Morgunblaðið - 27.03.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.03.1983, Blaðsíða 3
I MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1983 3 Reglugerð samgönguráðuneytisins: Eftirlit með skipulögð- um hópferðum hingað SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ gaf í fyrradag út reglugerð um eftir- lit með skipulögðum hópferðum erlendra aðila til Islands í at- vinnuskyni, segir í fréttatilkynningu, sem Morgunblaðinu hefur borizt frá samgönguráðuneytinu. Samkvæmt reglugerðinni er ferðamálaráði Islands falið að fylgjast með áætlunum erlendra aðila um sölu hópferða til ís- lands í atvinnuskyni. Jafnframt er Feröamálaráði falið að kynna þessum aðilum ákvæði reglugerðarinnar og sjá um að framfylgja þeim, svo og að kynna þessum söluaðilum aðrar þær reglur, sem gilda um komu og dvöl erlendra ferðamanna á íslandi. Skilyrði þau sem uppfylla þarf eru þrenns konar. í fyrsta lagi þarf viðkomandi hópur að hafa leiðsögumann sem Ferðamálaráð hefur samþykkt og sé hann er- lendur ríkisborgari, þarf hann að hafa tilskilin atvinnuleyfi á ís- landi. Ferðamálaráð getur krafist þess að hópurinn sé með leiðsögu- mann, sem nýtur réttinda sam- kvæmt gildandi reglugerð um starfsmenntun leiðsögumanna ferðafólks. í öðru lagi skal sett fyrir hópinn sambærileg trygging og innlend- um ferðaskrifstofum er gert að setja. Tryggingafé þetta er ætlað til að standa undir endurgreiðslu á kostnaði sem kynni að hljótast af leit eða björgun farþega, skaða- bóta vegna skemmda sem þeir kynnu að valda svo og annars kostnaðar, sem hljótast kynni af dvöl þeirra og flutningi og við- komandi ferðaskrifstofa ekki greiðir. í þriðja lagi eru í reglugerðinni ákvæði um, að hafi erlendur ferða- mannahópur ökutæki meðferðis við komuna til landsins tii eigin nota, skuli það fylgja hópnum við brottför úr landi. Loks er tekið fram í reglugerð- INNLENT inni að standi innlendur aðili með tilskilið ferðaskrifstofuleyfi að ferð viðkomandi hóps ásamt hin- um erlenda aðila sé fullnægjandi að innlendi aðilinn fullnægi ákvæðum reglugerðarinnar. Jafnframt setningu reglugerð- arinnar hefur verið ákveðið að setja samstarfshóp manna frá þeim ráðuneytum, sem málefni varðandi komu og dvöl erlendra ferðamanna á Islandi einkum heyra undir. Skal samstarfshóp- urinn vinna að samræmingu í framkvæmd laga og reglna um þessi efni. Þau ráðuneyti, sem hér um ræðir eru auk samgönguráðu- neytisins, dómsmálaráðuneytið, félagsmálaráðuneytið, fjármála- ráðuneytið og menntamálaráðu- neytið. Samstarf ráðuneytanna á þessu sviði ætti m.a. að leiða til þess að betur verði fylgst en áður með þeim sem ferðast á eigin far- artækjum um hálendið og varn- ingi sem slíkir aðilar koma með til landsins. Þess er vænst að ofangreindar reglur verði á engan hátt til þess að takmarka ferðir erlendra ferðamanna um landið, heldur stuðli að bættri umgengi og meiri fræðslu um land og þjóð og því ánægjulegri ferð. Flugleiðir: Örn og Grétar áfram for- maður og varaformaður STJÓRN Flugleiða hf. hefur komið saraan til fundar eftir aðalfund fé- lagsins, og þar skipti stjórnin með sér verkum svo sem venja er til á fyrsta stjórnarfundi. Örn ó. Johnson var endurkjör- inn formaður stjórnarinnar og varaformaður var endurkjörinn Grétar Br. Kristjánsson. Þorskanetin: Minni möskvi eftir páska Sjávarútvegsráðuneytið breytti þann 21. mars gildandi reglum um möskvastærðir þorskaneta þann- ig, að heimilt verður nú að nota net með 6 þumlunga möskva strax er netaveiðar hefjast eftir páska. Til þessa hefur ekki mátt nota net með minni möskva en 7 þumlunga fyrr en eftir miðjan maí ár hvert. Fréttatilkynning. María Helga- dóttir rœðis- maður látin LÁTIN er í borginni Santiago í ('hile, ræðismaður íslands þar um árabil, frú María Helgadóttir Knoop, 77 ára að aldri. Hún var borin og barn- fæddur Reykvíkingur og voru foreldrar hennar hjónin Krist- ín Sigurðardóttir og Helgi Helgason, sem bjuggu á Óðinsgötu 2. Árið 1930 lagði María land undir fót og fór suður til Chile. Þar átti hún svo heima æ síðan, nema hvað hún var hér í Reykjavík í tvö ár fyrir alllöngu síðan. Árið 1950 giftist hún eftirlifandi manni sínum Robert Knoop verk- smiðjueiganda í Santiago. Tvær systur Maríu eru búsett- ar hér í Reykjavík, Rannveig, eiginkona Sveinbjörns Egils- sonar útvarpsvirkjameistara, og Sigríður, ekkja Kristjáns Jónssonar kaupmanns í Kidda- búð. Bróðir þeirra systra var Jón heitinn Helgason kaup- maður í Fatabúðinni. Otför Maríu Helgadóttur var gerð í gær, laugardag, í heimaborg hennar. IGNANO BÝÐUR ÞIG VELKOMINN í 10. SINN GULLNA ■« Austurstræti 17, simi 26611. Akureyri: Hafnarstræti 98, sími 22911. GISTISTAÐIRNIR ERU ALVEG VIÐ LJÓSA, MJÚKA SANDSTRÖNDINA — „GULLNU STRÖNDINA“, SEM ER í ALGJÖRUM SÉRFLOKKI. LUNA er vandaöur, vinsæll, gististaöur meö björt- um, rúmgóöum íbúöum og fullkomnustu þjónustu- miðstöö, sem völ er á og eigin skrifstofu Útsýnar (opin daglega). 25 verzlanir á jarðhæð, veitingahús, kaffihús, ísbúö, hjólaleiga, hárgreiöslu- og snyrti- stofa, diskótek. Skemmtigarður (Tívoli Luna Park) í 300 m fjarlægð. Dagleg ræsting framkvæmd af ís- lenzku starfsfólki, barnagæzla. BROTTFARARDAGAR: 31/5, 21/6, 12/7, 26/7, 2/8, 9/8, 16/8, 23/8, 30/8. OLIMPO — TERRA MARE Nýjasta og glæsilegasta íbúöasamstæöan i LIGN- ANO viö eina stærstu og glæsilegustu skemmtibáta- höfn Evrópu. Þú getur ekiö bílnum aö byggingunni ööru megin og siglt aö hinum megin. Stílhreinar nýtízkuíbúðir meö vönduöum búnaði. Eig- in skrifstofa Útsýnar á jarðhæö ásamt fjölda þjónustufyrirtækja, verzlana og veitingastaöa. 2 eða 3 vikur. Verð frá kr. 11.900.- gengi pr. 5/1/83. ....

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.