Morgunblaðið - 08.05.1983, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1983
65
Milljónir Japana eiga ekki annarra kosta völ en að leita til okrara til
þess að fá lánaða peninga ... Og þeim er heimilt að taka allt að 109%
í vexti. — Sjá: SKULDADAGAR
FASTEIGNIR
KUNNINGI
Kaupandinn má
helst ekki vita
aura sinna tal
Ef einhvern langar til að eign-
ast glæsilegt enskt óðalssetur með
golf- og krikketvöllum, hestum og
reiðhjólum, 4.700 ekrum lands,
kapellu og gnótt listaverka, þá
stendur það honum til boða, ef
hann hefur handbærar 320 millj-
ónir króna.
Þetta er Belton House, 300 ára
gamalt ættarsetur í Lincolnshire.
Núverandi eigandi er Játvarður 7.
barón Brownlow. Hann er guðson-
ur hertogans heitins af Windsor,
Játvarðs 8. Bretakonungs, er lét af
embætti árið 1936 til að kvænast
Wallis Simpson. Sama fjölskylda
hefur búið í Belton House í þrjár
aldir eða frá árinu 1685, en nú hef-
ur setrið verið sett á söluskrá, því
að eigandinn getur ekki greitt
erfðaskatt af eignum föður síns
heitins. Hann hefur raunar ekki
búið þar sjálfur í tvö ár.
Margir brezkir þjóðhöfðingar
hafa gist Belton House. Árið 1695
innbyrti Vilhjálmur þriðji svo
mikið af guðaveigum þar, að hann
var naumast á eftir ferðafær að
því er dagbókarritari hans skýrir
frá.
Faðir núverandi baróns var ná-
inn vinur Játvarðs 8., en hann
dvaldist oft að Belton. Skömmu
áður en Játvarður 8. sagði af sér
konungdómi fór Brownlow heitinn
barón með frú Simpson til París-
ar, þar sem þau biðu þess, að kon-
ungur gengi frá málum sínum.
Brúðkaup hertogahjónanna af
Windsor fór síðan fram í París
með leynd.
Gamalt máltæki segir að fjórð-
ungi bregði til nafns, og fyrir 20
árum olli Edward Brownlow
Dauðadrukknir kóngar og ómetanleg listaverk.
hneyksli eins og nafni hans og
guðfaðir. Hann hafði fest ást á
ungri bóndadóttur, Shirlie að
nafni, og þau stungu af til Gíbralt-
ar, þar sem þau létu gefa sig sam-
an. Faðir brúðgumans var lítt
hrifinn af þessum ráðahag og
neitaði að eiga orðastað við son
sinn og tengdadóttur í 10 ár. Hann
lézt árið 1978 og arfleiddi sonar-
son sinn af flestum eignum sínum,
en verðmæti þeirra nam rúmlega
100 milljónum. Hann hirti ekki
um að gera sérstakar ráðstafanir
til að koma í veg fyrir erfðaskatt.
Þetta kemur nú niður á núverandi
baróni, því að ríkið hefur nú kraf-
ið hann um tugi milljóna í skatta-
greiðslur.
Barón Brownlow vonast til að
geta fundið kaupanda að landar-
eigninni með öllum hennar gögn-
um og gæðum, þannig að unnt
verði að halda saman öllum helztu
listaverkunum í Belton House. Þar
eru mörg herbergi þakin listvefn-
aði og myndskurði.
Þeim sem kaupir setrið mun
verða gefinn kostur á að kaupa
söguleg málverk og húsgögn, sem
þar eru. Þetta er eitt verðmætasta
safn sinnar tegundar á Englandi,
og því er mönnum mikið í mun að
það fari ekki á víð og dreif. Því
verður kaupandinn að fá annað
hvort allt eða ekkert. En menn ef-
ast um, að einn kaupandi finnist
að öllu þessu góssi, og eru því ugg-
andi um, að mikið af þessum
ómetanlegu ættargripum verði
selt úr landi.
— PETER DEELEY
iTANZANÍAi
Þeir stela öllu steini
léttara suður þar
Þegar flóð gróf í sundur þennan veg
{ SuÓur-Kaliforníu f janúar síðast-
liðnum, gleypti „holan“ meðal ann-
ars þennan bfl sem var þarna á feró-
inni.
síðasta áratug lá við að allur fisk-
iðnaður á vesturströnd Suður-
Ameríku hryndi til grunna.
Dr. Namias segir, að þessi mikli,
heiti straumur mæti nú öðrum
óvanalega köldum straumi fyrir
norðan Hawaii. „Þessi hitamunur
veldur stórviðrum og miklum
stormum og þeim einstæða sjáv-
argangi, sem verið hefur við Kalif-
orníuströnd að undanförnu.
Vindhraðinn er sá mesti, sem
mælst hefur síðan 1947.“
„Barnið" er þó ekki eini söku-
dólgurinn. Háloftastraumur, sem
fer um alla jörð og oftast nær með
um 110 km hraða yfir Kyrrahafi,
æðir nú áfram með um 190 km
hraða. Flugferðin frá Hawaii til
meginlandsins er nú um einni
klukkustund skemmri en venju-
lega.
Með vindunum hefur borist
mikið af sjaldséðum fuglum til
Kaliforníu. Talið er, að þeir séu
frá fjarlægum kóralrifjum í
Kyrrahafinu, en í fyrra yfirgáfu
um 16 milljónir fugla af ýmsum
tegundum hreiðurstaði sína á
þessum eyjum og skildu ungana
eftir ósjálfbjarga. Vísindamenn
hallast að því, að „Barnið" hafi út-
rýmt öllu æti fyrir fuglana og
neytt þá til að leita á aðrar slóðir.
— WILLIAM SCOBIE
Fyrir nokkrum dögum heyrðum
við taktföst högg úr næsta garði
við okkur í Dar es Salaam í Tanz-
aniu. Við eftirgrennslan kom í
ljós, að þar voru næturverðir að
berja roskinn mann, sem reynt
hafði að stela sér nokkrum banön-
um af tré framan við húsið. Loks
komu lögreglumenn og fluttu
manninn á brott. Hann gat gengið
þrátt fyrir barsmíðarnar, og þar
var hann heppinn. Stundum kem-
ur fyrir að þjófar eru barðir til
ólífis eða skotnir með bogum og
örvum, sem næturverðirnir bera á
sér.
Markmiðið með slíkum grimmd-
arverkum er að refsa eða drepa
fólk, sem hefur litlu sem engu að
tapa — allar þær þúsundir sem
hafa ekki ráð á að greiða fyrir
brýnustu nauðþurftir sínar. Marg-
ir hafa ekki efni á að inna af hendi
hið opinbera verð fyrir ýmsar
daglegar nauðsynjar, hvað þá
svartamarkaðsverð, sem þarf að
greiða fyrir margar vörutegundir,
svo sem hrísgrjón, hveiti, matar-
olíu og sápu.
Ofbeldi er svarað með ofbeldi,
því að þjófarnir berja fólk og ógna
því með hnífum, sveðjum og byss-
um. Ógnir New York-borgar eru
barnaleikur miðað við ástandið í
Dar es Salaam, þar sem þjófnaður
og ofveldisverk eru hvarvetna á
næsta leiti. Menn eru rændir ýms-
um ómerkilegum hlutum eða
nældir niður í jörðina með hníf í
gegnum hálsinn, en slík urðu örlög
eins vinar mins.
Nýlega var mér ógnað með
byssu, er ég reyndi að handsama
þjóf. Til allrar hamingju var hann
nýbúinn áð stela henni og vissi
greinilega ekki, hvernig átti að
nota hana. Ýmsum hlutum hefur
líka verið stolið úr mótorhjólinu
mínu, en slíkt eru smámunir einir
hér á landi, þar sem varahlutir í
ökutæki eru á stöðugri hringrás.
Hér aka margir um á Peugeot, og
alltaf er verið að stela úr þeim.
Framrúður og hjólbarðar hverfa,
ef ökutæki er skilið eftir aðgæzlu-
laust. Einn dag, þegar maður ætl-
aði að setja bílinn sinn í gang,
heyrði hann hvorki stunu né
hósta. Þegar hann opnaði vélar-
húsið komst hann að raun um, að
vélin var öll á bak og burt.
Mjög erfitt er að fá varahluti í
bíla, því að erlendur gjaldeyrir er
af skornum skammti. Þegar ein-
hver kroppar eitthvað út úr bíln-
um hjá manni, svo að hann þarf að
kaupa rándýran varahlut á verk-
stæði, er bezt að reyna að gleyma
því, að hann hafi ef til vill verið
ginntur í gildru. Gamli brandar-
inn um menn, sem kaupa aftur
hluti, sem stolið hefur verið úr bíl-
unum þeirra, gæti hæglega verið
sannur hér um slóðir. Oft verða
efnaðir kaupsýslumenn og spilltir
stjórnmála- og embættismenn
fyrir barðinu á þjófum. Þrátt fyrir
sósíalíska stefnu Nyereres forseta,
er kemur fram í lágum launum
opinberra starfsmanna, hefur bil-
ið stöðugt breikkað milli þeirra og
allrar alþýðu manna.
Þetta ástand er mörgum Tans-
aníumönnum þyrnir í augum, og
þeir vitna gjarnan til þess að fyrir
fimm árum hafi glæpir og spilling
vart þekkzt í landinu. Landsmenn
voru stoltir af heiðvirðum emb-
ættismönnum sínum og fólk full-
yrðir, að þá hafi verið unnt að sofa
úti undir berum himni við
Ostruflóa, en það er helzta bað-
ströndin við Dar es Salaam. Ef
einhver reyndi að sofa þar, eins og
ástandið er núna, má gera ráð
fyrir því að hann yrði rúinn inn að
skinni og ef til vill lengra.
- ANDREW BUCKOKE
Allt
í blóma
hjá Jessicu
KATHERINE: Lítið um „Siðprúða
meirihlutann" gefið.
Kannski var það öllum fyrir
bestu, að bandarísku siðvæð-
ingarpostulunum tókst að þagga
niður í gamanmyndaflokknum
Löðri. Þegar frá líður vill fara að
slá nokkuð í skemmtilegheitin í
farsa af þessu tagi og fjögur ár
með Tate- og Campbell-fjölskyld-
unni voru líklega meira en nóg.
Jessica eða leikkonan Katherine
Helmond er ánægð með að hætt
skuli hafa verið við Löður þótt
hún hafi verið tilbúin til að koma
fram í því fimmta árið í röð. Kath-
erine var raunar æf yfir því
hvernig þættirnir voru eyðilagðir
en nú er hún farin að leika í öðrum
myndum og nýtur þess um leið að
sjá að stuðningurinn við „Sið-
prúða meirihlutann" fer óðum
þverrandi.
„Þeir tóku það upp hjá sjálfum
sér að útrýma allri ósiðsemi í
Bandaríkjunum og byrjuðu á sjón-
varpinu, sem þeir sögðu, að væri
að fara með okkur beina leið til
helvítis," sagði Katherine nýlega í
blaðaviðtali. „Þeir sendu inn
áskoranir, voru með kröfuspjöld
og aðrar aðgerðir og réðu loks til
sín markaðsráðgjafa sem ráðlagði
þeim að setja auglýsendur í þátt-
unum á svartan lista. Það er erfitt
að berjast gegn kirkjunum í
Bandaríkjunum. Auglýsendur
drógu sig í hlé og þótt ABC reyndi
að finna aðra þá gekk það ekki.
McCarthyisminn er greinilega
sprelllifandi enn.“
Kathernine Helmond, sem virð-
ist veikbyggðari en hún er í raun
og veru, er samt mikill aðdáandi
bandarískra lifnaðarhátta og
lífsspeki og trúir því að þeir muni
sigra heiminn. Nú á næstu dögum
mun hún hefja leikstjórn á nýrri
kvikmynd, og það er maðurinn
hennar, sem hefur skrifað hand-
ritið. Myndin heitir „The Bank-
rupt“ og fjallar um eina hlið á am-
eríska draumnum — löngunina til
að komast yfir sem mest af gæð-
um þessa heims.
— DEREK BROWN