Morgunblaðið - 13.03.1983, Síða 24

Morgunblaðið - 13.03.1983, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARZ 1983 pjíllppll Útgefandi nliXnt>ií> hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 180 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 15 kr. eintakið. Kosningar hjá stúdentum Kosið verður til stúdenta- ráðs Háskóla íslands næstkomandi þriðjudag. Frá því að fjarstæðukenndir vinstrimenn misstu meiri- hluta í stúdentaráði fyrir tveimur árum hefur orðið augljós breyting til hins betra í rekstri Félagsstofnunar stúdenta sem er þjónustu- fyrirtæki háskólastúdenta og fylgt hefur verið markvissri stefnu af hálfu stúdentaráðs. Þessi umskipti hafa orðið und- ir meirihlutastjórn Vöku, fé- lags lýðræðissinnaðra stúd- enta, og Félags umbótasinna. Síðasta ár hefur Gunnar Jó- hann Birgisson, fulltrúi Vöku, gegnt formennsku í ráðinu og meirihlutinn verið samhentur um öll meginmál. Athugun á baráttumálum fyrir þessar kosningar staðfesta að Vaka er enn það afl meðal stúdenta sem hún hefur verið á 47 ára starfsferli sínum og þar er byggt á þeim forsendum sem skilað hafa bestum árangri fyrir stúdenta inn á við og út á við. Félag umbótasinna stillir sér upp í miðjunni og þar leggja menn áherslu á að taka ekki afstöðu til annarra mála en beinlínis snerta stúdenta- hagsmuni. Félag vinstrisinna er hins vegar jafn fjarstæðu- kennt og forverar þess undir ólíkum nöfnum og kjarninn í stefnunni hinn sami og hjá öðrum ríkisafskiptasinnum: Við skulum gera allt fyrir ykk- ur fyrir annarra manna pen- inga, skattfé almennings. Yfirvöld háskólans vöktu rækilega athygli á því fyrri hluta vetrar í hvert óefni stefnir vegna mikillar aðsókn- ar að skólanum, sem alls ekki hefur verið mætt með skipu- lögðum hætti og stafar það bæði af afstöðu fjárveitinga- valdsins og eins stefnuleysi um nám á framhaldsskóla- stigi. Eitt af helstu baráttu- málum núverandi meirihluta stúdentaráðs er að gera átak í garðabyggingum. Á þeim ára- tug sem vinstrimenn fóru með meirihluta í stúdentaráði eða þar til fyrir tveimur árum var rekstur Félagsstofnunar, sem komið var á fót undir forystu Vöku 1968, í ólestri og ekki var neitt unnið að því að bæta úr brýnni húsnæðisþörf stúdenta. Á vegum Félagsstofnunar var í fyrra gerð könnun á húsnæð- isaðstöðu háskólastúdenta og kom í ljós að um 40% þeirra eða 1.450 bjuggu í leiguhús- næði, 1.260 eða 35% bjuggu í foreldrahúsum, 673 áttu eigið húsnæði og 163 voru skráðir á stúdentagarða, á görðunum nú eru 105 einstaklingsherbergi og 55 hjónaíbúðir. Hjónagarð- arnir voru á sínum tíma reist- ir að frumkvæði Vökumanna í stúdentaráði og Félagsstofnun en samkvæmt fyrrgreindri könnun eru nú um 700 stúd- entar í sambúð sem leigja á hinum almenna markaði. í viðtali Stúdentablaðsins við Gunnar Jóhann Birgisson, fráfarandi formann stúdenta- ráðs, segir hann meðal annars um húsnæðismálin: „ ... Höf- uðþunginn hefur legið í þessu máli í vetur og vonandi á það starf sem unnið hefur verið eftir að skila sér í byggingu nýrra garða á næsta vetri. Það má benda á það í þessu sam- bandi að stefna vinstrimanna er alveg ótæk í þessu máli. Verði vinstrimenn ofan á í komandi kosningum þá eru garðabyggingar úr sögunni svo forneskjulegar eru hug- myndir þeirra." Meirihluti stúdentaráðs hefur bundið við það vonir, að á því þingi sem Framsóknarmenn hafalöng- um haldið því fram, að fyrsta ár þessarar þriggja ára vinstri stjórnar hafi farið í súginn, þar sem niðurtalning á verðbólgu hafi ekki byrjað fyrr en í upphafi árs 1981. Síð- an þá hefur verðbólga þó magnast hraðar en nokkru sinni fyrr á þeim verðbólgu- áratug sem framsóknarmenn líta á sem tíma sinna mestu afreksverka. Nú bregður hins vegar svo við, að framsókn- armenn telja tvo fyrstu mán- uðina eftir næstu alþingis- kosningar skipta sköpum um það, hvort „atvinnuleysi flæði yfir landið", svo að notað sé orðalag í forystugrein Tímans á föstudag. Allar yfirlýsingar fram- sóknarmanna um einarða sig- urgöngu þeirra gegn verðbólg- unni, svo framarlega sem nýtt þing komi ekki saman fyrr en haustið 1983 eru með ólíkind- um með hliðsjón af því, hve þeim hefur verið það mikið nú situr verði samþykkt breyt- ing á lögum um Húsnæðis- stofnun ríkisins, svo að lána- kerfið nái til bygginga stúd- entaíbúða. í því öngþveiti sem nú ríkir á alþingi er auðvitað með öllu óvíst, hvort þetta mál nær fram þrátt fyrir allar gamlar og nýjar yfirlýsingar Svavars Gestssonar, félags- málaráðherra, um átak í þágu leigutaka. Hvergi á þó smíði leiguhúsnæðis með opinberri lánafyrirgreiðslu meiri rétt á sér en í þágu námsmanna. kappsmál að sitja í aðgerðar- lausri ríkisstjórn í þrjú ár. Og ekki nóg með það, nú hefur sú stefna verið hönnuð af „besta leiðarahöfundi landsins" á Tímanum að öll óreiða í lands- stjórninni sé þeim að kenna, sem vilja að alþingi komi sem fyrst saman að kosningum loknum! Framsóknarmenn hugsa sem kunnugt er aðeins í þriggja mánaða tímabilum við stjórn efnahagsmála og nú einblína þeir á 1. júní næst- komandi. Hefðu þeir einhvern dug í sér væri gengið þannig frá málum af fráfarandi ríkis- stjórn að unnt væri að líta lengra fram á veg en tvo mán- uði. Svo er þó ekki og sannast best á óðagoti framsóknar og hræðslu við nýtt þing strax að kosningum loknum, hve illa þjóðinni hefur farnast undir vinstri stjórninni sem nú gengur sín síðustu skref úr- ræðalaus og ráðvillt. Þrjú ár — tveir mánuðir >♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Rey kj a víkurbréf ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 12. marz ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Framtak áhugamanna Á undanförnum vikum hefur hópur áhugamanna í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi unnið að skoðanakönnun um viðhorf fólks í þessum kjördæmum til kosninga- réttar. Mikil þátttaka var í þessari skoðanakönnun. Þetta framtak minnir á veigamikinn þátt áhuga- mannasamtaka í stjórnmálabar- áttunni síðustu 10 árin. Sumarið 1973 birtist opinber- lega ávarp frá 50 forystumönnum í sjávarútvegi, þar sem hvatt var til þess, að íslenzk fiskveiðilög- saga yrði færð út í 200 sjómílur. Þetta ávarp og þær viðtökur, sem það fékk hjá almenningi, átti rik- an þátt í að skapa þann jarðveg, sem gerði Sjálfstæðisflokknum kleift að bera þetta mál fram til sigurs í kosningabaráttunni 1974. Hugmyndin um 200 mílna fisk- veiðilögsögu átti erfiðar uppdrátt- ar fyrir 10 árum en ætla mætti nú, en sannleikurinn er sá, að vinstri flokkarnir, sem þá áttu aðild að ríkisstjórn, höfðu engan áhuga á 200 mílna fiskveiðilögsögu og voru þrælbundnir í 50 mílna barátt- unni. Fræg eru þau orð Lúðvíks Jósepssonar, þáverandi sjávarút- vegsráðherra, að 200 mílna fiskveiðilögsagan mundi koma, en ekki fyrr en hafréttarsáttmálinn hefði verið gerður! Hálfu ári eftir að þessi hópur áhugamanna kom 200 mílna mál- inu á rekspöl, tók annar áhuga- mannahópur til hendi í varnar- og óryggismálum þjóðarinnar, en þá- verandi vinstri stjórn stefndi markvisst að því, á þeim árum, að segja upp varnarsamningnum við Bandaríkin. Hún var komin lengra á þeirri braut en nokkur ríkis- stjórn, sem setið hefur frá því að varnarsamningurinn var gerður. Þá komu til skjalanna einstakl- ingar, sem börðust undir kjörorð- inu Varið land og söfnuðu rúmlega 55 þúsund undirskriftum undir áskorun um, að haldið yrði óbreyttri stefnu í varnarmálum. Undirskriftasöfnun þeirra átti verulegan þátt í því, að ekkert varð úr áformum vinstri flokk- anna um uppsögn varnarsamn- ingsins. í kjölfar hennar vann Sjálfstæðisflokkurinn ' mikinn kosningasigur með þeim árangri, að varnir landsins voru tryggðar. Athyglisvert er, að áhuga- mannasamtök hafa komið við sögu í þremur veigamestu málum, á vettvangi þjóðmálabaráttu síð- ustu 10 ára, landhelgismálinu, varnarmálum og nú kjördæma- málum. Það er íhugunarefni, hvort þessi þróun er til marks um, að stjórnmálakerfið í landinu hafi ekki megnað að endurspegla vilja fólksins með eðlilegum hætti og þjóðarviljinn hafi þess vegna fundið sér nýjan farveg í mynd þessara áhugamannahópa. Hvernig sem á það er litið, fer ekki á milli mála, að slíkt framtak áhugamanna er mjög verðmætt og miðað við þann árangur, sem náðst hefur með þessum starfsað- ferðum má búast við, að til þeirra verði gripið í framtíðinni, þegar þörf krefur. Alla vega er ljóst, að þetta starf veitir stjórnmálaflokk- unum ákveðið aðhald og miðað við fengna reynslu hljóta þeir að leggja stóraukna áherzlu á að hlusta eftir hjartslætti þjóðarinn- ar í öllum veigameiri málum. Málflutningur þeirra einstakl- inga, sem barizt hafa fyrir jöfnun atkvæðisréttar á undanförnum vikum, hefur örugglega orðið til þess, að kjósendur á landsbyggð- inni gera sér gleggri grein fyrir því nú en áður, hversu sterkar til- finningar eru meðal fólks i Reykjavík og Reykjaneskjördæmi vegna atkvæðamisréttis. Þess vegna hefur framtak þeirra átt mikinn þátt í að skapa hljóm- grunn meðal landsbyggðarfólks fyrir þeim áfanga, sem nú hefur náðst í kosningaréttarmálum með samþykkt Alþingis. Þjódaratk vædi ? Fleyg urðu þau orð Gunnars Thoroddsen forsætisráðherra sl. haust, að stjórnskipuleg sjálf- helda gæti skapast á Álþingi í vet- ur. Réttara væri þó að segja, að pólitísk sjálfhelda hafi ríkt í land- inu allt frá hinum tíðindasömu kosningum vorið 1978. Þótt ríkisstjórn hafi verið mynduð í febrúar 1980 hefur kom- ið æ betur í ljós, að í raun og veru var enginn málefnalegur grund- völlur til þeirrar stjórnarmyndun- ar. Rökin fyrir þessari staðhæf- ingu eru þau, að svo mikill ágrein- ingur hefur verið um veigamikil mál innan núverandi ríkisstjórn- ar, og þá fyrst og fremst milli Framsóknarflokks og Alþýðu- bandalags, að leitt hefur til al- mennrar stöðnunar. Þessir flokk- ar náðu saman um samstarf í rík- isstjórn undir forystu Gunnars Thoroddsen, einungis til þess að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn. Stöðnun hefur ríkt við byggingu orkuvera og í stóriðjumálum. Þeg- ar þessi ríkisstjórn fer frá völdum, verða framkvæmdir við nýja virkjun við Blöndu ekki komnar á verulegan rekspöl, enda ákvarðan- ir ekki teknar um hana fyrr en á síðasta ári. Stóriðjumálum hefur verið siglt í strand. Óhægt er um vik fyrir okkur íslendinga að leita eftir samstarfi við erlenda aðila um nýja stóriðju meðan ágrein- ingsmál okkar við Svissneska ál- félagið eru óleyst. Þá má nefna annað veigamikið mál, sem hefur stöðvast vegna ágreinings í ríkis- stjórninni, en það er flugstöðv- armálið á Keflavíkurflugvelli. Enn má nefna, frá yfirstandandi þingi, ágreining um breytingar á viðmið- unarkerfi launa. Þegar menn standa frammi fyr- ir því, að slík sjálfhelda skapast árum saman í ríkisstjórn og á Al- þingi, að þessir aðilar reynast ófærir um að taka þær ákvarðan- ir, sem þeim ber og höggva á þá hnúta, sem verða til, hlýtur sú spurning að vakna, hvernig hægt sé að koma mikilvægum málum í höfn, þótt pólitísk sjálfhelda ríki. Ein aðferð til þess er framtak áhugamanna á borð við það, sem gert var að umtalsefni hér að framan. Önnur er sú að beita þjóð- aratkvæði í ríkara mæli en við höfum vanizt. Þjóðaratkvæði hefur sáralítið komið við sögu hér, nema náttúru- lega við lýðveldisstofnun. Hins vegar er þessari aðferð beitt í rík- um mæli í Sviss og að nokkru leyti í Frakklandi, sérstaklega á tímum De Gaulle. Hér hefur mönnum þótt eðlilegra að gera út um mál í þingkosningum. En þegar við stöndum frammi fyrir því, að eng- ar ákvarðanir eru teknar misser- um saman, vegna innbyrðis ágreinings stjórnmálaflokka og sundurlyndis á vettvangi stjórn- málanna hljótum við að íhuga, hvort tilefni sé til að grípa til þjóðaratkvæðis til þess að leysa pólitísk deilumál, sem stjórnmála- MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARZ 1983 25 Soning-bókmenntaverðlaunin dönsku voru nú í febrúar veitt rithöfundinum og heimspek- ingnum Simone de Beauvoir. Kom hún þar í kjölfar ekki ómerkari manna en Churchills, Alberts Schweitzers, Darios Fo og Halldórs Laxness. Hér hefur hún aðallega verið kunn sem ævifélagi franska heimspekisins Jean-Paul Sartres. En einmitt í ár fengum við líklega fyrstu bók hennar i íslenzkri þýðingu, „All- ir menn eru dauðlegir". Kannski ekki ein af hennar frægustu bók- um, en vissulega bók, sem fjallar um mál er varðar alla menn — dauðann. Meira að segja er dauðinn meira í daglegri um- ræðu hér á íslandi en nokkurs staðar. Kemur með morgunkaff- inu í margra síðna minningar- greinum í blöðunum dag hvern. Eitt blað gefur út sérstaka lát- inna manna útgáfu — sennilega þá einu í heiminum. Hjá okkur er mannslát frásögn á almenn- um vettvangi. Varðar ekki bara syrgjendur sem nálægt hinum látna standa. Kannski er það gott — kann að vera léttbærara að fara sjálfur, þegar lifað er við það daglega að svo margir sam- ferðamenn eru að kveðja. Umræður um dauðann al- mennt eru af eðlilegum ástæðum orðnar opnari um allan heim. Sjónarmiðin sum af öðrum toga en áður. Nýtt lífsmynstur nú- tímans hefur breytt svolítið áherzlum í umræðunni, úr hvort í hvernig. 1 myndlistargagnrýni hér í blaðinu á fimmtudag vitnar Bragi Ásgeirsson í orð mexí- könsku listakonunnar Fridu Kahlo: „Ég vona að heiðríkja verði yfir burtför minni og ég vona að ég snúi aldrei aftur". Með betri aðbúnaði og framför- um í læknisfræði hefur líftíminn lengst. Og um leið vaknað spurn- ingin um hvernig manneskjan deyr eða fær að deyja. Nægir ekki lengur að segja kokhraust- ur: Eitt sinn skal hver deyja! Og búa svo við þá vitneskju að mað- ur muni einn góðan veðurdag falla sem strá. Margir bera meiri kvíðboga fyrir því hvernig það beri að en staðreyndinni sjálfri. Óttinn vaxandi við að fá ekki að fara „eðlilega", þannig að „heið- ríkja verði yfir brottförinni," en tæki og vélar látin sjá um að dæla lífinu í skrokkinn, án þess að öndin hafi lengur orku til að vera þáttakandi. Sá uggur kem- ur m.a. fram í því að rætt er um rétt einstaklingsins til að hafa hönd í bagga með brottförinni sjálfur. Þeirrar skoðunar var greinilega rithöfundurinn frægi Arthur Koestler, sem nú í vik- unni tók sitt eigið líf, þegar dauðinn virtist honum kærkominn lausn í veikindum. Það gerði kona hans raunar einnig. En þau voru bæði í fé- lagskap í Bretlandi, sem leggur áherslu á rétt einstaklingsins til að binda enda á líf sitt og eiga ákvörðunarrétt þar um. Umræðan um dauðann og dauðastundina — burt séð frá því sem við tekur — hefur kannski fengið nokkra áherslu- breytingu við hið mikla langlífi nútimans. Við viðveru og fjölda þeirra í samfélaginu, sem komn- ir eru langleiðina í lífshlaupinu. Þeir eru ekki margir samt sem áður, sem fá að lifa slit líkamans til enda. Flestir fara fyrr eða síðar úr einhverri bilun á honum og líffærum hans. En æ fleiri slikar bilanir eru nú viðgerðar- hæfar eða a.m.k. hægt að tjasla upp á bilunina. Svo mjög, að heyrst hefur kvartað undan því að nú sé „blessun lungnabólg- unnar" jafnvel frá gamalmenn- um tekin. En hún var löngum drjúgur og ekki slæmur bana- biti, þegar líkaminn er að láta sig. Hún Halldóra' mín Bjarna- dóttir, sem varð 108 ára, fékk að lifa sitt skeið á enda og það að líkaminn hrörnaði til enda. Og með sínu langa lifshlaupi sýndi hún okkur, hvernig við endum ef ekkert annað kemur til að binda enda á lífið. Maður endar nefni- lega alveg eins og maður byrjar, með því að sofa nær alltaf vært eins og ungbarn. Vakna aðeins til að borða. Það gerði hún Hall- dóra í iokin. Svaf og fór rétt fram úr til að borða. Veifaði að- komnum burt með orðunum: Allt gott! Nennti ekki að vera að leggja á sig að heyra í þeim eða hafa áhuga yfirleitt. Varðaði ekki lengur neitt um heiminn. Hún hafði skref fyrir skref ákveðið sjálf hvenær hún hætti hinu og þessu, eins og að skrifa bréf eða lesa bréf og blöð, og sofnaði svo út af. Og þá erkomið að kveikjunni að þessum gárum, bókinni henn- ar Simone de Beauvoir „Allir menn eru dauðlegir". Hún fjallar nefnilega um það, hvernig fer fyrir manninum ef hann er ekki dauðlegur — hvílíkt böl það verður. Segir frá lífsþyrstri leikkonu, sem ákveður að lifa líf- inu að fullu og í botn. En hún kynnist svo óvenjulegum manni, að því leyti að hann er búinn að lifa frá þrettándu öld, er gamall maður færði honum drykk sem gerði hann ódauðlegan. Það er hans saga gegn um aldirnar, sem í raun er athugun á vegferð mannsins allt frá miðöldum fram í nútíðina, sem skáldsagan fjallar um. Og hún sýnir fögnuð- inn í fyrstu yfir því að þurfa aldrei að deyja, og hvernig sú vitneskja verður smám saman að böli, sem tekur fyrir það að maðurinn geti notið lífsins eða látið sig varða nokkurn hlut. Hann getur ekki tekið þátt, ekki vænst neins, ekki fórnað neinu. Söguhetjan segir í lokin, um leið og hann gengur út frá hópi hug- sjónafólks: „Eg gat ekki hætt lífi mínu ég gat ekki brosað til þeirra, það komu aldrei tár í augu mér né eldur í hjarta mér. Ég var maður einskis staðar, án fortíðar, án framtíðar, án nútíð- ar. Ég vildi ekkert, ég var eng- inn. Ég þokaðist skref fyrir skref í áttina að sjóndeildarhringnum sem hörfaði undan við hvert skref. Vatnsdroparnir skutust upp í loftið, féllu niður aftur, hver stund var hennar dauða- stund, hendur mínar voru tómar um aldur og ævi. Utanveltumað- ur, dauður maður. Þeir hinir voru menn, þeir lifðu. Ég var ekki einn af þeim. Ég átti mér enga von.“ Þetta var ein af jóla- bókunum okkar í ár, og kvikan í henni a.m.k. verð umhugsunar. Að fá ekki að deyja er kannski ekkert síður böl en að eiga að deyja. Ætli gamla þjóðvísan um mannsaldrana sé ekki bara býsna farsæl uppskrift að lífi: Tíu ára tel ég barn tvítugur ungdómsgjarn þrítugur þroskaharóur, fertugur Tullþroskadur fimmtugur í stað stendur sextugur elli kenndur, sjötugur hrærist hraður, ittreður gamall maður níreður niðja háð tíræður grafarsáð. Þá á maður a.m.k. vísa fallega minningargrein í Mogga. Kannski óvænt lof eins og hann BB, sem Káinn ávarpaði við gröfina: kg h. ld þú mundir hlægja dátt aA mér að horfá það, sem fyrir augu ber. Þú hafðir ekki vanist við það hér, að vinir bæru þig á höndum sér. En dauðinn hefur högum þínum breytt og hugi margra vina til þín leitt í trú og auðmýkt allir hneigja sig og enginn talar nema vel um þig. kerfið í landinu ræður ekki við að leysa. Yfirlýs- ing Pálma Jónssonar Nú hefur verið gengið frá fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra og samstaða tekist um hann á vett- vangi sjálfstæðismanna þar. Yfir- lýsing sú, sem Pálmi Jónsson, landbúnaðarráðherra, gaf á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokks- ins, um framtíðaráform sín í stjórnmálum, hefur dugað til þess, að stjórnarandstæðingar úr röð- um sjálfstæðismanna í kjördæm- inu hafa talið sér fært að standa að framboðslista undir hans for- ystu. í yfirlýsingu sinni segir land- búnaðarráðherra m.a.: „Allir sjá, að núverandi ríkisstjórn mun ekki starfa áfram og af hálfu okkar sjálfstæðismanna í ríkisstjórninni hafa engar áætlanir verið um það að framlengja líf hennar eftir kosningar. Ég tel ekki ástæðu til, að stjórnin segi af sér fyrir kosn- ingarnar nema nýjar orsakir geri það knýjandi, en ég tel rétt og sjálfsagt, að stjórnin segi af sér, þegar að kosningum loknum, hvernig sem þær fara. Ég tel jafn- framt rétt, að Sjálfstæðisflokk- urinn gangi til kosninga óbundinn af því með hverjum hann muni vinna að þeim loknum, ef hann á þá aðild að ríkisstjórn, og ég vona, að hann beri gæfu til að standa heill og óskiptur að slíku sam- starfi." Það er fagnaðarefni, að Pálmi Jónsson hefur lýst því yfir, að bæði hann og aðrir sjálfstæðis- menn í núverandi ríkisstjórn hafi engar áætlanir um að halda áfram núverandi stjórnarsamstarfi að loknum kosningum. Sjálfstæðis- mönnum er væntanlega ljóst, að ef til slíks yrði stofnað öðru sinni þýddi það óhjákvæmilega endan- legan klofning í Sjálfstæðis- flokknum. Hins vegar er það mið- ur, að þeir Pálmi Jónsson og Frið- jón Þórðarson hafa ekki séð ástæðu til að segja af sér ráð- herradómi fyrir kosningar eða knýja á um það, að ríkisstjórnin í heild segi af sér fyrir kosningar. Það skapar Sjálfstæðisflokknum verulega erfiðleika í kosningabar- áttunni, að tveir af frambjóðend- um hans sitja í núverandi ríkis- stjórn, þegar kosningabaráttan er háð og kosningar fara fram. Það mun verða andstæðingum Sjálf- stæðisflokksins tilefni til að und- irstrika og minna á sundrungu sjálfstæðismanna undanfarin misseri. Það er skylda þeirra Pálma Jónssonar og Friðjóns Þórðarson- ar að gera meðframbjóðendum sínum á framboðslistum Sjálf- stæðisflokksins um land allt grein fyrir því, hvernig þeir hyggjast standa að þessari kosningabaráttu og á hvern hátt þeir ætla að draga úr þeim vandamálum, sem óhjá- kvæmilega skapast fyrir aðra frambjóðendur með þrásetu þeirra í núverandi ríkisstjórn. Bjartsýni í Bandaríkjunum Ef menn vilja kynna sér það af eigin raun, hvort alvarlegur sam- dráttur hafi ríkt í bandarísku efnahagslífi undanfarin ár, er nægilegt að aka í bifreið frá Kennedy-flugvelli í New York inn á Manhattan. Á þessari leið og vafalaust á akstursleiðum í Bandaríkjunum yfirleitt, vekur það strax athygli ferðamanna, hve bílar sem ekið er á götum þar vestra eru orðnir gamlir. Satt að segja var höfundur þessa Reykja- víkurbréfs furðu lostinn fyrir skömmu að sjá hvað Bandaríkja- menn aka á gömlum bílum og fer ekkert á milli mála, að aldur þeirra er spegilmynd af því erfiða efnahagsástandi, sem þar hefur ríkt seinni árin. En nú ríkir bjartsýni á ný í Bandaríkjunum og mikill hugur í kaupsýslumönnum vestan hafs. Þar virðast menn sammála um, að kreppan sé afstaðin að þessu sinni, og nýtt vaxtarskeið framundan. Byggingarstarfsemi er komin í góðan gang og í fyrirtækjum, stór- um sem smáum, verða menn varir við stóraukna eftirspurn á öllum sviðum. Góðar horfur eru taldar á, að vextir haldi áfram að lækka þar í landi en jafnframt er það spá fróðra manna, að dollarinn muni halda styrkleika sínum að mestu á þessu ári. Efnahagslíf Bandaríkj- anna hefur svo mikil áhrif á efna- hagsþróun flestra, ef ekki allra annarra þjóða heims, að sam- dráttur þar getur þýtt samdrátt annars staðar og vöxtur þar getur haft í för með sér jákvæða þróun annars staðar. Reynsla okkar Is- lendinga er sú, að hagstæð þróun vestan hafs, hafi góð áhrif á okkar efnahagsafkomu og vonandi verð- ur einnig svo að þessu sinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.