Morgunblaðið - 13.03.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARZ 1983
29
Hegel: andi hans sveif yfir
votnunum.
Jenny, kona Marx: „fegursta
stúlkan í Trier“.
Marx handtekinn í Bríissel 1848.
fyrst og fremst beinzt gegn „borg-
aralegum kapítalisma". Aðrir
segja að árásirnar virðist hafa átt
rætur að rekja til taugaveiklunar.
Þar sem hann lagði kapítalista og
Gyðinga að jöfnu gæti virzt að
andúð marxista á kapítalistum sé
sprottin upp úr Gyðingahatri.
Marx var kominn af Gyðinga-
prestum í marga ættliði, en
Heinrich, faðir hans, var lögfræð-
ingur í Treves (Trier) í Rínarhér-
uðunum, þar sem meiri franskra
áhrifa gætti en annars staðar í
Þýzkalandi. Marx fæddist í Trier
1818 og erfði frá forfeðrum sínum
sérstæðan myndugleik og sann-
færingarkraft, sem hefur verið
einkenni andlegra leiðtoga Gyð-
inga og gegnt mikilvægu hlutverki
í andlegu lífi þeirra. Fjölmargir
leiðtogar kommúnista hafa verið
Gyðingar allt frá dögum Marx og
það er engin tilviljun. Skýringin
er kannski sá jarðvegur, sem and-
legir leiðtogar Gyðinga hafa
sprottið úr, og hinn andlegi arfur
Gyðinga, m.a. draumurinn um
fyrirheitna landið.
Fögur
eiginkona
Þótt vanmetakennd og tauga-
veiklun þættu setja mark sitt á
hann urðu þau einkenni ekki
greinileg fyrr en líða tók á ævi
hans. Þegar hann biðlaði til Jenny
von Westphalen, sem var af háum
stigum, dóttir valdamikils emb-
ættismanns og fegursta stúlkan í
Treves, vissi hann að hann varð að
keppa við marga, sem voru fram-
bærilegri en hann. En hann sigr-
aðist á uppburðarleysi sínu og
sigraði keppinauta sína.
Marx lét mótbárur foreldra
Mynd af Marx yfir skrifborði
Stalíns.
Engels
Haustið 1843 fór hann til París-
ar að leggja stund á „fræði" sósíal-
ista. Undarlegt samsafn manna af
þýzkum uppruna hafði um þessar
mundir gengið í hópa öfgasinn-
aðra sósíalista og kommúnista, út-
laga sem störfuðu aðallega í París,
Brússel, Lundúnum og Sviss. Eftir
júníbyltinguna 1830 höfðu þýzkir
flóttamenn í París stofnað félag í
tengslum við verkamannahreyf-
ingu Philippe M. Buonarroti, sem
hafði tekið þátt í samsæri Gracch-
us Babeuf 1796, og annarra læri-
sveina Babeufs. Þeir kölluðu það
„Félag hinna réttlátu" og í það
gekk klæðskerinn Wilhelm Weitl-
ing, sem ferðaðist um og kallaði
verklýðsstéttina „tæki frelsunar
mannkynsins" og kommúnisma
„fyrirmyndar þjóðfélagið".
I París kynntist Marx Engels,
samstarfsmanni sínum, sósíalista-
leiðtoganum P.J. Proudhon, sem
Grafsteinn Marx, Kosygin annar frá hægri.
þeirra ekki á sig fá. Hann og
Jenny trúlofuðust og foreldrar
þeirra lögðu að lokum blessun sína
yfir ráðahaginn. Marx fylltist
sjálfstrausti og ákvað að skara
fram úr í háskólanámi sínu. Jenny
var beinn afkomandi jarlsins af
Argyll, sem var hálshöggvinn á
stjórnarárum Jakobs II í Bret-
landi (1685-88).
Marx var alltaf stoltur af konu
sinni og skrifaði henni eitt sinn
þegar hann hafði skoðað fæð-
ingarstað hennar: „Nær allir sem
ég hitti spyrja mig frétta af „fal-
legustu stúlkunni í Treves" og
„drottningu danssalanna“. Það
hefur óneitanlega kitlandi áhrif
að komast að því að í augum alls
bæjarins er konan mín „ævintýra-
prinsessan“.“
Marx innritaðist í Berlínar-
háskóla 1835 og tók lögfræði sem
aðalgrein að ósk föður síns, en
stundaði einnig nám í sögu og
heimspeki, sem hann hafði jafn-
mikinn áhuga á. Andi heimspek-
ingsins G.W.F. Hegels sveif yfir
vötnunum. Hegel olli byltingu í
andlegu lífi Þjóðverja og sem aðr-
ir stúdentar mótaðist Marx af
skoðunum hans. Hann varð
vinstrisinnaður Hegel-isti og
frægasti lærisveinn Hegels.
Honum var meinað að kenna við
prússneskan háskóla og hann
gerðist þá blaðamaður 1842 við
„Neue Rheinische Zeitung", rót-
tækt blað í Köln. Gagnrýni hans á
prússnesku stjórnina varð til þess
að útgáfa blaðsins var stöðvuð.
hafði mikil áhrif á hann, og öðrum
helztu sósíalistum Frakklands.
Hann reifst við þá alla og kunn-
ingi hans skrifaði: „Málrómur
hans var óþægilega óþýður og
tónninn þannig, þegar hann talaði
um menn og málefni, að hann virt-
ist ekki þola nokkrar mótbárur og
hafa bjargfasta trú á það hlutverk
sitt að móta skoðanir manna og
ákveða lögmál tilveru þeirra."
Þýzkur stúdent skrifaði að Marx
væri rökviss og skýr, en hann
hefði aldrei kynnzt eins rudda-
legum og hrokafullum manni.
Hann sýndi öllum, sem væru ekki
á sama máli, ólýsanlega fyrirlitn-
ingu og félli honum ekki röksemd
svaraði hann með háðsglósum um
fáfræði þess sem talaði eða ill-
kvittnislegum athugasemdum um
hvatir hans. Þegar Marx hreytti
út úr sér orðinu „borgari" lýsti
það botnlausri fyrirlitningu. Hann
kallaði alla, sem voru honum
ósammála, „borgara", og á vörum
hans hljómaði það eins og alger
andleg og siðferðileg lágkúra.
Engels var frá Rínarhéruðunum
eins og Marx, sonur auðugs verk-
smiðjueiganda í Wuppertal og for-
stöðumaður fyrirtækis föður síns í
Manchester á Englandi, með öðr-
um orðum „kapítalisti". Hann var
alger andstæða Marx og sérfræð-
ingur í hermálum. Hann hafði
kynnt sér hið nýja borgarþjóðfé-
lag, sem var að myndast á Eng-
landi og eymd verkamanna þar.
Þau kynni gerðu hann að sósíal-
ista og hann samdi bókina „Kjör
verkalýðsstéttarinnar á Englandi"
(1844) um athuganir sínar. Þar
hélt Engels því fram, að þróun
kapítalistaþjóðfélagsins mundi
leiða til kommúnisma.
Grunnurinn var lagður að mik-
ilvægu samstarfi Marx og Engels
og án Engels hefði Marx e.t.v. að-
eins orðið akademískur hugsuður.
„Herr Doktor" Marx hafði aldrei
kynnzt verkamönnum og kjörum
venjulegs fólks og upp frá þessu
snerust heimspeki hans og pólitík
fyrst og fremst um verkamenn.
Orlögum iðnverkamanna lýsti
hann með einu orði, „firringu", og
a.m.k. það ástand þekkti hann af
eigin raun: hann var Gyðingur,
kristinn, prússneskur þegn og af-
sprengi þýzkrar menningar og
heimspeki, en allt þetta fyllti
hann óbeit og hann braut allar
brýr að baki sér. Hann skar upp
herör gegn hörðum veruleika iðn-
og tæknivæðingar Vesturlanda,
benti á „efnahagslegar mótsetn-
ingar“ og vildi gera stjórnmálin að
raungrein á við náttúruvísindi.
Hann skipti þeim niður í almenn
hugtök eins og „borgara", „ör-
eiga“, „byltingu" og „hugsjóna-
fræði", á „díalektískan" hátt eins
og Engels kenndi honum, þótt
stjórnmál séu flóknari en svo að
hægt sé að hólfa þau niður, og
þróunin varð flóknari en hann
óraði fyrir.
Marx bjó í París 1843—1845,
Brússel 1845—1848, Þýzkalandi
1848—1849 og Lundúnum frá 1849.
Hann hafði þegar skipað sér í
fremstu röð vinstri hugsuða áður
en hann fór frá Þýzkalandi og í
París og Brússel samdi hann
fyrstu umdeildu verk sín. Þau
voru uppgjör við heimspeki Hegels
og þá sem aðhylltust kenningar
hans og raunar alla andlega
strauma samtímans.
Engin hugmynd Marx var að
öllu leyti frumleg, rit hans berg-
mála skoðanir margra fyrirrenn-
ara hans og samtímamanna. Trier
hafði verið miðstöð kenninga
franska greifans Saint-Simon í
Þýzkalandi og faðir hans og pró-
fessorar hans í Berlín höfðu orðið
fyrir áhrifum frá honum. Sögu-
skoðun hans var að miklu leyti
sótt til Hegels. Breytingar hans á
hugmyndum Hegels voru fengnar
frá Ludwig Feuerbach og efna-
hagslegar hugmyndir hans voru
að verulegu leyti nánari útfærsla
á hugmyndum hagfræðingsins
David Ricardo. Hugmyndir hans
um „umfram-gæði“, sem allir geta
notið, voru runnar frá lítt þekkt-
um, enskum sósíalistum. Hug-
myndin um „stéttabaráttuna” var
komin frá frönskum sósíalistum
júlíbyltingarinnar.
Það sem Marx gerði var að sam-
ræma allar þessar hugmyndir,
mynda úr þeim skipulega heild.
Honum fannst engu máli skipta
þótt margt væri líkt með skoðun-
um hans og annarra. Það sem höf-
uðmáli skipti væri að uppgötva
lögmál sögulegra breytinga og
beina byltingarhreyfingunni í far-
veg, sem væri í samræmi við þessi
lögmál svokallaðrar „díalektískrar
efnishyggju“ og „vísindalegs sósí-
alisma.“
Hann fór að telja sig gegna
hlutverki manns, sem gæti mótað
mannkynssöguna og breytt rás
hennar á grundvelli þekkingar
SJÁ NÆSTU SÍÐU