Morgunblaðið - 15.04.1983, Page 15

Morgunblaðið - 15.04.1983, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1983 15 Flóð í Signu Mikil flóð og vatnavextir hafa verið víða í Evrópu að undanfornu. Meðfylgjandi mynd er frá París og það er Signa sem hefur flætt yfir bakka sfna svo um munar. Fremst á myndinni má grilla í bflþök sem standa upp úr vatninu. Þessir bflar eru á bflastæði sem er nokkuð frá árbakkanum. Má af þessu glöggt sjá hversu mikil flóð þetta eru. Símamynd AP. Vinsældir Verkamanna- flokksins hafa aukist London, 14. apríl. AP. Studdi Gaddafy misheppnað valdarán? Lagos, Nígeríu, 14. apríl. AP. STJÓRNVÖLD í Nígeríu tilkynntu í gær, að þau hefðu upprætt átta manna flokk Nígeríumanna sem hugðist ræna völdum í landinu með stuðningi Mommar Gaddafy, Líb- ýuleiðtoga. í tilkynningunni sagði, að mennirnir átta hefðu hreppt að launum 15 milljón dollara, til að skipta á milli sín, og fóru þeir að sögn margar leynilegar ferðir til Líbýu til að taka við leiðbeining- um um hvernig vinna skyldi verkið. Á Gaddafy að hafa sagt Nígeríumönnunum að stjórnin yrði að fara frá vegna óvinsælda. Þeir fengu væna fyrirfram- greiðslu til að sækja æfingar hjá hryðjuverkasamtökum í Evrópu, en allt komst upp áður en átt- menningarnir gátu látið til skar- ar skríða. Skoðanakönnun sem birtist i breska blaðinu Daily Telegraph og var unnin af Gallup-stofnuninni, bendir til þess að Verkamannaflokk- urinn sé óðum að ná íhaldsflokkn- um að vinsældum. Þykir það forvitn- ileg þróun þar sem vangaveltur eru um hvort forsætisráðherrann, Mar- garet Thatcher, ætli sér að boða til kosninga í júní, ári fyrr en hefði ver- ið. Könnunin sýndi fram á að vin- sældaforysta íhaldsflokksins er | nú aðeins 5,5 stig miðað við þau 11 stig sem flokkurinn hafði fyrir ' mánuði síðan þegar önnur könnun var birt. Enn myndi íhaldsflokk- urinn fá meirihluta atkvæða, 40,5 prósent aðspurðra sögðust myndu kjósa flokkinn, en 35 prósent sögð- ust myndu kjósa Verkamanna- flokkinn. Aðrir flokkar töpuðu fylgi samkvæmt könnuninni, fengu alls 22,5 prósent. Sókn Verkamannaflokksins hefur verið á kostnað litlu flokkanna, því íhaldsflokkurinn hefur sam- kvæmt þessum tölum haldið sínu. Margaret Thatcher gat eftir at- vikum verið ánægð með persónu- lega útkomu sína, einkum miðað við að liðið er á síðari hluta kjör- tímabils hennar. 44 prósent að- spurðra töldu hana góðan leiðtoga. Michael Foot, formaður Verka- „NÝJU tillögurnar sem tillögunefnd Keagans skilaði af sér og mæltu með 100 nýjum MX-eldflaugum i Wyoming og Nebraska er frekar hættulegt og ótækt innlegg í hættulega vaxandi vígbúnaðarkapphlaup," sagði Oleg Bykov, einn af fremstu afvopnunarsér- fræðingum Sovétmanna, í gær. Hann bætti við: „Auðvitað þarf minnst tvo aðila til að um kapphlaup sé að ræða, en um leið og Bandaríkjamenn sýna í verki að þeir hafi áhuga á afvopnun, mun ekki standa á okkur. Þessar þreif- ingar Bandaríkjamanna, nú þegar af- vopnunarviðræðurnar virðast koðnaðar niður eru ósmekklegar." Bykov staðfesti á hinn bóginn að Sovétmenn væru að hanna og koma mannaflokksins, virðist ekki að sama skapi vinsæll, einungis 22 prósent þeirra sem svöruðu töldu hann standa sig vel í embætti sínu. fyrir sínum eigin flaugum sem myndu jafna út viðbót Bandaríkja- manna. Hann sagði jafnframt, að viðræður yrðu að eflast á ný og þá yrði fyrst að komast að samkomu- lagi um að hætta framleiðslu slíkra vopna. Síðan mætti semja um fækk- un kjarnorkuvopnanna smám saman uns engin væru eftir. Hann bætti við að staðan væri erfið, því báðir aðilar væru að þráskáka. Einkum þá Bandaríkjamenn, en þeir yrðu að gera sér grein fyrir því, að það væri nokk sama hvaða vopn þeir kæmu upp með til að raska vopnajafnvæg- inu. Sovétmenn myndu svara í sömu mynt. „Nýju tillögurnar eru hættulegaru Moskva, 14. aprfl. AP. Desmond Bagley látinn: Bækur hans hafa verið seldar í meira en 10 millj. eintaka London, 14. aprfl. AP. DESMOND Bagley, einn víökunnasti reyfarahöfundur heims, lézt í Southampton sl. mánudag 59 ára að aldri. Skýrðu brezku blöðin frá þessu í dag. í frásögn Times í London var þess getið, að yflr 10 millj. eintaka af bókum hans hafl verið seld í heiminum. Sögur Bagleys voru gæddar miklum hraða og spennu og gerðust gjarnan í framandi umhverfl. Alls skrifaði Bagley 15 skáldsögur og hann varð einn fyrsti skáldsagnahöf- undur heims til þess að hagnýta sér tölvur við samningu á söguþræði f bækur sínar. Hann var orðinn fertugur, er fyrsU skáldsaga hans kom út. Það var „The Golden Keel“, sem kom út 1963 í Suður-Afríku, en þá var hann búsettur þar. „High Citadel“ kom út 1965 og síðan komu út „The Tightrope Men“ og „The Snow Tiger“. Það varð þó með „Running Blind“ (Ut í óvissuna), sem út kom 1970, að Bagley komst í röð mest seldu rithöfunda í heimi, en eftir þeirri sögu voru síðan gerðir sjónvarps- þættir á íslandi. Síðustu árin hafa allar nýjar bækur eftir Bagley selzt í yfir 100.000 eintökum innbundnar en óinnbundnar milljónum saman og kvikmyndir hafa verið gerðar eftir mörgum þeirra. Þannig var skáldsagan „The Freedom Trap“, sem kom út 1971, kvikmynduð undir heitinu „The Macintosh Man“ með Paul Newman i aðal- hlutverki. Desmond Bagley fæddist 29. október 1923 í Kendal í Norð- vestur-Englandi. Hann var son- ur kolanámumanns og skóla- göngu hans lauk, þegar hann var aðeins 14 ára gamall. Hann vann síðan sem prentari um skeið, en í heimsstyrjöldinni síðari vann hann við flugvélasmíði, meðal annars við smíði á hinum frægu „Spitfire“-orrustuflugvélum Breta. Þegar heimsstyrjöldinni var lokið, tók hann þá ákvörðun að fara til útlanda og á þeim ferðum sínum kannaði hann flest þau baksvið, sem síðan urðu vettvangur skáldsagna hans. Bagley hélt til Suður-Afríku 1947. Þar vann hann fyrst fyrir sér sem kolanámumaður en síð- an sem ljósmyndari á næt- urklúbb og loks sem blaðamaður. í Suður-Afríku kynntist hann eftirlifandi konu sinni, Joan, sem var framkvæmdastjóri fyrir bókaverzlun. Þau gengu í hjóna- band 1960. Bagley sneri aftur heim til Englands eftir útkomu „High Citadel" og settist þá fyrst að í Devonshire en síðan á Guernsey á Ermarsundi. Bagley sagði einu sinni í við- tali við brezka blaðið Guardian: „Ég ætla mér ekki að verða sams konar rithöfundur og Virginia Woolf. Hverjir lesa bækur henn- ar aðrir en skólanemendur, sem eru þvingaðir til þess af ensku- kennurum sínum?“ AMERIKA PORTSMOUTH/ NORFOLK City of Hartlepool 18. apríl Bakkafoss 29. apríl City of Hartlepool 10. maí Ðakkafoss 20. mai NEWYORK City of Hartlepool 19. apríl Bakkafoss 28. april City of Hartlepool 9. maí Bakkafoss 19. maí HALIFAX City of Hartlepool 21. apríl City of Hartlepool 12. mai BRETLAND/ MEGINLAND FELIXSTOWE Alafoss 18. apríl Eyrarfoss 25. april Alafoss 2. maí Eyrarfoss 9. maí ANTWERPEN Álafoss 19. apríl Eyrarfoss 26. april Alafoss 3. mai Eyrarfoss 10. maí ROTTERDAM Alafoss 20. apríl Eyrarfoss 27. april Alafoss 4. maí Eyrarfoss 11. maí HAMBORG Álafoss 21. april Eyrarfoss 28. april Alafoss 5. mai Eyrarfoss 12. mai WESTON POINT Helgey 13. april Helgey 26. apríl NORÐURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Mánafoss 22. apríl Dettifoss 29. april Mánafoss 6. maí Dettifoss 13. maí KRISTIANSAND Dettifoss 18. april Mánafoss 25. april Dettifoss 2. maí Mánafoss 9. maí MOSS Mánafoss 22. april Dettifoss 29. april Mánafoss 6. maí Dettifoss 13. maí HORSENS Dettifoss 20. april Dettifoss 4. maí Dettifoss 18. maí Dettifoss 1. júní GAUTABORG Dettifoss 20. april Mánafoss 27. apríl Dettifoss 4. maí Mánafoss 11. mai KAUPMANNAHÖFN Dettifoss 21. april Mánafoss 28. apríl Dettifoss 5. maí Mánafoss 12. maí HELSINGBORG Dettifoss 22. apríl Mánafoss 29. april Dettifoss 6. maí Mánafoss 13. maí HELSINKI Skeiösfoss 26. apríl GDYNIA Skeiösfoss 28. apríl TORSHAVN Mánafoss 23. april VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR o -framogtilbaka frá REYKJAVÍK alla mánudaga frá ÍSAFIRÐI alla þriðjudaga frá AKUREYRI allafimmtudaga EIMSKIP *

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.