Morgunblaðið - 08.05.1983, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 08.05.1983, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1983 55 Nú er spurt hvort gamlir nazistar eða Austur-Þjóðverjar fölsuðu dagbækur Hitlers vegna mikilla efasemda fræðimanna um að þær séu ófalsaðar Berlín veittist Hitler harkalega að Gyðingum af dæmigerðu offorsi fyrir að vænta þess að Ríkið út- vegaði þeim mat og klæðnað þótt þeir væru óvinir þess. Hann sagði ekki beinlínis að útrýma yrði Gyð- ingum, en taldi að ef ekki yrði hægt að flytja þá til austurhérað- anna og ekkert land vildi taka við þeim ætti að senda þá út á rúmsjó og sökkva skipum þeirra. Hitler hafði lítið álit á sam- starfsmönnum sínum: Göbbels var „óforbetranlegur kvennabósi". Himmler var „smásálarlegur baktjaldapaur og aurasál", sem njósnaði um Evu Braun. Bormann líkti hann við „flaðrandi hund“, en taldi hann ómissandi. Mussolini kallaði hann „prókonsúl" sinn í Róm. Hann fer niðrandi orðum um hershöfðingja sína og segir þá aðeins hugsa um „titla, orður og eignir". Hann hefur borið mikla virð- ingu fyrir Stalín, sem hann kallaði hörkutól. Hann sagði að Churchill væri sér ráðgáta og ylli sér stöð- ugu hugarangri. Dacre efins Svo miklar efasemdir vöktu þessar „uppljóstranir" þegar þær birtust í Stern að ritstjórinn, Pet- er Koch, sá sig knúinn til að efna til blaðamannafundar í Hamborg til þess að gefa nánari skýringar. Dacre lávarður, sem lýsti því yfir áður en fyrsti útdrátturinn birtist í Sunday Times að hann væri viss um að dagbækurnar væru ófalsað- ar, samþykkti að mæta, en fylltist efasemdum um dagbækurnar áður en fundurinn var haldinn. New York Post lýsir Hamborgarferð Dacre lávarðar (Trevor-Roper) þannig: „Þegar hann kom til Hamborg- ar dvaldist hann í þrjá tíma í hót- elherbergi með Gerd Heide- mann... Trevor-Roper bað Heidemann hvað eftir annað að útvega sér heimildirnar. Heidemann neitaði, þar sem hann gæti ekki sem blaðamaður sagt frá heimildar- mönnum sínum. Heidemann sagði að ef hann gerði það mundi hann stofna mannslífum í hættu í A-Þýzka- landi. Trevor-Roper gekk til náða án þess að vera viss um hvort hann mundi mæta á blaðamannafund- inum, en ákvað að „sofa á því“ og taka ákvörðun morguninn eftir. Áður en hann fór að sofa hvatti Sir Nicholas Henderson, fv. sendi- herra Breta í Washington og Bonn, sem sat ráðstefnu Time- vikuritsins á sama hóteli, hann eindregið til þess að kveða ekki niður efasemdir sínar og sækja ekki blaðamannafundinn. Um morguninn hafði Trevor- Roper ákveðið að mæta á fundin- um, en var enn fullur efasemda." Á blaðamannafundinum sagði Dacre að Heidemann hefði ekki gefið fullnægjandi skýringu á því hvernig skjalanna hefði verið afl- að og telja yrði þau fölsuð þar til Heidemann gæfi fullnægjandi skýringu. „Ég er ekki eins viss í minni sök og ég var,“ sagði Dacre. Og hann harmaði að eðlilegum að- ferðum sögulegrar rannsóknar hefði „að vissu marki verið fórnað til að verða fyrstur með stórfrétt“. Dacre hafði skrifað í The Times að skjalasafn Hitlers hefði „ekki aðeins að geyma dagbækur heldur heilar bækur eftir Hitler um Jes- úm Krist, Friðrik mikla, sjálfan sig ... og þriðja bindi Mein Kampf“. Aðspurður hvort hann hefði séð bækurnar sjálfur sagði hann: „Ég hef ekki séð þessi bindi. Ég endurtók það sem Herr Heide- mann sagði mér.“ Hann kvaðst hafa haldið að einn og sami maður hefði náð dagbók- unum úr flakinu og afhent þær Heidemann. „Þetta var misskiln- ingur," sagði hann. Engin sönnun Himmler: „ómerkileg aurasál". væri fyrir því að dagbækurnar væru sömu skjölin og þau sem fundust í flakinu. (Síðan hefur Heidemann sagt að um einn og sama mann sé að ræða.) Aðeins Heidemann og ritstjóri Stern gætu kunngert nafn manns- ins, sem útvegaði skjölin, og þeir neituðu því. Þar til hægt yrði að sanna tengslin milli Stern-dag- bókanna og skjalanna í flugvélinni yrði alltaf efazt um að þær væru ófalsaðar. Og hann harmaði að enginn þýzkur sagnfræðingur hefði fengið að skoða skjölin þau þrjú ár sem þau hafa verið í eigu Stern. (Síðan hefur Heidemann sem sé breytt framburði sínum eins og áður er rakið.) Aðspurður hvort orðstír hans sem fræðimanns væri í hættu sagði hann: „Ef ég hef rangt fyrir mér, hef ég rangt fyrir mér. Ef ég hef rétt fyrir mér, hef ég rétt fyrir mér. Ég hef ekki áhyggjur af svona nokkru." Margir sagnfræðingar hafa lát- ið í ljósi efasemdir um að dagbæk- urnar séu ófalsaðar. Deilt um rithönd Gerhard Ludwig Weinerg, bandarískur sérfræðingur sem Newsweek fékk í lið með sér með þeim afleiðingum að ritið hætti við að tryggja sér birtingarréttinn í Bandaríkjunum, sagði á blaða- mannafundinum með Dacre að þær rithandarathuganir, sem hefðu verið gerðar, hefðu ekki byggzt á dagbókunum sjálfum heldur skjölum sem fundust með þeim. Sagnfræðingar og rithand- arsérfræðingar yrðu að skoða dagbækurnar. David Irving, umdeildur, hægri- sinnaður sagnfræðingur, var einn- ig á blaðamannafundinum og sagði að ef Hitler hefði skrifað dagbækurnar hefði skrift hans ek- ki breytzt í 12 ár. Hann benti á að í kvikmynd, sem Stern sýndi til að auglýsa dagbækurnar, hefði Hitl- er falið hægri höndina undir frakkanum þegar hann bauð Mus- solini velkominn eftir tilræðið 20. júli 1944 og heilsað honum með vinstri hendi. Hann sagði þetta sanna að Hitler hefði ekki getað skrifað í dagbókina næstu daga á eftir. Til ryskinga kom á blaða- mannafundinum þegar fulltrúar Stern reyndu að koma i veg fyrir að Irving héldi annan blaða- mannafund í fundarherberginu með þeim mörgu blaðamönnum sem þar voru samankomnir. Núna um helgina skipti Irving um skoðun að sögn The Times þar sem hann segist hafa fundið skjöl læknis Hitlers í Bandaríkjunum og þau sýni að Hitler hafi þjáðst af Parkinsons-veiki. Skriftin á dagbókunum sýni að Hitler hafi þjáðst af þessari veiki. Stafirnir halli og minnki eftir því sem línan lengist. Þetta hafi falsari ekki get- að vitað. Irving telur að net fyrr- verandi nazista og SS-foringja í Þýzkalandi hafi komið dagbókun- um á framfæri. Rithöndin veldur einkum efa- semdum fræðimanna. Einn mað- ur, „nazistaveiðarinn" Simon Wi- esenthal, hefur varpað fram þeirri hugmynd að fingraförin verði rannsökuð. Próf. Martin Broszat í Miinchen minntist á það að það kæmi ekki heim við hugmyndir manna um Hitler og lífsstíl hans að hann hefði fært dagbók. Skrifaði lítið Próf. Gerald Draper, sækjandi í réttarhöldunum í Niirnberg, sagði að það mundi vekja furðu sína ef Hitler hefði skrifað svona langt mál. „Flestar sannanir virtust styðja þá skoðun að hann hefði ekki skrifað mikið. Þegar við fórum til fangabúð- anna í Sachsenhausen hittum við fjóra eða fimm aðstoðarforingja Hess, sem hafði verið stungið inn fyrir að láta hann hverfa í flugvél, og það gefur til kynna að Hitler hafi alls ekki verið ánægður með ferð hans,“ segir Draper. Próf. Andreas Hillgruber segir að Hitler hafi nánast aldrei skrif- að nokkuð hjá sér og ekki getað skrifað eftir að hann særðist í til- ræðinu 1944. „Hönd hans skalf svo mikið,“ sagði Hillgruber. „Hitler skrifaði ekki einu sinni „Mein Kampf“ sjálfur, hann las fanga- verði og Hess fyrir." Próf. Werner Maser sagði: „Eitt má bóka og það er að engar dag- bækur eru til skrifaðar með hendi Hitlers. Það eina sem Hitler skrif- aði hjá sér voru minnisatriði í sambandi við ræður og ráðstefnur og eftir janúar 1943 skalf hann svo mikið að hann gat ekki skrifað með bleki. Hann notaði aðeins blý- ant.“ Maser sagði að við samningu bóka sinna hefði hann staðið í SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.