Morgunblaðið - 19.04.1983, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1983
Knattspyrnufélaqið Víkingur 75 ára:
Síðustu ár mestu uppgangs-
tímar í sögu félagsins
KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ Víkingur veröur 75 ára 21. apríl nk„ sumar-
daginn fyrsta. Margt hefur drifið á daga félagsins síðan það var stofn-
aö í geymsiuplássi í kjallara viö Túngögu þennan dag árið 1908. Skipst
hafa á skin og skúrir og oft var það aöeins eldmóður fárra manna, sem
hélt lífi í félaginu. Síöustu árin hafa verið mestu uppgangstímar í sögu
félagsins og nú heldur Víkingur í fyrsta skipti upp á stórafmæli, sem
íþróttafélag í fremstu röð hér á landi.
Um 2.000 manns iðka íþróttir innan vóbanda Víkings en Víkingar eru
aö sjálfsögðu mun fleiri. Gífurleg vinna liggur aö baki því æskulýðs- og
íþróttastarfi, sem unnið er innan Víkings og má nefna sem dæmi að
kostnaður við rekstur félagsins og deilda þess í fyrra var um 6 mílljónir
króna.
Afmælisins veröur minnst á margvíslegan hátt en hæst ber eflaust
að um þessar mundir kemur út saga félagsins, sem ber heitiö Áfram
Víkingur og er skráð af Ágústi Inga Jónssyni blaöamanni. Sérstök
athygli skal vakin á því að afmæliskaffi verður í Tónabæ á afmælisdag-
inn kl. 15—18 og eru allir Víkingar og velunnarar félagsins hjartanlega
velkomnir.
Dagskrá á afmælisdaginn
Dagskrá afmælisdagsins 21.
apríl veröur sem hér segir:
Kl. 10. Guösþjónusta í Bústaöa-
kirkju, prestur sr. Ólafur Skúlason,
organisti Guöni Guömundsson.
Kl. 10.45. Skrúöganga frá Bú-
staöakirkju aö nýju félagssvæöi
Víkings í Fossvogi. Þar veröa fyrir-
hugaöar framkvæmdir kynntar.
Kl. 15. Afmælishátíð í Tónabæ.
Kaffiveitingar, ræöur, heiöurs-
merkjaveitingar og önnur dag-
skráratriöi.
Kl. 15. Skemmtun fyrir yngstu
Víkingana í Bústööum. Ungir Vík-
ingar og vinir þeirra velkomnir.
Kl. 21. Víkingsdansleikur íTóna-
bæ fyrir unglinga í félaginu og
gesti þeirra.
Laugardaginn 30. apríl veröur
afmælisárshátíö í Lækjarhvammi,
Hótel Sögu. Miöar eru seldir í
Sportval, Hlemmi og Austurborg
viö Stórholt.
Einstakar deildir í félaginu munu
standa fyrir afmælismótum og
leikjum síöar á árinu, t.d. fær
knattspyrnudeildin Stuttgart í
heimsókn í júní.
Til stóö að starfrækja „Útvarp
Víkingur“ á afmælisdaginn en yfir-
völd synjuðu um leyfi til þess.
Stofnun Víkings
Knattspyrnufélagiö Víkingur var
stofnaö 21. apríl 1908 af þeim Axel
Andréssyni, Emil Thoroddsen,
Davíö Jóhannessyni, Páli Andrés-
syni og Þóröi Albertssyni. Stofn-
fundurinn var haldinn í geymslu-
plássi í kjallaranum á Túngötu 12
og mættu alls 32 drengir á fund-
inn, flestir á aldrinum 8—12 ára.
Axel Andrésson var aðal hvata-
maöurinn aö stofnun félagsins og
fyrsti formaöur þess.
Eins og nafniö bendir til, var
knattspyrnan sú íþróttagrein, sem
Víkingar iðkuöu og var svo fyrstu
áratugina eöa fram undir 1940, en
þá var fariö aö stunda handknatt-
leik og skíöaíþróttina innan félags-
ins. Fyrstu 10 árin tók Víkingur
ekki þátt í islandsmótinu í knatt-
spyrnu en lék ýmsa vináttuleiki og
leiki í opinberum mótum. Fyrsti
leikurinn í opinberu móti var gegn
KR í júní 1914 og vann Víkingur
2:1. Þetta var í móti Ungmennafé-
lags islands. Áriö 1918 tók Víking-
ur í fyrsta skipti þátt í islandsmóti
og þurfti að fá undanþágu fyrir 5
leikmenn, sem ekki höföu náö til-
skildum aldri. Uröu Víkingar í 2.
sæti af 4 félögum. Liðið vann Val
og KR en tapaöi fyrir Fram og var
þaö fyrsti tapleikur félagsins.
Áriö 1920 varö Víkingur ís-
landsmeistari í fyrsta skipti. Félag-
iö hlaut 4 stig, KR 2 stig og Fram
ekkert. Víkingur vann KR 5:2 og
Fram 4:3 svo þetta hafa verið líf-
legir markaleikir. Aftur varö Vík-
ingur íslandsmeistari 1924 en þá
kepptu fjögur lið um titilinn, Vík-
ingur hlaut 6 stig, Fram 4 og KR og
Valur eitt stig hvort félag.
Gengi félagsins var allgott í is-
landsmótinu fram til ársins 1928
en upp frá því fór aö halla undan
fæti og má nefna sem dæmi, aö
liðiö lék 5 íslandsmót í röö án þess
aö fá stig. Áriö 1937 sendi Víking-
ur ekki liö til keppni í islandsmót-
inu en upp úr því rofaði til um tima,
félagiö varö í 2. sæti á islandsmót-
inu 1938 og varö Reykjavíkur-
meistari 1940. Næstu þrjá áratugi
gekk á ýmsu og segja má aö frá
1940 fram til 1970 hafi félagiö ekki
unnið umtalsverða sigra á knatt-
spyrnusviöinu.
Þáttaskil er
félagið flytur
Þáttaskil veröa er félagiö flytur
starfsemi sína í Bústöa- og Smá-
íbúöahverfi áriö 1953. Árin á und-
an var talsverð deyfð félags- og
íþróttalega hjá Víkingi og menn
sáu aö viö svo búið mátti ekki
standa. Félagið haföi fram til
þessa verið miðbæjarfélag, en
flutti nú í barnflesta hverfi borgar-
innar, sem var óöum aö byggjast.
Sótt var um leyfi fyrir félagssvæöi
1952 og fékk Víkingur úthlutaö nú-
verandi svæöi viö Hæöargarö í
febrúar 1953. Axel Andrésson tók
fyrstu skóflustunguna aö nýju fé-
lagsheimili 3. september 1953.
Meö tilkomu félagsheimilis og
íþróttavalla í þessu barnmarga
hverfi kom nýtt blóö í félagiö.
Fljótlega eignaöist Víkingur sterka
yngri flokka, sem unnu mörg Is-
landsmót og smám saman styrkt-
ist meistaraflokkur félagsins. Áriö
1969 vannst fyrsti bikarinn í háa
herrans tíö í meistaraflokki, er Vík-
ingur vann 2. deildina, og áriö
1971 vann félagiö Bikarkepþni
KSÍ. Fast sæti í 1. deild náöist
1974 og Reykjavíkurmótiö vannst
sama ár. Sumariö 1981 rættist
hinn langþráöi draumur, Víkingur
varö Islandsmeistari í knattspyrnu
á ný, eftir 57 ára hlé. I fyrra varöi
félagiö Islandsmeistaratitilinn.
Handknattleikur
Byrjaö var aö iöka handknatt-
leik í Víkingi 1938 og var mikill
kraftur í starfinu til aö byrja meö.
Til dæmis sá Víkingur um fyrsta
islandsmótiö 1939, í samvinnu viö
Val. Áriö 1946 vannst fyrsti (s-
landsmeistaratitillinn og var þaö í
2. flokki. Víkingur varö íslands-
meistari í mfl. i fyrsta skipti 1975
og síðan hefur félagiö veriö í
fremstu röö. Þaö hefur orðiö ís-
landsmeistari fjögur ár í röö. Bik-
armeistari varö Víkingur 1978 og
Tatið frá vinstri Þórir Gunnarsson formaöur árshátíðarnefndar, Freyr Bjartmars á sæti í afmælisnefnd.
Sveinn Grétar Jónsson formaður Víkings, Þorlákur Þórðarson fyrrum formaður Víkings á sæti í afmælis-
nefnd, Anton Örn Kjærnested fyrrum formaður Víkings og á sæti í afmælisnefnd, Sigtryggur Sigtryggsson
formaöur fulltrúaráðs Víkings og Ágúst Ingi Jónsson en hann hefur ritað sögu félagsins í tilefni afmælisins.
Ljósm.: Kristján Einsrsson.
1979 og Reykjavíkurmeistari fjög-
ur síöustu árin.
Skíðaiökun
Skíöaiökun hófst hjá félaginu
um 1940. Skíöaskáli var reistur í
Sleggjubeinsskaröi á tiltölulega
stuttum tíma og var hann afhentur
félaginu sem skuldlaus eign 1944.
Skíöaskálinn var vinsæll af Víklng-
um og mikið notaöur allt þar til
hann brann til kaldra kola á pásk-
um 1964. Um 50 manns voru í
skálanum og var mesta mildi, aö
ekki uröu slys á fóiki. Þegar í staö
var hafist handa viö aö reisa nýjan
skála og var hann tekinn í notkun
áriö 1972. Nú er blómlegt starf hjá
skíðadeildinni, skálinn mikiö
notaöur og búiö er aö koma fyrir
þremur skíöalyftum á svæöinu.
Fjórar nýjar
deildir stofnaðar
Áriö 1973 voru fjórar nýjar
deildir stofnaöar í félaginu, borö-
tennis-, badminton-, blak- og
kvennadeild og eiga þær 10 ára
afmæli um þessar mundir.
Mikill fjöldi hefur iökaö íþróttir í
þremur fyrstnefndu deildunum og
árangur veriö góöur. Meistara-
flokkur karla í blaki varö sigurveg-
ari í fyrsta Reykjavíkurmótinu 1973
og Víkingsstúlkurnar hafa oröið ls-
landsmeistarar í blaki fjórum sinn-
um, árin 1975, ’76, ’80 og ’81. I
borðtennis eignaöist Víkingur Is-
landsmeistara í einliöaleik og tví-
liöaleik karla 1982 og yngri flokkar
félagsins eru þeir sterkustu í
íþróttinni um þessar mundir.
Blómlegt starf hefur veriö í
kvennadeildinni og hún hefur
styrkt félagiö á margvíslegan hátt.
Sömuleiöis hefur Fulltrúaráð Vík-
ings stutt félagið á margvíslegan
hátt í þau tæpu 30 ár, sem þaö
hefur starfaö. I Fulltrúaráölnu eru
fyrrverandi leikmenn, stjórnar-
menn og aðrir Víkingar, sem vilja
halda hópinn og styrkja félag sitt.
Bridgestarf hefur veriö í félaginu
um langa hríö og eru bridgekvöld-
in vel sótt. Sömuleiðis hefur hópur
Víkinga fariö í gönguferöir saman
nú um nokkurra ára skeiö og hefur
hópurinn nefnt sig Göngu-Víkinga.
Framtíðarsvæði
í Fossvogi
Meö stórauknu starfi félagsins
er oröiö þröngt á núverandi svæöi
viö Hæöargarö. Því var athugað
hjá Reykjavíkurborg, hvort fyrir
lægi hentugt svæöi. Niöurstaöan
varö sú, aö Víkingum var úthlutaö
svæöi í Fossvogi áriö 1976, sem
veröa á framtíöarsvæði þess. Búiö
er aö ræsa þaö fram og í sumar er
ætlunin aö giröa svæöiö og sá í
þaö. Áformaö er aö byggja á
svæöinu grasvöll meö áhorfenda-
stæöum fyrir 3.000 manns, stóran
æfingaflöt meö grasi, tennisvöll,
handknattleiksvöll og síöast en
ekki síst íþróttahús meö löglegum
keppnisvöllum, áhorfendastæöum
fyrir 1.000 manns og aöstööu fyrir
félagsstarfsemi.
Saga Víkings
I tilefni 75 ára afmælisins var
ráöist í þaö stórvirki aö gefa út
sögu félagsins. Var Ágúst Ingi
Jónsson blaðamaöur ráöinn til
þess aö rita söguna en Anton Örn
Kærnested sá um útgáfuna fyrir
hönd félagsins. Þetta er mikil bók
aö vöxtum, um 240 blaösíöur aö
stærö og prýdd um 200 myndum.
Þeir sem vilja eignast bókina geta
fengiö hana keypta í afgreiöslu
BAB, hjá Bókaverzlun Sigfúsar
Eymundssonar, Austurstræti 18.
Stjórn félagsins
Núverandi stjórn Víkings skipa:
Sveinn Grétar Jónsson, formaöur,
Siguröur Bjarnason, varaformaö-
ur, Guðmundur Rúnar Óskarsson,
gjaldkeri, Þórhildur Gunnarsdóttir,
ritari, og meöstjórnendur eru Sig-
fús Örn Sigurhjartarson, Guö-
mundur Tómas Gíslason, Þórir
Gunnarsson og Bjarni P. Magn-
ússon.
Formenn deilda eru þessir:
Knattspyrnudeild: Eiríkur Þor-
kelsson. Handknattleiksdeild:
Þóröur Þórðarson. Skíöadeild:
Kristbjörg Þóröardóttir. Borðtenn-
isdeild: Gunnar Jónasson. Bad-
mintondeild: Magnús Jónsson.
Blakdeild: Sunneva Jónsdóttir.
Kvennadeild: Halldóra Þ. Ólafs-
dóttir. Fulltrúaráö: Sigtryggur Sig-
tryggsson.
Formenn Víkings hafa veriö
þessir frá upphafi: Axel Andrés-
son, Óskar Norömann, Helgi
Eiríksson, Magnús Brynjólfsson,
Halldór Sigurbjörnsson, Tómas
Pétursson, Guöjón Einarsson,
Gunnar Hannesson, Þorbjörn
Þóröarson, Ólafur Jónsson (Flosa),
Gísli Sigurbjörnsson, Brandur
Brynjólfsson, Þorlákur Þóröarson,
Ingvar N. Pálsson, Haukur Eyj-
ólfsson, Gunnar Már Pétursson,
Pétur Bjarnarson, Jón Aöalsteinn
Jónasson, Anton Örn Kærnested
og Sveinn G. Jónsson.
Nulifandi heiöursfélagar eru
tveir, Guöjón Einarsson og Ólafur
Jónsson (Flosa).
Torres
þjálfar
Flamengo
CARLOS Alberto Torres, fyrrum
fyrirliði brasilíska landsliðsins í
knattspyrnu, hefur veriö ráðinn
þjálfari Zico og félaga hjá Flam-
engo.
Forseti félagsins tilkynnti þetta í
gær og sagði þá einnig aö liöiö
myndi reyna aö fá Pele til starfa
hjá félaginu — sem framkvæmda-
stjóra varöandi feröalög liösins.
Alberto kemur frá New York á
laugardag og stjórnar liöinu í
fyrsta sinn á sunnudag gegn Cor-
inthians. Hann tekur viö af náunga
aö nafni Carlinhos, sem var aöeins
meö liöið í fimm leikjum. Einn sigur
varö uppskeran úr þeim og því var
hann látinn fara.