Morgunblaðið - 19.04.1983, Síða 37

Morgunblaðið - 19.04.1983, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1983 37 áhuga og veitti okkur mikla hjálp, þótt sjúkur væri orðinn. Jóhannes átti mikið og fjöl- breytilegt bókasafn um íþrótta- mál. Á því mátti sjá hve gífur- legan áhuga Jóhannes hafði á íþróttamálum og öllu varðandi uppbyggingu, þjálfun og heilbrigði líkamans. Oft ræddi hann við okkur um hugmyndir sínar varðandi nýj- ungar í fræðslu á sviði íþrótta og líkamsþjálfunar og vildi virkja sem flesta aðila sem vinna að lík- amsþjálfun til samstarfs. Á heimili Jóhannesar og Mar- grétar var ætíð gott að koma. Þau hjón voru afar samhent og þar ríkti ávallt hlýja og gestrisni svo af bar. Jóhannes stóð sem hetja frammi fyrir þeim vágesti sem leggur svo margan manninn að velli, þótt hann yrði að lokum að lúta í lægra haldi. Það er mikill missir að Jóhann- esi Sæmundssyni. Miklu hefur hann áorkað en ótrúlega miklu langaði hann að koma í verk en entist ekki aldur til. Ég votta eiginkonu Jóhannesar, Margréti Thorlacius, frænku minni, sonum þeirra svo og öðrum vandamönnum innilega samúð mína og bið Guð að styrkja þau í sorg þeirra. Blessuð sé minning hans. Bogi Jónsson Jóhannes Sæmundsson, íþrótta- kennari, ólst upp fyrstu árin á Patreksfirði, en fluttist síðan með fjölskyldu sinni til Hafnarfjarðar, þar sem hann átti heima öll sín unglingsár. Menntun sína hlaut hann víða, bæði í Svíþjóð og í menntaskólanum í Gordonstoun við Dublin. Háskólanámi í íþrótta- fræðum lauk hann svo í San José í Kaliforníu. Hann kom heim árið 1965 að námi loknu og hóf kennslu við Menntaskólann í Reykjavík haustið 1967. Kona hans var Margrét Thor- lacius og áttu þau þrjá syni, Guðni, fæddur 26. júní 1968, Pat- rekur, fæddur 7. júlí 1972, og Jó- hannes, fæddur 19. desember 1979. Foreldrar hans voru Sæmundur Jóhannesson, starfsmaður Áburð- arverksmiðju ríkisins, og Sigur- veig Guðmundsdóttir, kennari. Jóhannes kom til starfa í Menntaskólanum í Reykjavík árið 1967. Hann hafði þá lokið prófi í íþróttafræðum, og það kom brátt í ljós, að áhugi hans á faginu var gífurlegur. Hann breytti leikfimi- kennslu í íþróttakennslu og lagði mikla áherslu á að efla þrek nem- enda og kenna þeim undirstöðu- atriðin í mörgum greinum íþrótta, sem þeir mættu síðar nota til að viðhalda heilsu sinni og hreysti. Hann átti ákaflega gott meðað umgangast nemendur og ávann sér mikla hylli þeirra. Segir það sína sögu, því að lengst af var hann einnig félagsmálafulltrúi, en í slíku starfi hljóta alltaf að koma upp vandamál. Þau leysti hann eins farsællega og best varð á kos- ið. Ekki er síður ástæða til að geta glaðværðar hans og kátínu á kennarastofunni. Hann var skemmtilega stríðinn, án þess að broddurinn færi of djúpt eða sæti eftir, og þó að stríðnir menn þoli oft manna verst stríðni, þá var því ekki svo farið um Jóhannes, hann gat tekið stríðni eins vel og hann útdeildi henni. Eftir vanheilsu svo til allt þetta skólaár er Jóhannes Sæmundsson nú allur, langt um aldur fram, gjörvulegur maður í blóma lífsins höggvinn af hinum slynga sláttu- manni. Eftir stöndum við agndofa og skiljum ekki. Menntaskólanum í Reykjavík var það mikið lán að fá Jóhannes til starfa og mikið tjón að missa hann. Við höfum öll, kennarar og nemendur, misst góðan vin og stofnunin mikilhæfan starfsmann. Margréti, eiginkonu hans, son- unum þremur, Guðna, Patreki og Jóhannesi, og öldnum foreldrum sendi ég fyrir hönd okkar hjóna og skólans í heild innilegustu samúð- arkveðjur og bið þeim Guðs bless- unar. Guóni Guðmundsson íþróttakennsla pilta hófst við Reykjavíkurskóla árið 1957. Á þeim tæpu 130 árum, sem síðan eru liðin, hafa aðeins sjö kennarar fengizt við þessa kennslu. Má af því ráða, að þeir hafa allir átt sér nokkuð langan feril í þessu starfi og sumir mjög langan. Þeir hafa enzt vel. Nú hafa hins vegar þau hörmulegu tíðindi orðið, að fallinn er frá íþróttakennari skólans, Jó- hannes Sæmundsson, maður enn á bezta aldri. Jóhannes Sæmundsson kom að Menntaskólanum árið 1967. Hann var þá nýlega kominn frá námi og hafði, að ég hygg, ekki áður komið inn fyrir dyr þessarar gömlu stofnunar. Jóhannes hafði um þessar mundir sótzt eftir öðru starfi, sem hann fékk ekki, og var ráðning hans við Menntaskólann eins konar næstbezti kostur og í raun tilviljun. Þegar Jóhannes kom að skólanum, var íþróttahús hans orðið 70 ára gamalt og starfsaðstaða íþróttakennara því með lakasta móti og er svo enn. Það var því hvorki vegna gamalla tengsla né góðrar starfsaðstöðu, sem Jóhannes Sæmundsson ílent- ist sem kennari við Menntaskól- ann í Reykjavík. Þar kom annað til og að minni hyggju einkum sá félagsskapur, sem hann fékk við nemendur, samkennara og stjórn- endur stofnunarinnar. Það var áreiðanlega léttur andi kennara- stofunnar, sem hélt í hann þegar ný tækifæri buðust. Jóhannes Sæmundsson hafði hlotið menntun sína i Bandaríkj- unum og þaðan flutti hann ýmsar nýjungar í íþróttakennslu sinni og þjálfun. Hann hafði mikinn áhuga á ýmsum sálfræðilegum hliðum íþróttaiðkana og lagði ríka áherzlu á það, að gott sálrænt ástand keppenda væri ekki síður mikilvægt til árangurs en líkam- legt. Meðal nýjunga, sem hann kom á í Menntaskólanum, var svonefnt leiðbeinendanám í íþróttum, sem hann byrjaði með árið 1974. Var það nám bæði bók- legt og verklegt. Um svipað leyti tók hann til við að breyta íþrótta- kennslu skólans á þann veg, að láta nemendur hlaupa úti við og einkum kringum Reykjavíkur- tjörn. Þetta þótti bæjarbúum skrítin nýjung í fyrstu, en nú telst ekki lengur til tíðinda, þó að ungl- ingar sjáist hlaupa í íþróttabún- ingum við Tjörnina. Tilgangur Jó- hannesar með þessari nýbreytni var að fá menntaskólanema til þess að gera íþróttaiðkanir og þá einkum hlaup eða trimm að dag- legri lifsvenju. Hann vildi færa leikfimikennsluna frá kerfisbund- inni skyldu innanhúss til endur- nærandi átaka utan dyra. Þriðja nýjung Jóhannesar við Mennta- skólann var að fá til skólans þrek- þjálfunarætki, sem þá voru ekki á hverju strái í bænum. Voru tæki þessi um tíma notuð til þjálfunar fyrir ýmis landslið okkar og skól- inn varð því um hríð miðstöð íþróttaiðkana, þrátt fyrir gömul húsakynni. Lengi vel þekkti ég Jóhannes Sæmundsson eingöngu af þeirri samveru, sem við áttum á kenn- arastofu og fólust auðvitað eink- um í samræðum um hin ólíkustu efni: íþróttir, stjórnmál, trúmál og margt fleira. En um þær mundir, sem eldri synir hans, Guðni og Patrekur, voru nokkuð vaxnir úr grasi, tókum við upp þá venju að hittast öðru hverju í íþróttahúsi MR. Ég tók þá mín börn með og allur hópurinn fór í fótbolta, handbolta eða eitthvað annað. Við þessa samfundi kynntist ég nýrri hlið á Jóhannesi, þeirri sem sneri SJÁ NÆSTU SÍÐU þurfa aldrei Gefðu þeim bara venjulegan pappír og frumrit að fara eftir og á örskotsstundu færðu í hendur svo fullkomin afrit að örðugt reynist að greina þau frá fyrirmyndinni. Þó U-BIX muni e.t.v. ekki slá í gegn í skemmtana- iðnaðinum er leitun að vandaðri og hæfileikaríkari eftirhermum. Æfingalaust líkja þær eftir öllu sem kemur fyrir sjónir þeirra og malandi af ánægju vinna þær frá morgni til kvölds án þess að fara nokkru sinni fram á launahækkun. Er nokkur furða þó þessar dömur séu oftast æviráðnar? Láttu útlitið ekki blekkja þig. Þær líta út eins og venjulegar Ijósritunarvélar, en þegar þú kveikir á þeim kemur annað í Ijós. U-BIX eftirhermurnar - hressileg nýjung % SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. Hverfisgötu 33 — Simi 20560 — Pósthólf 377

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.