Morgunblaðið - 19.04.1983, Page 39

Morgunblaðið - 19.04.1983, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1983 39 huga okkar, sem lögðum stund á leikfimi hjá Jóhannesi, ber lát hans vitni um kaldhæðni og mis- kunnarleysi örlaganna. Við andlát Jóhannesar koma orð trúarskálds- ins upp í huga mér: Dauðinn má svo með sanni samlíkjast, þykir mér, slyngum þeim sláttumanni er slær allt, hvað fyrir er. Grösin og jurtir grænar glóandi blómstrið frítt, reyr, stör sem rósir vænar reiknar hann jafn fánýtt. Jóhannes dreif nemendur áfram af fádæma atorku og áhuga á starfi sínu. Þótti okkur piltunum stundum nóg um. En það var ekki einungis, að hann léti okkur taka á, heldur hélt hann einnig oft stutta fyrirlestra um starfsemi líkamans og líkamlega heilbrigði. Þó að kennsla hans færi fram við mjög slæmar aðstæður, bar hún yfirleitt góðan ávöxt. Menntaskólinn í Reykjavík er eins og vínviðurinn, sem heldur áfram að vaxa, þó að stórar grein- ar séu höggnar af honum. En sá vínviður mun ávallt bera merki sársins eftir þessa grein, því að góður orðstír deyr aldrei. Samhliða kennslu var Jóhannes félagsmálafulltrúi skólans. Skóla- félagið kann honum þakkir fyrir störf hans á því sviði og gott sam- starf. Minningin um Jóhannes mun ávallt verða skýr í hugum okkar. í vetur höfum við nemendur hans fylgst með því, hvernig hann barð- ist hetjulegri baráttu við dauðann. Bilið á milli bjartsýni og vonleysis var oft æðistutt. Andlátsfregnin kom því yfir okkur eins og reið- arslag. Fyrir hönd Skólafélagsins vil ég votta eiginkonu Jóhannesar og börnum dýpstu samúð. Jói Sæm. hafi þökk fyrir allt. Sveinn Andri Sveinsson, inspector scholae. Um 1960 dvaldi hérlendis amer- ískur þjálfari í frjálsíþróttum, sem var sérhæfður í köstum. Einn þeirra íþróttamanna, sem hann þjálfaði, var Jóhannes Sæmunds- son. Hávaxinn, burðamikill og mjúkur í hreyfingum. Þjálfarinn hreifst af þessum unga áhuga- sama íþróttamanni, sem ávallt var glaður og hafði örvandi áhrif á fé- laga sína, fljótur að tileinka sér tilsögn og æfði af kostgæfni sam- kvæmt forsögnum. Jóhannes hafði þá dvalið í írskum kaþólskum gagnfræðaskóla og notið írskra íþróttahefða, útivistar og þjóð- legra íþrótta, gelískrar knatt- spyrnu og hins forna knattleikjar, hurling. Jóhannes hafði því vanist að þurfa að undirgangast harðn- eskju og leggja sig allan fram. Hjá hinum ameríska þjálfara varð Jóhannes vel fær í köstum, og er kennarinn hugðist hverfa til sinna heimkynna, hvatti hann hinn efnilega íþróttamann að koma til sín, þar sem hann mundi njóta góðrar þjálfunar og fræðslu, og ekki mundi vanta aðstoð við uppihald og nám. Hvatning og fyrirheit fristuðu hins unga efn- ismans. Hugleiðingar hans um þetta tilboð komu honum í fyrsta sinn á minn fund. Ég hreifst af framkomu og bjartsýni hans. Fjárhagsaðstoð lá ekki á lausu en ráð um styrkumsókn, þegar hann hefði fengið skólavist í viður- kenndum háskóla og frásögn um lagaákvæði varðandi öflun rétt- inda þeim til handa, sem lykju íþróttakennaraprófi við viður- kennda erlenda skóla. Vestur hélt Jóhannes. Umrædd aðstoð brást. Hjálpsemi samtaka, sem Jóhannes aðstoðaði við sumarbúðastörf og íþróttakennslu áhugahópa á vetrum, og með að- dáunarverðri aðstoð foreldra, tókst honum að draga fram lífið og ljúka námi í íþróttafræðum við San Jose-háskólann í Kaliforníu. Bréf á ég frá Jóhannesi, þegar hann verður að leggja sig mest fram við námið og þau störf, sem veita honum lífsafkomu. Karl- mennskan, þrautseigjan og hug- sjónin bera Jóhannes fram til námsloka við virtan skóla, svo að 1965 kemur hann heim með próf- gögn, sem sýna frábæran námsár- angur. Menntamálaráðuneytið veitir honum samkvæmt þeim ísl. íþróttakennararéttindi. Við Flensborgarskóla, í heima- byggð sinni, hefur hann kennslu og gengur í raðir áhugamanna til að þjálfa þá og æfir þá í körfu- knattleik, handknattleik og frjáls- íþróttum. Tekur að sér þjálfun landsliða eða aðstoðar landsliðs- þjálfara. Breyting verður 1968 í liði íþróttakennara við Menntaskól- ann í Reykjavík og hlýtur Jóhann- es setningu við þann gamla skóla, embætti því gegndi hann meðan heilsa leyfði. Jóhannes hafði í hinum írska skóla kynnst íþróttaiðkunum úti- við og í San Jose íþyngdum æfing- um við þjálfun. Þessara áhrifa gætti fljótt í íþróttakennslu hans. Hann vék frá liðleika- og styrk- ingaræfingum hefðbundinnar leikfimi og tók að beina nemend- um sínum út á hlaupaæfingar. Nýr svipur færðist á Arnarhól og Tjörnina, er nemendur í litrík- um æfingafötum hlupu yfir hólinn frá íþróttahúsi við Lindargötu, um miðbæinn og kringum Tjörnina eða skunduðu frá hinu aldna húsi MR til tjarnarbakkanna og til baka. Bærinn fékk nýjan svip af þessum hlaupurum, sem komu móðir og rjóðir til kennara síns, sem kenndi þeim að fylgjast með líkamsálaginu og hvort þeim yxi þrek. Æfingaform þetta nægði kennaranum ekki, svo að hann fékk aflað fjölnýtistækis til þrek- æfinga og kom því fyrir í viðbygg- ingu aftan við íþróttahúsið. Tæki þetta var eitt hið fyrsta sinnar tegundar hérlendis. Samkvæmt forskrift frá kennaranum lögðu nemendur á líkama sinn átök í samræmi við styrkleika, líkamsfar og þrek. Hugljúf framkoma Jó- hannesar og hófleg örvun höfðu undraverð áhrif á virkni nemenda. Að baki þessum hætti Jóhannesar stóð fræðslan til nemenda að þekkja þarfir líkama síns, getu og takmarkanir. Ég viðurkenni, að ég var efasamur um árangur, er Jó- hannes ræddi fyrirætlanir sínar við mig. Viðhorf nemenda var að óttast. Þeir fóru að hlaupa og taka á sér hjá Jóhannesi og héldu þess- um upptekna hætti áfram. Þetta nægði ekki Jóhannesi. Fræðslan um íþróttir, iðkun þeirra, áhrif á líkama, sál og félagshyggju brann á honum. Fyrir áhuga hans og skilning rektors MR, voru íþróttir gerðar að valgrein við skólann. Byrjað hafði verið með slíkt val á íþróttum í héraðsskólanum að Reykholti og tekist vel. Valgreinakennsla Jóhannesar leiddi til tengsla hans við fram- kvæmdastjórn ÍSÍ og stjórn ÍBR. Undirbúningur hófst að fræðslu þjálfara samkvæmt ákveðnu kerfi. Fræðslunefnd ÍSÍ stofnuð og Jó- hannes ráðinn fræðslustjóri henn- ar. Ég hefi átt sæti í nefnd þessari frá upphafi og kynntist því störf- um Jóhannesar á tvennum svið- um. í skóla og í frjálsum íþrótta- félagsskap. Um tveggja ára skeið sat Jó- hannes í nefnd, sem samdi námskrá í íþróttum grunnskóla og eitt sumar í starfshópi, sem gerði tillögu að námsefni íþróttabrauta í fjölbrautaskólum. Hann sýndi í þessum nefndastörfum hagnýta þekkingu á sviði íþrótta- og upp- eldismála. í starfi sínu sem fræðslustjóri ÍSÍ vann hann að því að leggja grundvöll að fræðslukerfi, sem béita skyldi í samvinnu við sér- sambönd ÍSf til þess að afla íþróttaiðkendum hverrar íþróttar þjálfara, sem hefðu tileinkað sér grundvallarfræðslu um þjálfun iðkenda og æfingu íþrótta. Semja þurfti námsefni hverrar íþróttar og sameiginlegs kjarnanáms þeirra allra. Fyrir hvort tveggja aflaöi hann erlendis frá mikils efnis, sem hann ýmist sá um að yrði þýtt og staðfært eða þá þýddi sjálfur. Hann samdi almenna þjálffræði, líffærafræði, lífeðlis- fræði og íþróttasálarfræði eða vann að samningu með öðrum. Stutt ágrip voru þetta en einmitt samning þeirra er erfið. Á fjölda námskeiða víðs vegar mætti Jóhannes til kennslu og leiðbeininga. Hann var ákafur bjartsýnismaður og gefur að skilja að tómlæti og áhugaleysi ollu hon- um á stundum vonbrigðum og leiða, en hann gafst ekki upp. Fræðslan var honum hugsjón og íþróttahreyfingin þarfnaðist fræðslunnar. Er ég skrifa þessi minningarorð, liggja á borðinu hjá mér tvær mannamyndir. Önnur af Jóhann- esi en hin er af afa hans, Guð- mundi Hjaltasyni (1853—1919). Margt hefur verið líkt með þeim frændum. Af augnaráði þeirra og andlitsfalli skín hin sama ein- lægni og hlýja. Lífsstörfin hin sömu, fræðsla. — Hver var hann þessi afi Jóhannesar? Til svars gríp ég umsögn Bjarna skólastjóra Bjarnasonar um Guðmund í bók- inni Laugarvatnsskóli 30 ára: „Hinn þjóðkunni maður Guð- mundur Hjaltason sótti lýðskóla, bæði í Noregi og Danmörku, fyrir 1880. Hann flutti hundruð fyrir- lestra bæði í skólum og ung- mennafélögum og kom heim sem þaulæfður fyrirlesari með brenn- andi áhuga að flytja þjóð sinni boðskap, sem megnaði að vekja hana og fræða. Eftir heimkomuna gerðist hann kennari, samhliða lagði hann land undir fót við hin lélegustu skilyrði og flutti fyrir- lestra í skólum og ungmennafélög- um, eins og hann hafði gert er- lendis. Hann óð straumvötn og krapa, lítt búinn verjum. Hann talaði blaðalaust, venjulega með lokuð augu. Af miklum eldmóði fræddi hann áheyrendur sína um alls konar málefni, innlend og frá öðrum þjóðum ... Hann vildi feta í fót- spor mikilla fræðara og leiðtoga, hann hlífði sér ekki, og vissulega hafði hann mikil áhrif til góðs.“ Dr. Kristinn Guðmundsson, fyrrv. ráðherra og ambassador, ólst upp á Rauðasandi. Hann segir um G. Hjaltason í ævisögu sinni: „Ég fékk tvívegis að hlusta á hann, og mér líður seint úr minni, hve mælskur hann var. Hann tók ólíkustu efni til meðferðar ... Ég mundi lengi margt af því sem hann sagði ... þótt ég væri korn- ungur á þessum tíma.“ — í tímarit UMFÍ, Skinfaxa, skrifaði G.Hj. um félags- og skólamál og um íþróttaiðkanir. Jóhannes fetaði í fótspor afa síns. — Samur var andinn, ósér- hlífnin og hneigðin. Margt af því sem þeir sögðu og skráðu geymist með mörgum lengi. Nú er Jóhannes fallinn frá fyrir sjúkdómi, sem hann barðist gegn af karlmennsku og bjartsýni. Dauðinn tók hann allt of fljótt. Hann átti svo mikið óunnið, en öll gleðjumst við yfir að hafa átt hann að samstarfsmanni, og skól- ar og íþróttafélög og þeir sem að þeim standa þakka hin miklu fræðslustörf Jóhannesar, sem sum geymast í dagblöðum, tímaritum og fræðsluritum, en mætust verð- ur okkur minningin um sannan íþróttamann. Samúðarkveðjur fylgja þessum línum til Margrétar eiginkonu J6- hannesar, sem var honum sam- hent, þriggja barna þeirra, for- eldra hans og annarra ástvina hans. — Minnumst þess í sorginni, sem fráfall Jóhannesar veldur, hann gaf mikið, sem mun lengi endast. Þorsteinn Einarsson í dag er kvaddur hinstu kveðju Jóhannes Sæmundsson íþrótta- kennari, sem lést hinn 10. apríl sl. langt fyrir aldur fram aðeins 42ja ára að aldri. Ungur gekk hann íþróttunum á hönd og segja má, að hann hafi helgað þeim starfskrafta sína óskipta með einum eða öðrum hætti. Hann nam íþróttafræði við háskóla í Bandaríkjunum og gerð- ist að námi loknu þjálfari í ýmsum greinum íþrótta og kennari í íþróttum við Menntaskólann í Reykjavík frá árinu 1968. Árið 1972 gekk hann til liðs við Iþróttasamband íslands og tók að sér starf fræðslustjóra sambands- ins, sem hann gegndi til dauða- dags. Með tilkomu hans til starfa fyrir íþróttasambandið hófst markviss uppbygging á fræðslu- starfi sambandsins, sem hann átti mestan þátt í því að móta og þróa allar götur síðan af einstökum dugnaði og áhuga. Hann var í starfi sínu óþreytandi við að hvetja sambandsaðila fþróttasam- bandsins til að sinna fræðslumál- um allra þeirra íþróttagreina sem við leggjum stund á og að sama skapi jafnan viðbúinn og tilbúinn til þess að leggja mikið á sig sjálf- ur við gerð námsefnis ýmissa íþróttagreina og þá ekki hvað síst að leggja fram starfskrafta sína sem kennari á slíkum námskeið- um. Það var ekki nóg með að hann sjálfur legði oft nótt við dag við undirbúning námsefnis eða nám- skeiða, heldur var Margrét eigin- kona hans jafnan traust hjálpar- hella, sem ávallt stóð við hlið hans og tók virkan þátt í starfi hans á öllum sviðum. Mörg tímaákvörðun gerð af bjartsýni hefði ekki náð að standast án dugnaðar hennar og hagsýni við gerð og útlit ýmissa sérverkefna sem hún jafnan að- stoðaði hann við að gera úr garði. Samtökum áhugamanna eins og okkar var ómetanlegur fengur að starfsmanni sem Jóhannesi. Dugnað hans og áræði róma allir sem til þekktu. Hann átti sér marga drauma og markmið í starfi sínu fyrir íþróttahreyfing- una, hreif menn með sér með eldmóði fullhugans og fram- kvæma skyldi sem mest á sem skemmstum tíma. Honum var ljóst, að fræðslumál eru ekki dæg- urmál heldur langtímaverkefni, sem tekur sífelldum breytingum, og þar verðum við fáir og smáir að fylgjast með þróun mála með öðr- um þjóðum og tileinka okkur í okkar starfi aðeins það besta. Árvekni hans og sambönd við góða félaga erlendis tryggðu það jafnan að fátt af nýmælum fór framhjá honum. Honum auðnaðist að sjá marga drauma sína rætast, þann síðasta í formi nýútkominnar bók- ar um íþróttasálarfræði sem út kom hjá forlagi Iðunnar í byrjun þessa árs. Með Jóhannesi er genginn mik- ill drengskaparmaður, sannur boðberi fagurs mannlífs eins og það gerist best. Við félagar hans í íþróttahreyfingunni söknum vinar í stað og skarð hans er vandfyllt, en minningin um góðan dreng og félaga lifir og það merki, sem hann hóf, verður ekki látið falla. Þannig mun minning hans lifa. Við sendum Margréti, sonunum þrem og öðrum vandamönnum okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Eramkvæmdastjóri ÍSf Ikftit OHiiV SYKURIAUST TYGGIGÚMMÍ í PLÖTUM Orirát ER FRA WRIGLEYS N» GiRKt GJEMMUHINH Hallwag Euro-Guide Fæst hjá flestum bóksölum. Verð: 598- Hallwag ferðahandbókin er bók ferðalangsins - um það bil 1000 síður með aðgengilegum upplýsingum á ensku, þýsku og frönsku. I Hallwag ferðahandbókinni er að finna: - Skýr og greinileg ökuleiðakort. Stór og þægileg kort um vegakerfi frá Alpafjöllunum til Vínarborgar, Marseille og áfram. - Sérkort yfir allar helstu borgir Evrópu með greinar- góðum upplýsingum. - Héraðskort yfir öll helstu sumarleyfissvæði álfunnar með upplýsingum sínanúmerum og heimilisföngum til hægðarauka fyrir ferðamenn. - Upplýsingar um hvert land fyrir sig m.a. um mat, gististaði, íþróttir, menningarmál o.fl. - Tæmaridi listi yfir gististaði og verðflokka, allt frá sveitakrám til lúxushótela. - Við höfum einnig á boðstólum fjölmörg Hallwag sérkort af borgum og löndum um allan heim. ORÐABÓKAÚFGÁFAN Bókabúð Steinars Bergstaðastræti 7, sími 16070. Opið frá 1-6 e.h. §

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.