Morgunblaðið - 08.05.1983, Page 12
60
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1983
Get ckki íinyndað
mér lífíð án bóka
— segir Jón Sigfússon, bóksali og bókbindari á Akureyri
„I>IÐ sækið nú heldur illa að mér, ég er með víruslungnabólgu og orðinn heldur slappur. Hef alltaf þurft að vinna fyrir brauði mínu hörðum höndum og það
er orðinn langur tími. Ég fæddist 1901 og því á níræðis aldri og vona bara að þetta fari að styttast. Eg er orðinn ónýtur í fótunum, en er þó ekki svo aumur,
að ég druslist ekki á fætur til að lofa ykkur að kíkja á bækumar. Ég veit þið hafið gaman af því,“ sagði bókbindarinn og bókamaðurinn Jón Sigfússon á
Akureyri er við Morgunblaðsmenn litum til hans fyrir skömmu.
„Ég get ekki ímyndað mér lífið
án bóka, sérstaklega ljóða. Mér
hefur alltaf reynzt erfitt að stand-
ast bókakaupin. Það má líkja þeim
við áfengissýki, áráttan er álíka
óviðráðanleg en þó talsvert skárra
böl. Ég eignaðist fyrstu bækurnar
15 ára, fyrstu 3 bindin af Andvök-
um og Þyrna Þorsteins Erlings-
sonar. Þá var ég í vist og árslaun-
in, 50 krónur, fóru að mestu til
kaupanna. Síðan hef ég keypt
bækur á hverju ári utan tvö er ég
keypti jörðina og húsið. Nú á ég
um 3.000 bækur, nær allt frumútg-
áfur og mest hef ég bundið inn
sjálfur. Mæli maður þetta á ver-
aldlegri mælikvarða á ég víst um
160 „hillumetra".
Er hálfgerður útburður og
góla á undan illviðrum
„Ég fæddist árið 1901 á Víði-
mýri í mikilli óþökk flestra nema
foreldra minna. Þeir voru Sigfús
Bjarnason og Valgerður Jóelsdótt-
ir og giftu þau sig í mikilli óþökk
ættingja sinna. Þegar ég fæddist
voru þau í vist á Víðimýri og
heimtaði þá húsmóðirin að farið
yrði burt með þennan óþverra og 5
nátta gamall var ég borinn í 16
stiga gaddi upp í Valagerði á
Vatnsskarði, þar sem mér var
komið í vist þar til ég var á fjór-
tánda ári. Ég er því hálfgerður út-
burður og góla á undan illviðrum
því þá hleypur gigtin í mig. Föður
minn sá ég aðeins einu sinni og
móður þrisvar og var þá orðinn
fullorðinn. Systkini mín sá ég ekki
fyrr en þau áttu uppkomin börn.
Alls var ég fjóra mánuði í skóla og
fékk fullnaðarpróf 13 ára og var
fermdur á fimmtánda ári.
sonur hans að vera um veturinn og
var þá ekki lengur rúm fyrir mig.
Þá var hvergi vist að fá og fór ég
því til Sigfúsar Jónassonar í For-
sæludal til að læra að binda bæk-
ur. Sigfús var mér góður, þó níðzt
væri á mér og ég fengi lítið að
binda. Síðan lá leið mín til Péturs
Guðmundssonar í Vatnshlíð á
Vatnsskarði, þar sem ég var í tvö
sumur og síðan til Sauðárkróks og
fylgdi fóstra mín mér þá. Á Sauð-
árkróki hitti ég fyrri konu mína,
Þrúði Gísladóttur. Hún lifði að-
eins í tvö ár eftir að við kynnt-
umst og áttum við eitt barn.
Seinni kona mín er Lilja Valde-
marsdóttir og eigum við eina dótt-
ur, sem er nú hjá okkur með tvö
börn. Þá tókum við barn í fóstur
er við bjuggum á Halllandsnesi.
Ég ætlaði alltaf í búskap en gekk
illa að fá kot og var því við brú-
arsmíð með Karli Friðrikssyni um
tíma. Hann vildi að ég ílentist hjá
sér, en þegar ég sá Halllandsnes
við Eyjafjörð auglýst til sölu
héldu mér engin bönd og ég keypti
kotið. Það árið keypti ég engar
bækur. Á Halllandsnesi bjó ég í 22
ár, en flutti til Akureyrar 1968 og
var þá orðinn heilsulaus. Báðir
mjaðmarliðirnir voru orðnir stífir
og annar fóturinn fimm senti-
metrum styttri hinum. Mér þótti
alltaf vænt um skepnur en gat
ekkert orðið annað en að dunda
við bókbandið. Konan mín sá um
hirðinguna siðasta veturinn. Ég
seldi því kotið og keypti hús hér á
Akureyri. Það árið keypti ég held-
ur ekki bækur.
Nánast allt farið í bækur
Já, ég byrjaði að safna og binda
þegar ég var 15 ára og síðan hefur
nánast ekkert lát orðið á fyrr en
nú, að ég er orðinn alveg heilsu-
laus. Ég reyni þó að dunda eitt-
hvað við þetta. Hvað bókbandið
varðar bind ég allt inn sjálfur,
sem ég fæ óbundið eða í örkum.
Það er annars að verða ómögulegt
að fá arkir eða óbundnar, bita-
stæðar bækur. Þeir hleypa þessu
ekki út af suðvesturhorninu nema
bundnu og það í handónýtu bandi.
Auk þess eru þeir farnir að vinna
skemmdarverk á tímaritum með
því að breyta brotinu á þeim. Haf-
steinn Guðmundsson, vinur minn í
Þjóðsögu, hefur þó verið mér inn-
an handar og útvegað mér talsvert
af örkum. Eins og ég sagði bind ég
allt, sem ég fæ óbundið, fyrir
sjálfan mig, en einnig hef ég fram-
fleytt mér með því að binda fyrir
aðra. Ég bind allt í geitaskinn og
gylli sjálfur og ekkert ár hefur
fallið úr bókbandinu enn frá því
1921. Því er ekki að neita, að þetta
hefur verið óttalegt basl, nánast
allt fé hefur farið í bækur og þeg-
ar ég keypti húsið hérna 1968 var
ég upp í 16 tíma á sólarhring við
bandið. Það hvíldu 100.000 krónur
á húsinu og það tók mig þrjú ár að
borga það. Þetta var fremur erfitt
meðan ég hafði bara handverk-
færi, en 1967 fékk ég mér tvo hnífa
og árið eftir gyllingarvél hjá
gömlum bókbindara og á henni
hef ég þénað mest, þó taxtinn sé
Það árið keypti
ég engar bækur
Fósturforeldrar mínir flosnuðu
upp frá Valagerði er ég var á fjór-
tánda ári og fór ég þá að Bolla-
stöðum í Blöndudal. Það var gott
heimili, en auðvitað mikil vinna.
Eftir það fór ég í lausamennsku til
Jósafats á Brandsstöðum og um
haustið bað hann mig að vera vet-
urinn og játti ég því. En þá kom
babb í bátinn, því allt í einu ákvað
Á gyllingarvélinni hef ég þénað mest, segir Jón.
Hér er sitthvað forvitnilegt.
HJÁLPARTÆKI
FYLGIHLUTIR: STÁLSKÁL HNOÐARI HRÆRARI ÞEYTARI-
PYLSUSTÚTUR
SMÁKÖKUMÖT
RAFBÚÐ
SAMBANDSINS
Ármúla 3 Reykiavik Simi 38900
DOMUS Laugavegi
Kaupfélögin um allt land
CHIL TON — HA YNES — AUTOBOOKS
fyrir flestar gerðir bfla fást hjá okkur.
Bókabúð Steinars, Bergstaðastræti 7,
simi 16070 - Opið 1-6 e.h.