Morgunblaðið - 19.04.1983, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1983
Síðustu Háskólatónleikar vetrarins
ÁTJÁNDU og síöustu tónleikar á
starfsárinu 1982—1983 veröa í
Norræna húsinu miðvikudaginn 20.
aprfl kl. 12.30. Á efnisskránni eru
verk fyrir klarinett og slagverk.
Flytjendur eru: Kjartan Óskarsson,
klarinett, Reynir Sigurðsson, slag-
verk.
Kjartan óskarsson stundaði
Hryllingsmynd
í Bíóhöllinni
BÍÓHÖLLIN hefur tekiö kvikmynd-
ina „Creepshow" (Þrumur og eld-
ingar) til sýningar.
Leikstjóri hryllingsmyndar
þessarar er George Romero og að-
alhlutverk leika Hal Holbrook,
Adrienne Barbeau og Leslie Niel-
sen.
Snjóflóð
tók af brú
SNJÓFLÓÐ eyðilagði brú í Dals-
mynni við austanverðan Eyjafjörð
um helgina, en brú þessi er yfir
Græfilsgil, samkvæmt upplýsingum
sem Mbl. fékk hjá Vegagerðinni í
gær.
Venjuleg vetrarleið frá Akur-
eyri til Húsavíkur liggur fram
undir Grenivík og þaðan inn í
Fnjóskadalinn, en brúin er á
þeirri leið. Því er þessi leið lokuð,
en til þess að halda opinni leiðinni
til Húsavikur var vegurinn um
Vikurskarð ruddur, en sá vegur er
í byggingu. Því lokast enginn inni
vegna brúartapans, samkvæmt
upplýsingum Vegagerðarinnar.
RÚMGÓÐUR OG SPARNEYTINN FJÖLSKYLDUBÍLL BÚINN ÝMSUM KOSTUM DÝRARI BÍLA OG AÐ SJÁLF-
SÖGÐU MEÐ FRAMHJÓLADRIFI. ... . . . 0<J0 ftnn
GERIÐ GÓÐ KAUP Á APRÍLGENGI. Verð fra kr. 23Z.0ÖU,-. Gengi 5.4. 83.
HONDA Á ÍSLANDI - VATNAGÖRDUM 24 - SIMI38772
nám í klarinettuleik hjá Vil-
hjálmi Guðjónssyni við tónlist-
arskólann í Reykjavík og lauk
þaðan einleikara- og kennara-
prófi 1976. Stundaði síðan nám
við Tónlistarháskólann í Vínar-
borg, kennarar hans þar voru
Rudolf Jettel og Peter Schmidl.
Kjartan hefur kennt við Tónlist-
arskólann í Kópavogi, Franz Scu-
bert Konservatorium í Vín og
Royndar- tónlistarskólanum í
Færeyjum.
Reynir Sigurðsson nam við
Tónlistarskólann í Reykjavík og í
Stokkhólmi. Hann er slagverks-
leikari Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands. Reynir er kennari við
Tónlistarskóla Félags íslenskra
hljómlistarmanna.
Háskólatónleikar eru haldnir í
Norræna húsinu í hádeginu á
miðvikudögum. Þeir hefjast
klukkan 12.30 og standa venju-
lega í 30 til 40 mínútur.
R O Y A L
SKYNDIBÚÐINGARNIR
ÁVALLT FREMSTIR
ENGiN SUÐA
Tilbúinn eftir
fimm mínútur
5 bragðtegundir
VZterkur og
k-/ hagkvæmur
auglýsingamióill!
fltairgttttfit&frtfr
HONDA CiyíC 1983
SÆNSKA (DUX) HEILSURÚMIÐ
Vaknar þú stirður á morgnanna?
Ert þú sífellt að bilta þér um nætur?
Færðu í bakið þegar þú liggur í rúminu þínu?
Ef eitthvað af þessu á við þig.gæti þaðverið
slæmu rúmi um að kenna. DUX-springdýn-
an er hönnuð með það í huga að hvíla líkam-
ann eins vel og unnt er. Hún lagar sig að lík-
ama þínum. og styður við hann.
DUX heilsurúmin veita líkama þínum að-
hlynningu og auka daglega vellíðan. DUX
heilsurúmin eru fyrir alla sem þurfa á góðri
hvíld að halda hvort sem það eru sjúklingar
eða hraustir íþróttamenn. Góð hvíld og góð-
ur svefn er oft besta lækningin við mörgum
kvillum. DUX heilsurúmin hafa hjálpað
mörgum. Gefðu gaum að heilsu þinni.
PO\
HRINGID í
27560
.. .og við sendum þér að kostnaðarlausu nákvæmar
upplýsingar um betri og dýpri svefn i sænsku DUX
heilsurúmi
GEFÐU GAUM AÐ HEIISU MNNI (DUX) AÐALSTRÆTI9 SÍMI27560