Morgunblaðið - 27.03.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.03.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1983 27 Jakobsdóttir lét hvert hlutverkið af öðru af hinni mestu kúnst, bezt lfklega sem Ingibjörg systir kon- ungs. Eftirminnilegastur verður leikur Harald G. Haralds í hlut- verki Bolla Þorleikssonar. Hann dró upp verulega snjalla mynd af honum, sýndi veikleika hans og kosti, innilega ást hans á Guðrúnu svo að áhorfandi hlaut að verða snortinn. Aftur á móti var brota- löm í samleik Jóhanns Sigurðsson- ar og Ragnheiðar Arnardóttur í hlutverkum Kjartans og Guðrún- ar. Erótíkin hafði einhvern veginn aldeilis dottið upp fyrir. Þar sem hún er drýgstur þátturinn í sam- skiptum þeirra í sögunni veikti það sýninguna mjög mikið. Aftur á móti var hægt að skynja þessa til- finningu milli Bolla og Guðrúnar og þess vegna llka hægara að ímynda sér að hin nýja kenning Þórunnar fái staðist. Ragnheiður Arnardóttir er lagleg stúlka og hefur góða en dálítið steríla fram- sögn, hún sýndi þótta og yfirlæti Guðrúnar á nokkuð sannfærandi hátt, og kannski var aldrei að þvf stefnt að gera hana geðþekka. Jó- hann Sigurösson er hár og gjörvi- legur maður, sýndi skaphita á stundum, en einhvern veginn fannst mér vanta neistann — það er ekki bara nóg að stynja hájtöf- um til að láta í ljós geðshræri .igu. Að öllu samanlögðu sýning sem er forvitnileg um margt, nýr höf- undur kveður sér hljóðs og góðir sprettir innan um og saman við gefa fyrirheit um meira og betra síðar. Skemmti- kvöld á Blönduósi KYNNINGAR- og skemmtikvöld unga fólksins verður haldið á Blönduósi miðvikudaginn 30. marz klukkan 20. Þar koma fjórir efstu menn D-listans og kynna stefnumál Sjálfstæðisflokksins, rabba við gesti og svara fvrirspurnum. Meðal skemmtikrafta verða Magnús Ólafsson og Þorgeir Ástvaldsson. Klukkan 23 byrjar svo dansleikur. Þess er vænzt að ungt fólk af öllu Norðurlandi vestra fjölmenni á þessa kvöldskemmtun. Selfoss: Félagsmála- stjóri ráðinn BÆJARSTJÓRN Selfoss gekk frá ráðningu félagsmálastjóra bæjarins á fundi sínum sl. fostudag. Ágrein- ingur varð í bæjarstjórn um ráðning- una og samþykkti meirihluti bæjar- stjórnar að ráða þann sem hún hafði áður mælt með, en ekki þann sem bæjarráð vildi ráða. Fyrir nokkru gekk í félagsmála- ráðuneytinu úrskurður um ágrein- ingsefni bæjarstjórnarinnar á Selfossi og bæjarráðs, en bæjar- ráð var sammála um að ráða ann- an mann en bæjarstjórn vildi. Fé- lagsmálaráðuneytið úrskurðaði á þann veg að bæjarstjórn hefði æðsta ákvörðunarvald í málinu, og afgreiddi bæjarstjórn málið á föstudaginn, eins og fyrr sagði. í bæjarstjórn féllu atkvæði þannig að 5 voru samþykkir ráðn- ingunni, en 4 voru á móti. Báðir umsækjendurnir um stöðu félags- málastjóra fengu meðmæli stjórn- ar félagsmálastofnunarinnar, tvö atkvæði hvor. Bæjarráð sam- þykkti síðan samhljóða að ráða annan, en þeim úrskurði hnekkti meirihluti bæjarstjórnar. ^Anglýsinga- síminn er 2 24 80 Lærið spænsku í fögru umhverfi á Norður-Spáni Atlantik annast milligöngu um skólavist viö sumar- háskólann í Santander 4ra vikna spænskunámskeiö í júlí bæöi fyrir byrjend- ur og nemendur á framhaldsstigi. Allar nánari upplýsingar veitir Ferðaskrifstofan Atlantik, s. 28388. mOMTMC Tf*>vec Þorskanet Við leitum allir aö því besta. Besta fáan- lega hráefninu, bestu tækninni og ekki síst besta verðinu. Nýju H.C.G.-netin eru árangur samvinnu V-Þýska- lands, Japan og Taiwan. Gæðastandard krafta- verkanets nr. 12 er: Þyngt: 3,1 kg Slitþol þurrt: 21,6 kg Slitþol blautt: 19,6 kg Veröiö er ótrúlega hagstætt. Höfum einnig fyrirliggjandi blýteina og bólfæra- efni. MÁRCO „F Sími 15953 og 13480, Mýrargata 26, Reykjavík. Vönduð vara Stöðug gæðaprófun tryggir vandaða vöru. 7 kg lóð eru sett í skúffuna og hún siöan dregin 20.000 sinnum rösklega út og inn með vólarafli. Aðrar vandlegar prófanir beinast t.d. að skúffusigi (sem ekki mó vera meira en 1% af skúffulengd), svo og áhrifum vatns, fitu, alkóhóls, kaffis, hita, hvassra hluta og kemiskra efna á skápafleti og boröplötur o.s.frv. o.s.frv. Þessi vél „opnar" og ,,lokar" eldhússkáp, til að reyna lamirn ar. Hurðinni er skellt upp 20.000 sinnum og siðan 50 sinnum með 20 kg þyngdarlóðum. Vönduð vara við vægu verði. \ sýningarsal okkar i Miðbæjarmark- aðnum í Aðalstræti 9 má sjá fjölbreytt úrval af gullfallegum STAR-innrétt- ingum í eldhús, svefnherbergi, stofur, baðherbergi, þvottahús og jafnvel í bílskúrinn. Enginn afsiáttur! Við þurfum ekki að auglýsa sérstakan kynning- arafslátt né tímabundinn afslótt. BUSTOFN hefur haft forystu um að lækka byggingar- kostnað húseigenda með sölu á innréttingum og hurðum á viðráðanlegu verði og kemur nú tviefldur inn á markaðinn á krepputíma með lægra verði en nokkru sinni áður. Magnsamn- ingar okkar við stærstu verksmiðjusamsteypu í Evrópu i smíði hurða og innréttinga tryggja kaupendum ætíð lægsta fáanlegt verð. "öStar -eldhús er fallegur og þægilegur vinnustaður. -eldhús- og fataskápar eru hagkvæmasta lausn húsbyggjenda. HSfar -skápar eru afar auðveldir í uppsetningu. Sparast því stórfé, hvort sem uppsetning er aðkeypt eða menn skemmta sér við verkefnið sjálfir. Við seljum einnig Rafha-heimilistæki með eldhúsinnréttingum. Ódýrar, en vandaðar inni- og útihurðir fást á sama stað. Litmyndabæklingar sendir um allt land eftir beiðni. Bústofn Aðalstræti 9, II. hæð — Simar 17215/29977 Iðnbúð6, Garðabæ — Símar 45670/45267

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.