Morgunblaðið - 27.03.1983, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1983
43
Sparsemi er dyggð, en ...
Sparsemi er dyggð, eða hvað?
Á þeim tímum óðaverðbólgu og
fjármálaóðagots, sem nú ganga
yfir þjóðina, bögglast þetta víst
fyrir brjóstinu á mörgum. Að-
haldssemi eða fyrirhyggja, hvað
þá dyggð sparseminnar, þykir lítt
einkenna athafnir stjórnarfor-
kólfa þjóðarinnar undanfarið. Sí-
fellt tognar úr ríkisjötunni en þar
moða Sæði sauðir og hafrar í
þeim sjóði sem kallaður er eign
allra landsmanna. Skuttogarar
eru keyptir til að hafa þá bundna
við bryggju og heilu skipunum
fleygt svo hægt sé að fá lán fyrir
nýjum. Og „Hvað höfðingjarnir
hafast að, hinir meina sér leyfist
það,“ kvað sr. Hallgrímur Pét-
ursson og verðbólgudansinn dun-
ar.
En það virðist skammt öfgana í
milli hjá tslendingum varðandi
fjármálin er marka skal gamlar
sagnir. f „Skruddu" Ragnars Ás-
geirssonar, fyrsta bindi sem út
kom 1972, greinir frá aðhalds-
semi þjóðarinnar hér áður fyrr. í
skruddu segir m.a.:. „Til dæmis er
sagan um prestinn, sem dró tvo
aura af árskaupi vinnumanns
síns fyrir það að hann hafði flutt
rjólbita fyrir sjálfan sig heim,
þegar presturinn hafði sent hann
í kaupstaðinn."
Þá er saga um efnaðan bónda,
„sem dró fáeina aura af kaupi
vinnufólksins," ef það leit í „Þjóð-
ólf“ eða „ísafold" sem hann
keypti. Sami bóndi dró einnig af
kaupinu fyrir skóslit, ef vinnu-
hjúin fóru af bæ í eigin þágu, en
ekki heimilisins. Á þeim bæ var
það venja að gefa heyskaparfólk-
inu kaffi aukreitis út á tún, ef allt
var hirt upp. Einn dag var mikil
heyhirðing, og kaffið var komið,
en þá gerði skúr í síðasta flekkinn
— og kaffið var sent heim aftur.
Merkur maður sagði mér, að
jafnan hefði verið sent kaffi á
engjar á einum bæ í hans fæð-
ingarsveit og kandísmoli með.
Var svo kandísmolinn látinn
ganga manna á milli, úr munni f
munn, og sá er síðastur drakk,
varð að skila því sem eftir var af
honum og það geymt til næsta
dags.
Þá var ljósmetið sparað sem
mest mátti. Vinnukona ein kom
til bónda og bað um eldspýtur.
„Hvað er að heyra!,“ sagði hann,
„eldspýtustokkurinn búinn! Og
ekki komin jól!“
Hagsýnn og vel metinn bóndi
hrósaði sér af því, að hann hefði
komist af með fjóra potta af
steinolíu, fyrir sitt heimili yfir
veturinn. En hann dró jafnan
niður í týrunni, þegar ekki var
verið að vinna neitt „ljósvant" í
baðstofunni.
Þá var ekki óráðsían hjá þeim
hjónum Gils og Málfríði í Krossa-
nesi á Mýrum, en um þau segir í
Skruddu: „Þau áttu margar og
myndarlegar dætur. Ein þeirra
fór suður til Reykjavíkur og trú-
lofaðist þar stúdent, sem var í
prestaskólanum. Um haustið fór
hún heim til að sýna foreldrum
sínum hinn tilvonandi tengdason.
Þau komu heim með kvöldi, þegar
dimmt var orðið, og gengu til
baðstofu, þar sem gömlu hjónin
voru. Þegar hún hafði kynnt unn-
ustann, segir Gils: „Kveiktu
Málfríður." Málfríður kveikti, og
Gils leit framan í guðfræðinginn
og sagði svo eftir augnablik:
„Slökktu Málfríður."
Óskirnar hans Helga
Sérkennilegir og skrítnir menn
hafa ætíð notið athygli meðal ís-
lendinga og margar sögur til um
þá frá fyrri tíð. I bókinni „Sögur
og sagnir úr Bolungavík" eftir
Finnboga Bernódusson, er að
finna eftirfarandi frásögn: „Helgi
Eiríksson hét maður ... Helgi var
frægur í Bolungavík á tímabili
fyrir fráleitar óskir, sem hann lét
sér um munn fara.
Eitt sinn óskaði Helgi, að
Syðridalurinn í Bolungavík væri
orðinn að einu sykurkeri, og hann
ætti það ker fullt af rauðum
plötukandíssykri.
Öðru sinni óskaði hann þess, að
þrekkurinn úr sér væri orðinn að
svo löngum og sterkum ás, að
hann næði milli Rits og Stiga, en
það er þvert yfir mynni ísafjarð-
ardjúps, og að hann ætti þennan
ás fullan af uppspyrtum hvölum.
Enn óskaði Helgi þess, að
munnur sinn væri orðinn að
nausti svo stóru, að hann rúmaði
öll skipin (um 80), er þá reru frá
Bolungavík, svo að hann gæti
fengið alla matartollana, þ.e.
uppsátursgj öldin.
Þá var það einu sinni, er Helgi
var á sjó, að hann óskaði að fá að
sjá svo stóran tröllkarl, að reður-
inn á honum væri eins langur og
Stigahlíðin.
Eitt sinn er Helgi sat að snæð-
ingi í verbúðinni og kæfubitinn
gerðist lítill, er hann átti ofan á
þrauðið, óskaði hann þess, að
hann ætti eins stóran kæfubelg
og Tunguhornið.
Einu sinni, þegar félagar Helga
voru að hrekkja hann, sagði
hann: „Það vildi ég, að kominn
væri rá milli Ernis og Traðar-
horns og þið væruð allir spyrtir
og hengdir uppá hana á helv.
löppunum."
Margar fleiri voru óskir Helga
og margvíslegar, og verða hér
ekki fleiri taldar."