Morgunblaðið - 27.03.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.03.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1983 Haifa-flóinn var eins og skyggður spegill og borgin teygir sig upp á tinda Carmels-fjalls undurfalleg og fjarska snyrtileg borg. í henni miöri ber við himin hið tignarlega Bahaia- bænahús, en því miður voru ekki tök á að skoða það í þessari ferð. Erindi mitt hingað var að heimsækja merkilega lækna- rannsóknarstöð og sameiginlega menningarmiðstöð Araba og Gyðinga, Beit Hagefen. Israelum var áfram um að sýna mér að það er hugað að fleiru en pólitík og verðbólgu. Beit Hagefen er hin eina sinnar tegundar í landinu, en smávísir að ámóta stöð hefur þó tekið til starfa í Jerúsalem. Menningarmiðstöðin var sett á Iaggirnar fyrir nákvæmlega tuttugu árum með myndarlegu fjárframlagi bandarískrar gyð- ingafjölskyldu og stuðningi Haifa-borgar. haifa Markmiðið var að reyna að færa Araba og Gyðinga hvora nær öðr- um, fá þá til að starfa saman að menningar- og félagsmálum. Það er svo áreiðanlega ekki tilviljun, að þessi tilraun var gerð í Haifa, þar hafa Arabar og Gyðingar komist næst því að vinna saman og áhrif stöðvarinnar hafa síðan haft mjög örvandi áhrif á alla samvinnu þeirra og samskipti. Biöndun Araba og Gyðinga er lík- lega einnig meiri í Haifa en víðast hvar annars staðar. Það er haft í minnum, að borg- arstjóri Haifa fór um göturnar með gjallarhorn þann 13. maí þeg- ar Ísraelsríki hafði verið stofnað. Mikil ókyrrð var þá í borginni og borgarstjórinn hvatti Araba til að vera þar kyrra. Samt flúði mikill fjöldi Araba og ég minnist í fljótu bragði Constanti Hamati og konu hans, sem ég hitti í Damascus fyrir hálfu öðru ári. Þau voru ný- gift, þegar þetta var og þau treystu sér ekki til að vera kyrr af ótta við áreitni Gyðinganna. Ég man líka að kona Hamati fékk tár í augun, þegar hún talaði um heimaborg þeirra, Haifa, og að hún sagði að án þeirrar vonar að þau kæmust einhvern tíma „heim“ aftur væri lífið í hennar augum tilgangslaust. Sennilega myndu ísraelar ekki'leggja stein í götu þeirra ef þau ætluðu að snúa heim — hins vegar þyrfti að verða mikil breyting á málum í Sýrlandi til að stjórnvöld þar leyfðu þeim að fara. Þegar ég kom til Beit Hagefen tóku á móti mér fjórir af fimm stjórnarmönnum menningar- miðstöðvarinnar, en stjórnin hef- ur yfirumsjón með rekstri hennar. Laura Tabarani, sem er ritari stjórnarinnar og fastur starfs- maður í stöðinni, Mordecay Schocher, dómari, Sliman Sha- heen, bankastjóri arabíska bank- ans í borginni, og Houlda Goure- vitch sem mér skildist að væri hjúkrunarfræðingur, alténd vinn- ur hún ötullega að líknarmálum. Þau bjóða okkur Aaron Gafny, Sharvit og mér upp á te og smá- kökur og segja mér í stórum drátt- um frá rekstri Beit Hagefen. — Þessi menningarmiðstöð hefur orðið öllum samskiptum mikil lyftistöng, fólk sýnir áhuga á starfinu sem fer hér fram og borgaryfirvöld hafa lagt fram mikið fé til þess og erlendis frá berast alltaf öðru hverju mjög veglegar gjafir, segir Laura Tab- arani. — Það er ekki vafi á því að góður jarðvegur var fyrir sameig- inlega menningarmiðstöð Gyðinga og Araba hér, vegna þeirra sam- skipta sem höfðu verið hér meðal þeirra. Börn Gyðinga og Araba gengu í sömu skóla, bjuggu í sömu hverfum, oft í sömu húsum. Það þekkist naumast annars staðar, að minnsta kosti ekki í jafn ríkum mæli og hér. Við vinnum saman og satt að segja leiðum við ekki hug- ann að því hvort við erum að vinna með Aröbum eða Gyðingum. Við erum öll bræður. — Menningarmiðstöðin er til húsa í þremur byggingum. Hér eru haldnar málverkasýningar, sem standa yfirleitt um þrjár vik- ur, leiksýningar, leikbrúðuleikhús er hér. Þjóðdansa- og söngflokkur Haifa kemur hér oft fram, en hann er talinn sá fremsti í ísrael. Þar dansa saman Arabar og Gyð- ingar, en einnig eru sérsýningar, því að við viljum auðvitað að hver haldi í heiðri sínum sérkennum. Flokkurinn hefur farið í sýningar- ... „að færa araba og gyðinga nær hvor öðrum og fá þá til að skilja að allir menn eru bræður ..." Heimsókn í menningarmiðstöðina í Beit Hagefen í Haifa ferðir til útlanda margsinnis og mun á næstunni fara til Banda- ríkjanna. Hér er mikið bókasafn og börn koma hingað og unglingar í alls konar kennslu og leiðsögn, söng, handavinnu, matreiðslu, tungumál, leikfimi og margt fleira. Einn liður í starfi menning- armiðstöðvarinnar er að annast hjálparkennslu fyrir þau börn, sem eru aðstoðar þurfi af ein- hverjum ástæðum og sömuleðis geta börn fengið hjálp við heima- vinnu á ákveðnum tímum. Hér er fyrirlestrahald en reynt eftir megni að forðast ræðuefni, sem gætu leitt af sér deilur. Einu sinni á ári er „vika arabísku bókarinn- ar“. Við fáum nú orðið fyrirstöðu- laust bækur frá Egyptalandi og Líbanon og það er smyglað inn til okkar bókum frá Jórdaníu. Hér eru haldnir hljómleikar og æsku- lýðssamtök borgarinnar hafa að- gang að stöðinni meðal annars til funda og samkomuhalds. Ekki má gleyma að aldrað fólk hefur einnig sinn sess hér og ýmislegt gert til að ýta undir þá starfsemi. Það blandast engum hugur um að þau eru stolt af starfsemi Beit Hagefen og væntanlega með réttu. Þau segja mér að tíu manna ráð fari með stjórn stöðvarinnar, þar af sitja fimm í aðalstjórninni og er fundur einu sinni í mánuði og oftar ef þurfa þykir. Houlda Gourevitch segir að hús- næðið hafi einnig komið að gagni í stríðinu. Þá voru særðir hermenn — hvort sem þeir voru Gyðingar eða Arabar, fluttir þangað og fengu hjúkrun, þegar sjúkrahúsin voru orðin yfirfull. Skoðuó handavinna. Ég spyr þau hvort ekki hafi komið til tals að slíkar menning- armiðstöðvar þar sem Gyðingar og Arabar væru saman, yrðu sett- ar á stofn víðar í landinu. Gestur sem kemur til ísraels og dvelur þar um hríð aftur og aftur hlýtur að skynja fljótt hversu loftið er þrútið milli Arabanna og Gyð- inganna í landinu og því ætti að vera fengur að því að efla ailt það sem gæti haft jákvæð áhrif. — Það hefur þegar verið byrjað á þessu í smáum stíl f Jerúsalem, segir Shaheen bankastjóri. — Og okkur er kunnugt um að ýms bæj- arfélög hafa á prjónunum áform um að gera átak í þessu efni. Það er í menningar- og félagsmálum, sem við getum mætzt. Starfið hér hefur sannað gildi sitt hvað þetta snertir. En nú er því svo farið, að Gyðingar og Arabar búa yfirleitt aðskildir, meira að segja innan saman bæjar- eða sveitarfélags, svo að það er nokkuð örðugt að framkvæma þetta á þeim stöðum. Aftur á móti væri ákaflega æski- legt ef unnt væri að ýta undir þessa starsfemi í Jerúsalem og Tónleikar í Norræna húsinu DÓRA Reyndal, sópransöngkona og Guðríður St. Sigurðardóttir, píanó- leikari halda tónleika í Norræna húsinu nk. mánudagskvöld þann 28. mars kl. 20.30. Á efnisskrá eru verk eftir Pál Höfóar til .fólksíöllum starfsgreinum! ísólfsson, Jórunni Viðar, Haydn, Mozart, Richard Strauss og Moussorgsky. Dóra Reyndal starfar sem söngkennari við Söngskólann í Reykjavík og Kennaraháskóla ís- lands. Hún hóf söngnám við Tón- listarskólann í Reykjavík, var um 3ja ára skeið við nám í Konserv- atorium í Bremen í Þýskalandi og síðan við Söngskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan með kenn- arapróf 1980. Dóra hefur sótt ljóða- og óperunámskeið víða er- lendis og haldið sjálfstæða tón- leika í Reykjavík og víðar. Guðríður St. Sigurðardóttir lauk píanókennara- og einleikara- prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Haustið 1978 hóf hún nám við The University og Michig- an í Ann Arbor, en þaðan lauk hún mastersprófi í píanóleik í ágúst 1980. Guðríður hefur auk þess tekið þátt í fjölmörgum námskeiðum bæði hér heima og erlendis. Síðan hún lauk námi hefur hún stundað kennslustörf, auk þess sem hún hefur leikið kammermúsik og unnið með söngvurum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.