Morgunblaðið - 19.04.1983, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1983
í DAG er þriðjudagur 19.
apríl, sem er 109. dagur
ársins 1983. Árdegisflóö er
í Reykjavík kl. 10.40 og síð-
degisflóö kl. 23.15. Sólar-
upprás í Reykjavík kl. 05.44
og sólarlag kl. 21.12. Sólin
er í hádegisstaö í Reykjavík
kl. 13.27 og tunglið í suöri
kl. 19.13. (Almanak Háskól-
ans.)
VÉR áminnum yöur
bræöur: Vandiö um viö
þá, sem óreglusamir
eru, hughreystið ístööu-
litla, takiö aö yöur þá
sem óstyrkir eru. Verið
langlyndir viö alla. (1.
Þessal. 5, 14.)
KROSSGÁTA
1 2 3 4
■ m
6 7 8
9 M
11 ■ f.
13 14 1 r
16 ■
17
LÁRÉTT: — 1 v»tnsfollum, 5 sér-
hljóðar. 6 þakta ryki, 9 nautpeningur,
10 fæddi, II óþekktur, 12 mann, 13
orrusta, 15 elska, 17 ber.
LÓÐRÉTT: — 1 ófreskjan, 2 árás, 3
litu, 4 vit, 7 eólunarfús, 8 mánuður,
12 karlfu|>l. 14 kveikur, 16 tveir eins.
LAUSN sflHISTU KROSSGÁTU:
LÁRÉTT: — 1 snót, 5 síkn, 6 elja, 7
gr., 8 perla, II ul, 12 ota, 14 nísk, 16
angann.
LOÐRÉlT : — 1 stelpuna, 2 ósjór, 3
tía, 4 snar, 7 gat, 9 F.lín, 10 loka, 13
ann, 15 sg.
ÁRNAÐ HEILLA
ára er í dag, 19. apríl,
Sigrídur Guðjónsdóttir
Ijósmóðir frá Bæ í Króksfirði,
nú á Háaleitisbraut 103, Rvík.
Hún ætlar að taka á móti gest-
um á heimili sonar síns og
tengdadóttur á Fornuströnd 1,
Seltjarnarnesi, eftir kl. 16 í
dag.
FRÉTTIR
f VEÐIIRFRÉTTUM í gærmorg-
un hafði Veðurstofan um það
góð orð að norðanbálið myndi
ganga niður og draga til útsynn-
ings. Myndi víða snjóa í dag,
þriðjudag, þar sem verið hefur
úrkomulaust að undanförnu t.d.
hér um sunnanvert landið.
Áfram yrði kalt í veðri. í fyrri-
nótt hafði orðið mest frost uppi á
Hveravöllum og Grímsstöðum,
11 stig. Á láglendi var mest frost
7 stig og gáfu það nokkrar veð-
urathugunarstöðvar, Ld. Þór-
oddsstaðir og Þingvellir. Hér í
Keykjavík fór það niður í 6 stig.
í fyrrinótt mældist snjókoman
12 millim. á Htaöarhóli. Því má
bæta við að hér í bænum var
frost við jöröu f fyrrinótt um 7
stig. í höfuðstað Grænlands var
frostlaust veður í gærmorgun,
hitinn tvö stig.
KVENNADEILD Slysavarna-
félags fslands í Reykjavík
heldur afmælisfund sinn 25.
apríl næstkomandi á Hótel
Heklu, Rauðarárstíg 18, og
hefst með borðhaldi kl. 19.30.
Flutt verða skemmtiatriði.
Allar nánari uppl. um afmæl-
isfundinn eru gefnar í símum
44601 Guðrún, 33472 Jóhanna
eða í síma 31241 Eygló.
YFIRLÖGREGLUÞJÓNN.
Blaðið Dagur á Akureyri skýr-
ir frá því að Björn Mikaelsson,
lögregluþjónn á Akureyri um
árabil, hafi verið skipaður yf-
irlögregluþjónn á Sauðár-
króki.
SYSTRAFÉL Alfa hefur fata-
úthlutun á morgun, miðviku-
dag, kl. 14 að Ingólfsstræti 19
hér í Rvík.
FORELDRA- og vinafélag
Kópavogshælis heldur aðal-
fund í kvöld, þriðjudag, í kaffi-
stofu hælisins og hefst hann
kl. 20.30. — Póstgírónúmer
Sundlaugarsöfnunarinnar er
72700-8.
HVÍTABANDSKONUR halda
fund í kvöld, þriðjudag, á
Hallveigarstöðum kl. 20.30.
Gestur fundarins verður Haf-
steinn Hafliðason, garðyrkju-
fræðingur.
MÁLFREYJUDEILDIN Björkin
heldur fund á Hótel Heklu í
kvöld, þriðjudaginn 19. apríl,
og hefst hann kl. 20.30.
KVENFÉL. Seltjörn á Seltjarn-
arnesi efnir til kaffisölu á
sumardaginn fyrsta í félags-
heimilinu. Eru konur sem gefa
ætla kökur vegna kaffisölunn-
ar beðnar að koma með þær í
félagsheimilið kl. 15 þá um
daginn.
FRÁ HÖFNINNI
f GÆRMORGUN kom Bakka-
foss til Reykjavíkurhafnar frá
útlöndum svo og Selnes. Af
veiðum komu til löndunar tog-
ararnir Engey, Ásbjörn og Ing-
ólfur Arnarson.
KVENNADEILD Slysavarna-
félags fslands í Reykjavík,
hefur starfað með miklum
blóma síðastliðið ár. Fjáröflun
gengið vel. Eiga höfuðborg-
arbúar og nágrannar þakkir
skildar fyrir allt sitt framlag.
Deildin afhenti Slysavarnafé-
lagi fslands tvær stórgjafir á
sl. ári, sem voru mjög fullkom-
in „dúkka" sem höfð verður við
kennslu í skyndihjálp, svo og
stórslysataska, sem í eru öll
möguleg hjálpartæki ef um
fjöldaslys er að ræða, og
björgunarsveitir SVFÍ verða
kallaðar út til aðstoðar. Þessi
mynd er tekin af stjórnarkon-
Kjósendur geta nú valið um strangan megrunarkúr, skó sem má pissa í endalaust, nýtt rósar-
afbrigði, sem gleypir ræktandann, svo eitthvað sé nefnt!!
um kvennadeildarinnar. Á
boröinu fyrir framan þær eru
gjafirnar sem deildin færði
Slysavarnafélaginu, sem sé
kennsludúkkan og stórslysa-
taskan. — Stjórnarkonurnar
eru ekki allar á þessari mynd,
en á henni eru: Þórdís Karls-
dóttir, Halldóra S. Magnús-
dóttir, Margrét Halldórsdótt-
ir, Guörún S. GuÖmundsdóttir,
formaður stjórnarinnar, Jó-
hanna Ámadóttir, Eygló
Olsen og Jóna Helgadóttir; á
myndina vantar þær Maríu
Gunnarsdóttur og Hólmfríði
Ágústsdóttur. — (Úr frétta-
tilk.)
Kvöld-, nœtur- og helgarþjónusta apótekanna í Reykja-
vík dagana 15. apríl til 21. apríl aö báöum dögum meö-
töldum er i Lyfjabúó Breióholts. En auk þess er Apótek
Auaturbæjar opin til kl. 22 alla daga vaktvikunnar nema
sunnudag.
Ónæmisaógeröir fyrir fulloröna gegn mænusótt fara fram
í Heilsuvorndarstöó Reykjavíkur á þriöjudögum kl.
16.30—17.30. Fólk hafi meö sér ónæmisskírteini.
Læknastofur eru lokaöar á laugardögum og heigidögum,
en hægt er aó ná sambandi viö lækni á Göngudeild
Landspítalans alla virka daga kl. 20—21 og á laugardög-
um frá kl. 14—16 sími 21230. Göngudeild er lokuó á
helgidögum. Á virkum dögum kl.8—17 er hægt aö ná
sambandi vió neyóarvakt lækna á Borgarspítalanum,
sími 81200, en þvi aöeins aö ekki náist í heimilislækni.
Eftir kl. 17 virka daga til klukkan 8 aö morgni og frá
klukkan 17 á föstudögum til klukkan 8 árd. Á mánudög-
um er læknavakt i sima 21230. Nánari upplýsingar um
lyfjabúóir og læknaþjónustu eru gefnar i simsvara 18888.
Neyðarvakt Tannlæknafélags íslands er í Heilsuvernd-
arstööinni viö Barónsstíg á laugardögum og helgidögum
kl. 17.—18.
Akurayri. Uppl. um lækna- og apóteksvakt i símsvörum
apótekanna 22444 eöa 23718.
Hafnarfjöróur og Garöabær: Apótekin i Hafnarfiröi.
Hafnarfjarðar Apótek og Noróurbæjar Apótek eru opin
virka daga til kl. 18.30 og til skiptist annan hvern laugar-
dag kl. 10—13 og sunnudag kl. 10—12. Uppl. um vakt-
hafandi lækni og apóteksvakt í Reykjavík eru gefnar í
simsvara 51600 eftir lokunartima apótekanna.
Keflavik: Apótekió er opió kl. 9—19 mánudag til föstu-
dag. Laugardaga. helgidaga og almenna frídaga kl.
10—12. Simsvari Heilsugæslustöóvarinnar, 3360, gefur
uppl um vakthafandi lækni eftir kl. 17.
Selfoss: Selfoss Apótek er opiö til kl. 18.30. Opió er á
laugardögum og sunnudögum kl. 10—12. Uppl. um
læknavakt fást í símsvara 1300 eftir kl. 17 á virkum
dögum, svo og laugardögum og sunnudögum.
Akranes: Uppl. um vakthafandi lækni eru í símsvara 2358
eftir kl. 20 á kvöldin. — Um helgar, eftir kl. 12 á hádegi
laugardaga til kl. 8 á mánudag. — Apótek bæjarins er
opiö virka daga til kl. 18.30, á laugardögum kl. 10—13 og
sunnudaga kl. 13—14.
Kvennaathvarf, opiö allan sólarhringinn, sími 21205.
Húsaskjól og aóstoó fyrir konur sem beittar hafa veriö
ofbeldi í heimahúsum eöa oröió fyrir nauögun. Skrifstofa
samtakanna, Gnoöarvogi 44 er opin alla virka daga kl.
14— 16, simi 31575. Póstgírónúmer samtakanna 44442-1.
SÁÁ Samtök áhugafólks um áfengisvandamáliö, Síöu-
múla 3—5, sími 82399 kl. 9—17. Sáluhjálp í viölögum
81515 (símsvari) Kynningarfundir í Siöumúla 3—5
fimmtudaga kl. 20. Silungapotlur sími 81615.
Foreldraráógjöfin (Barnaverndarráó íslands) Sálfræöileg
ráögjöf fyrir foreldra og börn. — Uppl. í síma 11795.
ORÐ DAGSINS Reykjavik simi 10000.
Akureyri sími 96-21840. Siglufjöröur 96-71777.
SJÚKRAHÚS
Heimsóknartímar, Landspítalinn: alla daga kl. 15 til 16 og
kl. 19 til kl. 19.30. Kvennadeildin: Kl. 19.30—20. Sæng-
urkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15—16. Heimsók-
artími fyrir feöur kl. 19.30—20.30. Barnespítali Hrings-
ins: Kl. 13—19 alla daga. — Landakotsspítali: Alla daga
kl. 15 tll kl. 16 og kl. 19 tH kl. 19.30. — Borgarspítalinn f
Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til kl. 19.30
og eftir samkomulagi. Á laugardögum og sunnudögum kl.
15— 18. Hafnarbúöir: Alla daga kl. 14 til kl. 17. — Hvít-
abandiö, hjúkrunardeild: Heimsóknartími frjáls alla daga.
Grensásdeild: Mánudaga til föstudaga kl. 16—19.30 —
Laugardaga og sunnudaga kl. 14—19.30. — Heilsu-
verndarstööin: Kl. 14 til kl. 19. — Fæöingarheimili
Reykjavíkur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. —
Kleppsspítali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til
kl. 19.30. — Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. —
Kópavogshælió: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidög-
um. — Vífilsstaóaspítali: Heimsóknartími daglega kl.
15—16 og kl. 19.30—20.
SÖFN
Landsbókasafn íslands: Safnahúsinu vió Hverfisgötu:
Lestrarsalir eru opnir mánudaga til föstudaga kl. 9—19
og laugardaga kl. 9—12. Útlánssalur (vegna heimlána) er
opinn kl. 13—16, á laugardögum kl. 10—12.
Háskólabókasafn: Aóalbyggingu Háskóla íslands. Opió
mánudaga til föstudaga kl. 9—19. Útibú: Upplýsingar um
opnunartíma þeirra veíttar í aöalsafni, sími 25088.
Þjóóminjasafnió: Opiö þriöjudaga, fimmtudga, laugar-
daga og sunnudaga frá kl. 13.30—16.
Listasafn íslands: Opiö sunnudaga, þriójudaga, fimmtu-
daga og laugardaga kl. 13.30 til 16. Sérsýning: Manna-
myndir í eigu safnsins.
Borgarbókasafn Reykjavíkur: AOALSAFN — ÚTLÁNS-
DEILD, Þingholtsstræti 29a, sími 27155 opiö mánudaga
— föstudaga kl. 9—21. Einnig laugardaga í sept — apríl
kl. 13—16. HLJÓOBÓKASAFN — Hólmgaröi 34, sími
86922. Hljóöbókaþjónusta viö sjónskerta. Opiö mánud.
— föstud. kl. 10—16. AÐALSAFN — lestrarsalur, Þing-
holtsstræti 27. Sími 27029. Opiö alla daga vikunnar kl.
13—19. laugardaga 9—18, sunnudaga 14—18. SÉRÚT-
LÁN — afgreiósla í Þingholtsstræti 29a, sími aóalsafns.
Bókakassar lánaöír skipum, heilsuhælum og stofnunum.
SÓLHEIMASAFN — Sólheimum 27. sími 36814. Opiö
mánudaga — föstudaga kl. 9—21. Einnig laugardaga
sept.—apríl kl. 13—16. BÓKIN HEIM — Sólheimum 27,
sími 83780. Heimsendingarþjónusta á prentuöum bókum
viö fatlaöa og aldraöa. Símatími mánudaga og fimmtu-
daga kl. 10—12. HOFSVALLASAFN — Hofsvallagötu 16.
sími 27640. Opiö mánudaga — föstudaga kl. 16—19.
BÚSTADASAFN — Bústaöakirkju, sími 36270. Opið
mánudaga — föstudaga kl. 9—21, einnig á laugardögum
sept —apríl kl. 13—16. BÓKABÍLAR — Bækistöö í Bú-
staöasafni, sími 36270. Viökomustaöir víösvegar um
borgina.
Árbæjarsafn: Opiö samkvæmt umtali. Upplýsingar í síma
84412 milli kl. 9 og 10 árdegis. SVR-leiö 10 frá Hlemmi.
Ásgrímssafn Bergstaöastræti 74: Opið sunnudaga,
þriöjudaga og fimmtudga frá kl. 13.30—16.
Höflgmyndasafn Ásmundar Sveinssonar viö Sigtún er
opiö þriöjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 2—4.
Listaeafn Einars Jónssonar: Opiö miðvikudaga og
sunnudaga kl. 13.30—16
Hús Jóns Siguróssonar í Kaupmannahöfn er opiö miö-
vikudaga til föstudaga frá kl. 17 til 22, laugardaga og
sunnudaga kl. 16—22.
Kjarvalastaöir: Opiö alla daga vikunnar kl. 14—22.
Bókasafn Kópavogs, Fannborg 3—5: Opiö mán — föst.
kl. 11—21 og laugard. kl. 14—17. Sögustundir fyrir börn
3—6 ára föstud. kl. 10—11 og 14—15. Síminn er 41577.
SUNDSTAÐIR
Laugardalslaugin er opin mánudag til föstudag kl.
7.20—20.30. Á laugardögum er opiö frá kl. 7.20—17.30.
Á sunnudögum er opiö frá kl. 8—17.30.
Sundlaugar Fb. Breiöholti: Mánudaga — föstudaga kl.
07.20—10.00 og aftur kl. 16.30—20.30. Laugardaga kl.
07.20—17.30. Sunnudaga kl. 08.00—13.30. Uppl. um
gufuböö og sólarlampa í afgr. Sími 75547.
Sundhöllin er opin mánudaga til föstudaga frá kl.
7.20— 13 og kl. 16— 18.30. Á laugardögum er opiö kl.
7.20— 17.30, sunnudögum kl. 8.00—13.30. — Kvenna-
tími er á fimmtudagskvöldum kl. 21. Alltaf er hægt aö
komast í bööin alla daga frá opnun til kl. 19.30.
Vesturbæjarlaugin er opin alla virka daga kl.
7.20— 19.30, laugardaga kl. 7.20—17.30 og sunnudag kl.
8.00—13.30. Gufubaöiö í Vesturbæjarlauginni: Opnun-
artima skipt milli kvenna og karla. — Upf . í síma 15004.
Varmárlaug í Mosfellssveit er opin mán 'daga til föstu-
daga kl. 7.00—8.00 og kl. 17.00—18.30. Laugardaga kl.
14.00—17.30. Saunatími fyrir karla á sama tima. Sunnu-
daga opiö kl. 10.00—12.00. Almennur tími í saunabaði á
sama tima. Kvennatímar sund og sauna á þriöjudögum
og fimmtudögum kl. 17.00—21.00. Saunatimi fyrir karla
miövikudaga kl. 17.00—21.00. Sími 66254.
Sundhöll Keflavíkur er opin mánudaga — fimmtudaga:
7.30—9, 16—18.30 og 20—21.30. Föstudögum á sama
tíma, til 18.30. Laugardögum 8—9.30 og 13—17.30.
Sunnudaga 9—11.30. Kvennatímar þriöjudaga og
fímmtudaga 20—21.30. Gufubaöiö opiö frá kl. 16 mánu-
daga—föstudaga, frá 13 laugardaga og 9 sunnudaga.
Símlnn er 1145.
Sundlaug Kópavogs er opin mánudaga—föstudaga kl.
7—9 og frá kl. 14.30—20. Laugardaga er opiö 8—19.
Sunnudaga 9—13. Kvennatímar eru þriöjudaga 20—21
og miövikudaga 20—22. Síminn er 41299.
Sundlaug Hafnarfjaröar er opin mánudaga—föstudaga
kl. 7—21. Laugardaga frá kl. 8—16 og sunnudaga frá kl.
9—11.30. Bööin og heitu kerin opin alla virka daga frá
morgní til kvölds. Sími 50088.
Sundlaug Akureyrar er opin mánudaga—föstudaga kl.
7—8, 12—13 og 17—21. Á laugardögum kl. 8—16.
Sunnudögum 8—11. Sími 23260.
BILANAVAKT
Vaktþjónuata borgaratolnana. vegna bílana á veitukerfi
vatna og hita svarar vaktþjónustan alla virka daga Irá kl.
17 til kl. 8 í síma 27311. I þennan síma er svarað allan
sólarhringinn á helgidögum. Rafmagnaveitan hefur bll-
anavakt allan sólarhringinn i sima 18230.