Morgunblaðið - 05.05.1983, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 05.05.1983, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1983 „Sannleikanum verð- ur hver sárreiðastur“ Svar til Eysteins Helgasonar Eftir Ingólf Guð- brandsson. í grein Eysteins Helgasonar í Morgunblaðinu 30. apríl sl. má ekki á milli sjá, hvort honum er meira uppsigað við Morgunblaðið eða Ferðaskrifstofuna Útsýn. Hann dróttar því að blaðinu, að ég sé þar „lausráðinn blaðamaður", sem ekki er svara vert. Útsýn hef- ur átt því láni að fagna, að eiga ágætt samstarf við öll íslenzku dagblöðin, en þó einkum lang- stærsta blaðið, Morgunblaðið. Það er að mínu mati málefnalegt, vel rekið dagblað á heimsmælikvarða, og teldi ég mér sóma í að vinna fyrir slíkt blað. Því er þó ekki til að dreifa, en hér ríkir málfrelsi og skoðanafrelsi, og þykir ritstjórn Morgunblaðsins reynsla mín og álit á ferðmálum trúverðugri en annarra, hlýtur Morgunblaðinu að vera frjálst að hafa þá skoðun. Þetta getur hinn uppvöðslusami forstjóri SL ekki sætt sig við og sparar ekki gífuryrðin. Greinilega finnst Eysteini Helgasyni ekki nóg að stjórna ferðamarkaðnum gegnum kaup- félögin um land allt og fyrirtæki SÍS, að viðbættum stjórnum laun- þegasamtakanna, verkalýðsfélag- anna, bændasamtakanna o.s.frv. Hann vill einnig fá að stjórna um- fjöllun Morgunblaðsins um ferða- mál. Hann hefur á sínum snærum erindreka, sem ferðast á milli að boða fagnaðarerindi SL um sumarhúsin og hina nýju „þróun f ferðamálum". Á undanförnum ár- um hefur verið engu líkara en SL hafi verið að finna upp túrismann í heiminum, og hefur hver stór- uppgötvunin fylgt annarri. Þeir hafa reynt að telja fólki trú um að þeir gætu gert allt ódýrar og betur en aðrir og veifað aðildarfánanum óspart. Lái Morgunblaðinu það hver sem vill, þótt það láti málefnalega umfjöllun um ferðamál sitja í fyrirrúmi fyrir þeim einhæfa yfir- gangsáróðri, sem haldið er uppi í æ ríkara mæli af Samvinnuferð- um-Landsýn, þar sem reynt er að beita pólitískum og félagslegum þrýstingi aðildarfélaganna við ákvarðanatöku fólks um þann þátt í lífi þess, sem það ætti þó fyrst og fremst að ráða sjálft, sínum eigin frítíma, langþráðu -sumarleyfi fólks, sem er þjakað af brauðstriti og vondum veðrum. Við höfum nóg af kulda og vosbúð hér heima fyrir og þráum sumar og sól í sumar- leyfinu. Þess vegna er veðurfarið, umhverfið og aðstaðan þyngst a metunum þegar fólk ákveður sumarleyfi sitt. Hvers konar óhróður? Ég bið lesendur að lesa viðtal það sem Morgunblaðið átti við mig um ferðamál fyrir nokkru og birt var hinn 28. f.m. og kanna hvort þar sé óhróður eða rógburð að finna um einn eða annan. Engu orði er minnst á SL. Bent er á yfirburði suðurlanda, sem vett- vang fyrir sumarleyfið í saman- burði við lönd Norður-Evrópu, bæði vegna veðurfars og verðlags. Sá samanburður snertir einnig Ferðaskrifstofuna Útsýn, sem sel- ur mikið af ferðum til Norður- landanna, t.d. sumarhús f Dan- mörku, og hefur í því skyni starf- rækt sérstaka Norðurlandadeild árum saman. Samvinnuferðafor- stjórinn reynir heldur ekki að hrekja orð af því sem þar stendur, en ótti hans við að farþegar hans muni fyrr eða síðar uppgötva sannleiksgildi þess, er augljós, og sannleikanum er hver sárreiðast- ur. Hann veit upp á sig skömmina. Hann og fyrirtæki hans láta ekk- ert tækifæri ónotað til að niður- lægja starfsemi Útsýnar og reyna að veikja rótgróið traust hennar meðal almennings. Slík vinnu- brögð dæma sig sjálf og þykja ekki fyndin til langframa, heldur fyrirlitleg. Öfund er tákn van- máttar. Vinsældir Útsýnarferða fara enn mjög fyrir brjóstið á Eysteini Helgasyni svo að örvænt- ingu er líkast. Grein hans öll ber vott um það, og hann reiðir vönd sinn hátt til höggs, og vegur óspart að þeim, sem öðrum fremur hafa gert íslendingum kleift að auðga líf sitt með velskipulögðum, ódýrum og vönduðum ferðum í sumarleyfum sínum. Keppinaut- arnir hafa sótt fyrirmyndir og að- stoð, ef svo hefur borið undir, til Útsýnar, og starfsemi hennar hef- ur verið laus við níð um aðra. Tilraunir á markaðnum Grein E.H. gefur tilefni til að rifja upp nokkur afrek SL í ferða- málum undir stjórn hans. Mörg- um er enn í fersku minni Rimini- ævintýrið vorið 1980 og sumar- húsareynslan á Jamaica, þar sem lífi farþeganna var beinlínis ógnað. Vanmáttugar tilraunir til að taka upp ferðir til Puerto Rico báru engan árangur, en Ameríku- ferðirnar gegnum Toronto í fyrra urðu frægar að endemum, enda gott dæmi um sumarleyfi, sem verður lítið annað en þreytandi setur í bíl, svo að farþeginn kemur þreyttari til baka en hann fór. Sumarhúsin á Möltu voru mikið auglýst á sinni tíð, en lítið orð fór af ágæti þeirra, enda var víst til þess ætlast, að farþegarnir gleymdu þeirri reynslu sem fyrst. Svo segir E.H.: „Útsýn gleymdi að fylgjast með þróuninni." Útsýn hefur fylgst með þessari þróun hjá SL, en ekki tekið hana sér til fyrirmyndar. Það ber ekki vott um hógværð né lítillæti af hálfu Sam- vinnuferðaforstjórans, að „slá á fingur mér“, eins og hann kemst sjálfur að orði, og þykjast þess umkominn að hafa vit fyrir mér á sviði ferðaskrifstofurekstrar. Eftirhermuleikurinn „Símtalið til Hollands," sem vitnað er í í grein E.H., hefur aldr- ei átt sér stað, og ég hef aldrei falast eftir sumarhúsum á „mýr- um hins blauta Hollands", sem Laxness lýsir svo í ferðasögu Jóns -Hreggviðssonar í Islandsklukk- unni. Bæði Danmörk og Holland eru skemmtileg lönd og vinsæl heim að sækja til skammrar dval- ar, en þau standast ekki sam- keppni við Spán, Ítalíu og Portú- gal sem sumardvalarstaðir vegna veðurfars og verðlags. Farþeginn getur borðað jafngóða máltíð i Al- garve í Portúgal fyrir 80 kr. og þá, sem kostar hann 300 kr. í Dan- mörku. Þetta munu farþegar sannreyna sjálfir og komast að raun um, að þessar ferðir verða eins dýrar eða dýrari um það er líkur, en þeir taka mikla áhættu með veðrið, sem alltaf verður þyngst á metunum. Hvers vegna skyldu Danir, Þjóðverjar og Hol- lendingar vera hlutfallslega fjöl- mennastir á Spáni nema vegna þess að þeir kjósa að eyða sumar- leyfi sínu þar fremur en í heima- landinu? Ef E.H. veit þetta ekki, á hann enn margt ólært um ferða- mál. Sannleikurinn er líka sá, að SL hafa aldrei náð fótfestu á sól- arlandamarkaðnum, þrátt fyrir örvæntingarfullar tilraunir. Sú var tíðin að SL keyptu sæti af Út- sýn í Spánarferðir, 20 sæti af 250 í ferð. Samt gekk þeim illa að selja þessi 20 sæti, og samanburður far- þeganna um þjónstu og aðbúnað varð þeim óhagstæður. Fyrir tveimur árum gerði E.H. sér ferð til Spánar að reyna að fá inni fyrir Ingólfur Guðbrandsson „Eftirspurn íslendinga eftir dönskum sumarhús- um fer minnkandi og nú bíður fólk eftir reynslunni af sumarhúsum í Hol- landi. Sumarhús í Evrópu og erlendir bflaleigubflar eru engin nýjung á ferða- markaðnum, en ákveðnir hagsmunaaðilar eru að reyna að gera þennan ferðamáta að tískufyrir- brigði hjá íslendingum sér til hagsbóta en ekki al- menningi. Það mun ekki takast til lengdar af þeirri einföldu ástæðu, að það er verri valkostur og hlut- fallslega dýrari.“ farþega sína á gististöðum Útsýn- ar á Costa del Sol. Hann hafði ekki erindi sem erfiði, þar var ekk- ert laust, þótt hann byðist til að hækka verðið um 15% frá samn- ingum Útsýnar. Úr þessari frægð- arför tók hann sér far heim með leiguflugi Útsýnar án þess að biðja leyfis og gekk sjálfboðinn um borð í vélina, þar sem ég tók honum af kurteisi, þrátt fyrir yfir- ganginn. Eftir þessa misheppnuðu atlögu E.H. að Útsýn og árang- urslausu tilraunir að ná fótfestu á eftirsóttustu sumarleyfisstöðum Suður-Evrópu, sneri hann sér að sumarhúsum í Danmörku og nú síðast í Hollandi. Ýmis félagasamtök og starfs- mannafélög á Islandi hafa unnið frábært starf á undanförnum ár- um við byggingu sumarhúsa á fögrum stöðum víðsvegar um land, þar sem fólk getur eytt helgum og frídögum í nánum tengslum við óspillta náttúru. Slík aðstaða er yfirleitt ekki fyrir hendi erlendis, útsýni lítið, allt afgirt og enginn aðgangur að töfrum náttúrunnar. Dvölin býður því hvorki upp á fjöl- breytni borgarlífsins né unað sveitalífs, og verður daufleg, ef veðrið bregst. Veðurfarskenningar mínar, sem E.H. nefnir svo, eru engar kenningar heldur bláklaldar staðreyndir, byggðar á opinberum veðurfarsskýrslum síðustu 30 ára. Það er tilgangslaust fyrir E.H. að berja hausnum við steininn og kalla þær skáldskap minn. Eftir sem áður er meðaltal úrkomudaga í Hollandi og Þýzkalandi 12—14 yfir sumarmánuðina. Það er jafn- örugglega staðfest í opinberum skýrslum að ferðamannastraum- urinn til Spánar er nú yfir 40 milljónir árlega og eykst ár frá ári, og mun E.H. ekki geta afstýrt því, þótt hann segi að það „tilheyri liðinni tíð“. Slíkar fullyrðingar sæta furðu af hálfu manns, sem ætlast ekki aðeins til að vera tek- inn alvariega, heldur vill bersýni- lega öllu ráða um ferðalög íslend- inga í skjóli kerfisins, sem reynt hefur verið að koma upp kringum SL. Þróun ferðamála í heiminum Eftirspurn íslendinga eftir dönskum sumarhúsum fer minnk- andi og nú bíður fólk eftir reynsl- unni af sumarhúsum í Hollandi. Sumarhús í Evrópu og erlendir bílaleigubílar eru engin nýjung á ferðamarkaðnum, en ákveðnir hagsmunaaðilar eru að reyna að gera þennan ferðamáta að tízku- fyrirbrigði hjá Islendingum sér til hagsbóta en ekki almenningi. Það mun ekki takast til lengdar af þeirri einföldu ástæðu að það er verri valkostur og hlutfallslega dýrari. En hverjum einum á að vera frjálst að reyna að draga ályktanir af reynslunni. Eins og Eysteinn bendir réttilega á, fer fólk aftur og aftur til sólarlanda, af þvi að þar finnur það það sem það vill, nýtur lífsins og endurnýj- ar heilsu og krafta, sé rétt á hald- ið. En fáir munu fara aftur í sumarhúsin. Sú „þróun“, sem E.H. talar um í hrokafullri grein sinni, og segir Útsýn hafa gleymt að fylgjast með, er öfugþróun, því að hún býður lakari ferðir og hlutfallslega dýrari. Það er þróun, sem fyrirtæki hans er að reyna að skapa gegnum einskonar rikis- kerfi í skjóli ákveðinnar aðstöðu. Þetta er séríslenzkt fyribrigði og á ekkert skylt við alþjoðlega þróun ferðamála. Þeim sem vilja kynna sér þróun og stöðu þeirra í dag skal bent á nýlegt hefti hins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.