Morgunblaðið - 19.04.1983, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1983
7
Scarsdale
14 daga kúrinn í hádeginu í dag:
Úrval af köldu kjöti aö eigin vali:
(magurt kjöt, t.d. kjúklingur,
nautatunga, magurt nautakjöt —
sjá lista).
Tómatar — sneiddir, bakaðir,
eöa soönir.
Kaffi/ te.
Á kvöldin bjóöum viö rétti úr
Scarsdale sælkerakúrnum.
loríoti
RESTAURANT
AMTMANNSSTÍGUR 1
TEL. 13303
TS'ibamalka^unnn
^0-tettifýötu 12- 1S
Ath.: Vantar nýlega bíla
á staðinn.
Sýningarsvæði úti og
Colt QL 1980
Blásanz, 5 dyra, ekinn aöeins 2S þéa. km.
Útvarp, snjódekk og sumardekk. V#rð kr.
125 þú*. Einnig Colt GLX 1981. Sjálfskiptur.
Verö 165 þús.
Chevrolet Suburban
1974, diesel
Svartur og hvitur, 6 cyt. Trador diesel vél.
(eklnn 15 þúa. km. á vél). Verö kr. 160 þúa.
Toyota Corolla DL 1991
Brúnaanz. ekktn aOelna 1« þéa. km. VarO
kr. 160 þúa.
Honda Chric 1981
Brúnzans. 5 dyra, eklnn 21 þús. km. Verö kr.
155 þús.
AMC Concord 1979
með vínyltopp
Ekinn 56 þús. km. 6 cyl. Sjálfskiptur, meó
öllu. 2 dekkjagangar á felgum, útvarp og
segulband. DekurbM I eérflokki. Veró
aóeins kr. 145 bús.
M. Benz 230 E 1981
Grænsanz, 4 ayl (Beln Innapýtlng). S)álf-
aklptur, aflstýrl. sóllúga og fl. Aukahlutlr.
Verö kr. 610 þúa.
Mazda 626 (1600) 1982
Gullsanz. 4ra dyra, eklnn 12 þús. km. Út-
varp. segulband, sn)ódekk, og sumardekk.
Verö kr. 185 þúa.
Votvo 244 QL 1981
Ljðeblér. ekkm 30 þúa. S(álfaklptur, aflstýrl.
útvarp og aegulband. Varð 205 þúa.
Qatant QL 1982
Hvftur, ekinn 9 þús. Útvarp og segulband.
Sem nýr bíll. Verö 215 þús.
Óstjórnhæfir?
.^^skriftar- siminn er 83033 |Kez0i)ml»Ifibib
rtSSTUDAGUlt 15. APRfL 1983
Nidurstaóa Orkuatofnuiutr
Rafinagnsverð mun hærra
án samninganna við ÍSAL
Skýrsla, sem iðnaðar-
ráðherra birtir ekki________________
Skýringa krafist
Athyglisvert er að Þjóðviljinn treystir sér ekki til að draga í efa
niðurstöðu Orkustofnunar um raforkuverðið og Alsuisse í skýrsl-
unni sem Hjörleifur Guttormsson sá þó ástæöu til að stinga undir
stól. Hins vegar telur Þjóöviljinn plaggið ekki merkilegt, þar sem
það sé ekki þóknanlegt hæstvirtum álráöherra. Þessar skýringar
Þjóðviljans duga ekki. Hjörleifur Guttormsson verður afdráttarlaust
að skýra frá því hvers vegna hann upplýsti almenning ekki um
útreikninga Orkustofnunar. Hvaða fleiri skýrslur er snerta þjóðar-
hag hefur ráðherrann falið?
„Hin nýja stétt“ í Al-
þýðubandalaginu stundar
stjórnmál í því skyni að
sitja ávallt við kjotkatla
kerfísins og ráðskast með
mál að eigin geðþótta í
ráðherrastólum. I*ess
vegna hefur það verið inn-
takið í stefnu hennar, að
víst sé Alþýðubandalagið
„stjórnhæft" og menn
skyldu bara sjá að forystu-
menn flokksins væru til
þess búnir að ieggja nokk-
uð á sig til að halda þeirri
rikisstjórn við völd þar sem
þeir hcfðu hlotið sæti. Þeg-
ar kommúnistar settust í
ráðuneyti Ólafs Jóhannes-
sonar 1. september 1978
sögðust þeir ætla að koma
samningunum í gildi. llpp-
haf þeirra aðgerða var
8.10% vísitöluskerðing 1.
desember 1978. Þegar
kommúnistar settust í
ráðuneyti Gunnars Thor-
oddsens 8. febrúar 1980
voru þeir búnir að hafa um
það stór orö, að nú þyrfti
að hefta framkvæmdir í
tengslum við Keflavíkur-
flugvöll. Þetta hefur |>eim
tekist varðandi flugstöðv-
arbygginguna sem er þó
beinlínis til afnota fyrir Is-
lendinga en framkvæmdir
í þágu varnarliðsins hafa
storáukist í tíð núverandi
rikisstjórnar.
Ólafur Jóhannesson hef-
ur setið í þremur ráöuneyt-
um með Alþýðubandalag-
inu síðan 1971. f tveimur
var hann forsætisráðherra;
1971-1974, 1978-79 og nú
er hann utanríkisráðherra.
í Þjóðviljanum 16. aprfl
1983 stendur: „—Það er
ekki hægt að stjórna með
Alþýðubandalaginu, sagði
Ólafur Jóhanncsson utan-
rikisráðherra og efsti mað-
ur B-listans í Reykjavík á
fundi í Landsbankanum í
gær...“
Og Þjóðviljinn segir
„Ólafur Jóhannesson var
spurður að því hvort ekki
væri nauðsynlegt að hafa
Alþýðubandalagið með í
stjórn en hann var skjótur
til svars og kvað þvert á
móti ekki hægt að stjórna
með því þar eð það væri
ekki tilbúið að taka á
vanda í efnahagsmálum."
Það er sérstakt íhugun-
arefni hvers vegna Þjóð-
viljinn sér ástæðu til að
birta þessar yfírlýsingar
um að Alþýðubandalagið
sé óstjórnhæft. Undir frétt-
ina af ummælunum eru
stafír Einars Karls Har-
aldssonar, ritstjóra, sem er
fyrrum framsóknarmaður
eins og Ólafur R. Gríms-
son, en Ólafur telur nú
vonlaust aó hann nái kjöri
á þing. Er hann hvrjaður
að setja sig í þá stellingar
að tapið sé allt ráð-
herrunum Svavari, Hjör-
leifí og Ragnari að kcnna.
Þeir hafí verið óstjórnhæfir
eftir allt saman.
Já, álráðherra
Á fostudaginn birti
Morgunblaðið frétt um
skýrshi Orkustofnunar er
sýndi að íslenskir raf-
magnsnotendur hefðu orð-
ið að borga mun hærra
verð fyrir raforku síðasta
áratug ef álverið í
Straumsvík hefði ekki ver-
ið byggt og gerður samn-
ingur um orkusölu til þess.
Ætla má að rafmagnsverð
til almennra notenda hefði
verið 20% hærra en nú án
álbræðshinnar í Straums-
vík.
Þegar lljörleifur Gutt-
ormsson, iðnaðarráðherra,
fékk þessa skýrslu frá
Orkustofnun lagði hann
blátt bann við því að efni
hennar opinberaðist og fól
sérlcgum og flokkslegum
erindrekum sínum að gera
starfsmönnum Orkustofn-
unar það Ijóst í eitt skipti
fyrir öll aó nú skipti öllu aö
þeir segðu ekki frá niður-
stöðum sínum.
í Þjóðviljanum á laug-
ardag bregðast umboðs-
menn álráðherrans
skýrsluglaða en verklausa
við með þeim hætti að þeir
úrskurða útreikninga
Orkustofnunar marklausa
af því að Hjörleifur Gutt-
ormsson telji þá „vinnu-
plagg“ eða „innanhúss-
plagg" í Orkustofnun. Þá
segir Þjóðviljinn að niður-
staða Orkustofnunar um
hagkvæmni af orksusölu til
álversins sé „upphaf athug-
ana“ sem hæstvirtur iðnað-
arráðherra standi fyrir.
Gefur Þjóðviljinn þar með
til kynna að það hafí ekki
verið hcrra Hjörleifi Gutt-
ormssyni þóknanlegt að
birta almenningi þessar
upplýsingar, af því að fólk-
ið eigi aðeins að fá það í
hcndur í þessu máli sem
hinn kái álráðherra hafí
sjálfur matreitt samkvæmt
þeim kokkabókum sósíal-
ismans að öllum umræðum
fólksins skuli stjórnað af
valdhöfunum.
Eins og kunnugt er sárn-
ar Hjörleifí Guttormssyni
það mest, að Alusuisse
hagi sér ekki eins og hin
þögula sérfræðingahirð og
segi: Já, álráðherra.
Sagan endur-
tekin
Til að staðfcsta skoðana-
leysi sitt í stjórnmálum
hefur Dagblaðið-Vísir valið
þann kost aö láta kosn-
ingaleiðara sína fjalla um
það, hvort skoðanakannan-
ir vinni sigra í kosningum
eða ekki. Þetta aukaatriði
verður enn að aðalatriöi í
„stjórnmálaskrifum"
Dagblaósins-Vísis í gær.
Þar segir að úrslit kosn-
inganna séu Stóridómur
um þaö hvaða aðferðir eigi
að gilda um framkvæmd
skoðanakannanna! Þetta
er fráleit kenning. Eyrir
liggja rannsóknir um þetta
atriði og aðferðir við slíkar
kannanir hafa verið þaul-
reyndar og niöurstöður á
þeim liggja fyrir. Úrslit
kosninga á íslandi í aprfl
1983 breyta engu þar um
og á grundvelli þeirra er
ekki unnt að afsaka flaust-
ur þeirra sem hafa hinar
viðurkenndu aðferðir að
engu.
Feróaskrifstofan
UTSÝN
Reykjavík:
Austurstræti 17.
Sími 26611.
Akureyri:
Hafnarstræti 98.
Sími 22911.
„Dýrðar-dagar“ er ferðalag sem byggist á lágum flugfargjöldum
og bílaleigubíl. Ford-umboðið Sveinn Egilsson hf. og Ferða-
skrifstofan ÚTSÝN, geta nú aftur boðið, eins og sl. sumar,
nýlegar bifreiðir frá Ford-verksmiðjunum á einstaklega lágu
veröi. Flogið er til London með Flugleiðum á þriðjudögum og til
baka eftir 2, 3 eða 4 vikur.
Brottfarardagar: 12. og 26. apríl, 10. og 24. maí, 07. og 21. júní, 05. og 19. júlí,
02. og 16. ágúst, 10. og 24. september.
Bílaflokkur:
A. Fiesta 1,1 L C. Escort 1,6 L E. Sierra 1,6 L.
saloon. saloon sjálfsk. Saloon sjálfsk.
B. Escort 1,3 L D. Sierra 1,6 L F. Sierra 1,6 L
saloon. Wagon sjálfsk. Wagon.
2 vikur verð kr. 8.525 4 í bíl.
3 vikur verð kr. 9.085 4 í bíl.
4 vikur verð kr. 9.595 4 í bíl.
Innifalið: Flugfargjald, bíll í umsaminn dagafjölda, þ.e. 2—4 vikur
m/ótakmörkuðum kílómetrafjölda, full skyldutrygging, kaskótrygging,
vegaskattur, 15% viröisaukaskattur, hálfur bensíntankur og útvarp.
Afsláttur fyrir börn 2—11 er kr. 3.000.
Með UTSYN
til Bretlands