Morgunblaðið - 13.03.1983, Side 45

Morgunblaðið - 13.03.1983, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARZ 1983 45 £ : M ■wmmt: mmmm ... ■ m Núverandi heimsmeistari í kappakstri „formúlu 1“, Keke Rosberg, frá Finn- landi, ásamt vinkonu sinni, Verlobte Yvonne. ekið er eftir járnbrautarteinum." Andretti ók bíl sínum sem var út- búinn þessum nýjungum til sigurs í heimsmeistarakeppninni 1978. Sama ár, 1981, var það FISA (Féderation Internationale du Sport Autimobile, sem skipulegg- ur „Formula I“-keppnirnar) sem tók sig til og bannaði þessa síðu sílsa og krafðist þess að fjarlægð milli bílgrindar og jarðar yrði ekki minni en 6 sm. FOCA (For- mula One Constructors Associat- ion) leit á þessar reglur sem bragð til að hjálpa þeim verksmiðjum sem eru á meginlandinu. Sem hefnd var milljónamæringurinn Bernie Ecclestone, eigandi Brab- ham, kominn á fremsta hlunn með að sundra FOCA. Um síðir gerðu þessir tveir skipuleggjendur keppninnar, FOCA og FISA með sér samkomulag. Samkomulagið leyfði nýja upphengju sem var 3þessi mynd er frá upphafi franska Grand Prix-kappakstursins árid 1975 kvikni. Mikil breyting hefur orðið myndunum með þessari grein. reynir aftur og tekst það. Renault vélin gefst upp við hring númer 65, Watson kemur í mark sem sig- urvegari, en Reutemann varla sjónarmun á eftir. Af 24 bílum sem hófu keppnina, koma aðeins 8 í mark. Kaldhæðnisleg og heillandi keppni Á því leikur enginn vafi, að „Formula I“-keppnin er og verður hápunktur kappakstursiþróttar- innar. Kappaksturinn er kannski ekki eins ofsafenginn og hin amer- íska „Slamband“-keppni og ekki eins afdrifarík og franska 24 tíma Le Mans-keppnin. „Formula I“-bílarnir eru heldur ekki þeir hraðskreiðustu í heimi. Þeir bílar sem náð hafa hvað mestum hraða eru knúnir eldflaugum og metið í Ameríku á maður að nafni Stan Barrett en hann náði um 1189 km hraða á klukkustund með um 59.000 hestöfl innanborðs. Bestu Grand Prix-vélar í dag ná um 320 km/klst. á beinum brautum, og um 240 km/klst. í beygjum. Þær vélar eru líka byggðar til al- mennra nota. Þar er kannski einmitt komin ástæðan fyrir því hvers vegna þrjár milljónir manna eru tilbún- ar til að berjast fyrir veru sinni á hinum 15 Grand Prix-keppnum á ári hverju, og af hverju um 800 milljónir manna um gervallan heim sitja stífar fyrir framan sjónvarpstæki sín þegar bílarnir birtast. Hinn gífurlegi fjöldi sem fylgist með hefur gert Grand Prix að milljarðafyrirtæki, þar sem sigurvegarinn fær slíkar summur að með ólíkindum þykir. Þar er ekki aðeins um sigurlaun að ræða heldur koma peningarnir líka frá keppnisfyrirtækjum sigurvegar- anna, auk þess sem auglýsinga- (Castellet). Kappakstursbflarnir hafa raðað sér upp og bíða þess að græna Ijósið á kappakstursbílum hin síðari ár, þróunin orðið mjög ör eins og sjá má á tekjurnar rjúka upp úr öllu valdi. Fyrsta keppnin á vélknúnu öku- tæki var háð árið 1894 og var ekin leiðin frá París til Rouen. Sigur- vegari í þeirri keppni var Count de Dion á gufubíl sem komst upp í um 18 km/klst. Snemma komu þó fram á sjónarsviðið bílar með 12.000 cc-vélum eða meira, og þar með fóru fyrri hraðamet að fjúka. Sigurvegari í fyrstu Grand Prix- keppninni í Frakklandi árið 1906 komst á um 100 km/klst., eða næstum sexfalt metið frá árinu 1894. Bílar frá þessum árum voru á háum og örmjóum dekkjum og vit- anlega ólíkir nútíma kappakst- ursbílum. Bílarnir nú á tímum eru afar rennilegir og með vindskeið- um að aftan og framan, en öku- manninum ætlað örlítið pláss framan til í bílnum á milli fjög- urra stórra og breiðra dekkja. Reglur sem hafa gilt frá árinu 1966 leyfa frávik eins og 12 cyl- indra vélar, en takmarka venju- legar vélar við 3000 cc og „sup- ercharged“-vélar við 1500 cc. Það sem gerir það að verkum hve ógnarmiklum hraða bílarnir ná er annars vegar hönnun bílanna sjálfra, sem eru teiknaðir þannig að loftmótstaða þeirra sé sem minnst, og hins vegar er reynt að gera þá eins létta og hægt er. Eitt atvik varðandi loftmót- stöðuna varð næstum til þess að eyðileggja Grand Prix-keppnina sem slíka árið 1981. Upptökin voru á Lotus-verkstæði Colin Chap- mans í Englandi. Þar hönnuðu vélvirkjar slétta og rennilega spaða sem komið var fyrir undir bílunum líkt og á ofanverðum vængjum flugvéla. Þegar loftið kom undir bílinn er hann var kom- inn á ferð tók hann að síga nær jörðinni sem gerði það að verkum að hann náði um 50 km meiri hraða en hinir. Síðan voru settir síðari sílsar á bílana til að loka þessu rúmi undir bilnum alveg, og voru bílarnir þá orðnir eins og ameríski ekillinn Mari Andretti orðaði það: „ ... e i n s og bíll sem Auglýsingatekjur ökumannanna eru gífurlegar. Auglýsingar á þessum hjálmi færa ökumanninum eina milljón íslenskra króna. Já, bara á hjálminum. Þá eru gallinn og bíllinn alveg eftir. breytileg og slungnir vélvirkjar höfðu fundið upp. Með þeim breyt- ingum líta bílarnir ósköp eðlilega út áður en keppnin hefst, en um leið og farið er af stað er ýtt á takka og sílsarnir síga niður. Sílsar eða ekki sílsar. Þeir menn sem deila á þá segja að bílarnir líkist allt of mikið hver öðrum. Allir bílarnir nema Ferrari og Renault notast við byggingu Ford Cosworth-vélarinnar sem átta cyl- indra og þykir einstaklega traust og hefur ekki breyst að ráði síðan árið 1967. Auk þess benda sömu menn á að gírkassar af Hewland- gerð séu í flestum bílunum, en þeir gírkassar hafa verið notaðir frá 1960. Vélarnar og gírkassarnir hafa líka gert það gott, og því ekki nema von að menn notfæri sér það. „Formula I“-kappakstursbíl- ar með Cosworth-vél og Hew- land-gírkassa hafa unnið hvorki meira né minna en 142 Grand Prix-keppnir í gegnum árin. Turbo-vélin sú hraðskreiðasta Á meginlandinu hafa verk- smiðjurnar lagt tiltölulega mesta áherslu á þróun vélanna sjálfra, reyndar með misjöfnum árangri. Turbo-vél þeirra Renault-manna er sú hraðskreiðasta sem um getur í kappaksturshringnum, og hefur gert það að verkum að Renault- bílarnir ná oftast góðri forystu þegar bílarnir eru ræstir, en þar með er sagan öll. Renault-vélarn- ar eru veikbyggðar þegar í svo langa keppni er komið og það heyrir til undantekninga þegar Renault-bílar ná að ljúka keppni. Til dæmis vann Renault-bíll að- eins eina keppni árið 1981, og ástæðan felst kannski í því, að mikil rigning var á meðan á keppninni stóð og eftir 58 hringi varð að gera hlé á keppninni, og þar með fengu viðgerðarmenn tækifæri til að yfirfara Renault- vélina fyrir lokaátökin. í saman- burði er Ferrari turbo-vélin bæði kraftmeiri og öruggari, en bygging bílsins hentar illa svo kraftmikilli vél. Gilles Villeneuve hefur þó náð við illan leik að koma Ferrari-bíl sínum örfáum sinnum í mark sem sigurvegari. Svo aðeins sé farið ofan í saum- ana á keppnisfyrirkomulaginu og hvernig stigagjöf er háttað er ekki úr vegi að renna lauslega yfir keppnistímabilið 1981 og sjá hvernig keppendur áttust við. Þetta ár þótti með afbrigðum spennandi og miklar sviptingar áttu sér stað. Carlos Reutemann frá Williams-liðinu var efstur eft- ir níu keppnir með 43 stig, en meg- inhluta þeirra fékk hann eftir sigra í Brasilíu, Belgíu og annað SJÁ NÆSTU SÍDU i Grand Prix-kappaksturskeppnin er gífurlega vinsæl og dregur að sér marga áhorfendur. Fjöldinn allur af glæsipíum er jafnan mættur á staðinn, og ýmsir furðufuglar líka.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.