Morgunblaðið - 27.03.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1983
33
Guúbjörg Bárðardótt-
ir Isafirði — Kveðja
Hinsta kveðja frá
samstarfsfólki
Skarð er fyrir skildi
skjótt hneifj að velli
verknaður góður
í víngarði Drottins.
Við, samstarfsmenn Guðbjargar
Bárðardóttur við Barnaskóla fsa-
fjarðar, viljum með þessum fá-
tæklegu orðum færa henni þakkir
fyrir samstarf á liðnum árum og
votta samúð okkar öllum aðstand-
endum hennar.
Guðbjörg hóf kennslustörf við
Bamaskóla ísafjarðar fyrir tæp-
um tveimur tugum ára, eða á því
tímabili þegar það var nánast
stórfrétt ef maður með próf frá
kennaraskóla sótti um kennara-
stöðu utan landnáms Ingólfs Arn-
arsonar. Það veganesti sem Guð-
björg lagði sér til þegar hún hóf
kennarastarfið var, auk góðrar
greindar og margvíslegrar þekk-
ingar, sú dýrmæta reynsla að hafa
fætt og alið upp sjö börn og fylgst
með þeim og hjálpað í námi og
leik. Auk þess hafði hún margra
ára reynslu af margs konar félags-
störfum, svo sem leikstarfsemi og
störfum í þágu bæjarfélagsins.
Þetta veganesti nýttist henni svo
vel að aldrei varð vart að það háði
henni í starfi að hafa ekki bréf
upp á að hún mætti kenna börn-
um.
Ef við, sem höfum verið sam-
verkamenn Guðbjargar um lengri
eða skemmri tíma, værum spurð:
„Hver eða hvernið var Guðbjörg
Báðardóttir?", yrði okkur varla
greitt um svör. Við getum þó, án
allrar minningagreinamærðar,
nefnt ýmislegt sem við sáum og
heyrðum daglega. Svo sem það að
framkoma hennar einkenndist af
hógværð og prúðmennsku, en þó
jafnframt af reisn og virðuleik. Að
jafnan var hún tillögugóð á kenn-
arafundum eða í einhverjum hóp
öðrum þar sem mál voru rædd. Að
einatt var hún hógvær í ummæl-
um um menn og málefni. Að ein-
arðlega bar hún blak af þeim sem
henni þótti ómaklega hallað á. Að
störf sín rækti hún af stakri
trúmennsku og reglusemi. Sam-
viskusemi var henni í blóð borin.
Upptalning sem þessi segir ef til
vill ekki margt — og þó —. Sagt
hefur verið: „Sá sem elur með sér
ljótar hugsanir og temur sér stór-
yrði er líklegur til illra verka. En
sá sem elur með sér fagrar hugs-
anir og er hógvær í orðum er lík-
legur til góðra verka."
Með þetta í huga væntum við að
þeir, sem átt hafa nokkra samleið
með Guðbjörgu Bárðardóttur, geti
í einlægni tekið undir kveðjuna:
„Þar fór góð kona.“
Fræðslufundur
um einkunnir og
kynbótagildi hrossa
Heldur ber vel í veiði hjá
áhugamönnum um hrossa-
rækt næstkomandi þriðju-
dagskvöld, en þá gengst
hestamannafélagið Gustur í
Kópavogi fyrir fræðslufundi
og er fundarefnið einkunna-
gjöf kynbótahrossa.
Einnig verða sýndar ljósmyndir
(slides) af kynbótahrossum sem
fram komu á Landsmótinu að
Vindheimamelum á síðasta ári.
Skýringar við myndirnar flytur
Þorkell Bjarnason hrossaræktar-
ráðunautur. Framsögumaður á
fundinum verður Þorvaldur Árna-
son erfðafræðingur en hann hefur
á undanförnum árum stundað
rannsóknir á sviði hrossaræktar
bæði innanlands og utan. { sam-
tali við Þorvald kom fram að er-
indi hans er nokkurskonar úr-
dráttur úr doktorsritgerð sem
hann vinnur að. Kemur hann
einnig inn á hvernig reikna megi
kynbótagildi hrossa eftir einkunn-
um þeirra. Að sögn Þorvaldar
mun hann fara utan til Svíþjóðar í
maílok og mun hann verja ritgerð-
ina næsta haust við Landbún-
aðarháskólann í Uppsala.
Ef að líkum lætur má búast við
fjörugum umræðum og er í því
sambandi skemmst að minnast
fundar, sem hestamannafélagið
Fákur hélt áínum tíma en sá fund-
ur verður vafalaust lengi í minn-
um hafður.
Eins og áður sagði verður fund-
urinn haldinn næstkomandi
þriðjudagskvöld að Hótel Sögu og
hefst hann klukkan 8 og er hann
öllum opinn.
KENWOOD CHEF
8ESJ/ «£?
HJALPARKOKKUWNN
KENWOOD CHEF fylgir þeytari, hrærari, hnoðari, grænmetis-
og ávaxtakvörn, plasthlíf yfir skál.
KENWOOD CHEF er til í þremur mism. litum. Ennfremur er
ávallt fyrirliggj'andi úrval aukahluta, svo sem, hakkavél,
grænmetisrifjárn, grænmetis- og ávaxtapressa, kartöflu-
afhýðari, dósahnífur ofl.
UMBOÐSMENN:
J L-húsið, Hringbraut 121, Reykjavík
Rafha hf., Austurveri, Reykjavík.
Rafþjónusta Sigurd. Skagabraut 6, Akranesi
Húsprýði, Borgarnesi.
Húsiö, Stykkishólmi.
Verslun Einars Stefánssonar, Búðardal.
Kaupféiag Saurbæinga, Skriðuiandi, Dal.
Póllinn h/f, ísafirði.
Verslun Einars Guðfinnssonar, Bolungarvík.
Verslun Sigurðar Pálmasonar, Hvammstanga
Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi.
Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki.
Radío- og sjónvarpsþjónustan, Sauðárkróki.
Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyri.
Grímur og Árni, Húsavík.
Verslun Sveins Guðmundssonar, Egilsstööum.
Mosfell, Hellu.
Kaupfélag Árnesinga, Selfossi.
Radío- og sjónvarpsþjónustan, Selfossi.
Kjarni, Vestmannaeyjum.
Rafvörur, Þorlákshöfn.
Verslunin Bára, Grindavík.
Stapafeli h/f, Keflavík.
RAFTÆKJADEILD
[hIhekiahf
LAUGAVEGI 170-172 SÍMAR 11687 ■ 21240
Perla 4889 frá Kaðalstöðum er eitt
af fáum kynbótahro8sum sem fengið
hafa tíu fyrir vilja en þá einkunn
fékk hún einmitt á síðasta lands-
móti. Knapi er Bragi Andrésson.
Bifreiðaeigendur
Chrysler
Plymouth
Dodge
þjónusta
NISSAN
DATSUN
i IIK1MI hHTALBOT
Simca
Talbot
Horizon
þjónusta
Og nú höfum viö tekiö að okkur þjónustu á Datsun Nissan fyrir Ingvar
Helgason.
Viö önnumst m.a.:
— Mótorstillingar í fullkomnustu tækjum
— Ljósastillingar
— Sjálfskiptingaviögeröir
— Boddýviögeröir
— Almennar viögeröir
Varahlutir ávallt til á staönum. Bifreiöaverkstæöi í
alfaraleiö. Reyniö viöskiptin.
Bifreiöaverkstæöi
Þórðar Sigurðssonar
Ármúla 36 — Sími 84363.