Morgunblaðið - 27.03.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.03.1983, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1983 „Týndur“? kommúnistastjórna, sem stóð fyrir allsherjarþjóðnýtingu til þess (svo vitnað sé í New Col- umbia Encyclopedia) „að breyta Chile í sósíalískt ríki“. I kýnningarbæklingnum er okkur sagt, að á fyrsta stjórnarári Allendes hafi þjóðarframleiðslan þrefaldast, verðbólgan minnkað verulega og barnadauði stórlækk- að. Kynningarbæklingurinn segir hins vegar ekki, að Allende tók við 300 milljónum dollara í sjóði vegna hagstæðs vöruskiptajafnað- ar í tíð fyrri stjórnar, og ekki að vöxtur þjóðarframleiðslunnar á þessu ári stafaði af gífurlegri verðhækkun á kopar. A þremur stjórnarárum Allendes minnkaði vöxtur þjóðarframleiðslunnar, fyrst úr 8% niður í 1,6% og síðan í mínus 5,7%. Verðbólgan, sem á fyrsta ári fór úr 35% í 22%, fór á því næsta upp í 163% og árið 1973 <— þegar Pinochet gerði bylting- una — upp í hvorki meira né minna en 508%. Hvað barnadauð- ann varðar, miðað við 1.000 fæð- ingar, minnkaði hann úr 79% í 65% á dögum Allendes en Pinoch- et hefur komið honum niður fyrir 38%. Var ætlast til að margir kvikmyndagagnrýnendur birtu tölur eins og þessar? Nei, augljós- lega enginn. Móttökum blaðanna við kvik- myndinni „Týndur“ má skipta í tvennt eftir tíma: fyrir og eftir birtingu greinar í New York Times þar sem sannleiksgildi hennar var meira en dregið í efa. I fyrstunni, með sárafáum und- antekningum (t.d. Time Maga- zine), fóru gagnrýnendurnir ham- förum af hrifningu. Kvikmynda- gagnrýnandi The Wall Street Journal, Joy Gould Boyum, gleypti myndina í heilu lagi. Hún var „byggð á þrautkannaðri og ábyrgri frásögn lögfræðings", skrifaði hún, og myndin sjálf „heldur sig aðdáanlega vel við staðreyndir málsins ...“ Ásamt þessum fullyrðingum er öll frá- sögnin eins og verið sé að segja frá beinhörðum staðreyndum: „Það, sem Ed Horman uppgötvar ... er hrollvekjandi. Bandarískir embættismenn hafa verið að ljúga að honum: þótt þeir neiti því, hef- ur sonur hans í raun og veru verið tekinn af lífi af herforingjaklík- unni... Fyrir Ed Horman er þetta skelfileg og óhrekjanleg sönnun þess, að ekki aðeins hafi Banda- ríkjastjórn átt þátt í byltingunni í Chile, heldur einnig í dauða sonar hans. Ýkjukennt slúður? Hver vildi ekki trúa því?“ Ekki er allt búið enn: venjulegur maður verður „allt í einu fórnar- lamb grimmilegrar og óréttlátrar stefnu hans eigin stjórnar". (Það er undarlegt til þess að hugsa, að Horman-fjölskyldan skyldi draga málið til baka vegna skorts á sönnunum). Dálítið skrítið er, að Boyum skuli minnast á mynd Costa-Gavr- as, „Umsátursástand", án þess að hafa neitt við hana að athuga. Kannski finnst henni að dauði Dan Mitriones í höndum hryðju- verkamanna hafi verið réttlátur og góður. Kvikmyndir Costa- -Gavras „neyða áhorfendur til að spyrja sig að því hvað sé að gerast úti í hinum stóra heimi," skrifar Boyum. „Týndur" er „tilfinninga- legt áfall“. Hún endar gagnrýnina með því að ávíta okkur fyrir að sitja heima í „vellystingum" og „gleyma" því, sem er að gerast allt í kringum okkur. Ég hef vitnað mikið í gagnrýni Boyums og það er vegna þess, hve skrif hennar voru mikið notuð í NÁMSKEIÐ FYRIR STJÓRNENDUR FYRIRTÆKJA OG STOFNANA HVERNIG LÆKKA MÁ STJÓRNUNARKOSTNAÐ HOW TO REDUCE OVERHEAD COSTS Mr. Edward H. Hartmann President of Maynard Managemenl Institute. Fyrirlesarinn E. H. Hartmann er yfirmaöur Maynard Manage- ment Institute USA og í stjórn H. B. Maynard & Co. Hjá H. B. Maynard & Co. starfa um 300 manns og er það meðal virtustu ráðgjafafyrirtækja í Bandaríkjunum og Evrópu. Allt frá stofnun þess 1934 hefur fy rirtækið verið brautryðjandi í þróun nýrra stjórnunaraðferða. E. H. Hartmann hefur langa reynslu á alþjóðlegum vettvangi sem ráðgjafi og fyrirlesari. E.H. Hartman mun fjalla um „Most prevalent and hardest to discover is the waste of human labor, because it doesn’t leave any scrap behind which has to be cleaned up.“ (Henry Ford) • NAUÐSYN KOSTNAÐARLÆKKUNAR • MARKMIÐASETNING • ÁÆTLUN — LEIÐIR • KOSTNAÐARGREINING — NYTJAGREINING • AVA-ATHUGANIR • STJÓRNUN AÐGERÐA • EFTIRLIT • AÐFERÐIR VIÐ KOSTNAÐARLÆKKUN Flestir eru sammála um nauösyn þess aö draga úr stjórnunarkostnaði fyrirtækja og stofnana. Aöferðir þær sem veröa kynntar eru margar nýjar hér á landi en hafa margsannað gildi sitt í Bandaríkjunum og víðar. Fundarstaður: Hótel Loftleiðir. Tími: Þriðjudaginn 29. mars kl. 13.30-18.00. Þátttökugjald: Kr. 3000.- Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 44033 sem fyrst. Fjöldi takmarkaður. Síðast þegar Ed var hér komust færri að en vildu. Ráögjafaþjónusta Stjórnun — Skipulag Skipulagning — Vinnurannsóknir Flutningatækni — Birgöahald Upplýsingakerfi — Tölvuráðgjöf Markaös- og söluráðgjöf Stjórnenda- og starfsþjálfun REKSTRARSTOFAN — Samstarf sjálfstæðra rekstrarráðgjafa á mismunandi sviðum — Hamraborg 1, 202 Kópavogi, sími 91-44033. auglýsingaherferðinni fyrir myndinni. Því að ef ritstjórar The Wall Street Journal halda, að lof- söngur kvikmyndagagnrýnanda þeirra um mynd af þessu tagi skipti ekki máli, þá er Universal Pictures-kvikmyndafélagið óvart á öðru máli. „Týndur" er saknað- arljóð, sungið fyrir marxíska stjórn, sem gerði upptækar banda- rískar eigur án þess að nokkrar bætur kæmu fyrir. í myndinni segir bandaríski sendiherrann, að það sé hans hlutverk að gæta hagsmuna 3.000 bandarískra fyrirtækja (sem í raun voru ekki nema 150), og í myndinni er því slegið föstu, að Bandaríkjastjórn hafi skipulagt byltingu Pinochets, í þágu bandarískra fyrirtækja að sjálfsögðu. Hingað til hefur verið talið, að The Wall Street Journal bæri hag bandarísks viðskiptalífs fyrir brjósti en hvað um það, kvikmyndagagnrýnandi þess skrifaði upp á vottorðið ... og auglýsingarnar frá Universal flæddu út af síðunum. Greinin í The New York Times var eins og dálítið sprengja. Flora Lewis er höfundur hennar, dálka- höfundur blaðsins og skrifar um erlend málefni. Hún gerði Costa- Gavras ljótan grikk, a.m.k. sem óljúgfróðum manni. Vinur minn kvartaði undan því, að greinin hefði aðeins birst á skemmtana- síðunni (á forsíðu aukablaðsins á sunnudögum) en ég huggaði hann og sagði, að það væri eina síðan, sem öruggt væri að kvikmynda- gagnrýnendur læsu. Og það stóð ekki á viðbrögðum gagnrýnendanna. Það sá undir ilj- arnar á þeim í öllum áttum. Sumir sögðu, að vissulega væri málið allt mjög umdeilt, en myndin væri hins vegar mikil list. Aðrir sögðu, að Chile væri aðeins táknrænt, svo hvað með það þótt myndin væri ónákvæm — hvað með t.d. E1 Salvador? Þriðji hópurinn, eftir- lætin mín, sagði, að það gæti vel verið, að myndin væri söguleg fölsun en hún segði þó frá raun- verulegum tilfinningum Horman- fjölskyldunnar. Hvers vegna þarf mynd að vera sönn? Hvers vegna má ekki byggja mynd á tilfinning- um? Veltum þessu dálitið fyrir okkur. Segjum svo, að einhver fengi það „á tilfinninguna", að Martin Luther King (til að hafa það nógu fjarstæðukennt) hefði verið í stöðugu sambandi við KGB. Það væri gaman að vita hvernig kvikmyndagagnrýnendur tækju mynd, sem væri byggð á þessari tilfinningu. Hvað um það, þeir voru ekki margir kvikmynda- gagnrýnendurnir, sem drógu alveg i land. Ég sá engin skrif, sem sögðu: sannleikurinn er sá, að þessi mynd er bull. Ég verð þó að segja, að Andrew Sarris við the Village Voice bjargaði heiðri stéttarinnar. Fyrirsögnin á skrif- um hans gefur kjarnann til kynna: „Costa-Gavras: gamalt hatur út í Truman-kenninguna?" (Truman- kenningin var um að unnið skyldi gegn framrás kommúmismans, m.a. í Grikklandi, en Costa-Gavr- as er grískur.) Á þessari stundu er erfitt að segja hve miklum hagnaði kvik- myndin „Týndur" skilar. Univer- sal dælir út peningunum í auglýs- ingar og er það ekki síst að þakka lofsamlegum viðtökum The Wall Street Journal. Ástandið í E1 Salvador gæti líka hjálpað dálítið upp á sakirnar. Kjarni þessa alls er þó fólginn í andbandarískum brandara, af kommúnískum toga, sem í eina tíð var mjög vinsæll hjá vinstrisinn- uðum menntamönnum í París. Ég hef einhvers staðar minnst á þá útgáfu af honum, sem Costa- -Gavras notaði í „Z“, en ég man hann þó dálítið öðruvísi. Spurn- ing: „Á alltaf að skella skuldinni á Bandaríkjamenn þótt maður viti ekki hvað þeir hafa gert?“ Svarið: „Já. Því að þeir vita það.“ Ef það eru margir ungir Bandaríkja- menn, sem eru á sömu skoðun og frönsku kommúnistarnir — að Bandaríkin séu hið illa holdi klætt og engra sannana krafist — þá ætti að ganga allt í haginn fyrir kvikmyndinni „Týndur". Ég ætla að leyfa mér að spá fyrir Costa-Gavras. Ef „Týndur" slær í gegn og hann sest að í Bev- erly Hills, eða Bel-Air, eða Brentwood, í stóru húsi með gufu- baðstofu, sundlaug og tennisvelli, þá mun hann steinhætta að kalla sig marxista a la Sartre. Hann kann nefnilega að aðlagast. Hann fór frá Grikklandi og aðlaðaðist lífinu í Bandaríkjunum. Hann mun taka upp háttu Bandaríkja- manna og hann mun læra hið rétta tungutak. Hann mun komast að því, að hér fellur það ekki í góðan jarðveg að tala um augljósa yfirburði Sovétkerfisins, jafnvel ekki þótt það eigi að vera kvitt og klárt af hinum hryllilegu „mistök- um“ stalínismans. Og hann mun komast að því, að hér kalla skoðanabræður hans sig, ef þeir þurfa þá að kalla sig nokkuð, „and-and-kommúnista“ eða „framsækna" eða jafnvel „rót- tæka“. Það er hins vegar komið dálítið tómahljóð í þessar skilgreiningar og Costa-Gavras mun finna það. Þess vegna sé ég það fyrir mér, að ef myndir hans slá í gegn og hann sest hér að, þá muni hann taka sér stöðu í miðju hinnar fríðu fylk- ingar bandarískra vinstrimanna og kalla sig, já, frjálslyndan. Sv. þýddi. pústkerfi í sérflokki J. Sveinsson % Co. Hverfisgötu 116, Reykjavík. Sími 15171 og 22509.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.