Morgunblaðið - 19.04.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.04.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1983 „ Dóbt' r min Seg\r mér o& þú voní st eftir frarrvx i'siglihjum." ást er ... að renna fingrunum gegn- um hár hennar. HÖGNI HREKKVÍSI Þú verður að sjálf- sögðu að borga allt Hjörleifur Jóhannesson og Jón Garöar Hafsteinsson skrifa fyrir hönd FNMR: Veðrið er gott. Þú ert í bíltúr með fjölskylduna og bílinn rennur þýðlega eftir malbikuðum vegin- um. Sól skín í heiði og sem sannur íslendingur dáist þú að því sem eftir er af íslenskri náttúru þegar ... skyndilega kemur hnykkur á ökutækið og þú hendist uppúr rómantískum hugsunum um ís- lenska náttúru. Þú stoppar í ofboði og stígur út. Þar sem þú nú liggur í götunni rennur upp fyrir þér sú vitneskja að þú og bíllinn þinn hafið báðir orðið fyrir svip- aðri reynslu. Þið hafið báðir runn- ið í hrossaskít! Þú stendur upp, skefur taðið af Andrésarbuxunum og sérð glitta í virðulega afturendana á svo sem tuttugu truntum þar sem þær hverfa fyrir næstu hæð. Þú snar- ast inní ökutækið og brennir á eft- ir þeim, hissa á því að hundahald skuli vera bannað. Hestar hlamma niður a.m.k. mánaðarskammti meðalhunds á degi hverjum og samkvæmt þinni vitneskju er frekar lítið um það að hundar séu með járnbentar iljar til þess eins að merja jafnt saklausa vegfar- endur sem vegi landsins. Jæja, þú dregur óðum á þessa útverði íslenskrar snyrtimennsku og verður þess áskynja að bíllinn þinn er ekki lengur hvítur, heldur hefur litur hans tekið á sig þann blæ sem tíðkast á þéttbýlishross- um eftir veturlanga stöðu á stalli. Hinum megin við áðurnefnda næstu hæð verður þú að draga úr hraða bílsins og fara fetið, því þótt þú vildir það gjarnan þá kemstu ekki framúr. Það er því ekkert annað að gera en að grípa fyrir nefið og láta fyrirberast þarna aftast í röðinni. Eftir kortér ferð þú að ókyrrast, opnar gluggann og spyrð einn knapanna hvort þú megir nokkuð komast framúr. „Fyrr má nú vera helvítis frekjan í þessum blikk- beljuföntum," rumdi í karlinum sem klykkti út með því að slá á makka reiðskjótans með þeim af- leiðingum að nánasta umhverfi hvarf um stund í rykmekki og hrosshárum og fínum taðsalla. Þú þagnar og skammast þín rækilega þegar þér verður hugsað til þess hvílíkir aðskotahlutir bíl- ar eru. Þeir ryðjast svo þúsundum skiptir um götur bæja og borga svo ekki verður vært þar fyrir „blessuð" hrossin og knapana. Það eru jú hestamann sem borga vega- skattinn, svo að þeim ætti að vera frjálst að eyðileggja göturnar. En sem betur fer er ekki allt svona óréttlátt. Ef knapi hleypir hrossi sínu af alefli inn í hliðina á bíln- um þínum, verður þú að sjálfsögðu að borga allt, bæði bíl og hest. Hestamenn, munið að gefa hvergi eftir, það fer líka svo vel með hestana að láta þá þramma á dúnmjúku malbikinu." Duran Duran á listahátíð Bína skrifar: „Kæri Velvakandi. Mig langar að koma því á fram- færi við umsjónarmenn Listahá- tíðar, að fá hljómsveitina „Duran Duran“ á listahátíð í ár. Duran Duran er ein vinsælasta hljóm- sveit í heiminum þessa stundina. Eru örugglega margir sammála mér um það og vona ég að þeir láti í sér heyra og styðji hugmynd mína. Svo langar mig að koma með athugasemd í sambandi við tón- leika Echo and the Bunnymen í sumar: Hvers vegna eru tónleik- arnir haldnir í Austurbæjarbíói en ekki í Laugardagshöll sem rúmar mun fleiri en Austurbæj- arbíó? Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.