Morgunblaðið - 13.03.1983, Síða 42

Morgunblaðið - 13.03.1983, Síða 42
\ ) 42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARZ 1983 Hannes H. Gissurarson: Að 100 árum liðnum frá láti Karls Marx Enginn getur neitað því, að Karl Marx er sá hugsuður sem hefur haft einna mest áhrif á tuttugustu öld. Lærisveinar hans stjórna stórveldum í austri, menntamenn á Vesturlöndum eru enn margir hugfangnir af kenningu hans, byltingarmenn í Þriðja heiminum svonefnda berjast í nafni hans. Hvað veldur þessum víðtæku áhrifum? Hvað veldur því, að á okkar dögum þekkja allir nafn þessa þýska útlaga í Lundúnum, sem lést fyrir réttum eitt hundrað árum? Ég veit það ekki, en ég veit, hverju marxsinnar svara: að kenning Marx sé öðrum betri. Það er því ómaksins vert að 100 árum liðnum frá láti hans að fara ör- fáum orðum um þessa kenningu. Hagfræðingurinn Marx í aðalriti sínu, Fjármagninu (Das Kapital), en fyrsta bindi þess var gefið út 1867, og öðrum hagfræði- ritum sínum reyndi Marx tvennt. Annað var að gagnrýna hagfræði þeirra daga, en hana taldi hann þernu borgarastéttarinnar, sýna, að hagfræðingar styddu ekki sér- eignarskipulagið af vísindalegum ástæðum, heldur hugmyndafræði- legum. Hitt var að draga fram í dagsljósið þær mótsagnir, sem byggju í séreignarskipulaginu og ættu eftir að verða því að falli. Að vísu lauk Marx aldrei við Fjár- magnið, þótt hann ætti sextán ár eftir ólifuð, þegar fyrsta bindi þess var gefið út, svo að lýsing hans á því, hvernig séreignar- skipulagið félli með visindalegri vissu, er ófullkomin. (Getur verið, að hann hafi ekki lokið við Fjár- magnið, af því að hann hafi skilið, að hann gæti aldrei sannað það, sem hann ætlaði að sanna?) Meginmótsögnin í séreignar- skipulaginu var samkvæmt kenn- ingunni að sjálfsögðu á milli stétt- anna tveggja: eigenda fjármagns og eigenda vinnuafls, borgara og öreiga. Þessi mótsögn fólst í arð- ráni, borgararnir hrifsuðu gildis- aukann svonefnda af öreigunum. En í þessu brást Marx bogalistin. Hann studdist eins og flestir aðrir hagfræðingar þeirra daga við vinnuverðgildiskenninguna — þá kenningu, að gildi hlutar fælist í vinnuaflinu, sem nauðsynlegt hefði verið til að ályktun af vinnu- verðgildiskenningunni (sem Marx tók upp eftir Ricardo og breytti í ýmsu). En vinnuverðgildiskenn- ingin er röng (eða öllu heldur ófullkomin). Hagfræðingar hafa hafnað henni og tekið upp nota- gildiskenninguna — þá kenningu, að gildi hlutar felist í því nota- gildi, sem hluturinn hafi i hugum manna. Og með því hefur stoðun- um verið kippt undan kenningum Marx um arðrán, mótsagnir sér- eignarskipulagsins og óhjákvæmi- legt fall þess. Það er síðan hæpið, svo að ekki sé meira sagt, að hagfræðin sé þerna borgarastéttarinnar. (Ég sá í blaði, að Þorsteinn Gylfason hef- ur svipaða skoðun. Hann sagði, að hagfræði okkar daga væri allt að því óslitinn áróður fyrir frjáls- hyggju.) f fyrsta lagi er ekkert það til, sem geti talist í einhverjum nothæfum skilningi „borgara- stétt" og ráðið sér þernur. f öðru lagi hafa menn fylgt ólíkum stjórnmálastefnum, en þó verið sammála um, að vinnuverðgildis- kenningin sé ónothæf. George Bernard Shaw, sá ákafi sam- hyggjumaður, hafnaði vinnuverð- gildiskenningunni. Var hann þess vegna húskarl borgarastéttarinn- ar? f þriðja lagi getur verið, að ýmsir menn hafi skoðanir, af því að það sé þeim hagkvæmt, en ekki af því að þeir séu sannfærðir um réttmæti þeirra. En slíkar skoðan- ir eru ekki líklegar til langlífis, ef lítil sem engin rök hníga að þeim. Skoðanir má gagnrýna, rökin, sem færð eru fyrir þeim, má meta, og til þess eru vísindin. Marx hafði sitt hvað nytsamlegt til málanna að leggja í hagfræði- ritum sínum, en alls ekki meira en margir aðrir hagfræðingar á hans dögum. Flestir, sem lesið hafa rit hans, hafa tekið undir með Paul Samuelson, nóbelsverðlaunahaf- anum í hagfræði, sem sagði um Marx, að hann væri einn af ómerkari lærisveinum Ricardos frá sögulegu sjónarmiði séð. Heimspekingurinn Marx En hvað um heimspekinginn Karl Marx? Getur ekki verið, að hann hafi eitthvað að segja okkur, þótt hagfræðingurinn hlyti að lúta takmörkum síns tíma? Ég efast um það. Marx var lærisveinn Heg- els í heimspeki, og því meira sem ég les af ritum þeirra landanna, því sannfærðari verð ég um, að við getum sótt fleiri góðar hugmyndir til Hegels en Marx (þótt margt megi að Hegel finna). Hegel sá sögu mannanna fyrir sér sem sí- fellda þrætu hugmynda, sem víxl- verkun, verðandi, lífræna þróun. Hann skildi, að vitundin stjórnar veruleikanum, svo að heimspeki- legt orðalag sé notað. (Hume hafði komið orðum að svipaðri skoðun á átjándu öld: stjórnarfar hvílir á almennu hugarfari.) Hegel vissi, að heimspekingurinn gæti reynt að skýra fortíðina, en lítið sem ekkert sagt um framtíðina, enda eru þau orð hans fræg, að fugl viskunnar tæki ekki að fljúga fyrr en með rökkrinu. Marx hafði hausavíxl á kenn- ingu Hegels, eins og hann sagði sjálfur í Fjármagninu, og varð síð- ur en svo til að bæta hana. Sam- kvæmt kenningu hans stjórnaði veruleikinn vitundinni, sagan fór eftir markaðri braut, og það, sem markaði hana, var, hvernig menn höguðu framleiðslu sinni. Þessi skoðun Marx er að mínum dómi hæpin. Menn stjórnast umfram allt af hugmyndum sínum, þekk- ingu eða vanþekkingu, siðum og venjum. Karl Popper sýnir þetta með einföldu dæmi í bók sinni, Opnu skipulagi og óvinum þess (The Open Society and Its Énemies.) Villimannaþjóð, sem sest að í mannlausri borg, fullri af tækjum og mannvirkjum, getur ekki notað þetta, því að hún kann ekki með það að fara, það grotnar niður og verður að engu. En menningar- þjóð, sem sest að í rústum einum, getur smíðað ný tæki og reist ný mannvirki, því að hún hefur nauð- synlega þekkingu, þótt það kunni að taka langan tíma og kosta mikla fyrirhöfn. (Hafa má sögu Þjóðverja og Japana eftir síðari heimsstyrjöldina og ísraelsmanna til marks um þetta.) Vitundin mótar veruleikann fremur en hitt. Heildarhyggja Marx er einnig hæpin heimspekileg kenning. Hugsuðir höfðu komist að því á undan honum, að nytsamlegt gat verið að flokka menn í ýmsa flokka, þjóðir, stéttir, söfnuði, hagsmunahópa. En það breytir engu um það, að menn eru ólíkir einstaklingar. Heildir hugsa ekki eða brevta, vona ekki eða þrá eða þurfa — það gera einstaklingar. Borgarastéttin og öreigastéttin eru hugsmíðar, flokkarnir. Þessar hugsmíðar eru hvergi til nema í hugum þeirra, sem nota þær. Þær má nota til þess að skýra sitt hvað, en þær lifa ekki sjálfstæðu lífi. Og svo virðist reyndar sem stéttarbönd séu miklu veikari en mörg önnur; menn telja sig frem- ur til þjóðar (Bretar í Falklands- eyjadeilunni) eða safnaðar (mú- hameðstrúarmenn í íran) en stétt- ar. Svo virðist sem Hegel hafi með öðrum orðum verið raunsærri en Marx, betri sálfræðingur. Samhyggju- maðurinn Marx Menn geta stikað út stjórnmála- stefnu, þótt þeim hafi mistekist að greina hagskipulagið vísindalega eða lýsa tilverunni heimspekilega. Var stjórnmálastefna Karls Marx skynsamleg? Var einhver ástæða til að halda, að hann gæti efnt NÝOG SÍGILD GULLKÖRN JOAN ARMATRADING — THE KEY. Nýjasta og besta plata hinnar hrífandi Joan Armatrading. Þetta er lykillinn að góðum fíling, notaðu hann strax. SPLIFF — HERZLUCHEN GLUCKMUNSCH. Síð- asta plata Spliff opnaöi augu margra fyrir hversu góöa tónlist er boöiö uppá í Þýskalandi. Þessi nýja plata kvartettsins er vægast sagt meiriháttar, Molly Hatchet — No Guts . .. No Glory Lena Lovich — No Man’s Land The Belle Stars — Belle Stars Stranglers — Feline Eric Clapton — Money and Cigarettes AÐRAR NÝJAR PLÖTUR Joe Jackson — Night and Day Men At Work — Down Under Echo and the Bunnymen — Porcupine SKY 5 — Live June Lodge — Someone Loves You Honey EDDY GRANT — KILLER ON THE RAMPAGE. Þú þekkir lögin „ I don’t wanna dance” og „Electric Avenue”. Þessi lög er bæði aö finna á plötunni „Killer on the Rampage”. Sannarlega gripur þess virði að eignast. Iggy Pop — Zombie Bird House Saragossa Band — Party Total D. Warwick — Heartbreaker UB-40 — Live Nú er tækifærið loksíns komið. Við vorum að fá aftur úrval af gömlum sígildum rokk og popp-plötum, sem þig hefur vantað í safnið öll þessi ár, Jethro Tull — Allar Ten Years After — Allar UFO — Allar Gentle Giant — Flestar Steeleye Span — Original Masters Steeleye Span — Parcel Of Rogues Procol Harum — Live Procol Harum — Exotic Birds And Fruit Rory Gallagher — Live KARNABÆR sMnor HLJÓMPLÖTUDEILD Austurstræti 22, Laugavegi 66. Rauöarársttg 16, Glæsibæ, Mars, Hafnarfirði, Plötuklúbbur/Póstkröfusimi 11620.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.