Morgunblaðið - 19.04.1983, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRfL 1983
3
Ávextir efnahagsstjórnunar:
Rúmlega 35%eftirafnýkrónunni
NÝKRÓNAN, sem hóf feril sinn
sem „jafningi Norðurlanda-
mynta“ í ársbyrjun 1981, er nú
komin vel á þriðja árið — og
lætur heldur betur á sjá! Þrátt
fyrir „aðhald í gengismálum“,
sem tíundaö var í stjórnarsátt-
mála 1980, hefur verðgildi ný-
krónunnar rýrnaö um 64,3% frá
1. janúar 1981 til 18. mars 1983.
Þá stóðu aðeins eftir 35,7% af
upphaflegu verðgildi hennar,
miðað við meðalgengi skráðrar
erlendrar myntar.
Dönsk króna, sem var svo
gott sem jöfn nýkrónunni I
upphafi vegferðar, kostaði 8.
apríl sl. kr. 2,47 (kr. 2,72 i
ferðamannagjaldeyri), norsk
króna kr. 2,97 (kr. 3,28 í ferða-
gjaldeyri) og sænsk króna kr.
2,84 (kr. 3,14 í ferðagjaldeyri).
Ferill nýkrónunnar, sem á
sinn hátt er góður mælikvarði
á stjórnsýslu efnahagsmála,
talar skýru máli til þjóðarinn-
ar. Spurningin er, hvort nægi-
lega margir hlusta og dragi af
réttar ályktanir.
Mikil ófærð víða um vestan-
norðan- og austanvert landið
ÁGÆT FÆRÐ er nú á Suðurlandi og allt austur á Fáskrúðsfjörð,
samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Vegaeftirlitinu í gær. Um
helgina var snjókoma um vestan- norðan- og austanvert landið og mikil
ófærð víða á svæðinu.
FERILL NÝKRÓNUNNAR
1. janúar 1981 18. marz 1983
Rýrnun verðgildis nýkrónufrá 1.1.1981 til 18.3.1983 miðað við meðalgengi skráðar
erlendrar myntar.
Frá Fáskrúðsfirði er jeppum
og stórum bílum fært til Reyð-
arfjarðar, en þaðan er fært upp
á Hérað og einnig er fært frá
Reyðarfirði til Eskifjarðar, en
ófært um Oddsskarð og Fjarð-
arheiði. Þokkaleg færð er á veg-
um í nágrenni Egilsstaða, en
ófært fjær, eins og t.d. í Hjalta-
staðaþinghá og yfir Vatnsskarð.
Af Vesturlandi er það að
segja að fært er um Borgar-
fjarðarhérað, en verið er að
moka á sunnanverðu Snæfells-
nesi, en báðir fjallvegirnir þar,
Kerlingarskarð og Fróðárheiði,
eru ófærir. Jeppar og stórir bíl-
ar komast um Heydal og í
Búðardal og einnig er þeim fært
um norðarvert Snæfellsnes til
Hellissands. Þá var í gær mok-
að frá Búðardal og vestur að
Svínadal, en Svínadalurinn var
ekki mokaður og hann því ófær
og þar fyrir vestan, að öðru
leyti en því að jeppum er fært
innansveitar í Reykhólasveit.
Frá Patreksfirði var í gær
mokað norður til Bíldudals og
einnig að flugvellinum, en
Kleifaheiðin er ófær. í gær var
og mokað á milli Flateyrar og
Þingeyrar, en Breiðadalsheiði
og Botnsheiði eru ófærar. Þá
var mokað frá ísafirði til Bol-
ungarvíkur og Súðavíkur, en
innar í ísafjarðardjúpi er allt
ófært.
Ófært er um Holtavörðuheiði
og norður Strandir til Hólma-
víkur, en þar hófst mokstur í
gær en varð ekki lokið. Þá var
Vatnsskarð mokað í gær og því
fært á milli Hvammstanga og
Skagafjarðar, en það var gert
vegna framboðsfunda. Þá var í
gær í gangi mokstur til Siglu-
fjarðar, en þar er mikill snjór
og óvíst um hvenær opnast. Úr
Skagafirði er fært um Öxna-
dalsheiði til Akureyrar fyrir vel
útbúna bíla. Þaðan var í gær
mokað til Dalvíkur, en Ólafs-
fjarðarmúli er ófær. Frá Ákur-
eyri var mokað til Grenivíkur
og einnig um Víkurskarð vestur
til Húsavíkur.
Frá Húsavik var í gær mokað
upp í Mývatnssveit og í Aðaldal,
en frestað var mokstri í gær-
morgun frá Húsavík til Þórs-
hafnar vegna veðurs. Frá Þórs-
höfn er síðan ófært til Vopna-
fjarðar.
Utanríkisþjónustan:
Pétur Eggerz læt-
ur af störfum
— Hannes Jónsson til Bonn
MORGUNBLAÐINU barst í gær
svohljóðandi fréttatilkynning frá
utanríkisráðuneytinu:
„Pétur Eggertz, sendiherra ís-
lands í Bonn, mun láta af störfum
fyrir aldurs sakir 1. september
næstkomandi.
Hannes Jónsson, sendiherra í
Genf, tekur við starfi sendiherra í
Bonn frá sama tíma.
Hannes Hafstein, skrifstofu-
stjóri utanríkisráðuneytisins, tek-
ur við starfi sendiherra í Genf frá
1. ágúst næstkomandi.
Ólafur Egilsson, prótókollstjóri,
verður skrifstofustjóri utanríkis-
ráðuneytisins frá sama tíma.“
Mezzoforte
í 16. sætið
í Hollandi
Þótt velgengni Mezzoforte hafi
hægt mjög á sér í Bretlandi að undan-
förnu eftir miklar vinsældir hefur
fylgi hljómsveitarinnar vaxið mjög á
meginlandinu.
Morgunblaðinu bárust í gær
fregnir af því að litla platan með
hljómsveitinni hefði tekið undir sig
stórt stökk á hollenska vinsælda-
listanum og lyft sér upp um 24 sæti,
úr 43. í 19.
Nokkuð kemur á óvart, að stóra
platan, „Surprise, Surprise", gerir
það enn betra en sú litla og fór upp
í 16. sætið í síðustu viku eftir að
hafa gist 21. sætið vikuna þar á
undan.
Hollenski plötumarkaðurinn er
mjög stór um sig og litlu minni en í
Bretlandi. Er því ekki fjarri lagi að
áætla plötusölu Mezzoforte svipaða
í Hollandi og í Englandi þegar öll
kurl verða komin til grafar.
Plöturnar hefa verið mun skemur
á markaði í Hollandi en Englandi
og því ekki raunhæft að gera sam-
anburð á vinsældum fyrr en að
fáum vikum liðnum. Ekki er
óraunhæft að ætla að svo komnu
máli, að Mezzoforte komist enn
hærra á hollensku listunum á
næstu vikum.
Matseðill
Svínahamborgaralæri
meö sykurbrúnuðum
jarðeplum, belgbaunum,
maís, hrásalati og
sherryrjómalagaðri
sveppasósu.
Triffle.
Verð aðeins kr. 300.-
—i' .
Um 2ja tíma stanslaust stuð með:
Harald G. Haralds, Guðbergi Auðunssyni, Þorsteii
Eggertssyni, Astrid Jenssen, Berta Möller, Önn
Viihjálms, Mjöll Hólm, Sigurdór Sigurdórssyni, Garö
ari Guðmundssyni, Stefáni Jónssyni. Einari Júliussyn
Sigurði Johnny og Ómari Ragnarssyni. Hver ma
ekki eftir þessum kempum?
Stórhljómsveit Björgvins HaHdórssonar leiku
rokktónlist. Hljómsveitina skipa:
Björn Thoroddsen, Hjörtur Howser, Rafn Jónssor
Pétur Hjaltested, Haraldur Þorsteinsson, Rúne
Georgsson og Þorleifur Gislason.
SÆMI OG DIDDA ROKKA.
SYRPUSTJÓRARNIR ÞORGEIR ÁSTVALDSSOf
OG PÁLL ÞORSTEINSSON KYNNA.
GÍSLI SVEINN DUSTAR RYKIO AF GÖMH
ROKKPLÖTUNUM.
Allir koma í rokkstuði og djamma eins og gert var
þá gömlu og góðu daga.
Borðhald hefst kl. 20.00.
Pantiö miða tímanlega.
Aðgangseyrir kr. 150.-
Miðasala er í Broadway
daglega kl. 9—5.
Nú kveðjum við erfiðan
vetur og fögnum sumri
á
ROKKHÁTÍÐ
#
A
¥
A öilum rokkkvöldunum hefur verlö troöfullt
hús og æöisgengin rokkstemmning meöal
gesta sem eru á öllum aldri.
Og enn einu sinni veröur rokkhátíöin haldin í
Broadway og nu ________________________
SIÐASTA