Morgunblaðið - 19.04.1983, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1983
ALÞINGISKOSNINGARNAR
Sumardagurinn fyrsti:
Opið hús
í Valhöll
SjálfstæAisfélögin í Reykjavík
gangast fyrir OPNU HÚSI í Valhöll,
Háaleitisbraut 1, á Sumardaginn
fyrsta, 21. apríl næstkomandi.
I upphafi leikur Lúðrasveit
Reykjavíkur nokkur lög og síðan
verður samfelld rúmlega klukku-
stundar dagskrá, sem hefst kl.
15:15 undir stjórn Svavars Gests.
Formaður Fulltrúaráðs sjálf-
stæðisfélaganna í Reykjavík, Guð-
mundur H. Garðarsson flytur
setningarávarp og nokkrir aðrir
frambjóðendur Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík ávarpa gesti.
Meðal dagskráratriða er söngur
þeirra Elísabetar F. Eiríksdóttur
og Júlíusar Vífils Ingvarssonar við
undírleik Ólafs Vignis Albertsson-
ar. Jónas Þórir Jónasson og Gra-
ham Smith leika saman á fiðlu og
píanó, kvartett nemenda úr
Menntaskólanum úr Kópavogi
syngja og leikarar lesa úr þekkt-
um skáldverkum.
í kjallarasal Valhallar efnir
Landsmálafélagið Vörður til
hlutaveltu. Veitingabúðin í aust-
ursal á fyrstu hæð verður opin og
léttar veitingar á boðstólum. Hús-
ið opnar kl. 14:30.
Allir eru velkomnir.
Frambjóðendur Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjaneskjördæmi
hafa lýst sig reiðubúna til þess
að koma í heimahús og ræða um
viðhorfin í kosningabaráttunni.
Þessi mynd var tekin á einka-
heimili í Keflavík á fóstudags-
kvöldið er Salome Þorkelsdóttir
kom þangað ásamt Braga Micha-
elssyni.
Sjálfstæðisfélög í Kópavogi
höfðu opið hús á laugardaginn
var, og mættu frambjóðendur
flokksins í Reykjaneskjördæmi
þar svo og Friðrik Sophusson,
varaformaður flokksins. Mynd-
in var tekin af nokkrum fund-
argesta en mikill fjöldi fólks
lagði leið sína í Sjálfstæðishúsið
þennan dag.
Kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins:
Kólfur framsóknar
sveiflast frá kommum
Kosningastefna Framsóknar-
flokksins ber þess auðvitað merki
að hann er miðflokkur sem sveiflast
eins og kólfur á klukku og það fer
eftir því hvar kólfurinn er staddur
þegar boðað er til kosninga hver
stefna flokksins er og svo er kólfur-
inn jafnan kominn annað að kosn-
ingum loknum. Skýrasta dæmið um
hentistefnu framsóknarmanna er
afstaða þeirra til varnar- og öryggis-
mála á árinu 1974. Fram undir
kosningar þá um vorið fylgdu fram-
sóknarmenn þeirri stefnu sem mót-
uð var í sáttmála fyrsta ráðuneytis
Ólafs Jóhannessonar (1971 til
1974), en í þvf voru kommúnistar og
framsóknarmenn á einu máli um að
gera bæri ísland varnarlaust f
áföngum. Þessi varnarleysisstefna
beið mikið afhroð bæði í sveitar-
stjórna- og þingkosningunum
sumarið 1974. Sjálfstæðisflokkurinn
með markvissa og óbrenglaða
stefnu í sjálfstæðismálum þjóðar-
innar vann glæsilegan sigur. Eftir
kosningar mynduðu svo sjálfstæð-
ismenn og framsóknarmenn stjórn
undir forsæti Geirs Hallgrímssonar
en sami framsóknarmaður hélt
áfram að vera utanríkisráöherra í
hinni nýju stjórn og gegnt hafði því
embætti í samstarfinu viö kommún-
ista, nú brá hins vegar svo við að
utanríkisráðherrann, Einar Ágústs-
son, fylgdi gjörbreyttri stefnu.
Svipaða sögu má segja um af-
stöðu framsóknarmanna til efna-
hagsmála sem er helsta ágrein-
ingsefnið í þingkosningunum nú. I
efnahagsmálum sveiflast fram-
sóknarmenn til og frá eins og í
utanríkismálum. Þegar Ólafur Jó-
hannesson myndaði annað ráðu-
neyti sitt 1. september 1978 í sam-
vinnu við kommúnista og krata,
markaði það að sögn framsókn-
armanna þáttaskil í stjórn efna-
hagsmála. Nú yrði tekið upp
„samráð" við aðila vinnumarkað-
arins en ekki sett lög á alþingi um
ráðstafanir f efnahagsmálum,
vísitöluskerðingu og þar fram eft-
ir götunum. ólafur Jóhannesson
flutti stefnuræðu sem forsætis-
ráðherra 19. október 1978 og sagði
meðal annars: „í þættinum um
efnahagsmál er annars vegar
fjallað um markmið, sem að er
stefnt, og hins vegar um leiðir eða
aðgerðir til að ná þessum mark-
miðum. Þar er í fyrsta lagi lögð
áhersla á samráð og samstarf við
aðila vinnumarkaðarins. Er þar í
raun og veru um að ræða eins
konar hornsteina sem samstarfs-
yfirlýsingin er reist á, og er þar að
finna undirstöðu þessa stjórnar-
samstarfs." Og ólafur Jóhannes-
son sagði einnig: „Hlutverk þess-
arar stjórnar verður þó fyrst í
stað, að mínum dómi, fyrst og
fremst það að vera viðnáms- og
aðhaldsstjórn. En ég held ég geti
sagt, án þess að það séu innantóm
orð, að við viljum stjórna fyrir
fólkið og með fólkinu."
Annað ráðuneyti ólafs Jóhann-
essonar splundraðist haustið 1979
vegna ósamkomulags um stjórn
efnahagsmála og eftir það fundu
framsóknarmenn upp niðurtaln-
inguna sem þeir fylgja enn. I orði
sögðust þeir vilja fylgja henni
fram með samráði og er um það
rætt í sáttmála þeirrar stjórnar
sem enn situr að samráð skuli
haft við aðila vinnumarkaðarins.
En til þeirra kosninga sem nú eru
á næsta leiti ganga framsóknar-
menn ekki undir merkjum sam-
ráðs, því að nú vilja þeir að al-
þingi lögfesti niðurtalningu á
verbólgunni, tími sé ekki til ann-
ars, eins og Halldór Ásgrímsson,
varaformaður Framsóknarflokks-
ins, komst að orði í sjónvarpinu á
dögunum.
Nú er tillaga Framsóknar-
flokksins um niðurtalningu verð-
bólgu þessi: „Efnahagsáætlun
verði lögfest til tveggja ára, t.d.
frá og með 1. júní 1983 til 1. júní
1985. Viðmiðunartölur verði
ákveðnar á sex mánaða fresti og
óheimilt að semja um hærra. Við-
miðunartölum fylgi kaupgjald,
verð landbúnaðarvara, fiskverð,
verð opinberrar þjónustu og verð
vöru, sem háð er ákvæðum um há-
marksálagningu. Verðlagsráð og
Verðlagsstofnun skuli í starfi sínu
miða verðgæslu og verðlagseftir-
lit við verðhjöðnunarferil áætlun-
arinnar. Vísitala framfærslu-
kostnaðar verði reiknuð eftir nýj-
um grunni og verðbótatímabil
lengt. Ríkisstjórnin skal stefna að
því að halda breytingum vfsitölu
framfærslukostnaðar innan
marka niðurtalningar eða tryggja
lífskjör fólks með öðrum hætti,
m.a. með hækkun barnabóta og
persónuafsláttar frá tekjuskatti
og með niðurgreiðslum nauðsynja
úr ríkissjóði."
Þegar Framsóknarflokkurinn
gekk til núverandi stjórnarsam-
starfs var hann með niðurtaln-
ingarstefnu þar sem nefndar voru
prósentutölur um lækkun verð-
bólgunar og sett að markmiði að á
árinu 1982 hefði bólgan hjaðnað
svo að hún væri sambærileg og
erist i helstu viðskiptalöndunum.
ræðu Steingríms Hermannsson-
ar, formanns framsóknar, á þingi
flokksins í nóvember 1982 voru
enn nefndar tölur um hæð verð-
bólgunnar. Markmið Steingríms
þá var að verðbólga yrði ekki yfir
30% frá miðju ári 1983 til miðs
árs 1984 og lögbundið yrði 30%
þak á verðbætur samtals á tíma-
bilinu og sömuleiðis á launahækk-
un bænda og tekjuaukningu sjó-
manna í gegnum fiskverð. Nú
blasir við að hinn 1. júní 1983
muni verðbætur á laun hækka um
20% svo að hugmyndir framsókn-
armanna um „niðurtalningar-
skref" frá því í nóvember 1982 eru
fokin út í veður og vind eins og
allar eldri hugmyndir þeirra,
enda þora þeir ekki að nefna nein-
ar tölur sem markmið þegar þeir
hampa lögbindingu niðurtaln-
ingarinnar nú. Annars vekur það
furðu að framsóknarmenn, sem
setið hafa í öllum ríkisstjórnum
siðan í júli 1971 nema einni sem
var aðeins í fjóra mánuði og hafa
alltaf verið að berjast við verð-
bólguna með þeim árangri að hún
hefur vaxið um 100%, skuli telja
sér fært að leggja það fram fyrir
kjósendur, að aðeins Framsóknar-
flokkurinn hafi skynsamlega
stefnu í baráttunni við verðbólg-
una. Þessar bólgnu yfirlýsingar
framsóknar eru líklega skýrasta
dæmið um það, hvernig verðbólg-
an ruglar ekki aðeins peningalegt
mat heldur einnig pólitiskt. Ef
marka má framsóknarmenn nú,
hefur efnahagsstefna þeirra í 12
ára stjórnartíð aðeins ráðið í þrjá
mánuði í upphafi árs 1981.
{ kosningastefnuskránni segja
framsóknarmenn að nota verði
varasjóði i orku fallvatna og i
jarðvarma til að „brúa bilið milli
atvinnuleysis og fullrar atvinnu".
Vilja þeir að sem allra fyrst verði
gengið úr skugga um það, hvaða
möguleikar eru á samstarfi við
erlenda aðila um uppbyggingu á
orkufrekum iðnaði i landinu. Ekki
setja framsóknarmenn það sem
skilyrði að erlendir aðilar eigi að-
eins minnihluta í slfkum fyrir-
tækjum en hins vegar vilja þeir,
að í samningum við erlenda aðila
verði „virk aðild íslendinga að öll-
um þáttum rekstrar fyrirtækja
tryggð og að íslenskir aðilar geti á
umsömdum tíma eignast meiri-
hluta í fyrirtækjunum". í kosn-
ingastefnuskránni segir einnig:
„Þess skal gætt að samningar um
orkuverð verði sveigjanlegir,
þannig að eðlilegt verð fáist fyrir
orkuna á hverjum tíma. Hraða
skal samningum við ÍSAL um
orkuverð á þessum grundvelli."
Sé þessi afstaða Framsóknar-
flokksins til orkufreks iðnaðar og
samstarfs við útlendinga um
hann borin saman við eldri skoð-
anir flokksins í þessum mála-
flokki er unnt að slá því föstu, að
flokkurinn hafi aldrei verið fjar-
lægari Alþýðubandalaginu í þessu
efni en nú. Eins og umræður um
þessi mál hafa þróast undanfarna
mánuði siðan sauð upp úr milli
Guðmundar G. Þórarinssonar,
fráfarandi þingmanns framsókn-
ar, og Hjörleifs Guttormssonar,
iðnaðarráðherra, er ljóst að fram-
sóknarmenn hafna ekki einvörð-
ungu Hjörleifi heldur einnig
stefnu Alþýðubandalagsins i stór-
iðjumálum. Af reynslunni af
sveiflum framsóknar má hins
vegar álykta sem svo að flokkur-
inn myndi snúast gegn þeim við-
horfum sem hann lýsir nú og
hverfa að nýju til afturhalds-
stefnunnar í þessum málum telji
hann sér það henta að kosningum
loknum.
í kosningabæklingi Framsókn-
arflokksins „Festa, sókn, framtíð"
segir þetta um utanríkismál: „Is-
lendingar leggi ákveðnir lóð á
vogarskál friðar með skeleggri
baráttu fyrir afvopnun og tak-
mörkun kjarnorkuvopna." Og
einnig: „íslendingar leiti eftir
góðum samskiptum við allar þjóð-
ir og styðji eftir megni baráttu
fyrir friði í heiminum, jafnrétti
og sjálfstæði allra þjóða og rétti
manna til frelsins og mannsæm-
andi lífs.“ I kosningastefnu-
skránni sjálfri, sem kynnt var á
blaðamannafundi 5. apríl, er hins
vegar hvergi neitt að finna um
utanríkis- og varnarmál. Endur-
speglar sú staðreynd líklega þau
átök sem lengi hafa verið innan
Framsóknarflokksins milli þeirra
sem vilja halla sér að Alþýðu-
bandalaginu í þessum málum og
hinna sem vilja taka afstöðu til
sjálfstæðismála þjóðarinnar án
tillits til samkeppni við Alþýðu-
bandalagið um atkvæði á vinstri
væng.
Þögn Framsóknarflokksins um
varnarmálin vekur þeim mun
meiri athygli fyrir þá sök, að
mörgum þykir að eina fjöðrin í
hatti flokksins eftir setuna í nú-
verandi ríkisstjórn séu störf ólafs
Jóhannessonar í embætti utanrík-
isráðherra og andófið sem hann
hefur haft í frammi gegn yfir-
gangi kommúnista. Vilja sumir
andstæðingar flokksins jafnvel
setja strik yfir undirskrift Ólafs
undir Rússasamninginn 2. júlí
1982 og halda því á loft sem hann
hefur gert í varnarmálunum.
Vissulega væri fróðlegt að lesa
niðurstöðurnar ef gerð yrði skoð-
anakönnun meðal frambjóðenda
Framsóknarflokksins nú fyrir
þessar kosningar og þeir spurðir
álits á störfum Ólafs Jóhannes-
sonar sem utanríkisráðherra.
Hvað ætli Asta R. Jóhannesdóttir,
sem skipar fjórða sætið hjá fram-
sókn í Reykjavík, segði um þetta?
Arnþór Helgason, sem skipar
sjöunda sætið í Reykjaneskjör-
dæmi, hefur meiri trú á Maó, for-
manni, en ólafi Jóhannessyni og
honum finnst tímabært að Fram-
sóknarflokkurinn taki upp ris-
meiri utanríkisstefnu en þá að
vera „taglhnýtingur Bandaríkja-
manna“ eins og hann orðaði það í
kosningablaði framsóknar.