Morgunblaðið - 27.03.1983, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1983
Bolli — þegar
öllu er á botn-
inn hvolft?
Leiklist
Jóhann Hjálmarsson
l>órunn SigurAardóttir:
GIIÐRÚN, sjónleikur, byggður á
Laxdælasögu.
Tónlist: Jón Ásgeirsson.
Leikmynd og búningar: Messíana
Tómasdóttir.
Lýsing: David Walters.
Leikstjóri: Þórunn Sigurðardóttir.
Þórunn Sigurðardóttir sýnir
mikinn kjark að taka eina vin-
sælustu íslendingasöguna og
freista þess að búa til dramatískt
verk úr henni. Laxdæla er umfram
flestar sagnanna ástríðusaga, þó
að þar sé talað hljótt eins og í
mörgum þeirra og lesandi verði að
leita milli lína oft og einatt. Ýmsir
höfundar fyrr og síðar hafa gert
ámóta tilraunir með ærið misjöfn-
un árangri, enda viðkvæmni okkar
mikil fyrir sögunum og að vonum.
Þegar Laxdæla var mælt af munni
fram við okkur krakkana í ellefu
ára bekk Landakotsskóla á sínum
tíma, af frásagnarsnillingnum
Guðrúnu Jónsdóttur, kom ekkert
annað til greina en dást að Guð-
rúnu og Kjartani. Guðrún var feg-
urst allra kvenna, málsnjöll, vitur,
sem sagt heillandi manneskja.
Kjartan var bæði hraustur og ít-
urvaxinn og örlögin voru grá að
skilja þau sundur. Þegar ég las
Laxdælu síðar öðlaðist ég töluvert
annan skilning á henni; Guðrún
ofdekruð, hrokafull með afbrigðum
og málsnillin heldur þynnkuleg,
Kjartan eftirlætisbarn, eigingjarn,
fjarska duglegur að kaffæra
kónga, en harðsvíraðri frekjudall-
ur en Bolli fóstbróðir hans, sem
jafnan stendur í skugganum af
Kjartani. Hvað þessu viðkemur er-
um við Þórunn ekki svo ýkja fjarri
hvor annarri. Svo er aftur annað
mál, hvernig til tekst að flytja
þessa sögu upp á svið; er ekki hætt
við að I of mikið sé ráðist og út-
Ragnheiður Arnardóttir (Guðrún) og Valgerður Dan (Hrefna).
koman verði einhvers konar ung-
mennafélagssögusýning, sem hefði
sómt sér mætavel á Alþingishátíð-
inni 1930 eða svo? Nema Þórunn
hafi einhverjar nýjar og ferskar
hugmyndir, sem eru til þess falln-
ar að henni takizt þetta metnað-
arsama verk sem hún ræðst í? Ég
kom ekki auga á nýja útfærslu á
persónunum, né hugmyndir sem
gætu gert verkið ferskt og áhuga-
vert með skírskotun til nútímans.
Að því þó undanskildu, að gefið er
í skyn að hin fleygu orð Guðrúnar
á efri árum „þeim var ég verst er
ég unni rnest" hafi átt við Bolla, en
ekki Kjartan, eins og við höfum
sjálfsagt flest talið. Út frá þessari
hugmynd er unnið í sýningunni og
kemst þetta ljómandi til skila.
Annað finnst mér takast vel, það
er að Þórunni heppnast að synda
milli skers og báru með málfar
persóna og það eitt út af fyrir sig
er býsna mikið afrek. Ég dreg í efa
að vísu, að fólk í „dentíð" hafi not-
að sögnina að elska jafnmikið og
gert var hér, en það eru svo sem
bara smáatriði hjá hinu sem tekst
vel. Niðurstaða mín um leikritið
verður sú eftir þessar hugleiðingar
að þar er nokkuð margt vel unnið,
fallega skrifaðar senur, en margt
of lauslega tengt og ferskleika
skortir. Leikmynd fannst mér ekki
hjálpa leikritinu né sýningunni;
tilgangur með slæðum og álpappír,
hver ætti hann nú að vera? Mér
hefði persónulega fundizt fara bet-
ur á því að leikmynd væri engin, en
ljós hefði átt að nota langtum
meira en gert var. En það er auð-
vitað smekksatriði eins og allt
annað. Alténd var þessi stfllseraða
útfærsla umhverfisins var sýning-
unni ekki til framdráttar að mín-
um dómi. Tónlist Jóns Ásgeirsson-
ar fannst mér á hinn bóginn að
hefði hæft vel — það er að segja ef
höfundi hefði tekizt það sem án efa
var miðað að — búa til dramatískt
leikverk. En varð kannski of sterk
fyrir verk sem var ekki nær því
sem að var stefnt.
Leikstjórn höfundar var lipur og
hugmyndarík að mörgu leyti, sýn-
ingin rann áfram áreynslulaust og
Þórunn hefur haft tök á því að
leysa ágætlega tíðar atriðaskipt-
ingar. Plaseringar fannst mér fag-
mennlega unnar. Níu leikarar fóru
með hlutverk, þar af þau Soffía
Jakobsdóttir, Hanna Marfa
Karlsdóttir og Valgerður Dan, Að-
alsteinn Bergdal, Jón Hjartarson
og Jón Júlíusson með mörg, og
gerðu flest vel. Valgerður Dan
sómdi sér þó einna bezt í hlutverki
Hrefnu. Það fannst mér ágætlega
unnið hlutverk. Jón Hjartarson
var afskaplega lítið konunglegur
Ólafur konungur, kannski það hafi
verið kórónunni að henna. Hún var
hreinlega hallærisleg. Sofffa
Auglýsing um innlausn
happd rættisskuldabréfa
ríkissjóös
B f lokkur 1973
Hinn 30. mars hefst innlausn happdrættisskuldabréfa ríkissjóðs
í B flokki 1973, (litur: raudur).
Hvert skuldabréf, sem upphaflega varað nafnverði gkr. 1.000, nú kr. 10,00,
verður innleyst með verðbótum samkvæmt breytingum, sem orðið hafa á
vísitölu framfærslukostnaðar frá útgáfudegi á árinu 1973 til gjalddaga í ár.
Innlausnarverð hvers skuldabréfs er kr. 428,70
Til leiðbeiningar fyrir handhafa happdrættisskuldabréfanna viljum vér benda
á, að bréfin eru eingöngu innleyst í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Hafnar-
stræti 10, Reykjavík.
Þeir handhafar skuldabréfa, sem ekki geta sjálfir komið í afgreiðslu Seðla-
bankans, geta snúið sér til banka, bankaútibúa eða sparisjóða hvar sem er á
landinu, sem sjá um innheimtu þeirra úr hendi Seðlabankans.
Eftir gjalddaga greiðast engar verðbætur vegna hækkunar vísitölu
framfærslukostnaðar.
Skuldabréfin fyrnast á 10 árum, talið frá gjalddaga hinn 1. apríl 1983
Reykjavík, mars 1983.
SEÐLABANKI ÍSLANDS
STJÖRNUNARFIUEflSLA
REKSTRAR-
OG ARÐSEMISEFTIRLIT
Á BIFREIÐAVERKSTÆÐUM
MARKMIÐ: Tilgangur námskeiðsins er að kynna
rekstrar- og arösemiseftirlitskerfi á bifreiðaverkstæöum og
hvernig nota má slíkt eftirlit til aö stuöla aö bættum rekstri
og traustari ákvaröanagrundvelli, ásamt möguleikum á
tölvuvæöingu þessara kerfa.
Á námskeiöinu veröa sérstaklega kynnt sérsmíöuö tölvu-
kerfi fyrir rekstur og arösemiseftirlit á bifreiöaverkstæöum.
EFNI: Fjallaö veröur um eftirtalin
atriöi:
— grundvallaratriöi framlegöarútreikn-
inga
— notkun framlegöarútreikninga á bif-
reiðaverkstæöum
— uppbygging skráningakerfis — verk-
efnastýringar og eyöublaöaferils á
einstökum verkstæöum
— rekstrareftirlit og upplýsingavinnsla
— stjórnskipulag og verkaskipting á
verkstæöum
— bókhald sem stýritæki og áætlana-
gerö
porour n. ranniftton,
cmd. m#rc.
ÞÁTTTAKENDUR: Námskeiöiö er ætlaö fram-
kvæmdastjórum úr bílgreininni, þjónustustjórum umboös-
verkstæöa ásamt eigendum og/eða verkstjórum almennra
þjónustuverkstæöa.
LEIÐBEINANDI: Þórður H. Hilmarsson, cand. merc.
Lauk H.A. og cand. merc. prófi frá Verslunarháskólanum í
Kaupmannahöfn. Starfar nú sem rekstrarráögjafi hjá ráö-
gjafafyrirtækinu Hagvangi hf. Ennfremur mun Sturla Guö-
mundsson segja frá lönþróunarverkefni SMS, eins og þaö
tengist bílgreininni.
TÍMI: 11. og 12. apríl kl. 9.00—17.00.
STAÐUR: Síðumúli 23, 3. hæð.
Þátttaka tilkynniat til Stjórnunarfélagsins í
síma 82930
STJðRNUNARFÉLAG
ISLANDS SÍÐUMULA 23
SÍMI82930
p [ttQgtmlFl bihlh
Askriftarsíminn er 83033