Morgunblaðið - 27.03.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1983 19
hefðu horfið þar. Enginn þeirra
gerði neitt í málinu og Alexandrea
var ekki ákærð fyrr en seinna.
Hún var símastúlka hjá SKA-
bankanum, sem er í hópi stærstu
svissnesku bankanna, um skeið
eftir að hún hætti á Bellevue-
barnum. Talsmaður bankans segir
það af og frá að hún hafi getað
hlerað samtöl þar eða njósnað um
nafnlausa kúnna bankans.
Rannsókn leiddi í ljós að Malek
greiddi henni a.m.k. 14.000 svissn-
eska franska (140.000 isl. kr.) fyrir
upplýsingar sem hún veitti hon-
um. Ekki er talið að upplýsingarn-
ar hafi verið ýkja merkilegar, en
hugsanlega hefði verið hægt að
beita nánu sambandi hennar við
þingmennina gegn þeim og jafnvel
kúga þá til fylgis við mál hliðholl
Líbýu.
Samskipti Sviss og Líbýu eru þó
nokkur. Sviss flytur rúman fjórð-
ung olíu sinnar inn frá Líbýu og
svissnesk fyrirtæki stunda mikil
framkvæmdastörf þar. Ríkis-
stjórnin ku hafa rætt nokkrum
sinnum hvort ekki væri rétt að
vísa Malek úr landi en ákvað alitaf
að sleppa því. Þó hafði nafn hans
komið upp í dómsmáli varðandi
vopnasmygl til vestur-þýskra
hryðjuverkahópa. Svissnesk
29555
Opið í dag
frá 13—15
Fannborg —
2ja herb.
65 fm á 3. hæð. Suður svallr.
Mikið utsýni.
Krummahólar —
2ja herb.
55 fm á 2. hæð. Norður-svalir.
Sér þvottahús og vandaöar inn-
réttingar. Verö 820 þús.
Kársnesbraut —
3ja herb.
90 fm á 1. íbúöarhæö. Bílskúr
undir íbúöinni. Tllbúin undir
tréverk í maí.
Engíhjalli — 2ja herb.
65 fm á 7. hæð. Laus fljótlega.
Ásbraut — 2ja herb.
75 fm á jarðhæð. Laus í júni.
Hamraborg — 5 herb.
90 fm á 3. hæð í lyftuhúsi. Laus
í júní. Bein sala.
Einbýli — Kópavogur
alls 260 fm. Sér 2ja herb. ibúð
fylgir. 65 fm bílskúr. Skipti á
minni íbúöum æskileg.
Arnarnes — lóð
1400 fm undir einbýlishús sunn-
anmegin á Arnarnesi.
Krummahólar 3 herb.
90 fm endaíbúð á 3. hæð í lyftu-
húsi. Bílskýli. Vandaöar innrétt-
Ingar. Stórar suður svalir. Mikiö
útsýni.
Engihjalli
3ja herb. 95 fm á 6. hæð. Park-
et á svefnherb. Suöur og austur
svalir. Mikiö útsýni. Laus fljót-
lega.
Engihjalli — 3ja herb.
95 fm á 7. hæð. Noröur og vest-
ur svalir. Vandaðar innréttingar.
Laus 5. júlí.
Ásbraut — 4ra—5 herb.
125 fm endaíbúð á 1. haað.
Suðursvalir.
Höröaland — 4ra herb.
100 fm á 2. hæö. Laus sam-
komulag.
Kjarrmóar — parhús
90 fm á 2 hæöum. Bílskúrsrétt-
ur.
Höfum kaupanda
að 4ra—5 herb. íbúð í austur-
bæ Kópavogs.
Vegna mikillar sölu aö undan-
förnu, vantar flestar stæröir
eigna á söluskrá. Verðmetum
samdægurs.
EFasteignasalan
EIGNABORG sf.
Hamraborg 1 - 200 Kópavogur
Símar 43466 6 43805
Söium.: Jóhann Hálfdánarson,
Vilhjálmur Einarsson,
Þórólfur Krlstján Beck hrl.
Hamborg
hálfsmánaðarlega
Hamborg er ein af helstu viðskiptahöfnum íslendinga erlendis. Skipadeild Sam-
bandsins hefur þar yfir að ráða mjög góðu athafnasvæði við vörugeymslu 65 á
Siid-West Terminal.
Hið virta fyrirtæki, Norwegische Schiffahrts-agentur er umboðsaðili okkar í
Hamborg. Þar starfa okkar menn, sem veita alla þá þjónustu sem að yöruflutn-
ingum lýtur.
Þeir hafa á að skipa sérþjálfuðu starfsfólki, sem hvert á sínu sviði hefur mikla
reynslu og þekkingu á staðháttum og starfsaðferðum.
Ásamt starfsmönnum okkar í Reykjavík gera þeir allt sem í þeirra valdi stendur,
til að gera flutninga Skipadeildar Sambandsins sem öruggasta og hagkvæmasta
fyrir viðskiptavini hennar. Hafðu samband.
SK/PADEILD SAMBANDSINS
SAMBANDSHÚSINU REYKJAVÍK SÍMI 28200
Þinghúsið í Bern og Hotel Bellevue
lengst til hægri.
stúlka hlaut fangelsisdóm í þvi
máli fyrir þremur vikum. Nokkr-
um dögum seinna stakk utanrík-
isráöuneytið loks upp á því við
Malek, að hann færi úr landi.
Hann seldi innbú sitt og hafði sig
í burtu.
Alexandrea er fædd í Banda-
ríkjunum en ólst upp í Sviss. Hún
á fjögurra ára dóttur, Kassöndru,
sem hefur verið komið í fóstur.
Einn þingmaður brást hinn versti
við þegar Kassandra var nefnd við
Ég hef samt þá tilfinningu að það sé fylgst með okkur.
hann á dögunum og sagðist ekkert
vita um það barn annað en hann
hefði bent Alexandreu á lögfræð-
ing, sem sérhæfði sig í barnsfað-
ernismálum á sínum tíma. Alex-
andrea kann að fá fangelsisdóm
fyrir njósnir eða verða vísað úr
landi. Varla á hún von á mikilli
hjálp frá hinum háttsettu vinum
sínum úr þessu.
Skandala þessum hefur veriði
líkt við Profumo-hneykslið í Bret-
landi, en málin tvö eiga fátt annað
sameiginlegt en svinaríið. Fólk
kannast enn við Christine Keeler
tuttugu árum eftir að John Pro-
fumo, varnarmálaráðherra í
Macmillan-ríkisstjórninni,
skemmti sér helst til mikið með
henni. Myndir af henni voru á for-
síðum bresku blaðanna dag eftir
dag. Enn hefur engin mynd verið
birt af Alexandreu og engin þing-
mannanöfn nefnd á prenti. Keeler
er sannfærð um að hún hafi orðið
Macmillan-stjórninni að falli 1964
og ævisaga hennar nr. 2 er að
koma út, nr. 1 kom út 1968. Alex-
andrea stofnar svissnesku ríkis-
stjórninni ekki í mikla hættu og
varla mun hún skrifa margar
versjónir af ævisögu sinni. Og þó,
maður veit aldrei.
ab