Morgunblaðið - 27.03.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.03.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1983 IkLJ /- / V , * f Þessar stöllur héldu fyrir nokkru hiutaveltu í Hraunbæ 38, hér í Rvík til ágóða fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Telpurnar söfnuðu 400 kr. Þær heita Áslaug Pálsdóttir, Jóhanna Elsa Axelsdóttir og Guðrún Björk Reynis- dóttir. Námskeið í minnisþjálfun I fræðslumiöstöðinni Miðgarður verður haldiö kvöld- námskeið í minnisþjálfun. Kenndar veröa áhrifamiklar aöferöir, sem tryggja a.m.k. þrefalt betra minni í starfi, námi og leik. Námskeiöiö byggir á aöferöum H. Lorayne, sem þykja hinar fremstu á sviöi minnisþjálfunar. Náms- fólki og öörum er þurfa aö treysta á gott minni er sérstaklega bent á námskeiðiö. Kennari: Gottskálk Þór Jensson. Tími: Byrjar 5. apríl 1983. 16 tímar á 8 kvöldum, á þriöjudagskvöldum og föstudagskvöldum kl. 17—19. Námsgögn innifalin. Skráning: Miögaröur, Ðárugötu 11, sími 12980 milli kl. 10—16. /V1ÐG/1RÐUR Sýnir í Gallerí Lækjartorgi Skúli Ólafsson hefur opnað myndlistarsýningu í Gallerí Lækj- artorgi. Skúli er fæddur í Vest- mannaeyjum 12. sept. 1952. Hann stundaði nám við Myndlista og handíðaskóla íslands í fimm ár og lauk þar námi í grafík árið 1977. Skúli hefur tekið þátt í samsýn- ingum hérlendis og erlendis, m.a. yfirlitssýningu á íslenskri grafík Kjarvalsstöðum 1976, íslensk grafík — farandsýning í Noregi 1977, NGU 1977 — samnorræn grafíksýning í Helsingfors konst- hall, Helsinki o.fl. Tvær einkasýn- Landlyst, ingar hefur Skúli haldið f Gallerf 1981—2. Vestmannaeyjum — Meistarasamband byggingamanna á Akureyri: Óttast atvinnuleysi í iðngreinunum í ár Hart deilt á stjórnmálamenn á fjölmennum fundi á Hótel KEA Akureyri, 24. m»rs. MEISTARASAMBAND byggingamanna á Akureyri efndi til fundar á Hótel KEA I gærkvöldi til að ræóa þann vanda, sem byggingaiónaóur á Akureyri og Noróur- landi yfirleitt á vió aó etja um þessar mundir. Til fundarins var boóið þing- mönnum kjördæmisins og bæjarstjórnar- mönnum á Akureyri og voru flestir þeirra mættir á fundinn. Fram kom m.a. f umræðum á fundin- um, að eftir mikinn uppgangstíma f þessum iðnaði á sfðasta áratug, er nú svo komið að við blasir atvinnuleysi I greininni og samdráttur verði ekki til einhverra þeirra ráða gripið, sem auka munu framkvæmdir á svæðinu. Sér- staklega lögðu byggingamenn áherslu á það, að á Reykjavfkursvæðinu væru um 60% allra byggingaframkvæmda á veg- um hins opinbera, en aðeins lftill hluti hér norðanlands. Einnig kom fram f máli þingmanna og ráðherra, Ingvars Gfslasonar, að erfitt hefur reynst að fá inn á fjárlög framlög til opinberra bygginga á Akureyri, svo sem Verk- VC-8300 7 daga upptökuminni Leitarspólun Framhlaðið o.fl. KR. 31.250.- Stg. VC-7700 Með fjarstýringu 7 daga upptökuminni Hálfum og tvöföldum hraða Myndveljara o.fl. KR. 41.700.- Stg. HLJOMBÆR ÚTSÖLUSTAÐIR: Portió. Akranesi — KF Borgt Borgarnesi — Verls Inga. Hellíssandi — Patróna. Patreksfirði — Sería. Ísafíröi — Sig Pálmason. Hvammstanga — Álfhóll. Siglufirði — Cesar, Akureyri — Radíóver. Húsavík — Paloma. Vopnafiröi — Ennco. Neskaupsstaö — HUOM-HEIMIUS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGOTU 103 SÍMI 25999 Stálbúöin. Seyöisfirði — Skógar. Egilsstööum — Djúpiö. Djúpavogi — Hornbær, Hornafiröi — KF Rang Hvolsvelli — MM. Selfossi — Eyjabær. Vestmannaeyjum — Rafeindavirkinn, Grindavik — Fataval, Keflavík. menntaskólans. Samkvæmt opinberum tölum um at- vinnuleysi á Akureyri kemur fram, að nú þegar, að liðnum rúmlega tveim mánuðum af árinu, eru atvinnuleysis- dagar launþega í byggingaiðnaði þegar orðnir næstum þvf jafnmargir og á öllu síðastliðnu ári. Einnig kom fram, að margir iðnaðarmenn hafa þegar flutt af svæðinu til suðvesturhornsins, þar sem þensian á þessum vinnumarkaði er. Fundarmenn, sem voru á annað hundrað, lýstu almennri óánægju sinni með póiitfskt karp þingmanna og bæj- arstjórnarmanna á fundinum, væntu annarra viðbragða af þeim f þeim mikla vanda sem við blasir en þrætu um ágæti flokka og aðgerðir fráfarandi ríkisstjórnar. Sigurður óli Brynjólfs- son, bæjarfulltrúi Framsóknar á Akur- eyri, og Ingvar Gísiason, menntamála- ráðherra, vildu gera minna úr þessum vanda en mönnum fannst eðlilegt. Sig- urður hæddist m.a. að „fölsku atvinnu- öryggi", hvað svo sem hann átti við með þvf, en ekki reyndist unnt að leita nánari skýringa á þeim orðum, þar sem hann hvarf af fundi eftir ræðu sína. Fram kom, að þetta er þriðji fundur- inn um sama máiefni, sem boðað hefur verið tii á undanförnum mánuðum, og einnig að rfkisstjórninni var skrifað bréf eftir fyrsta fundinn og vakin at- hygli á þeim vanda, sem við blasir. R(k- isstjórnin hefur ekki gert svo lftið sem svara þessu bréfi byggingamanna á Akureyri — enda kannski haft i öðru merkiiegra að snúast að eigin áliti. En fyrir byggingamenn er fátt merkilegra en atvinnuöryggi á heimaslóðum. Til þess mega núverandi — og væntanleg — stjórnvöld hugsa. G.Berg. Félag þingeyskra kvenna með basar á Hallveigarstöðum FÉLAG þingeyskra kvenna í Reykjavík og nágrenni, efnir til kökubasars sunnudaginn 27. mars (pálmasunnu- dag) kl. 14.00 að Hallveigarstöðum. Verður þar hægt án efa að fá mik- ið og gott veislubrauð til hátíðarinn- ar og ferminganna, sem nú standa fyrir dyrum hjá mörgum. Á þessu ári verður félagið 10 ára og hafa fé- lagskonur á undanförnum árum lagt málefnum aldraðra að dvalarheimil- inu Hvammi á Húsavík liðsinni sitt, og hafa hug á því að halda því áfram eins og þeim er unnt. Eina fjáröflun- in er þeirra árlegi kökubasar og von- ast þær eftir góðum stuðningi borg- arbúa. Verið velkomin. Basarnefnd. (FrétUtilkynning.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.