö þessar þjóöir. Sigur vannst á Frökkum en leikurinn við israel endaði meö jafntefli. En þrátt fyrir að liöið hafnaði aðeins einu sæti ofar en í Frakklandi sagði Hilmar ekki raunhæft að horfa einungis á það. „Það verður að líta á úrslitin — við töpum ekki nema einum leik og mér finnst varla hægt að gera betur. Jafnteflið við ísrael var að vísu slæmt en annars náðum viö því sem stefnt var að — að halda okkar sæti í B-keppninni. Menn verða að hafa í huga aö við erum að eiga við menn eins og Spánverja sem eru 53 daga aö heiman áöur en þeir fóru til Hol- lands í keppnina. Þjóöverjum var heitið 16.000 MFinnst varla hægt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.