Morgunblaðið - 05.05.1983, Side 25
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1983
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1983
25
orgtm&Iíife tt»
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 210 kr. á mánuöi innanlands. (lausasölu 18 kr. eintakið.
Atvinnuhorfur
heima og erlendis
Eg get ekki með orðum
aðvarað fólk nægilega
víð því að koma hingað,,, þ.e.
til Svíþjóðar, „í atvinnuleit.
Fólk fær ekki atvinnuleysis-
bætur nema það sé í stéttar-
félagi, og ekki inngöngu í
stéttarfélag nema það hafi
vinnu. Útkoman verður sú að
það fær ekki neitt... “. Þetta
eru orð Þorsteins Löve, sem
býr í Málmey, í fréttabréfi til
Morgunblaðsins. Bréfinu
fylgdi úrklippa úr Sydsvenska
Dagbladet þar sem tíundað er
atvinnuleysi í Málmey, en
þaðan flytja 175 fjölskyldur á
mánuði hverjum vegna at-
vinnuástandsins.
Talið er að 8—10 þúsund ís-
lendingar dvelji nú við nám
og störf á Norðurlöndum og
ekki færri en 15 þúsund er-
lendis. Með hliðsjón af stöðu
atvinnumála víða erlendis,
ekki sízt á Norðurlöndum, má
fastlega gera ráð fyrir því, að
þetta fólk leiti í vaxandi mæli
á heimaslóðir. Því ber út af
fyrir sig að fagna, þó að sam-
dráttur atvinnu hjá ná-
grönnum sé síður en svo fagn-
aðarefni.
Ef svo fer að stór hluti ís-
lendinga, sem dvelur við störf
erlendis, leitar heim, hvern
veg er þá íslenzkt samfélag í
stakk búið til að taka á móti
þeim, t.d. hvað atvinnu og
húsnæði varðar? íslenzkir at-
vinnuvegir hanga á horrim,
horfandi framan í 100% verð-
bólgu, sem setur sýnilega
fjölda fyrirtækja stólinn fyrir
dyrnar um framtíðarrekstur,
ef ekki verður skjótt brugðið
við til varnar. Húsnæðis-
kreppa hefur sagt til sín í
kjölfar verðbólguþróunar og
fjársveltis húsnæðislánakerf-
isins.
Spár standa til þess að
25.000—30.000 ný störf þurfi
að verða til hérlendis á tíma-
bilinu 1980—1990 ef mæta á
atvinnuþörf þeirra sem bæt-
ast við á íslenzkan vinnu-
markað. Sjávarútvegur með
fullnýtta fiskistofna og land-
búnaður með mettaðan mark-
að geta naumast mætt at-
vinnuþörf þessa nýja vinnu-
afls. Það þarf óhjákvæmilega
að skjóta nýjum stoðum undir
atvinnu og afkomu fólks, ef
tryggja á hvortveggja: at-
vinnuöryggi og viðunandi lífs-
kjör. Þar er einkum horft til
orkuiðnaðar og fiskeldis, en
orkuiðnaður hefur verið horn-
reka hjá fráfarandi iðn-
aðarráðherra.
Það vegur örugglega þyngst
í hugum þeirra ungu Islend-
inga, sem efla vilja íslenzka
velferð til einhverrar fram-
tíðar, að tryggja verður
rekstrar- og vaxtarmöguleika
hefðbundinna atvinnuvega
okkar, samhliða því að nýta í
stórauknum mæli þá mögu-
leika sem felast í innlendum
orkugjöfum. — Það eru ekki
aðeins þeir íslendingar, sem
starfað hafa erlendis, sem
knýja á um atvinnu og hús-
næði á heimavettvangi, held-
ur jafnframt þúsundir og aft-
ur þúsundir ungs fólks sem
eru að koma inn á íslenzkan
vinnumarkað á næstu misser-
um og árum.
Verðbólgan
og vegferð
nýkrónunnar
Nýkrónan, sem vera átti
tákn stöðugleikans er
hún kom inn í sögu íslenzkrar
efnahagsþróunar í ársbyrjun
1981, er að kaupmætti komin
niður í 35 aura. Hún hefur
rýrnað að verðgildi um 65
aura miðað við skráð meðal-
gengi erlendrar myntar á
tveimur árum og fjórum mán-
uðum. Hver hefur verið bætt-
ari af fleiri kaupkrónum, sem
hafa smækkað örar en fjölgun
þeirra nam, um leið og verð-
bólgan hefur höggvið að rót-
um rekstraröryggis fyrir-
tækja og atvinnuöryggis al-
mennings?
Jóhannes Norðdal, Seðla-
bankastjóri, sagði m.a. á árs-
fundi bankans, að sú spurning
yrði „sífellt áleitnari, hvort
það sé ekki að verða íslend-
ingum lífsnauðsyn að brjótast
út úr þessum vítahring með
því að afnema með öllu hið
vélgenga verðbótakerfi launa
og verðlags... “.
Jón Sigurðsson, forstjóri
Þjóðhagsstofnunar, sagði
m.a. á aðalfundi VSÍ: „Ef
stjórnvöld vilja koma í veg
fyrir, að íslendingar komist í
hóp þeirra þjóða, sem þurfa
að þola á annað hundrað pró-
sent verðbólgu fyrir 1. júní,
eiga þau aðeins tveggja kosta
völ, annars vegar að fella
verðbótaákvæði laga úr gildi
og losa jafnframt um samn-
inga þannig að samningsaðil-
ar yrðu að takast á við
vandann og hins vegar að
ákveða hámarksbreytingar
fyrir laun og aðrar tekjur
með lögum í stað verðbóta-
hækkunar og þá miklu lægri
hundraðstölur en gildandi
verðbótareglur segja til um“.
Fæ ekki séð að tengsl Coldwater
og Long John Silvers verði rofín
— segir Warren W. Rosenthal, stjórnarfor-
maður Jerico Inc., en það fyrirtæki er eig-
andi Long John Silvers f Bandaríkjunum
„ÞEGAR við ákváðum að hefja rekstur
riskveitingahúsanna Long John Silvers
1%8 prufuðum við fyrst fisk frá Cold-
water, solufvrirtæki SH í Bandaríkjun-
um. Síðan þá hafa verið sterk tengsl
millí fyrirtækjanna og nú kaupum við
85% þorskflaka okkar frá Coldwater.
Ég fæ ekki séð að tengsl fyrirtækjanna
verði rofin,“ sagði Warren W. Rosen-
thal, stjórnarformaður fyrirtækisins
Jerico Inc. í Bandaríkjunum, meðal
annars í samtali við Morgunblaðið, en
það á og rekur veitingahúsakeðjuna
Long John Silvers.
Jerico var stofnað 1928 og rak í
upphafi veitingahús, sem nefndust
Jerry’s Restaurants. 1969 var fyrsti
Long John Silvers-veitingastaðurinn
opnaður og nú eru þeir orðnir 1.296,
flestir í eigu Jerico en hluti þeirra er
rekinn með umboðsleyfi. Heildarsala
fyrirtækisins á síðasta ári nam 563
milljónum dollara eða um 12 millj-
örðum íslenzkra króna. Fyrirtækið er
stærsti kaupandi þorskflaka í heim-
inum og er 7. stærsta veitingahúsa-
keðjan í Bandaríkjunum.
Warren Rosenthal sagði, að nú
væri stefnt að fjölgun veitingahús-
anna í tvö þúsund, en þau eru um öll
Bandaríkin og víða utan þeirra. Eftir
það yrði framboð á nægilega góðum
fiski og eftirspurn eftir fiskréttum að
ráða ferðinni. Taldi hann ekki vafa á
því, að grundvöllur væri fyrir aukn-
ingu næstu árin. Sagði hann, að með
vexti Long John Silvers myndu kaup
fyrirtækisins af Coldwater fara vax-
andi í sama mæli. Þeir væru mjög
ánægðir með gæði íslenzka fisksins
og sæu enga ástæðu eins og væri til
að breyta til. Hins vegar ætti sjávar-
réttasala í mikilli samkeppni við
kjúklinga- og nautakjötsrétti, sem
væru ódýrari, en þrátt fyrir það hefði
orðið veruleg aukning í sölu sjávar-
rétta í Bandaríkjunum. 1970 hefði 1
af hverjum 17 afgreiddum máltiðum
á veitingahúsum verið fiskréttur en
nú væri hlutfallið komið niður í 1 á
móti 7. Þetta mætti meðal annars
þakka mikilli kynningu Long John
Silvers og þeirri nútíma tækni, sem
tryggði gæði hráefnis í flutningum og
geymslu.
Þá gat Warren Rosenthal aukinnar
samkeppni frá Kanadamönnum og
sagði, að þrátt fyrir að fyrirtækið
seldi flestum umboðsaðilum sínum
fisk, gæti það ekki krafizt þess, að
þeir keyptu íslenzkan fisk, næðu þeir
viðunandi gæðum með öðrum fiski.
Kanadískur fiskur væri mun ódýrari,
en enn sem komið væri gætu Kanada-
menn aðeins boðið upp á mjög tak-
markað magn gæðafisks. Þrátt fyrir
þetta keyptu flestir umboðsaðilar
þeirra fisk frá Coldwater.
í gær veitti forseti íslands, Vigdís
Finnbogadóttir, Warren Rosenthal
hina íslenzku fálkaorðu fyrir störf
við sölu á íslenzkum fiski, en erindi
hans hingað til lands var einnig að
kynna sér starfsemi íslenzkra frysti-
húsa og fiskvinnslufyrirtækja innan
Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna.
Með honum í förinni var John E.
Tobe, fjármálastjóri Jerico Inc.
Sumir tala um að
flytjast á brott
— segir Bára Kristófersdóttir í Kali-
forníu um jarðskjálftana þar
„MARGT FÓLK hér er hrætt við þessa jarðskjálfta, og „stóra sjálftann“
sem á að vera væntanlegur, og sumir tala jafnvel um að flytja. Við erum hins
vegar ekkert smeyk, enda vön jarðskjálftum heiman frá íslandi,” sagði Bára
Kristófcrsdóttir í samtali við Morgunblaðið í gær. Bára býr í Sunnyval í
Kaliforníu ásamt Ingibjörgu systur sinni og fjölskyldum þeirra, skammt frá
Coalinga í Kaliforníu, þar sem snarpur jarðskjálfti varð í fyrradag.
„Við fundum jarðskjálftann
greinilega hér,“ sagði Bára, „en
hann var þó orðinn það veikur á
þessum slóðum, að engar skemmd-
ir urðu. Ég hafði verið að vinna úti
í garði, en fór inn til að hvíla mig.
Ég settist niður en fann þá ein-
hverja hreyfingu. Fyrst hélt ég að
ég hefði fengið svima, en þegar ég
sá hluti i húsinu, blóm og fleira,
taka að sveiflast til, þá áttaði ég
mig á hvers kyns var.“
— En þú hefur ekki í hyggju að
flytja á brott vegna þessa?
„Nei, alls ekki. Enda er það
raunar svo, að það er aldrei hægt
að segja til um hvar jarðskjálftar
verða. Menn hér eru til dæmis
mjög undrandi á því að skjálftinn
skyldi kom í Coalinga, því sá bær
hefur hingað til ekki verið talinn
standa á jarðskjálftasvæði."
Bára, sem búið hefur í Kalif-
orníu síðan 1957, sagði veður þar
hafa verið kalt og leiðinlegt í vet-
ur. Nýliðinn vetur væri sá versti
síðan hún kom út, kaldur og rign-
ingasamur. 1 maí væri venjulega
orðið mjög heitt í Kaliforníu, en
hitinn virtist ætla að láta bíða eft-
ir sér. Sólarlaust væri og rign-
ingarlegt, og þyrfti fólk að klæð-
ast peysu eða öðrum skjólfatnaði
utan dyra, sem væri óvenjulegt á
þessum árstíma.
Eldborgin á kol-
munna að nýju
Fékk 90 lestir fyrstu tvo dagana
ELDBORGIN frá Hafnarfirði er nú Að sögn Þórðar Helgasonar,
að nýju haldin til kolmunnaveiða við
Færeyjar eftir nokkurt hlé. Skipið
kom á miðin á sunnudag og fékk þá
60 lestir og á mánudag var aflinn 30
lestir.
Grace Jones
til Islands
LJÓST er nú, að diskó/reggae-
söngkonan heimsfræga, Grace Jon-
es, kemur til íslands i byrjun júní.
Hefur þegar verið gengið frá öllum
samningum þar að lútandi.
Jones mun skemmta tvívegis í
skemmtistaðnum Safari við
Skúlagötu dagana 3. og 4. júní
nk., en hún kemur ein síns liðs
hingað til lands.
Grace Jones er í dag almennt
álitin ein fremsta söngkonan á
sínu sviði og hafa plötur hennar
selst mjög vel hér á landi og lög
hennar verið mjög vinsæl á
diskótekum.
annars útgerðarmanna skipsins,
er kolmunninn nú að mestu innan
brezku landhelginnar, þar sem
hann hefur verið undanfarna
mánuði. Þar hefur Eldborgin ekki
getað stundað veiðar. Kolmunninn
er nú að byrja að ganga norður úr
brezku landhelginni og þvi voru
veiðar hafnar að nýju, en kol-
munninn er heldur magur norðan
hennar. Þórður vildi lítið ræða um
horfur og sagði, að það færi allt
eftir hegðan fisksins og ástandi
sjávar hvert og hvernig hann
gengi. Hann hefði yfirleitt gengið
norður með Færeyjum og komið
upp að Austurlandinu. Hvort svo
yrði, væri ekkert ljóst nú. Ætlunin
væri að stunda veiðarnar meðan
viðunandi afli fengist eða hægt
yrða að fara á aðrar veiðar og von-
uðust þeir nú eftir betra veðri, en
var um áramótin er skipið fór tvo
túra. Sagði Þórður þá túra ekki
marktæka um gang veiðanna
vegna þess hve veður hefðu haml-
að veiðum.
Eirsteypa af listaverki Einars Jónssonar. Þessu verki verður komió fyrir í garði
Listasafnsins í sumar, ásamt tuttugu og tveimur öðrum verkum. Eirafsteypurnar eru
gerðar í Englandi. Ljósm: Kagnsr Axelsson.
Ólafur Kvaran listfræðingur og for-
stöðumaður Listasafns Einars Jónsson-
ar í garðinum við Listasafnið.
Listasafn Einars Jónssonar:
r __
Agóða af sölu á „Fæðingu sál-
arinnar“ varið til að gera
eirafsteypur af listaverkum
TUTrUGU og þremur eirafsteypum af listaverkum Einars
Jónssonar verður í sumar komið fyrir í garðinum við Listasafn
Einars við Njarðargötu í Reykjavík. Undanfarið hefur staðið
yfir sala á afsteypum af einu verka Einars, „Fæðing sálarinn-
ar“, og er ágóða af sölunni varið til að steypa verk listamanns-
ins í eir og koma þeim fyrir í garðinum, að því er Ólafur
Kvaran, forstöðumaður Listasafnsins, sagði í samtali við blaða-
mann Morgunblaðsins í gær.
ólafur sagði, að gerð hefðu verið 50 eintök af „Fæðingu
sálarinnar", og hefði sala gengið mjög vel. Verkið er all
stórt, um 75 sm á hvern veg og allt að 13 sm á hæð, sem er
óvenjumikið af lágmynd að ræða. ólafur Kvaran sagði
erfitt að verðleggja verk Einars, en ákveðið hefði verið að
selja þetta verk á 60 þúsund krónur.„Fæðing sálarinnar" er
fimmta verkið sem „fjölfaldað" er á þennan hátt úr Lista-
safni Einars, en sala á þeim öllum hefur gengið mjög vel.
Upplag er mjög takmarkað, og fleiri afsteypur af þessum
verkum verða ekki gerðar síðar.
Að sögn ólafs er afar kostnaðarsamt að steypa verkin í
eir og koma þeim fyrir í garðinum. Sala á listaverkaaf-
steypum gerði það hins vegar mögulegt, og væri ekki vafi á
að slíkt yrði til að auka veg safnsins og auðvelda fólki að
njóta listaverka hins látna snillings. Innangengt yrði úr
safninu í garðinn, og stækkaði safnið á þann hátt, enda er
garðurinn um 4.500 fermetrar að stærð, gróðri vaxinn. Þeir
Reynir Vilhjálmsson, arkitekt, og Steinþór Sigurðsson,
listmálari, hafa unnið að skipulagningu garðsins vegna
hinna fyrirhuguðu breytinga.
Einar Jónsson myndhöggvari. Myndin er tekin á vinnustofu
listamannsins í Kaupmannahöfn skömmu eftir aldamót. Til
vinstri er myndin „Fornlistin**.
Ungfrú Stóra-Bretland, Della
Frances Dolan, til vinstri á mynd-
inni, við krýningu ungfrú Heims í
nóvember síðastliðnum. þar sem
hún varð í þriðja sæti. Ungfrú
Heimur, frá Dóminíkanska lýð-
veldinu fyrir miðju, en ungfrú
Finnland. sem varð í 2. sæti, til
hægri.
Einnig kom fram í samtalinu
við Baldvin, að þessi fegurðar-
samkeppni verði með sama sniði
og alþjóðlegar fegurðarsam-
keppnir erlendis og er það meðal
annars gert í því skyni að undir-
búa stúlkurnar undir það sem
þær eiga von á í keppnum þar.
Samstarf hefur tekist við
nokkur fyrirtæki um að standa
undir kostnaði stúlknanna vegna
keppninnar. Til dæmis munu
Lancome-snyrtivörur bera
Ungfrú Stóra;Bretland
krýnir ungfrú ísland 1983
Ungfrú Stóra-Bretland, sem varð f 3. sæti í keppninni um titilinn
ungfrú heimur í nóvember síðastliðnum, hefur verið fengin til að krýna
ungfrú ísland, eftir að hún hefur verið valin, en val á fegurðardrottningu
íslands fer fram í veitingahúsinu Broadway Fóstudaginn 20. maí næst-
komandi. Tfu stúlkur hafa verið valdar til að taka þátt i keppninni um
titilinn.
Að sögn Baldvins Jónssonar,
umboðsmann erlendra fegurðar-
samkeppna hér á landi, verða
stúlkurnar kynntar á kynn-
ingarkvöldi í veitingahúsinu
Broadway 13. maí. Þar munu
stúlkurnar koma fram á baðföt-
um og í síðkjólum og svara
spurningum sem fyrir þær verða
lagðar. Dómnefnd verður kynnt,
en hana skipa Ásdís Eva Hann-
esdóttir, Brynja Nordquist, Frið-
þjófur Helgason, Hanna Frí-
mannsdóttir, Henný Hermanns-
dóttir, Ólafur Laufdal og ólafur
Stephensen. Þá verður umgfrú
Stóra-Bretland dómnefndinni til
halds og trausts. Heiðar Jóns-
son, snyrtir, hefur umsjón með
útliti stúlknanna og verður
kynnir bæði kvöldin.
Gunnar Þórðarson, tónlistar-
maður, hefur samið lag í tilefni
keppninnar.sem ber heitið „Til-
brigði um fegurð" og verður það
frumflutt á kynningarkvöldinu.
Gefin verður út litprentaður
bæklingur með myndum og upp-
lýsingum um þáttakendur og
efnt til skoðanakönnunar meðal
gesta um fegurstu stúlkuna og
mun dómnefndin taka tillit til
hennar við frágang á endanleg-
um úrslitum.
kostnað af snyrtingu stúlknanna
og Sólveig Leifsdóttir, hár-
greiðslumeistari, sem nýlega
varð önnur í heimsmeistara-
keppninni í hárgreiðslu, mun sjá
um hárgreiðslu þáttakenda með
Loreley-hársnyrtivörum. Karna-
bær gefur þeim, sem fara til
keppni erlendis, fatnað og Evr-
ópudeild Triumph gefur bað-
fatnaðinn, sem stúlkurnar keppa
Sú sem kjörin verður ungfrú
ísland mun taka þátt í keppninni
um ungfrú alheim í St. Louis í
Bandaríkjunum í júlí næstkom-
andi, keppninni um ungfrú heim
í nóvember í Bretlandi og ásamt
annarri stúlku í keppninni um
ungfrú Skandinavíu. Þá munu
stúlkurnar einnig taka þátt í
keppnum um Miss Europe, Miss
Nations og Miss International.
Nær 60.000 plötur seldar í Niðurlöndum:
„Álít, að Mezzoforte eigi
bjarta framtíð fyrir sér“
— segir Hermann van Laar, forstjóri Jump and Shout Records í Brtissel
„NÝJUSTU tölur um sölu, sem ég hef í fórum mínum, sýna, að við höfum
selt á sjötta tug þúsunda platna með Mezzoforte í Hollandi og Belgíu," sagði
Hermann van Laar hjá Jump and Shout Records í Briissel er Morgunblaðið
ræddi við hann í gærdag. Fyrirtæki þetta hefur einkarétt á útgáfu platna
Mezzoforte í Benelux-löndunum svonefndu.
Að sögn van Laar skiptist sala
platanna þannig niður, að um
30.000 litlar plötur hafa selst, sala
svonefndra 12 tommu, 45 snún-
inga platna (oft nefndar „stórar
litlar plötur") nemur 12.000 ein-
tökum og þá sagði van Laar að á
milli 14 og 15.000 stórar plötur
hefðu selst.
Eins og skýrt hefur verið frá í
Mbl. er stóra plata Mezzoforte í 9.
sætinu í Hollandi og sú litla í 10.
sæti og í gær bárust þær fregnir
frá Belgíu, að litla platan hefði
lyft sér upp um eitt sæti og væri
nú í 18. sæti listans þar.
„Ein meginástæðan fyrir því að
ég brást við eins og raun ber vitni
þegar ég heyrði plötuna kynnta á
Midem-ráðstefnunni í Cannes
fyrst á þessu ári er sú, að ég tel
tónlist Mezzoforte höfða til mjög
breiðs hóps. Hér er á ferðinni
mjög fjölbreytt tónlist, sem hægt
er að hlusta á við öll tækifæri og
skiptir í raun engu hvort hátt eða
lágt er spilað. Ég álít, að Mezzo-
forte eigi bjarta framtíð fyrir sér
og við munum leggja okkar metn-
að í að byggja fylgi hljómsveitar-
innar upp, jafnt með plötuútgáfu,
tónleikahaldi og annarri kynn-
ingarstarfsemi. Ég tel, að markað-
urinn fyrir þessa tegund tónlistar
sé mjög góður.“
Varðandi tónleika Mezzoforte í
Hollandi í lok þessa mánaðar og
skýrt var frá í Mbl. í gær, sagði
van Laar, að þeir yrðu haldnir í
Den Haag þann 26., Utrecht 27. og
í Amsterdam þann 28. Þá sagði
hann að reynt yrði að halda tón-
MORGUNBLADINU hefur borizt
eftirfarandi athugasemd frá stjórn
Félags íslenzkra heimilislækna:
„í Morgunblaðinu 23. apríl sl.
birtist grein eftir prófessor Sigurð
Samúelsson, er bar heitið „Sér-
fræðingar í heimilislækningum og
Hjartavernd". í grein þessari
koma fram mjög alvarlegar að-
leika í Brússel þann 25. ef þess
yrði nokkur kostur.
„Við vitum ekki ennþá með
vissu hvort af því verður, en stefnt
er að því, að tónleikarnir í Amst-
erdam verði teknir upp annað
hvort af útvarpi eða sjónvarpi.
Verði af tónleikunum í Brússel
verða þeir teknir upp fyrir útvarp.
Ný smáskífa frá Mezzoforte verð-
ur þá komin á markað hér, þannig
að hljómsveitinni gefst um leið
gott tækifæri til frekari kynning-
arstarfsemi,“ sagði van Laar.
dróttanir í garð heimilislækna og
er kastað rýrð á störf þeirra og
menntun. Orðalag greinarinnar er
með þeim hætti að stjórn Félags
íslenzkra heimilislækna vill ekki
elta ólar við það í fjölmiðlum en
hefur kært ummæli prófessorsins
til siðanefndar Læknafélags ís-
lands.“
Félag íslenzkra heimilislækna:
Kæra ummæli Sigurðar
Samúelssonar til siða-
nefndar Læknafélagsins