Morgunblaðið - 13.03.1983, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARZ 1983
100 ára ártíð föður kommúnismans
ÁRLEGA fer fjöldi manns í pílagrímsferð
að gröf í Highgate-kirkjugarði í Lundún-
um til þess að heiðra minningu upphafs-
manns kenninga, sem urðu grundvöllur
voldugs afls í stjórnmálum heimsins.
Áletrun á minnisvarða á leiðinu segir að
þar hvíli Karl Marx, kona hans, sonarson-
ur þeirra og þjónustustúlka, Helen Der-
muth. Á morgun er 100 ára ártíð Marx.
Útfararræðuna fyrir einni öld
flutti vinur Marx og samstarfs-
maður, Friedrich Engels, og hún
skýrir kenningar hans og þann
sess, sem stuðningsmenn hans
hafa skipað honum í sögunni:
„Barátta öreigastéttarinnar í
Evrópu og Norður-Ameríku og
vísindi sögunnar hafa orðið fyrir
óbætanlegu tjóni við fráfall hans.
Það skarð, sem þessi risi skilur
eftir, verður vandfyllt.
Á sama hátt og Darwin upp-
götvaði þróunarlögmál iífrænnar
náttúru, uppgötvaði Marx þróun-
arlögmálið í sögu mannsins. Hann
ingarmaður. Hin sanna köllun
hans í lífinu var að taka höndum
saman með öðrum, á einn eða ann-
an hátt, til þess að kollvarpa þjóð-
félagi kapítalista og þeim ríkis-
stofnunum, sem þetta þjóðfélag
hefur skapað, að vinna með öðrum
að því að frelsa öreigastétt nútím-
ans, sem hann fyrstur vakti til vit-
undar um þarfir sínar og fræddi
um nauðsynlegar forsendur frels-
unar sinnar ...
Hefði Marx engu öðru komið í
verk en því að stofna Alþjóðasam-
bandið, hefði hann getað verið
stoltur af því afreki einu.“
Húsið þar sem Marx fæddist i Trier.
Ww'H4^: A
BKLV F f : n V, I
F? Lb
uppgötvaði þá einföldu staðreynd,
að fyrst af öllu verður fólk að fá
mat og drykk, klæði og húsaskjól,
áður en það getur fengið áhuga á
stjórnmálum, vísindum, listum,
trúarbrögðum og þvíumlíku.
í þessu felst að undirstöðu-
framleiðslugreinar og þar með
efnahagsþróunarskeið þjóðar
hverju sinni er sá grunnur, sem
stofnanir ríkisins, lagaleg viðhorf,
listrænar og jafnvel trúarlegar
hugmyndir hlutaðeigandi aðila
hafa verið reistar á. I þessu felst
að útskýra verður síðarnefndu
þættina út frá hinum fyrri, þótt
venjulega hafi fyrrnefndu þætt-
irnir verið útskýrðir þannig að
þeir eigi rætur að rekja til hinna
síðarnefndu ...
Marx var umfram ailt bylt-
Síðan Rússland varð kommún-
istaríki hefur oft verið reynt að fá
jarðneskar leifar Marx fluttar til
Rússlands. Nokkrir Þjóðverjar
sáu lengi um grafreitinn og fengu
til þess fé úr sjóði, sem var komið
á fót til að tryggja að vel væri
hugsað um gröfina. Stundum hafa
komið fram ásakanir um að
kirkjugarðurinn sé vanhirtur.
Gydingur
Sé ævi Marx skoðuð hleypi-
dómalaust sést að feriil hans var
merkilegur og stundum meðaumk-
unarverður. Heilsuleysi bagaði
hann eins og marga aðra menn,
sem hafa sett mark sitt á söguna.
Hann var haldinn ættgengum lifr-
arsjúkdómi og óttaðist alltaf lifr-
arkrabbamein. Þetta fyllti hann
öryggisleysi.
Hann var hégómlegur, hefni-
gjarn og smámunasamur. Miklar
gáfur einangruðu hann, hann var
hrokafullur og eignaðist fáa vini,
stjórnlyndur og undirförull. Hann
var gæddur einstökum baráttu-
vilja, lét ekki bugast þótt á móti
blési og var staðráðinn í að leysa
af hendi það hlutverk, sem hann
hafði valið sér. Frelsun fátækra og
kúgaðra var honum einlægt
áhugamál, honum sveið sárt þær
þjáningar sem iðnbyltingin hafði í
för með sér. En hann taldi að
hann einn hefði rétt fyrir sér og
reyndi að leggja andstæðinga sína
og gagnrýnendur að velli með
sverði sínu eða eitruðum penna
sínum ef annað dygði ekki.
Hann var af Gyðingaættum, en
foreldrar hans tóku mótmælenda-
trú þegar hann var sex ára til að
tryggja hag fjölskyldunnar. Mikl-
ar vonir voru bundnar við hann í
æsku og hann var undir miklu
álagi
Hann gat aldrei gleymt gyðing-
legum uppruna sínum og fyrirleit
Gyðinga. Hver er hin veraldiega
trú Gyðinga? spurði hann eitt
sinn. „Gróðabrall." Hver er hinn
veraldlegi guð Gyðinga? „Pen-
ingar.“ Með öðrum orðum: Gyð-
ingar dýrkuðu aðeins Mammon að
hans áliti. Hleypidómar hans í
garð eigin kynstofns voru enn ein
ástæða þess að hann vildi „fela sig
fyrir augum heimsins".
Eftir hann liggur einn illræmd-
asti bæklingur í sögu Gyðingahat-
urs, „Zur Judenfrage", sem hann
ritaði 25 ára gamall. Rúmlega sex-
tugur talaði hann um það í bréfi
til Engels frá baðstaðnum Rams-
gate á Englandi, að þar væri
krökkt af „flóm og Gyðingum".
Samherjann Ferdinand Lassalle,
sem taldi Marx einn bezta vin
sinn, kallaði hann ,júðskan nigg-
ara“ og hann fór einnig niðrandi
orðum um annan samherja, Moses
Hess. Hann gerði athugasemdir
um útlit Gyðinga, sem voru hon-
um andsnúnir, og í umsögnum
hans um þá er að finna hæðnis-
glósur á jiddísku, sumar grófar.
Fylgismenn Marx hafa reynt að
afsaka hatur hans á Gyðingum
með því að árásir hans á þá hafi