Morgunblaðið - 27.03.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.03.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1983 7 lUJGVEKM eftir Pétur Sigurgeirsson biskup Á kirkjulistarsýningunni að Kjarvalsstöðum eru áberandi myndir af krossfestingunni, sem vekja óskipta athygli, eins og sýningin í heild sinni. Ein þessara mynda er nr. 128 í sýningarskránni og heitir Krossfesting, gerð 1983, eftir Guðmund Ármann Sigurjóns- son. Það, sem vakti sérstaka athygli mína, er hermaðurinn, sem stendur hjá krossi Krists. Ekki er um að ræða stríðs- mann með skjöld og spjót í hendi að sið þeirra hermanna er krossfestu Krist, — heldur er þarna hermaður klæddur í stríðsstakk með hjálm og hríðskotabyssu dagsins i dag. Mér fannst í fyrstu gæta ósamræmis, að byssumaður gæti ekki túlkað það, sem gerðist á Golgata forðum. En eftir á að hyggja sá eg, að þessi krossfestingarmynd hæfði ein- mitt nútímanum. Kristur sagði: „Sannlega segi eg yður, það allt, sem þér gjörið einum þessara minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.“ (Matth. 25:40.) Þetta á við jafnt um það illa og góða, sem menn gera meðbróður sín- um. Og þannig er bæði verið að hylla Krist sem konung og krossfesta hann sem illgjörða- mann. Blökkumannapresturinn séra Martin Luther King var í fylkingarbrjósti fyrir hreyf- ingu sem barðist fyrir mann- réttindum handa negrum. Þessi hreyfing forðaðist ofbeldi. Þegar tvístra átti göngu, sem negrapresturinn stóð fyrir, þá kraup fólkið í göngunni á kné, þar sem það stóð á götunni og gerði bæn sína. Þegar séra Martin Luth- er King var skotinn til bana, þá var ort um atburðinn á þessa leið: Þegar mér barst fréttin hæfði kúlan mig sú sama sem drap hann en af henni endurfæddist eg og fæddist á ný sem negri. Kristur fæðist þannig í hjarta hvers meðbróður og systur til þess að lifa eða deyja, — allt eftir því hvað menn gera náunga sínum. — Þegar hin sjálfsögðustu mannréttindi eru fótum troð- in, frelsi til orðs og æðis, að tjá skoðanir sínar og lifa réttvís- lega, — þegar menn verða að gjalda fyrir með dauða sínum að vilja virða slík réttindi, — þá er verið að lífláta Krist, að- ferðin hefur aðeins breyst, byssukúlan komin í stað krossfestingar. Þannig er kom- ið menningu okkar. Mér er minnisstætt leikritið Inuk, sem hér var sýnt fyrir allmörgum árum og sett var á svið víða um heim. Þar er fjall- að um lífshætti á Grænlandi með tilkomu byssunnar og hinnar svokölluðu menningar, sem af því leiddi. Sviðið gæti eins vel verið allur heimurinn. Lokaorð leikritsins eru í sam- ræmi við það ástand, sem nú ríkir í alheimsmálum: „Eg óttast um mennina, okkur sem lifum." Nú er það ekki byssan ein, sem ógnar tilveru mannanna, heldur sá óhemju vígbúnaður, sem menn óttast að leiði til tortímingar. Inn í heim, sem „Ég óttast um mennina, okkur sem lifum“ háður er þessari ógnun heldur Jesús Kristur innreið sína eins og forðum að sið Friðarhöfð- ingjans. Þann pálmasunnudag var mikið um dýrðir í borginni helgu. Menn breiddu yfirhafn- ir sínar á veginn, aðrir hjuggu lim af trjánum og stráðu pálmaviðargreinum á götuna. Mannfjöldinn söng lofsöngva, þar sem Kristur reið framhjá í allri hógværð á asnanum, er táknaði frið. Hann grét er hann nálgaðist borgina því að hann sá fyrir örlög hennar, eyðilegginguna árið 70, — er rómverski herinn eyddi og brenndi borgina, svo sem kunnugt er. En Kristur kom og kemur enn til þess að boða réttlæti og frið. Það þurfti friðarhetju þá til þess að reka erindi réttlætis og kærleika, hinna sjálfsögðu mannréttinda, og ekki síður nú. Vika var ekki liðin frá hinni háttstemmdu móttöku- athöfn, þegar Kristur var negldur á krossinn. Og heimurinn hefur ekkert breyst í eðli sínu frá því sem var á dögum Krists. Við sjáum það af lýsingu Páls postula. Hann skrifar: „Því að baráttan sem vér eigum í, er ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum." (Ef. 6:12.) Heimsdrottnar láta aðra miskunnarlaust kenna á valdi sínu. Menn eru látnir hverfa sporlaust, þeim er búin vist á geðveikrahælum, og þeir verða fyrir byssukúlum árásar- manna. Það varð mörgum hverft við, þegar fréttin barst um morðið á formanni mannréttinda- nefndar í E1 Salvador, Marian- ellu Garcia Vilas, sem hingað kom fyrir skemmstu, m.a. á skrifstofu mína og talaði á sinn hljóðláta hátt fyrir frelsi og mannréttindum í landi sínu. Andaverur ágirndar og valds virða ekki mannréttindi. Þess vegna eru fórnarlömbin svona mörg og víða um heim í dag. Þó lifir vonin um friðar- ríki á jörð, því að fórn kærleik- ans er engin takmörk sett. Það sýndi Kristur, er hann dó á krossinum. Dauði hans er trygging þess, að Guð vakir enn í miskunn sinni, og á með- an er vonin ekki dáin. í bókinni Menn og minn- ingar er Ólafur Jóhann Sig- urðsson spurður: Ertu bjart- sýnn á framtíðina? „Bjartsýnn? í kjarnorku- sprengjuheimi, þar sem helm- ingur mannkyns sveltur, með- an stórveldin sólunda auðæf- um jarðar í brjálæðislegar hervæðingar? Nei, eg er stund- um bölsýnn, en þó þykist ég oftar eygja eitthvert vonarljós í fjarska." Einhvers staðar stendur, að það sé göfugs manns einkenni að vona lengi. Vonin og óskin um frið er e.t.v. sterkari í brjóstum manna nú en nokkru sinni fyrr. Og á meðan til er afl, sem er sterkara en dýrkun valds og ágirndar, þá lifir von- in um betri heim. Kristur er það afl, er sigraði synd og dauða, þess vegna er hann líf heimsins. Við megum margt læra af. þeirri hófsemd og nægjusemi, sem fram kemur í prófpredikun Jónasar Hall- grímssonar, er hann sagði: „Hvers er að óska? Heilbrigði sálar og líkama, fáeinir vinir og daglegt brauð. Þetta er sú jarðneska farsæld, sem vér viljum biðja Guð að veita oss, og sjálfir leita rétt- víslega." Ef heimurinn lifði eftir þessari kenningu og lifði rétt- víslega, væru vandamál heims- ins leyst, bæði hungrið og óttinn við kjarnorkusprengj- una. Þetta líf stendur heimin- um enn til boða, — eins og hverjum einstaklingi. Það er satt, sem Tómas Guðmundsson segir í kvæði sínu: Þ»í Kristur lifir. Angist hans og ást fer alla tíð með friði og mildi, hvar sem heimslán brást og háð er banastríð. <)g megi kirkjan koma og lýsa þeim að krossi hans, sem þrá að líkna og leiða þjáðan heim að lindum kærleikans. w W NYTT — NYTT Páskavörurnar eru komnar; Kjólar, pils, buxnapils, blússur. Glæsilegt úrval. Glugginn Laugavegi 49. Fróðleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Verðtrygging veitir vörn gegn veröbólgu — en hefur þú hugleitt hversu mikla þýöingu mismunandi raunvextir hafa fyrir arösemi þína? Yfirlitiö hér aö neöan veitir þér svar viö því. VERÐTRYGGÐUR SPARNAOUR - SAMANBURDUR A AVÖXTUN Verötrvgging m.v.lánskjaravísilölu Nafn- vextir Raun- ávöxtun Fjöldi ára til að tvöf. raungildi höfuðstóls Raunauknmg höfuðst eftir 9 ár Veðskuldabréf 3% 8% 9ár 100% Sparlsk. ríkissj. 3.5% 3.7% 19ár 38.7% Sparisjóösreikn. 1% 1% 70ár 9.4% Veröbréfamarkaöur Fjárfestingarfélagslns hefur víötæka reynslu í veröbréfaviöskiptum og fjármálalegri ráögjöf og miðlar þeirri þekk- ingu án endurgjalds. GENGIVERÐBRÉFA 27. MARS 1983 VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: 1970 2. flokkur 1971 1. flokkur 1972 1. flokkur 1972 2. flokkur 1973 1. flokkur A 1973 2. flokkur 1974 1. flokkur 1975 1. flokkur 1975 2. flokkur 1976 1. flokkur 1976 2. flokkur 1977 1. flokkur 1977 2. flokkur 1978 1. flokkur 1978 2. ftokkur 1979 1. flokkur 1979 2. flokkur 1980 1. flokkur 1980 2. flokkur 1981 1. flokkur 1981 2. flokkur 1982 1. flokkur 1982 2. flokkur Sölugnngi pr. kr. 100.- 11.701,45 10.197,20 8.841,98 7.493,24 5.356,04 4.933,42 3.405,87 2.800,27 2.109,70 1.999,49 1.595,85 1.480,59 1.236,38 1.003,89 789.84 665,80 515,19 385,89 303,45 259.85 193,03 175,53 131,23 Ntoöalévöxtun umfram varötryggingu ar 3,7—5,5%. VEÐSKULDABRÉF ÓVERDTRYGGÐ: Sölugengi m.v. nafnvexti (HLV) 12% 14% 16% 18% 20% 47% 1 ár 63 64 65 66 67 81 2 ár 52 54 55 56 58 75 3 ár 44 45 47 48 50 72 4 ár 38 39 41 43 45 69 5 ár 33 35 37 38 40 67 VEÐSKULDABREF MEÐ LÁNSKJARAVÍSITÖLU: Sölugengi nafn- Ávöxtun m.v. vextir umfram 2 afb./ári (HLV) verðtr. 1 ár 96,49 2% 7% 2 ár 94,28 2% 7% 3 ár 92,96 2'/2% 7% 4 ár 91,14 2Vj% 7% 5 ár 90,59 3% 7% 6 ár 88,50 3% 7V.% 7 ár 87,01 3% 7V4% 8 ár 84,85 3% 7Vi% 9 ár 83,43 3% 7V4% 10 ár 80,40 3% 8% 15 ár 74,05 3% 8% VERÐTRYGGÐ HAPPDRÆTTISLAN RÍKISSJÓÐS „'rS: C — 1973 3.340,09 D — 1974 2.872,15 E — 1974 2.021,38 F — 1974 2.021,38 G — 1975 1.339,92 H — 1976 1.224,53 I — 1976 971,46 J — 1977 867,10 1. fl. — 1981 186,83 Ofanskráð gangi ar m.v. 5% évöxtun p.á. umfram verðtryggingu auk vinn- ingsvonar. Happdrættisbréfin eru gef- in út á handhafa. Vcrðbréfamarkaður Fjárfcstingarfélagsius Lækjargötu12 101 Reykjavik IðnaðarbankahúsÍT' Sími 28566

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.