Morgunblaðið - 19.04.1983, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1983
að fjölskyldu hans og hvernig
hann leiðbeindi og starfaði með
sonum sínum. Það kemur líka
heim og saman við þann metnað,
sem Jóhannes lagði í að búa vel að
fjölskyldu sinni. Mun ekki ofmælL
að hann hafi þar lagt nótt við dag
en.da var starfsþrek hans með ein
dæmum mikið.
Hér var nefnt, að Jóhanneí
Sæmundsson hefði fundið
Menntaskólanum umhverfi sem
honum líkaði. Sjálfur átti hann
ríkan þátt í að móta þetta um-
hverfi. Hann var hærri vexti en
flestir samferðamenn hans, en
einkum setti frjálslegt og hressi-
legt viðmót svip á framkomu hans.
Honum var líka létt um frásögn og
brá oft upp skemmtilegum mynd-
um af samferðamönnum sínum
hérlendum sem erlendum. Oft er
sagt, að maður komi í manns stað.
Mér finnst þó á þessari stundu
sem jafningi Jóhannesar Sæ-
mundssonar verði torfundinn.
Að lokum votta ég Margréti og
sonunum þremur, foreldrum Jó-
hannesar og öðrum aðstandendum
innilega samúð.
Heimir Þorleifsson
hópi okkar kennaranna, afar
áhugasamur og óþreytandi í að
reyna að hrinda góðum hugmynd-
um í framkvæmd.
Skóli vor hefur misst einn
traustasta starfsmann sinn á
besta aldri, og við kennararnir
höfum misst góðan og tryggan fé-
laga og vin. Það verður nú dauf-
legra á kennarastofunni en meðan
Jóhannesar naut við. En minning-
in um mikinn áhugamann og góð-
an dreng mun ekki dofna.
Erfitt er að skilja, hvers vegna
glæsilegur maður á besta aldri er
með næsta skyndilegum hætti
kallaður frá konu, ungum sonum
og foreldrum sínum. í slíkri raun
verða víst flest orð harla fánýt. En
nokkur huggun mun það þó vera
harmi gegn, að öllum, sem þekktu
Jóhannes Sæmundsson, kemur
saman um, að hann hafi á stuttri
ævi unniö heilladrjúg störf og
komið mörgu góðu til leiðar. Hann
á sér því söguna stutta, en góða.
Við kennarar Menntaskólans í
Reykjavík vottum aðstandendum
Jóhannesar Sæmundssonar samúð
okkar. Megi góður guð styrkja
þau, nú og á ókomnum árum.
Ólafur Oddsson
handknattleik, körfpknattleik og
frjálsum íþróttum, og þjálfaði
m.a. landslið um tíma. Hann ritaði
fjölmargar greinar og reyndar
kennslubækur um íþróttamál, átti
sæti í nefndum á vegum mennta-
málaráðuneytisins og íþrótta-
hreyfingarinnar sem fjölluðu um
ýmsa þætti íþróttamála, vann að
málefnum íþróttakennara og var
nú nokkur síðustu árin fræðslu-
fulltrúi íþróttasambands íslands.
Margt fleira mætti hér upp telja
af þeim verkefnum sem Jóhannes
vann að, en mest er þó um vert
með hvaöa hætti hann vann að
þeim öllum.
Hann var ekki aðeins áhuga-
samur kunnáttumaður á sínu
sviði, heldur einnig úrræðagóður
skipuleggjandi og óþreytandi í því
að hvetja þá, sem með honum
unnu, til dáða. Auk þessara hæfi-
leika, sem hann var í svo ríkum
mæli gæddur, var hann einnig
traustur félagi og drengur góður,
sem ávallt mátti treysta.
Það var við störf að fræðslumál-
um íþrótta- og æskulýðshreyf-
ingarinnar sem ég fyrst kynntist
Jóhannesi og urðu þau kynni mér
og mínu starfi ákaflega heilla-
drjúg.
Oft virtist okkur sem fræðslu-
og þjálfunarmál væru kappsfullu
íþróttafólki og forystumönnum fé-
laga og samtaka ekkert sérstak-
lega hugleikin, en ævinlega tókst
Jóhannesi að stappa i okkur stál-
inu og er nú svo komið, að flestir
viðurkenna mikilvægi þessara
mála. Ekki fór það fram hjá mér
þegar ég vann með Jóhannesi, að
hann átti stoð í sínu lífi sem aldrei
brást.
Eiginkona hans, Margrét G.
Thorlacius, hafði mikinn áhuga á
þeim viðfangsefnum sem hann
vann að, og ánægjulegt var að
koma á fallegt heimili þeirra og
sjá og finna hve mikil hlýja og
samheldni réðu þar ríkjum.
Um leið og ég kveð góðan dreng,
þá sendi ég Margréti, sonunum
þremur og öllum ætttingjum inni-
legar samúðarkveðjur.
Reynir G. Karlsson,
íþróttafulltrúi.
Þær stundir koma í lífi flestra
manna að þeir finna til smæðar
sinnar gagnvart almættinu. Finna
að hvorki þeir né aðrir dauðlegir
menn eiga svar við þeim spurning-
um sem áleitnar leita á hugann og
veitist erfitt að sætta sig við það
sem orðið er og skilja ekki tilgang
þess. Á slíkum stundum verða
jafnvel orðin sem þó eru fjársjóð-
ur mannlegrar hugsunar og
mannlegra tilfinninga afskaplega
vanmáttug og lítils merkjandi.
Aðeins það, að lúta höfði fyrir því
sem kristin trú hefur innrætt og
hugsa til þeirra orða sem meistar-
inn sjálfur sagði fyrir löngu og lif-
að hafa síðan á vörum kynslóð-
anna og í hjörtum þeirra, virðist
hafa einhverja merkingu. Hversu
oft hefur mannlífinu ekki verið
líkt við vegferð þar sem menn
mætast og eiga samleið í lengri
eða skemmri tíma. Allar vegferðir
eiga sér leiðarlok og hliðið við
leiðarlok allra liggur að þeim stað
sem sá er æðri er öllum hefur búið
okkur. Því hefur verið heitið að
því hliði skuli upp lokið fyrir öll-
um og að í eilífðinni sjálfri sé
sérhverjum manni búinn staður
við fótskör meistarans.
Þegar maður kveður vini sina í
síðasta sinn er komið að krossgöt-
um á leiðinni miklu. Sá sem
kvaddur er heldur inn fyrir hliðið,
en þeir sem eftir standa halda
áfram vegferð sinni, enn um
stund, en fylgja í huganum þeim
sem er kvaddur. Skilnaðurinn er
oft sár fyrir þá sem eftir verða, en
mitt í sársaukanum lifir þó
tvennt. Annars vegar minningin,
hins vegar vonin og raunar vissan
um að vel hafi verið tekið á móti
þeim sem heldur til þeirra landa
sem öllum mannlegum augum eru
hulin.
Það er vissulega dýrmætt og
huggun harmi gegn að eiga jafn
inargar og góðar minningar um
hinn ágæta dreng Jóhannes Sæm-
undsson þegar hann er kvaddur.
Það er þakkarvert að hafa fengið
að eiga með honum samleið á veg-
ferðinni, þótt maður hefði sjálfur
kosið að hún hefði orðið miklu —
miklu lengri. Til þess stóðu líka
efni þar sem Jóhannes var á besta
aldri þegar hann var kvaddur. En
hér eins og alltaf áður eru það
mennirnir sem þenkja en Guð sem
ræður.
Það eru nú tæpir tveir áratugi
síðan leiðir okkar Jóhannesar lágu
fyrst saman. Þegar við kynntumst
skein sól í heiði í þeirra orða
fyllstu merkingu. Hann var þá
nýkominn heim til íslands frá
dvöl við nám í háskóla í Banda-
ríkjunum. Hann átti merkan
áfanga að baki, hafði lagt grund-
völl að ævistarfi sínu og var þess
albúinn að takast á við þau fjöl-
mörgu verkefni sem hann vonaði
að hann fengi að fást við. Verkefn-
in létu heldur ekki á sér standa.
Af einlægni og trúmennsku gekk
hann til allra þeirra starfa sem
hann fékkst við og þótt hann sé nú
brott kvaddur á miðjum starfs-
degi tókst honum þó að marka sín
spor og miðla þekkingu til fjöl-
margra sem vafalaust eiga eftir að
búa að henni um langa framtíð.
Jóhannes Sæmundsson var
fæddur 25. júlí 1940, sonur hjón-
anna Sigurveigar Guðmundsdótt-
ur og Sæmundar Jóhannessonar í
Hafnarfirði. Ungur fékk Jóhannes
mikinn áhuga á íþróttum og valdi
hann sér lífsstarf í samræmi við
það. Á unglingsárunum var hann i
hópi efnilegustu frjálsíþrótta-
manna landsins og hefði vafalaust
náð langt sem frjálsíþróttamaður,
ef meiðsli hefðu ekki bundið enda
á íþróttaferil hans. Hugur hans
stefndi til menntunar á sviði
íþrótta og fór hann til Bandaríkj-
anna þar sem hann stundaði nám
við Háskólann í San José í Kali-
forníu, en sá skóli er þekktur fyrir
góða íþróttafræðslu og góða
íþróttamenn. Vafalaust hefur það
verið mikið átak fyrir ungan
mann að taka sig upp og fara yfir
hálfan hnöttinn til dvalar á fram-
andi slóðum, en það segir sína
sögu um kjark og ákveðni Jóhann-
esar að hann setti það ekki fyrir
sig. Hann hafði sett sér takmark
og því skyldi hann ná. Námi sínu
við San José-skólann lauk Jóhann-
es árið 1965 og fluttist þá heim til
íslands. Var það nokkrum dögum
eftir heimkomuna að ég sem þess-
ar línur rita kynntist honum fyrst
og enn er í minni sá eldlegi áhugi
sem i huga hans brann, vilji til
þess að takast á við þau verkefni
sem hann fann að biðu hans. Það
var svo margt sem var ógert á
íþróttasviðinu og hann fann að
hann gat lagt hönd á plóg til
framþróunar.
Fyrstu tvö árin eftir að Jóhann-
es lauk námi stundaði hann
kennslu við Flensborgarskólann í
Hafnarfirði, jafnframt því sem
hann sá um þjálfun íþróttafólks.
Árið 1968 var hann ráðinn íþrótta-
kennari við Menntaskólann í
Reykjavík og þar var aðalstarfs-
vettvangur hans til æviloka. Jafn-
framt íþróttakennarastarfinu tók
Jóhannes virkan þátt í hinu al-
menna íþróttastarfi, bæði sem
leiðbeinandi og þjálfari. Hann var
m.a. frjálsíþróttaþjálfari hjá KR
og handknattleiksþjálfari hjá
Haukum, FH og Armanni. Hin
síðari ár veitti hann aðstoð við
þjálfun bæði handknattleiks-
landsliðsins og körfuknattleiks-
landsliðsins. Auk þessa var Jó-
hannes einnig fræðslufulltrúi
Iþróttasambands íslands nokkur
undanfarin ár og vann þar mikið
starf sem í mörgu verður að telj-
ast brautryðjendastarf. Eru þeir
ótaldir sem nutu bæði kennslu
hans og leiðbeininga, ekki aðeins
hérlendis heldur einnig erlendis,
þar sem hann var leiðbeinandi á
námskeiðum.
Að öllum störfum sínum gekk
Jóhannes af einlægum áhuga.
Hann hafði gífurlegan metnað
ekki aðeins fyrir sína hönd, heldur
ekki síður fyrir hönd þeirra sem
hann þjálfaði eða kenndi. Fáa
menn hef ég heyrt tala af jafn-
mikilli hlýju og virðingu um
vinnustað sinn og Jóhannes talaði
um Menntaskólann í Reykjaví,
bæði sem stofnun og um samkenn-
ara sina þar og nemendur. Hann
fylgdist með nemendum sínum
löngu eftir að þeir yfirgáfu skól-
ann og gleði hans yfir velgengni
þeirra var sönn og einlæg. Hið
sama gilti um íþróttamennina sem
hann þjálfaði. Hann lagði sig all-
an fram og sparaði hvorki tíma né
fyrirhöfn til þess að besti mögu-
legi árangur næðist. Oft er starf
kennarans og þjálfarans van-
þakklátt og ekki metið að verð-
leikum en mikið má vera ef Jó-
hannes hefur ekki notið virðingar
og vináttu allra þeirra er iðkuðu
íþróttir undir hans stórn og nutu
leiðsagnar hans.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja að á undanförnum tveimur
áratugum hefur orðið gífurleg
hugarfarsbreyting á fslandi í garð
íþrótta. Á þessum tíma hafa
íþróttir risið úr hálfgerðri öskustó
og orðið almenningseign — skiln-
ingur á gildi þeirra, ekki aðeins
fyrir afreksíþróttamenn heldur
einnig þá er vilja viðhalda hreysti
sinni og heilbrigði hefur vaknað.
Á því eru engin tvímæli að Jó-
hannes átt sinn þátt í að skapa
þessa hugarfarsbreytingu með
óþreytandi starfi sínu. Hann barð-
ist fyrir málstaðnum bæði í ræðu
og riti. Skrifaði hann t.d. fjölda
blaðagreina, þar sem hann vakti
athygli á gildi íþrótta og hlutverki
þeirra í menningarsamfélagi. Það
sem hann skildi eftir sig á þeim
vettvangi mun geymast og verða
metið að verðleikum í framtíðinni.
Það var vissulega gaman að
ræða við Jóhannes bæði um
íþróttir sem annað. Ekki var kom-
ið að tómum kofum, enda lagði
hann sig allan fram um að fylgj-
ast vel með á sínu sviði og afla sér
símenntunar. Hann hafði einarðar
skoðanir á því sem gera þurfti og
reyndi jafnan að fylgja þeim eftir.
Með fræðslufulltrúastarfinu hjá
ÍSÍ gafst honum gott tækifæri til
þess að koma hugðarefni sínu um
aukið fræðslustarf íþróttahreyf-
ingarinnar sjálfarar á framfæri
og sparaði hvorki tíma né fyrir-
höfn til þess að ná til sem flestra
og skila árangri. Var dagur oft að
kveldi kominn þegar haldið var
heim á leið frá starfinu.
Einlægni Jóhannesar var hin
sama í einkalífi hans og starfi.
Hann hafði mikinn metnað fyrir
hönd fjölskyldu sinnar og bar hag
hennar mjög fyrir brjósti. Eigin-
konu sinni, Margréti G. Thorlaci-
us, kvæntist Jóhannes árið 1967 og
eignuðust þau þrjá syni, Guðna,
Sæmund Patrek og Jóhannes Ólaf.
Heimilið var helgidómur í augum
Jóhannesar og sonum sínum var
hann ekki aðeins góður faðir sem
vakti yfir velferð þeirra, heldur
einnig félagi sem tók af miklum
áhuga þátt í áhugamálum þeirra
við nám og leik. Ást, umhyggja og
virðing voru þeir þrír þættir sem
hann hafði jafnan í fyrirrúmi í
umgengni við sína nánustu.
Við fráfall Jóhannesar er harm-
ur kveðinn að mörgum. Vinir hans
sjá á eftir góðum og tryggum
manni og vinnustaðir hans eftir
samviskusömum og einlægum
starfsmanni sem jafnan vildi hag
þeirra sem mestan. Sárastur
harmur er þó kveðinn að fjöl-
skyldu hans, Margréti og drengj-
unum þremur í Blikanesi 8, að for-
eldrum hans sem jafnan voru stolt
af elsta syni sínum og glöddust
yfir velgengni hans í starfi og
einkalífi. í hugum þeirra og okkar
allra sem kveðjum hann sem
sannan vin, verður það þó vonandi
léttir að eiga jafn fölskvalausa
minningu um góðan dreng og við
eigum. Sú minning mun lifa og
fylgja okkur — verða ein af þeim
perlum sem við viljum geyma og
varðveita í hugum okkar allar
stundir.
Steinar J. Lúövíksson
Eigi má sköpum renna. Þetta
vita flestir og viðurkenna, en oft
hefðum við þó óskað, að við réðum
einhverju, fengjum að draga úr
grimmd og óréttlæti heimsins.
Hvaða réttlæti er fólgið í þvi, að
maður, sem lifir jafn heilbrigðu
lífi og Jóhannes Sæmundsson,
skuli deyja í blóma lífsins? Sjálf-
sagt verður flestum svarafátt, en í
Það er ætlun mín að minnast
hér fáeinum orðum Jóhannesar
Sæmundssonar, íþróttakennara,
og greina lítillega frá kynnum
mínum af honum. Haustið 1970
hóf ég kennslu í Menntaskólanum
í Reykjavík, og þá kynntist ég
fljótlega Jóhannesi Sæmundssyni.
Allir, sem unnu með Jóhannesi,
hlutu að veita honum athygli.
Hann var mikill maður vexti og
sterklegur, ákveðinn í framkomu,
en þó vingjarnlegur, glaðsinna og
einkar viðfelldinn.
Tvennt vakti þá þegar athygli
mína í fari Jóhannesar. Hið fyrra
var, að hann hafði jafnan brenn-
andi áhuga á grein sinni. Las hann
mikið um þau efni og fylgdist afar
vel með öílum nýjungum á þessu
sviði. Nemendur Jóhannesar hafa
sagt mér, hve minnisstætt þeim
hafi orðið, er hann byrjaði á ha-
ustin með nýjar þjálfunaráætlan-
ir. Jóhannes útlistaði rækilega
fyrir þeim áhrif góðrar þjálfunar
á líkamshreysti og heilsufar. Fór
ekki á milli mála, að þar var mikill
áhugamaður á ferð, sem um leið
var afar fróður í sinni grein. Mér
er um það kunnugt, að kennsla Jó-
hannesar og hvatning í þessum
efnum hafði mjög mikil áhrif til
góðs á marga nemendur.
Hið síðara, sem mér fannst þá
einnig athyglisvert í fari Jóhann-
esar, var, að hann lét sér mjög
annt um nemendur, ekki einungis
í kennslu, heldur einnig í félags-
lífi. Hann tók á sig mikil störf á
því sviði og hafði af þeim ástæðum
nánari kynni af nemendum en
flestir aðrir kennarar. Á þessum
vettvangi kynntist ég brátt Jó-
hannesi allvel, enda fórum við
saman margar hópferðir með
nemendur, og margar næturnar
gistum við í Seli Menntaskólans í
Reykjavík. Við slíkar aðstæður
kynnast menn vel. Eftir á að
hyggja held ég, að Jóhannes Sæm-
undsson hafi verið með heilsteypt-
ustu, en um leið skemmtilegustu
mönnum, sem ég hef kynnst.
Hann var heldur eldri en ég og
hafði þá mikla reynslu í því að
umgangast hóp ungmenna.
Kenndi hann mér þar margt nyt-
samlegt, sem hefur oft komið að
góðu gagni síðar. Margt skemmti-
legt og harla spaugilegt gerðist
reyndar í þessum ferðum. Rifjuð-
um við það stundum upp síðar og
höfðum ánægju af.
Ekki fer á milli mála, að Jó-
hannes Sæmundsson setti mikinn
svip á kennarastofuna og skólalíf-
ið í Menntaskólanum í Reykjavík.
Á kennarastofunni var hann yfir-
leitt hress í bragði, fyndinn og
skemmtilegur, en gat einnig verið
alvarlegur og einkar háttvís, ef
það átti við. En áhugi Jóhannesar
á margvíslegum framfaramálum
var ódrepandi. Sl. haust, skömmu
áður en hann varð skyndilega að
hætta störfum vegna alvarlegra
veikinda, ræddi hann ýtarlega við
mig um hugmyndir sínar um teng-
ingu greina og margvíslega sam-
vinnu kennara, til að ná meiri
árangri. Þannig var Jóhannes í
í dag kveð ég góðan nágranna,
vin og kennara með sárum sökn-
uði.
Allt frá því að ég fyrst man eftir
mér, hefur Jói verið mér vinur og
leiðbeinandi í senn. Þegar ég, sem
smápolli, hafði gert eitthvert
skammarstrik, tók hann öðruvísi á
hlutunum en aðrir. Hann skamm-
aði mig ekki eins og allir hinir,
heldur talaði við mig og útskýrði
fyrir mér hvers vegna það væri
rangt að gera á hlut annarra. Slík
þolinmæði var einkennandi fyrir
Jóa, og nú þegar ég lít til baka,
finn ég hve mikið ég á honum að
þakka fyrir alla þá þolinmæði,
sem hann sýndi mér.
Seinna, þegar ég hóf nám í
Menntaskólanum í Reykjavík,
varð Jói leikfimikennari minn, en
hann kenndi leikfimi við MR síð-
ustu fimmtán ár ævi sinnar við
erfiðar aðstæður. Aldrei kvartaði
hann þó undan því hve aðstaða til
kennslu væri léleg, heldur reyndi
að gera það besta úr því sem fyrir
hendi var. Jói var strangur kenn-
ari, en hann var réttsýnn. Ef
menn sýndu viðleitni kom hann
ávallt til móts við þá.
Ég kveð nú Jóa með söknuði, og
þakka þær stundir sem ég fékk að
njóta samvista við hann, en þær
urðu því miður alltof fáar. Fjöl-
skyldu hans votta ég mína innileg-
ustu samúð á þessari þungbæru
stundu.
Óli
f dag verður jarðsettur frá
Landakotskirkju Jóhannes Sæ-
mundsson, íþróttakennari við
Menntaskólann í Reykjavík.
Það var aðstandendum hans og
öllum sem til hans þekktu mikil
harmafregn þegar það kom í ljós
sl. haust, að hann gekk ekki heill
til skógar, og nú er hann horfinn á
braut.
Við lifðum lengi í þeirri von að
þessi dugmikli og hugrakki vinur
okkar myndi yfirvinna sjúkleika
sinn, en nú er hann hrifinn frá
okkur í blóma lífs, langt fyrir ald-
ur fram.
Jóhannes Sæmundsson fæddist
25. júlí 1940 og hefði því orðið 43ja
ára á þessu ári. Hann lauk
íþróttakennaraprófi frá íþrótta-
háskóla í San Jose í Bandaríkjun-
um 1965 og hóf kennsluferil sinn
við Flensborgarskóla í Hafnar-
firði.
Árið 1968 tók hann við stöðu
íþróttakennara við Menntaskól-
ann í Reykjavík og starfaði við
þann skóla þar til hann féll frá.
Jóhannes var góður kennari,
áhugasamur, dugmikill og fróður.
Það voru ekki einungis nemend-
ur hans í skólanum sem nutu
kennslu hans og handleiðslu, því
áhugi hans á íþróttamálum og
hæfileikar til þess að koma þeim
málum á framfæri hafa orðið
íþróttum hér á landi mikill stuðn-
ingur. Jóhannes var þjálfari í