Morgunblaðið - 27.03.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.03.1983, Blaðsíða 48
Wam II' ....... ■ ^/\skriftar- síminn er 83033 SUNNUDAGUR 27. MARZ 1983 ^Ayglýsinga- síminn er 2 24 80 Æ' Alafoss: Framleiðsla hefst að nýju á mánudag FRAMLEIÐSLA hefst að nýju í Ála- fossverksmiðjunni á mánudag, eftir eldsvoða, sem varð í spunasal verk- smiðjunnar 15. marz sl., að sögn Guð- jóns Kristinssonar tæknilegs fram- kvæmdastjóra verksmiðjunnar, og er við því búist að um miðja næstu viku veröi unnið með fullum afköstum í verksmiðjunni. Guðjón sagði að ýmsar vélar í spunasalnum hefðu verið reynslu- keyrðar í gær, föstudag, og verið væri að ljúka við að pússa sót af öðrum. Búið væri að hreinsa allt húsið og mála. „Það hefur gengið ótrúlega vel að hreinsa hér út og koma þessu af stað að nýju. Hér hafa margar hendur unnið létt verk, en mest hefur mun- að um framlag starfsfólks verk- smiðjunnar," sagði Guðjón. Húsavík: Gaf aðeins einu sinni á Þessi leiktæki við Fellaskóla voru sett upp í satnbandi við starfsviku, sem þar var haldin nú í vikunni. Eins og sjá má kunni unga kynslóðin vel að meta tækin. Morgunbiaðið/KöE sjó í vikunni Vetrarvertíð með daufasta móti í flestum verstöðvum Húsavík, 26. marz. AFLAMAGN sett á land á Húsavík frá áramótum til 15. marz var 940 lestir á móti 2.030 á sama tíma í fyrra. Gæftaleysi og aflaleysi hafa verið orsakir þessa. I þessari viku hefur aðeins einu sinni gefið á sjó þó til landsins hafi verið sæmi- legasta veður. Þetta ástand hefur orsakað það, að sex bátar héðan fóru til verstöðva við Breiðafjörð og á Suðurlandi. Togararnir hafa aflað mun minna en í fyrra. At- vinna hefur því verið stopul og fleiri skráðir atvinnulausir en undanfarið ár. — Fréttaritari. í fréttatilkynningu frá ráðu- neytinu segir, að syðri mörk Frí- merkisins skuli frá þeim degi miðast við 63 gráður, 10 mínútur norðlægrar breiddar, í stað 63 gráða áður. í tilkynningu ráðu- neytisins segir ennfremur: „Þessi breyting er gerð vegna til- mæla fjölmargra togaraskip- stjóra og að fengnum umsögnum Fiskifélags íslands og Hafrannsóknastofnunar, en báð- ar þessar stofnanir voru þessari breytingu meðmæltar. í umsögn Hafrannsóknastofnunar segir I VETRARVERTÍÐIN að þessu sinni er með daufasta móti í flestum ver- stöðvum sunnan lands og vantar sums staðar um 30% upp á að sama afla- magni sé náð nú og á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir verkfall í janúar þá. Gæftaleysi hefur hamlað veiðum nokkuð á vertíðinni, en þegar gefur á sjó aflast treglega. Morgunblaðið afl- aði sér f gær upplýsinga um gang mála meðal annars: „Til eru nokkrar athuganir rannsóknarskipa á því svæði, sem um getur í skeyti skipstjóranna. Samkvæmt þeim upplýsingum hefur yfirleitt fengist sáralítill þorskafli á þessu svæði á þeim tíma, sem hólfið er lokað, en aftur á móti þó nokkur karfaafli- Af þessum sökum getur Haf- rannsóknastofnun fyrir sitt leyti samþykkt, að syðri mörk þessa svæðis verði 63 gráður, 10 mín- útur norðlægrar breiddar.““ á hafnarvigtum nokkurra staöa. í Grindavík fengust þær upplýs- ingar að þessi vertíð væri nánast ömurleg, með því lélegasta, sem menn þar muna eftir og fæst varla bein úr sjó. Þann 20. þessa mánaðar var aflinn um 30% minni en á sama tíma í fyrra. Bátasjómenn þar eru ennfremur mjög óánægðir með þá ákvörðun sjávarútvegsráðuneytis- ins, að togurum skuli hleypt inn á syðri hluta Frímerkisins. Sagði við- mælandi Morgunblaðsins þar, að fáfræði fiskifræðinga virtust engin takmörk sett, svo virtist sem þeir héldu að fiskurinn kæmi með rútu til Grindavíkur, en ekki inn á hrygningarsvæðin eins og Frímerk- ið, sem togarar ættu nú að fá að þurrka upp. Aflahæstu bátar í Grindavík voru um miðjan mánuð- inn Gaukur með 385,5 lestir, Hrungnir með 354 og Hrafn með 350. I Þorlákshöfn var hljóðið einnig dauft 1 mönnnum og þar skortir nú á annað þúsund lestir svo sama aflamagni og í fyrra sé náð. Afla- hæstu bátar þar eru Friðrik Sig- urðsson með 608 lestir, Húnaröst með 431 og Stokksnes með 415. Segja menn þar, að miklu muni um að ufsann virðist vanta í aflann. í Keflavík er svipaða sögu að segja. Afli er talsvert minni en í fyrra og eru bátarnir með á milli 10 og 20 lestir í róðri. Hins vegar ber óvenjulega mikið á loðnu á veiði- svæðum báta þaðan og segja menn að svo hafi ekki verið í fjölda ára. Á Höfn í Hornafirði hefur afli einnig verið tregur og nú vantar aflahæsta bátinn í fyrra, Hvanney, um 300 lestir upp á að hafa náð sama afla- magni og þá. 1 Vestmannaeyjum var hljóðið heldur skárra í mönnum og þar var vertíðin sögð í meðallagi. Afla- hæstu bátar í Eyjum voru Heimaey með 602 lestir, Suðurey með 592 og Sighvatur Bjarnason með 523 lestir. Afli er heldur að glæðast þar í troll og hefur farið upp í 45 lestir hjá einstaka báti. Þá hafa Emma og Nanna verið á tvílembingstrolli og náð upp í 56 lestum í róðri. Sjávarútvegsráðuneytið: Engin togskip inn á Tómasarhagann Sjávarútvegsráduneytið hefur ákveðið að togskip fái ekki að stunda veiðar á svoköiluðum Tómasarhaga í Grindavík- urdjúpi. Kemur ákvörðun þessi í kjölfar mótmæia bátasjó- manna, sem lögðust eindregið gegn þeim hugmyndum, að togskip fengju að veiða á þessu svæði meðan á páskastoppi netabáta stæði. Svæðið var opnað togskipum á síðasta ári. Sjávarútvegsráðuneytið hefur á hinn bóginn ákveðið að togskipum sé heimilt að stunda veiðar á ytri hluta Frímerkis- ins svokallaða á Selvogsbanka frá og með 26. þessa mánaðar. 50% samdráttur í sölu húsgagna á einu ári Aukin sala sker úr um hvort uppsagnir 23 trésmiða taka gildi, segir framkvæmdastjóri Trésmiðjunnar Meiðs „ACTÆÐAN fyrir uppsögnum 23 manna á trésmíðaverkstæðinu hjá okkur er sú að sala á húsgögnum hefur minnkað verulega og lætur nærri að það sé 50% minni sala nú en á sama tíma fyrir ári síðan,“ sagði Emil Hjartarson, fram- kvæmdastjóri Trésmiðjunnar Meiðs í Reykjavík í samtali við Mbl. í gær. „Við sögðum öllum trésmiðun- um upp á verkstæðinu nema þremur verkstjórum og þetta stendur þannig, að uppsagnirnar taka gildi 1. maí nk. nema staðan breytist. Framvindan á næstu vik- um í sölu á húsgögnum, hvort eft- irspurn eykst aftur, mun ráða úr- slitum í þessu, því það er ekki hægt að framleiða húsgögn ef markaðurinn er ekki fyrir hendi. Hjá okkur vinna alis um 50 manns, svo þetta er stór hópur af starfsmönnum fyrirtækisins, en ég tel að samdrátturinn í hús- gagnasölu nái jafnt yfir innlenda framleiðslu og erlenda, en inn- flutningur á erlendri framleiðslu heldur stöðugt áfram. Þessi sam- dráttur kemur fyrst og fremst niður á allri húsgagnasölunni i heild, en aðeins hefur gengis- skráningin að undanförnu átt þátt í því að rétta við stöðu innlendu framleiðslunnar og verð hennar er nú hagstæðara en á erlendu fram- leiðslunni, enda styrkir það stöðu innlends iðnaðar verulega að skrá gengið rétt,“ sagði Emil.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.