Morgunblaðið - 13.03.1983, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARZ 1983
23
Búðir standa í hraunjaðri við Hraunhafnarós. Þannig var þar umhorfs um það leyti sem Lóa kom þangað til að reka þar hótel. En þá var byggt bæði vestan
við það og 1965 álma með gestaherbergjum austan við.
það blautt í hendinni. Þegar hann
var spurður hvort hann nefndi það
eitthvað, sagði hann að það hefði
eiginlega átt að heita Biðtími
vindanna, en úr því að þið eigið
það, skal það heita Rausn og risna.
En það máttu ekki skrifa!
Halldór Laxness kom sumar eft-
ir sumar og vann á Búðum. Ég
held að hann segi frá því í formála
að Dúfnaveizlunni. Hann vann
venjulega á morgnana. Fór svo
alltaf daglega í langar gönguferð-
ir. Hann var mjög vinnuharður við
sjálfan sig. Laxness er mikill heið-
ursmaður. Hafði svo fallega fram-
komu. Alveg sama við hvern hann
var að tala.
Þú spurðir líka um Júlíönu
Sveinsdóttur. Þegar hún kom
heim frá Danmörku, þá voru
hennar staðir Vestmannaeyjar og
Búðir. Hún hafði þá herbergi hjá
okkur. Málaði mikið niðri í fjöru.
Eða þá að hún fór út í hraun. En
okkur þótti skrýtið að hún vildi
alls ekki vinna í sól. Vildi að
dimmt væri yfir. Og enginn mátti
sjá það sem hún var að vinna. Hún
var dálítið sérkennileg, en yndis-
leg í viðkynningu."
„Það voru yndislegir dagar á
Búðum," heldur Lóa áfram. „Þótt
maður hefði mikið að gera, þá
varð ekki hjá því komist að líta út.
Og þá blasti þetta dýrðlega útsýni
við. f fyrstu vorum við fá í starfi.
Þá var engin vaktavinna, en hún
var seinasta árið. Friðsteinn
sinnti sínu starfi í Reykjavík, en
aðstoðaði mig svo við reksturinn á
Búðum."
— Það varð mikil breyting á
húsakynnum á Búðum á þessum
árum?
„Þegar ég tók við Búðum voru
húsakynnin eitt gamalt hús upp á
tvær hæðir. I aðalhúsinu voru átta
gistiherbergi uppi á lofti, en niðri
borðstofa, setustofa, eldhús og lít-
ið herbergi, sem var skift í síma-
herbergi og íbúð mína. I litla hús-
inu var starfsfólkið og svo var þar
svefnpokapláss. Eldhúsið var
mjög lítið. Þar var stór olíuelda-
vél, uppþvottavaskur með borði,
sem var um einn metri á lengd og
við eldavélina var jafnstórt borð.
Þetta var allt húsrýmið. En við
höfðum lítið búr og „buffet" inn af
eldhúsinu. Oft var erfitt að vinna í
eldhúsinu vegna hita, ef mikið var
að gera. í mörg ár höfðum við
rafmagn frá litlum mótor, sem við
þurftum að gæta sjálfar. Náttúr-
lega voru það allt konur, sem
þarna unnu. Eftir nokkur ár réð-
umst við í það stórræði að byggja
vestan við húsið. Þá fengum við
eldhús þar niðri en herbergjum
uppi fjölgaði í 11. Seinna var
byggt austan við húsið, og fengust
10 gestaherbergi, baðherbergi,
setustofa, nýtt anddyri og af-
greiðsla.
Aðdrættir voru erfiðir. Vörur
þurfti að fá frá Reykjavík, Borg-
arnesi og ólafsvík og ekki var nú
gott ef Mjólkursamlag Borgfirð-
inga gleymdi að senda mjólkina,
rjómann og skyrið eða kjötið kom
ekki frá Olafsvík og grænmetið
frá Reykjavík. Við höfðum engan
Árni Óla kom á hverju sumri og dvaldi á Búðum. Safnaði þar efni í greinar
og bók um Snæfellsnes. Þessi mynd er tekin af honum á Búðum með
Elínborgu Ágústsdóttur frá Mávahlíö, sem kom þar með hóp af snæfellskum
orlofskonum. En þær komu á hverju hausti frá 1964.
bíl og oft var erfitt að bjarga
þessu við. Ég byrjaði strax á því
að gera mikið fyrir matinn. Þar
sem húsakynnin voru ekki nógu
góð, varð ég að reyna að bæta það
upp með góðum mat. Það tókst
sæmilega. Strax var byrjað á því
að hafa opið borð fyrir morgun-
verð, sem varð vinsælt. Alltaf var
hægt að fá þríréttaðan góðan há-
degisverð, en á kvöldin höfðum við
kalt borð með heitum forrétti. Það
var afar vinsælt. Þá var hvergi
hægt að fá það úti á landi, og var
oft gaman að vera inni í borðstofu
er erlendir gestir komu, sem ferð-
ast höfðu um landið í vikutíma og
varð að orði: Hvernig er þetta
hægt á þessu útnesi að útvega alla
þessa rétti. Við sem ekki höfum í
vikutíma fengið annað en lamba-
kjöt og silung."
— Kjarninn í húsinu er þá
gamall. Síðan hvenær?
„Já, Árni óla, sá heiðursmaður,
sem dvaldi hjá okkur á hverju
sumri, hefur skrifað mikið um
Snæfellsnes og Búðir og væri þess
virði að fletta upp því sem hann
segir um þetta hús.“
Það er gert. í bókinni Undir
jökli, sem höfundur hefur áritað
með þakklæti fyrir 10 sumur til
Lóu, skrifar Árni sérstakan kafla
úr sögu Hraunhafnar. Komu skip í
Hraunhafnarós allt frá landnáms-
tíð og fram undir siðaskipti, fyrst
íslenzk kaupför og síðan kaupför
frá öðrum þjóðum. En Búðir
standa í hraunjarðrinum við
Hraunhafnarós. Eftir að einokun-
inni iauk, verzluðu ýmsir á Búð-
um, en það voru kaupmenn einok-
unarverzlunar sem fyrst settust
að á Frambúðum. Árni segir m.a.:
„Um 1815 fór H.A. Clausen að
verzla á Búðum. Hann hefur
sennilega keypt verzlunina, sem
þar var, því að Guðmundur var
verzlunarstjóri hjá honum þegar
Henderson kom þangað. Árið 1836
breytti Clausen kaupmaður múr-
húsinu og stækkaði það, og fékk
Árna 'Ó. Sandholt mági sínum
íbúð þar. Var húsið síðan nefnt
Sandholtshús og stendur enn að
stofni, en hefur verið stækkað
mikið og hæð reist ofan á það, þar
er nú sumargistihúsið." Síðan seg-
ir Árni Óla frá því þegar Finnbogi
G. Lárusson keypti Búðir 1906 og
rak þarna búskap, útgerð og verzl-
un í 20 ár. Stækkaði Sandholts-
húsið, svo það varð óþekkjanlegt.
Hann breikkaði það og lengdi og
setti síðan aðra hæð þar ofan á.
Fyrir framan húsið reisti hann
mikinn skúr og var gengið úr hon-
um um tvennar dyr inn í húsið,
um aðrar inn í skrifstofu hans, en
um hinar inn i stofurnar.
Lóa segir mér að 1965 hafi svo
nýja álman verið byggð austan
megin við hótelið, þar sem voru 10
tveggja manna herbergi, snyrti-
herbergi, steypiböð og ný setu-
stofa. Tók ekki nema 40 daga að
byggja þetta um vorið og var það
tekið í notkun í júlí. Þá var hægt
að taka á móti 43 gestum í sjálfu
hótelinu og 11 í viðbót í öðru húsi.
Það var því í ýmsu að snúast hjá
henni þann tíma sem sumarhótel-
ið var opið. Einnig við að koma því
í gang áður og loka fyrir veturinn.
En hún taldi ekki eftir sér sporin
og segist raunar þakklátust fyrir
það í lífinu hve hún hefur kynnst
mörgu góðu fólki — og þá ekki síst
meðan hún rak Hótelið á Búðum.
A vetrum tóku
félagsstörfin við
En ekki voru veturnir minna at-
hafnasamir hjá Lóu. Þá lagði hún
lið alls konar málefnum og tók
mikinn þátt í félagsstarfsemi. Það
byrjaði eiginlega með starfi í
Sjálfstæöiskvennafélaginu Hvöt,
þar sem hún var félagi frá 1950 og
í stjórn 1961—68. Frá Hvöt var
hún kosin til að vera fulltrúi hjá
Kvenréttindafélaginu og hún var
fljótlega kosin í Menningar- og
minningarsjóð kvenna. Eftir það
sat hún lengi í stjórn Kven-
réttindafélagsins. Sigríður J.
Magnússon, þáverandi formaður,
var aðalhvatamaðurinn að jóla-
fagnaði Verndar, en Þóra Einars-
dóttir var formaður félagsins. Það
varð til þess að Lóa var fyrr en
varði komin í jólanefndina og
lagði í mörg ár lið við jólafagnað-
inn. Á þeim árum tók Vernd á
leigu húsið á Stýrimannastíg 9,
þar sem reynt var að taka við
þeim sem voru að koma úr fang-
elsi og hjálpa þeim. „Það var mikil
þörf á því starfi," segir Lóa. „Og
sem betur fer vissi maður um
marga, sem sneru til betri vegar."
Lóa er ófáanleg til að tala um
sitt mikla starf í þessum kvenfé-
lögum, sem var leyst af hendi af
ósérhlífni, eins og allt sem hún
gerði. „Ég hafði gaman af þessu.
Það er svo mikils virði í lífinu að
kynnast og starfa með góðu fólki,
segir hún aðeins. Ef ég fer út
núna, þá hitti ég alltaf svo marga
sem ég þekki frá fyrri tíð,“ bætir
hún við. Og hún segist oft fara til
að spila með öldruðum síðdegis.
Drífa sig í bíl eða strætisvagni á
hina ýmsu staði, þar sem Elli-
máladeild borgarinnar býður upp
á slíkt. „Það er svo margt gert
fyrir aldraða í þessari borg, alltaf
eitthvað sem boðið er upp á,“ segir
hún. „Enginn þarf að kvarta. En
mér falla svo illa þessi neikvæðu
viðhorf, sem alls staðar eru uppi
nú orðið," bætir hún við. „Það við-
horf að vinna fyrir málefnið af því
einu að þörf er fyrir það, virðist
vera að hverfa. Og það er skaði
bæði fyrir málefnin og ekki síður
einstaklingana að missa af því að
vinna að þeim. Slíkt gefur manni
svo mikið.“
— E.Pá.
Bridgu
Arnór Ragnarsson
Bridgedeild Rang-
æingafélagsins
Þegar tveimur umferðum af
þremur er lokið í barómeter-
keppninni er staða efstu para
þessi:
Gísli Tryggvason —
Jón L. Jónsson 114
Baldur Guðmundsson —
Eiríkur Helgason 92
Anton Guðjónsson —
Stefán Gunnarsson 50
Heimir Tryggvason —
Sigurleifur Guðjónsson 37
Daníel Halldórsson —
Guðlaugur Nielsen 29 -
Síðasta umferðin verður spil-
uð á miðvikudaginn í Domus
Medica.
Bridgedeild Barð-
strendingafélagsins
Staða 11 efstu para eftir 13
umferðir í barómeterkeppni fé-
lagsins:
Ragnar Þorsteinsson —
Helgi Einarsson 143
Hannes Ingibergsson —
Jónína Halldórsdóttir 136
Viðar Guðmundsson —
Pétur Sigurðsson 87
Ragnar Björnsson —
Þórarinn Árnason 69
Stefán ólafsson —
Valdimar Elíasson 67
Sigurður ísaksson —
Edda Thorlacius 52
Þorsteinn Þorsteinsson —
Sveinbjörn Axelsson 37
Ingólfur Lillendahl —
Kristján Lillendahl 36
Hermann Tómasson —
Ásgeir Stefánsson 36
Hermann Samúelsson —
Ari Vilbergsson 25
Sigurleifur Guðjónsson —
Þorsteinn Erlingsson 25
Bridgefélag
Breiðholts
Sl. þriðjudag lauk butler-
tvímenningnum með yfirburðasigri
Gunnlaugs Guðjónssonar og Þór-
arins Árnasonar sem hlutu 157
stig.
Röð næstu para:
Þorvaldur Valdimarsson —
Jósef Sigurðsson 121
Ingimar Brynjólfsson —
Ágúst Ragnarsson 120
Sigurbjörn Árnason —
Sigurður Ámundason 117
Ragnar Ragnarsson —
Stefán Oddsson 115
Gunnar Guðmundsson —
Guðjón Jónsson 112
Á þriðjudaginn verður spilað-
ur eins kvölds tvímenningur.
Þriðjudaginn 22. marz hefst
Barómeter-tvímenningur og er
skráning hafin. Þeir sem áhuga
hafa á að vera með eru beðnir að
láta skrá sig hjá keppnisstjóra á
þriðjudag eða í síma 78055
(Baldur).
Spilað er í Menningarmiðstöð-
inni Gerðubergi v/Austurberg
og hefst keppni stundvíslega kl.
19.30.
Framboðslisti
Alþýðubanda-
lagsins á
Austurlandi
FRAMBOÐSLISTI Alþýðubanda-
lagsins á Austurlandi hefur verið
birtur, en hann var samþykktur á
kjördæmisráðsfundi á Egilsstöðum.
Listinn er þannig skipaður:
1) Helgi Seljan alþingismaður.
2) Hjörleifur Guttormsson ráð-
herra. 3) Sveinn Jónsson verk-
fræðingur, Egilsstöðum. 4) Þor-
björg Árnórsdóttir kennari, Hala
Suðursveit. 5) Guðrún Gunnlaugs-
dóttir húsmóðir, Eskifirði. 6) Guð-
mundur Wium, bóndi, Vopnafirði.
7) Guðrún Kristjánsdóttir læknir,
Djúpavogi. 8) Anna Þóra Péturs-
dóttir póstafgreiðslumaður, Fá-
skrúðsfirði. 9) Jóhanna Gísladótt-
ir húsmóðir, Seyðisfirði. 10) Magni
Kristjánsson skipstjóri, Neskaup-
stað.