Morgunblaðið - 27.03.1983, Blaðsíða 1
88 SÍÐUR
72. tbl. 70. árg.
SUNNUDAGUR 27. MARZ 1983
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Nicaragua:
Segjast ráða yfir
þremur héruðum
Managua, Nicaragua, 26. mars. AP.
SKÆRULIÐAR í Nicaragua, sem berjast gegn stjórn sandinista, kváðust í
dag hafa full yfirráð í þremur héruðum í norðurhluta landsins og að hundruð
bænda gengju dag hvern til liðs við þá.
Leynileg útvarpsstöð skæruliða,
„15. september", sagði að héruðin
Jinotega, Nueva Segovia og
Matagalpa væru nú öll á valdi
skæruliða og að hundruð manna
tækju upp vopn við hlið þeirra á
degi hverjum. Lýðræðisfylking
Nicaragua, sem er ein af skæru-
liðahreyfingunum, kveðst hafa
Mexíkó:
Sjö farast
í flugelda-
sprengingu
('uesta Blincm, Meiíkó, 26. mars. AP.
SJÖ MANNS fórust og 50 slös-
uðust þegar flugeldageymsla
sprakk í loft upp í fyrrinótt f
þorpinu Cuesta Blanca í Mexíkó.
Þegar slysið átti sér stað voru
þar mikil hátíðahöld eins og jafn-
an síðustu vikuna fyrir páska.
Um átta hundruð manns
voru að skemmta sér við dans
og drykkju og flugeldaskot
þegar gífurleg sprenging varð í
flugeldageymslu í lögreglu-
stöðinni á staðnum. Einn vegg-
ur lögreglustöðvarinnar tætt-
ist í sundur og lét þá lögreglu-
stjórinn lífið og sex menn á
götunni úti fyrir. Miklar
skemmdir urðu einnig á barna-
skólanum í þorpinu og kirkj-
unni. Auk þeirra sem létust
slösuðust um 50 manns af
grjótregninu og flugeldum,
sem geystust í allar áttir.
Talsmaður lögreglunnar
sagði augljóst, að einhver flug-
eldanna, sem fólkið skaut upp,
hefði lent í geymslunni og
valdið sprengingunni. Um 250
manns búa í þorpinu en bænd-
ur úr nágrenninu höfðu einnig
tekið þátt í gleðskapnum.
Haldið var áfram með há-
tíðahöldin í gær en þá hafði
þátttakendum fækkað um 100
manns.
10.000 manns undir vopnum í
landinu en stjórnvöld í Managua
segja, að þeir séu ekki nema 2.500.
Sumir foringjar skæruliða voru
áður háttsettir í sandinista-
hreyfingunni en sögðu skilið við
hana vegna þróunarinnar í land-
inu í átt til marxískra stjórnar-
hátta.
Honduras-menn hafa enn einu
sinni borið til baka þær fullyrð-
ingar sandinista, að hermenn frá
Honduras hafi gert innrás í Nicar-
agua. Sagði í yfirlýsingu stjórnar-
innar, að herinn væri í stöðvum
sínum og viðbúinn að verja landið
ef á það yrði ráðist. Bandarískir
embættismenn segja, að ásakanir
sandinista séu áróðursbragð. Þeir
vilji öðlast samúð umheimsins
með því að telja mönnum trú um,
að andstaðan við stjórn þeirra sé
öll runnin undan rifjum Banda-
ríkjamanna.
Ljósm. Sigurgeir.
Vetrarhamur í Vestmannaeyjum. Éljaklakkar í útsuðri og brimskaflarnir skella á Hamrinum.
Kemur til styrjaldar milli
ísraela og Sýrlendinga?
Beirút, Kaíró, 26. mars. AP.
PHILIP C. Habib, sendimaður Bandaríkjastjórnar í Miðausturlönd-
um, átti í dag fund með Amin Gemayel, forseta Líbanons, en hermt
er að Líbanonsstjórn hafi lagt fram nýjar tillögur til að reyna að
höggva á hnútinn í samningaviðræðunum um brottflutning erlends
herliðs úr landinu. Tímarit í Kaíró segir, að Sovétmenn séu þess
fullvissir að til stríðs komi í vor milli Sýrlendinga og ísraela.
Ríkisútvarpið í Líbanon sagði,
að með nýju tillögunum væri
komið nokkuð til móts við kröf-
ur ísraela en þeir vilja fá að
hafa hönd í bagga með öryggis-
gæslu í Suður-Líbanon, til að
tryggt verði að skæruliðar noti
ekki framar landið sem bæki-
stöð fyrir herhlaup inn í Israel.
ísraelar vilja einnig fá að hafa
ratsjárstöðvar í Suður-Líbanon
til að geta fylgst með öllum
hræringum sýrlenska herliðs-
íns.
Fréttamenn í Bekaa-dal, þar
sem Sýrlendingar og ísraelar
horfast í augu gráir fyrir járn-
um, segja, að hvorir um sig hafi
Hemám Víetnama í
Kambódíu fordæmt
Hangkok, 26. marz. AP.
CLAUDE Cheysson, utanríkisráðherra Frakklands, fordæmdi í dag her-
nám Víetnama í Kambódíu og sagði, að Frakkar myndu ekki taka að sér
hlutverk sáttasemjara þar. Sagði Cheysson, að franska stjórnin harmaði
íhlutun Kína og Sovétríkjanna í Kambódíu. Það myndi aðeins leiða til
þess, að enn eitt utanaðkomandi ríki færi að skipta sér af málum þjóðar-
innar í Kambódíu, ef Frakkar færu að láta tii sín taka þar.
Franski utanríkisráðherrann
viðhafði þessi ummæli í Bangkok í
kjölfar ráðstefnu, sem utanríkis-
ráðherrar frá Efnahagsbandalagi
Evrópu tóku þátt í ásamt utanrík-
isráðherrum frá Suðaustur-Asíu-
bandalaginu (ASEAN). í yfirlýs-
ingu, sem gefin var út að ráðstefn-
unni lokinni, var skorað á Víet-
nama að verða á brott frá Kamb-
ódíu og virða þær ályktanir, sem
samþykktar hafa verið hjá Sam-
einuðu þjóðunum varðandi Kamb-
ódíu.
„Við Frakkar viljum hafa gott
samband við stjórnvöld í Hanoi,"
sagði Cheysson, „en það breytir
engu um það, að við fordæmum
innrás Víetnama í Kambódíu eftir
sem áður." Franski utanríkisráð-
herran hugðist halda til Hanoi á
morgun, sunnudag, og ræða þar
m.a. við Nguyen Co, utanríkis-
ráðherra Víetnama.
verið að styrkja þar stöðu sína
að undanförnu og einkum með
fleiri skriðdrekum. Liðsflutn-
ingar hafa engir verið frá svæð-
inu og bendir það til, að Sýr-
lendingar og ísraelar séu nú við
öllu búnir ef til átaka skyldi
koma.
Vikuritið Oktober í Kaíró seg-
ir, að „háttsettui^embættismað-
ur“ í sendinefnd Sovétmanna
hjá SÞ hafi skýrt frá því í við-
ræðum við egypska kollega sína,
að Sovétstjórnin teldi víst að
striðs kæmi með ísraelum og
Sýrlendingum í vor og að ísrael-
ar hygðust einnig ráðast á Jórd-
aníu. Vikuritið vitnaði í skýrslu
frá egypsku sendinefndinni þar
sem segði, að „báðar þjóðirnar
vilja stríð. Sýrlendingar vilja
ekki einangrast í átökunum í
Miðausturlöndum og Sovétmenn
vilja einnig reyna hinn nýja
vopnabúnað sinn, sérstaklega
eldflaugarnar, gegn bandarísk-
um vopnabúnaði Israela." Tals-
maður egypska utanríkisráðu-
neytisins sagði um þessar frétt-
ir, að hún væri bara „vanga-
veltur" vikuritsins.
Amin Gemayel
Á1 dýrara
en kopar?
New Vork, 26. mars.
BANDARÍSKA blaðið The Wall
Street Journal segir frá því fyrir
nokkrum dögum að sérfræðingar
í London, sem annast viðskipti
með og verðskráningu málma,
telji að heimsmarkaðsverð á áli
muni fara upp fyrir koparverðið á
næsta hálfa öðru ári.
Mikil verðhækkun hefur orð-
ið á áli og nikkel að undan-
förnu, en lægst var álverðið í
júní í fyrra. Síðan hefur það
hækkað um 74% og varð 45%
þeirrar hækkunar aðeins á síð-
ustu tveimur mánuðum. Ýmis-
legt hefur stuðlað að þessari
þróun. Framleiðslan í Banda-
ríkjunum hefur verið skorin
niður um 40%, og um rúman
helming í Japan þar sem mörg-
um álbræðslum hefur verið
lokað fyrir fullt og allt. Á síð-
asta ári minnkaði heimsfram-
leiðslan um tvær milljónir
tonna og álbirgðir hafa einnig
minnkað. Voru fimm milljónir
tonna, en eru nú komnar í
þrjár.