Morgunblaðið - 13.03.1983, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARZ 1983
Frá hinum fræga Monaco-kappakstri. Það er fyrrum heimsmeistari, Alan
Jones, sem ekur á fullri ferð í eina af hinum mörgu beygjum á hinni mjög svo
erfiðu braut.
Kaldhæðnisleg og
heillandi keppni og
jafiiframt leikur við dauðann
Reutemann, eru síðan þar fyrir
aftan. Ljósin taka að flökta,
græna ljósið birtist og bílvélarnar
öskra um leið og bílarnir æða af
stað.
Það eru 68 hringir á Silverstone,
og strax á þeim þriðja hafa skap-
ast vandræði. Gilles Villeneuve á
Ferrari-bíl númer tvö hefur kom-
ist við illan leik upp í fimmta sæt-
ið. Á eldingarhraða lætur hann
bílinn skríða skáhallt inn í beygj-
urnar, og keppinautar hans fyrir
aftan virðast ekki eiga möguleika
á því að komast fram úr hinum
þunglamalega Ferrari-bíl, og end-
irinn verður sá að þeir sem það
reyna lenda í einum hnapp. Við
fjórða hring renna fremstu öku-
mennirnir bílnum í beygjurnar á
yfir 160 km hraða á klukkustund
en Villeneuve, í örvæntingu við að
draga þá uppi, kemur i sömu
beygjur á allt of miklum hraða,
eða um 195 km. Bíll hans fer utan
í varnargirðinguna, hendist yfir á
hinn helming brautarinnar og
snýst eins og þyrluspaði eftir
henni. Skammt á hæla Villeneuve
kemur Alan Jones, heimsmeistari
frá árinu 1980, misreiknar aðstæð-
ur og fær Ferrari-bílinn í hliðina á
sínum — svonefnt „T-bone“. Báðir
bílarnir rekast á girðinguna
ásamt McLaren-bíl Andrea de
Cesaris. John Watson er næstur í
röðinni, nær með óskiljanlegum
hætti að smjúga í gegn um reyk-
inn án þess að rekast á og heldur
keppninni áfram.
Til allrar hamingju er enginn
meiddur, en þeir hringir sem eftir
eru halda áfram að taka sína tolla.
Alfa Romeo-bíll fellur úr keppni
við hring númer sex, hjá Piquet
springur dekk við hinn tólfta og
bíllinn skellur á varnargirðing-
una. Vélin í bíl F’ironis springur og
þar með eru báðir Ferrari-bílarnir
úr leik. Við hring númer 52 er
Arnoux ennþá með forystuna á
Renaultinum en hljóðin í vélinni
minna helst á gamla skólabjöllu.
Watson er aðeins 27 sekúndum að
baki honum, og Reutemann þriðji.
Tvær sekúndur skilja Watson og
Arnoux að við hring númer 59, níu
hringir eftir, Renault-vélin á
„banasænginni", og þulurinn styn-
ur: „Hann hefur Frakkann í skot-
máli.“ Watson gerir tilraun til að
komast framfyrir, en mistekst,
Það er sumar í sveitahéruðum Englands, birtan gægist á milli rigningarskýjanna og
varpar ljósi sínu á blómlegu akrana norður af Oxford. Hvert sem litið er er iðandi
mannlíf, fólk skilur bíla sína eftir á vegunum í órafjarlægð allt í kring, röltir af stað, og
lætur ekki slíka smámuni sem bleytu hafa áhrif á sig. Þegar það nálgast „Royal Air
Force“ í Silverstone gengur það í gegnum tjaldstæðin og síðan bílastæðin sem eru
yfirfull. Skyndibitastöðum hefur verið komið upp á sölupöllum sem nokkurs konar
bráðabirgðahjálp, og þar er afgreiddur morgunverður. Það er Grand Prix-dagur á
Silverstone og áhorfendur láta sig svo sannarlega ekki vanta og eru mættir í stærri eða
smærri hópum til að fylgjast með. Þeir eru komnir í þeirri von að sjá breskan ökumann
á breskum bíl vinna keppnina á breskum vígstöðvum.
Silverstone, sem er annar stærsti „Grand Prix-keppnisstaðurinn“, aðeins Monaco er
stærri, er troðfullur og reglulega fagur yfir að líta. Allt í kring eru alla vega lit tjöld
þeirra sem eru í sambandi við keppendur eða á vegum auglýsingafyrirtækjanna og
ábyrgðarmanna. Fyrirmenn vilja gjarnan fylgjast með keppninni meðal sinna líka eða
sem næst rásmarkinu, þar sem þeim er veitt kampavín af örlæti, ásamt hádegisverði
með dýrum vínum. Venjulegt fólk, sem hefur borgað um 800 krónur fyrir hvern miða í
eitthvert af hinum 21.000 sætum, gýtur augunum til þeirra sem meira mega sín og lætur
sig dreyma. Afgangurinn af fólkinu, eða 85.000 manns, stendur síðan í stympingum til
að ná sem bestum stæðum í kringum hina 2,93 mílna löngu braut.
Aðeins átta bílar
komu í mark
Grand Prix-keppnin á Silver-
stone hefst að venju á því að bíl-
arnir eru ræstir úr kyrrstöðu.
Flöktandi grænt ljós gefur hinum
24 keppnisbílum merki um að hér
með sé keppnin hafin, og klukkan
sé farin að ganga. Hinn hvass-
eygði René Arnoux virðist í hefnd-
arhug þegar hann stillir gul-hvíta
Renault turbo-bílnum sínum upp
fremstum við ráslínuna. Keppnis-
félagi hans, Alain Prost, kemur
næstur honum. Nelson Piquet frá
Brasilíu er þriðji á bláum og hvít-
um Brabham-bíl sem smíðaður er
í Bretlandi, en næstur honum
Kin nýjasta gerðin af formúlu eitt kappakstursbíl í dag. Tegundin er Alfa
Romeo. Það er tæknimaður sem situr við bílinn og ræðir við ökumanninn
rctt áður en lagt er af stað til rásmarksins. Þeir ræðast við í gegnum
sérstakan hljóðnema sem tengdur er hjálmi ökumannsins.
kemur á blóðrauðum Ferrari-bíl
Didier Pironi. Hinir keppendurn-
ir, þar með taldir tveir úr Willi-
ams-liðinu, Alan Jones og Carlos
Komið í mark, og hinum kunnuglega fána veifað til merkis um að kappakstr-
inum sé lokið.
Ginn frægasti ökuþór allra tíma, Niki Lauda, frá Austurríki, ásamt eiginkonu
sinni, Lindu. Lauda er nú einn af 10 tekjuhæstu íþróttamönnum í heiminum.