Morgunblaðið - 19.04.1983, Qupperneq 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI
87. tbl. 70. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 19. APRIL 1983
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Hryðjuverk við bandaríska sendiráðið í Beirút:
Öflug sprengja varð
tugum manna að bana
” w m
Hér má sjá framhlið sendi-
ráðsbyggingarinnar,
hvernig hæðirnar hafa
hrunið saman. Flestir hinna
látnu og slösuðu voru líb-
anskir starfsmenn sendi-
ráðsins, a. m.k. fimm þeirra
voru þó Bandaríkjamenn.
Símamynd AP.
Boirút, Líbanon, 18. apríl. AP.
GEYSILEGA öflug sprengja sprakk
við bandaríska sendiráðið í Beirút
klukkan 11.05 í gær með þeim af-
leiðingum að minnst 32 létu lífið og
105 slösuðust meira eða minna.
Bandaríski sendiherran Robert I)ill-
on var í hópi þeirra sem sluppu lif-
andi, hann slasaðist lítið.
Aðkoman var hryllileg, t.d. mátti
sjá í hendur og fætur á líki sem var
skorðað á fimmtu hæð hinnar sjö
hæða byggingar. Draup blóðið í
taumum niður á jörðina. Lögreglu-
þjónn sagði að sprengjan hefði verið
um 150 kg og verið i líbönskum lög-
reglubíl sem stóð sjávarmegin við
sendiráðsbygginguna. Var sprengjan
fjarstýrð og er hún sprakk, tættist
miðhluti hússins í sundur þannig að
hæðirnar hrundu hver ofan á aðra.
Ein af þremur álmum hússins var
gereyðilögð, en hinar tvær voru stór-
skemmdar.
Skömmu eftir sprenginguna sagði
útvarpsstöðin „Kristna rödd Liban-
ons“ að sjálfsmorðshryðjuverkamað-
ur úr röðum múhameðstrúarmanna
hafi ekið bifreið með sendiráðsmerkj-
um að sendiráðinu og sprengt
sprengjuna. Hópur sem kallar sig
„heilagt stríð múhameðstrúarmanna"
hafði síðan samband við líbanska
blaðið A1 Liwa og sagðist bera
ábyrgð á verknaðinum. Sagði
ónefndur talsmaður heilaga striðsins
m.a. eftirfarandi: „Sprengingin var
hluti af írönsku byltingunni sem
beinist gegn heimsvaldasinnum um
heim allan. Við munum halda áfram
að höggva að nærveru heimsvalda-
sinna í Líbanon, þ.m.t. friðargæslu-
sveitunum." Öfgaflokkur þessi hefur
áður borið ábyrgð á árásum á friðar-
gæsluliðið alþjóðlega.
Ronald Reagan Bandaríkjaforseti
hitti fréttamenn að máli í Washing-
ton er fregnir um verknaðinn höfðu
borist. Hann lýsti hryðjuverkinu sem
„viðurstyggilegu athæfi og heiguls-
hætti". Hann bætti því einnig við að
atburðurinn breytti engu um viðleitni
Bandaríkjanna til að ná endum sam-
an varðandi brottflutning erlendra
herja frá Líbanon og varanlegan frið
í löndum fyrir botni Miðjarðarhafs.
Hann sagði loks að Amin Gemayel
forseti Líbanons hafi haft samband
við sig og tjáð sér samhryggð sína, en
jafnframt beðið um að atburðurinn
yrði ekki til þess að Bandaríkin hættu
þátttöku sinni í friðarviðræðunum.
Sji: „Friðarviðleitninni verður
haldið áfram" bls. 18.
Víetnamar saka Kínverja
um að fella saklaust fólk
Bangkok, Thailandi, IH.apríl.
Víetnamar sökuðu Kínverja í gær
um að halda uppi stórskotahríð á
víetnömsk þorp við landamærin með
þeim afleiðingum að 17 óbreyttir ví-
etnamskir borgarar féllu eða særð-
ust og eignatjón varð mikið.
Að sögn Víetnama beindist
skothríð Kínverja fyrst og fremst
að tveimur þorpum. I öðru þeirra
féll einn maður, en alvarlegri þðtti
Víetnömum útkoman í hinu þorp-
inu, þar féllu eða særðust 16
manns, aðallega konur og börn.
Auk þessa segja Víetnamar að
hvað eftir annað að undanförnu
hafi kínverskir herflokkar skund-
að yfir landamærin með skothríð
og eyðileggingu. Hin opinbera
fréttastofa Hanoi-stjórnarinnar
sagði í gær, að Víetnamar hefðu í
öllum tilvikum „refsað“ hinum
Björgunarmenn hlaupa á brott með lík eins hinna mörgu sem létust f sprengingunni.
Símamynd AP.
óboðnu kínversku gestum. En út-
varpsstöðin fór ekki nánar út í
með hvaða hætti þeim var refsað.
Tiltölulega rólegt hefur verið á
landamærum Kambódiu og Thai-
lands að undanförnu, þó hefur
ekki verið með öllu skærulaust. í
gær sakaði thailenska stjórnin
víetnamska herflokka um að hafa
skotið að thailensku landamæra-
þorpi með þeim afleiðingum að
tveir óbreyttir þorpsbúar særðust.
Fulltrúar ríkisstjórna Víetnam
og Sovétríkjana undirrituðu í gær
samkomulag um vaxandi efna-
hags-, menningar- og hernaðarleg
samskipti landanna, sama dag og
Hanoi-stjórnin fordæmdi Kín-
verja fyrir skothríðina á landa-
mærunum. Kínverjar hafa síður
en svo neitað að hafa skotið á
víetnamskar landamærabúðir, en
hafa sagst vera að svara Víetnöm-
um í sömu mynt. Sovétmenn hafa
ekki tekið undir mótmæli Víet-
nama, enda eru risaveldin tvö í
austri í óða önn að slétta úr sam-
búðarerfiðleikum sínum.
Walesa færður til
yfirheyrslu á ný
Varsjá 18. aprfl. AP.
LECH WALESA, leiðtogi Samstöðu, var í gær handtekinn og færður til
yfirheyrslu í annað skiptið á tæpri viku. Seint í gærkvöldi var honum svo
slcppt og hafði þá verið í haldi í um níu klukkustundir. Walesa var á ferð í bíl
ásamt séra Henryk Jankowski, leikaranum Wojciech Duryasz og bílstjóra.
Voru þeir einnig teknir höndum og presturinn yfírheyrður.
Séra Jankowski var sleppt um
eftirmiðdaginn í gær og sagði hann
fréttamönnum að hann hefði verið
spurður um „alit og ekkert". Þegar
honum var sleppt var honum jafn
framt sagt að Walesa yrði sleppt
innan tíðar. Lögreglumenn á lög-
reglustöðinni í Olsztyn, þar sem
fjórmenningarnir voru í haldi,
sögðu að Walesa væri ekki í þeirra
vörslu og hefði ekki verið handtek-
inn. Talsmaður innanríkisráðu-
neytisins sagði að hann hefði ekki
umboð til að tjá sig um málið. „Ég
hvorki játa né neita að Walesa hafi
verið færður i yfirheyrslu,“ sagði
hann.
Sjá nánar: „Höfum verið auð-
mýktir" bls. 18.