Morgunblaðið - 13.03.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.03.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARZ 1983 Marxistinn Lenín. KARLMARX 100 ára ártíð föður kommúnismans sinnar á söguþróuninni. „Maður- inn mótar söguna sjálfur," skrif- aði hann, en bætti við að til þess yrðu viss skilyrði að vera fyrir hendi. Mótsögn fólst í því, að ann- ars vegar taldi hann manninn geta mótað söguna, en hins vegar að ófrelsi mannsins væri „vísinda- lega óhjákvæmilegt". Kristinni trú hafnaði hann á þeirri forsendu að hún væri „ópíum fólksins". í París höfðu Marx og Engels komizt í náið samband við sósíal- istahreyfingu verkamanna og stjórnmálaafskipti Marx hófust þegar Frakkar vísuðu honum úr landi 1845 að beiðni Prússastjórn- ar. Hann flúði til Brtissel, þar sem hann mætti einu ári síðar á fundi, sem var haldinn „í því skyni að ná samkomulagi, ef hægt er, um sam- eiginlegar baráttuaðferðir hreyf- ingar verkalýðsstéttarinnar." Hann og Engels stofnuðu þýzkt verkamannafélag, keyptu þýzkt vikublað og gengu í „Félag hinna réttlátu", hið leynilega kommún- istafélag þýzkra verkamanna með deildum í Lundúnum, París, Brussel og Sviss, sem síðar varð „Kommúnistabandalagið". Ávarpid ’48 Brússel-félagið, sem í fyrstu var aðallega skipað þýzkum útlögum, var fyrsta „sella" kommúnista og fyrirmynd allra síðari flokka, sambanda og alþjóðasamtaka þeirra. Skoðanir Marx voru full- mótaðar þegar hér var komið. Hann og Engels sömdu Kommún- istaávarpið fyrir Brússel-félagið í árslok 1847. Um þetta leyti ríkti ein mesta kreppa, sem þekkzt hafði í Evrópu — uppskera brást og viðskipti drógust saman eftir mikið átak í járnbrautagerð. Ávarpið kom út í febrúar 1848 í upphafi mikillar byltingaröldu sem gekk yfir álfuna. Með ávarp- inu átti að leysa af hólmi fyrri skoðanir frumherja sósíalista eins og Owens, Saint-Simon, Fournier og Blanc og setja í fyrsta skipti fram heilsteypta kenningu um sósíalistabyltingu og aðferðir til að koma henni til leiðar. Það víg- orð „Félagk hinna réttlátu" að „allir menn væru bræður“, átti að leysa af hólmi með kenningu um það takmark að „kollvarpa með valdi öllu ríkjandi þjóðfélags- kerfi." Samkvæmt ávarpinu er mann- kynssagan stéttabarátta og heim- ur nútímans í greipum mikilla byltingarafla. Tækniframfarir í framleiðsluaðferðum breyti eðli og jafnvægi þjóðfélagsstéttanna. Nútíma iðnaður og viðskipti færi völdin í hendur borgarastéttinni, kapitalistum í iðnaði, verzlun og fjármálum, sem ráði atvinnutækj- unum og móti sögu samtímans með miskunnarlausu arðráni á auðlindum heimsins og vinnuafli þeirra sem ráði ekki atvinnutækj- unum, þ.e. öreigunum. Þessi ráð- andi, framtakssama stétt ráði hinu frjálslynda ríki og noti það til aukins arðráns og kúgunar á þeim sem aðeins geti selt vinnu sína. Miskunnarlaus þróun sög- unnar hljóti að fjölga öreigunum, auka eymd þeirra og sjálfsvitund unz þeir kollvarpi kúgurunum. Lýðræðið sé því blekking, þar sem þingræði sé aðeins gríma stéttarstjórnar kapítalista. Holl- usta verkamanna eigi ekki að vera bundin föðurlandinu, þar sem hagsmunir þeirra og kúgaðra vinnuþræla annarra landa fari saman, en hagsmunir þeirra og vinnuveitenda rekist á. Fyrir- sjáanleg bylting öreiganna verði einnig heimsbylting og sigri óhjákvæmilega að lokum. Þá komi til sögunnar fyrsta ríki öreiganna, „alræði öreiganna“, og að lokum verði komið á stéttlausu þjóðfé- lagi. Ávarpi Marx og Engels lýkur með orðunum: „Öreigarnir hafa engu að tapa nema hlekkjunum: þeir hafa heilan heim að vinna. Öreigar allra landa sameinizt.“ Ávarpið átti engan þátt í bvlt- ingunni og hún mistókst. Hreyf- ingar sósíalista voru litt skipu- lagðar og leiðtogar fólksins í götu- vígjunum lítt þekktir. Ávarpið var lítið lesið á þessum tíma, en breiddist út um Evrópu á næstu áratugum. Stuðningsmenn ávarpsins töldu að þeir hefðu fundið lykilinn að framtíðinni og að tilgangurinn helgaði meðalið. Það boðaði fagnaðarerindi, sem einni öld síðar var orðið opinber, pólitísk trú hálfs mannkynsins og er vafalaust eitt mikilvægasta skjal í sögu síðari tíma. Marx og Engels tóku þátt í bylt- ingunni í Frakklandi og Þýzka- landi. Eftir stutta dvöl í Frakk- landi fóru þeir til Kölnar í mai og stofnuðu dagblað, sem þeir köll- uðu „Málgagn lýðræðisins". Þegar prússneska þingið var leyst upp, hvatti Marx menn til þess að neita að greiða skatta, gríoa til vopna Marx á þýzku frfmerki. Bakunin: klauf Alþjóðasambandið sem borgaði honum eitt pund fyrir hverja grein, og fleiri blöð. Hann átti sex börn með konu sinni, þrjá drengi og þrjár stúlkur. Þrjú börn þeirra dóu vegna fátæktar fjöl- skyldunnar, en hjónin töldu dauða þeirra fórn fyrir byltinguna. f íbúðinni í Soho er eini skjöldur- inn, þar sem þess er minnzt að Marx bjó í London. Proudhon: einn þeirra sem Marx fór í smiðju til. Um þetta leyti tók Alþjóðasam- band verkamanna til starfa í Lundúnum og Marx var lífið og sálin í starfseminni þótt hann væri ekki formlegur leiðtogi sam- bandsins. Hann samdi öll rit þess. Hann var miklu fremur kenning- armaður en áróðursmaður og vildi öllu ráða. Hann reyndi að fylgja miðjustefnu og hélt öfgasinnum í hreyfingunni í skefjum, með málamiðlunum ef það var hægt, undirferli og bolabrögðum ef ann- að dugði ekki. Sennilega átti Rússinn Mikael Bakunin, faðir skipulagðrar starf- semi stjórnleysingja, að lokum mestan þátt í hruni Alþjóðasam- bandsins. Hann hafði verið hand- tekinn 1844 á Saxlandi eftir upp- reisnina í Dresden og dæmdur til dauða. Hann var þó ekki tekinn af lífi heldur framseldur Austurrík- ismönnum, sem leiddu hann aftur fyrir rétt og dæmdu hann til dauða. Enn komst hann hjá lífláti, þar sem hann var framseídur Rússum. Hann var fluttur í Virki Péturs helga og Páls helga og sendur það- an til Síberíu, en flýði og komst til Lundúna 1861. Þar kom hann að máli við Marx, sem hafði kynnzt honum í París, og þeir virðast hafa gert út um fyrri ágrein- ingsmál. En fljótlega varð Bakunin „Das Kapital“ Árið 1859 fordæmdi hann ófrið Frakka og Austurríkismanna, sem leiddi til sameiningar ítaliu, og sagði hann til kominn vegna laumuspils Frakka og Rússa. Sama ár samdi hann „Das Kapit- al“, sem var að lokum gefið út 1867. Þar hélt hann því fram að kapitalistar væru að grafa sjálf- um sér gröf með síauknum um- svifum. Auðjöfrum mundi fækka, en fátækt, kúgun, og arðrán aukast og verkamönnum fjölga. Að lokum yrði sprenging, sem mundi leggja kapitalismann i rúst. Marx studdist að verulegu leyti við skýrslur eftirlitsmanna í brezkum verksmiðjum eins og Engels á undan honum og þetta óalþýðlega rit, sem átti að breyta heiminum, hefur verið kallað „biblía verkamanna". ; öktóberbyltingin i St. Pétursborg 1917. og veita andspyrnu. Útgáfa blaðs- ins var stöðvuð, lýst var yfir um- sátursástandi í Köln og Marx var leiddur fyrir rétt, ákærður fyrir landráð. Hann var sýknaður, en Hann fór til Frakklands, en þar voru honum settir tveir kostir: fara af landi brott eða setjast að í bæ úti á landi. Hann tók fyrri kostinn og fór til Englands, þar sem hann bjó það sem eftir var ævinnar, 34 ár. í Lundúnum sat Marx löngum á British Museum, þar sem hann hafði frátekið sæti í lestrarsalnum og reyndi að sanna „óhjákvæmileg örlög mannkyns- ins“. Marx var borinn út úr fyrstu íbúð sinni i London því að hann átti ekki fyrir húsaleigunni, sem var sex pund á mánuði, og bjó í fátækt í tveggja herbergja íbúð í Dean-stræti í Soho 1850—56. Að lokum bauðst honum að skrifa greinar í „New York Tribune", # fBH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.