Morgunblaðið - 08.05.1983, Side 33

Morgunblaðið - 08.05.1983, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1983 81 Sigurjón Marías- son - Afmæliskveðja Sigurjón Maríasson verður sex- tugur á morgun, 9. maí. Hann er fæddur í Kjós, Grunnavíkur- hreppi, Norður-ísafjarðarsýslu, en nú er sá hreppur allur kominn í eyði. Sigurjón er sonur hjónanna Maríasar Þorvaldssonar og Sigríð- ar Jónsdóttur. Afi Sigurjóns var Þorvaldur Símonarson, hrepp- stjóri í Kjós og sagt er að Sigurjón sé mjög líkur afa sínum í fasi. Sig- urjón ólst upp í stórum systkina- hópi og voru þau samtals 14. Eins og að líkum iætur hefur það verið úr hófi erfitt að fram- fleyta slíkum barnahópi, en með fádæma atorku munu þeir, sem til Sigurjóns þekkja, ekki efast um, að þar fari fullvaxinn Vestfirðing- ur. Þó varð það alltaf svo í slíkum barnahópi að börnin urðu að fara að vinna fyrir sér á unga aldri. Þannig var og með Sigurjón. Að- eins 14 ára gamall fór hann til sjós og stundaði hann það starf í u.þ.b. 15 ár. Síðast sem vélstjóri eða stýrimaður á hinum ýmsu bát- um. Var Sigurjón þó alls ómennt- aður, þar sem engin tækifæri voru í þá átt í hans fámenna og þrönga byggðarlagi. Er ég þó ekki í vafa um, að allt hefði legið opið fyrir honum á því sviði, ef hann hefði haft tækifæri þar til. Sigurjón er bráðskarpur maður og þekktur fyrir hnyttin tilsvör, þó að sum þeirra hafi ekki aflað honum vinsælda. Að lokinni sjó- sókn sinni réðst Sigurjón til SVR og var þar um nokkurra ára skeið. Jafnframt stundaði hann ýmsa aukavinnu, en Sigurjón hefur alla tíð verið harðduglegur maður og ósérhlífinn í starfi. Síðustu tutt- ugu árin hefur Sigurjón ekið á vörubílastöðinni Þrótti og sig hvergi sparað við þau störf, sem honum hafa boðist. En örlæti hans hefur stundum orðið þess valdandi að hann hefur ekki haft eins mikið fyrir sjálfan sig og vera ætti. Sigurjón á sex börn og eru þau öll hin mannvænlegustu og er mér persónulega kunnugt um það, að hann hefur sýnt þeim mikla ræktarsemi, þó að stundum hafi ytri skilyrði ekki verið þar til hin bestu. Að lokum vil ég þakka þessum stórbrotna persónuleika skemmti- leg og trúverðug viðkynni og vona að þau bönd, sem okkur hafa tengt, megi endast um ókomna tíð. Kunningi FYRIRLIGGJANDI: SPÓNAPLÖTUR, hagstætt verð. KROSSVIÐUR, sléttur og rásaöur. HARÐVIÐUR, (teak, eik, abachi, meranti). LÍMTRÉBITAR, (I. fl. vara). FESTINGAJÁRN, (BMF og Bulldog). PALL ÞORGEIRSSON & CO, Ármúla 27. — Símar 34000 og 86100. OETRAUIV yiNJJINGUR Frítt flugfar ^ ■ .. " t ' rtieð miða frá Samvinnuferðum-Landsýn og ókeypis skólagjöld hjá Angloschool í London nú í sumar. Samvinnuferðir-Landsýn og Angloschool hafa nú ákveðið að bjóða fríar ferðir, uppihald og skólagjöld fýrir nemanda í einn mánuð vegna þess að yflr 200 Islendingar á öllum aldri hafa faríð í Angloschool og ferðast með miðum frá Samvinnuferðtim-Land- sýn á s.l. árum. Allir fýrrí nemendur svo og væntanlegir nemendur nú í sumar geta tekið þátt í getrauninni. Dregið verðiu- 20. maí hjá Samvtnnu- ferðum-Landsýn. GETRAUN 1. Hvenœr var Angloscliool stofnadur? □ 1963 □ 1960 □ 1957 2. HvcnærvarFerðaskrtfstofan SamWnnuferdlr-Landsýn stofnuð? □ 1973 □ 1978 □ 1976 3. Hvaö heitir forstjórt Samv1nnufcrda-Lands>Ti? Scndist mcrkt: GETRAI’N Sam\1nnufcrdir-LandsV-n Síml: Austurstraeti 12 - 101 Rcykja\1k LÆRIÐ E1SKIT í E\GLAM)I! Angloschool er tvímælalaust elnn besti skóli sinnar tegundar í Englandi, búinn öllum nýjustu tækjum í sambandi við kennslu. Angloschool er viðurkenndur af breska ríkinu, sem góður skóli. Kennslutímar eru 30 á viku. Hríngdu og fáðu myndalista og frek- ari upplýsingar. Það verða eingöngu sendir 5-10 nemendur frá ís- landi í hvert tímabil sem siun hver eru að verða fúllbókuð. 1. Tímabil 28. maí - 25. júní 4. Tímabil 29. júlí - 26. ágúst 2. Tímabil 24. júní - 22. júlí 5. Tímabil 28. ágúst - 27. sept 3. Tímabil 1. júlí - 29. júlí 6. Tímabil 24. sept - 23. okt Allar nánarí upplýsingar fýrír MAGNÚS STEINÞÓRSSON tilvonandi ncmendur gefiu: Miðbraut 36 170 Seltjamamesi Sími 23858 (á kvöldin og um helgar) radauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Keflavík Til leigu 3 herb., eldhús og baö. Tilboð sendist augld. Mbl. merkt: „Keflavík — 8505“. Til leigu 1. júní — 1. sept. 2ja herb. kjallaraíbúð með húsgögnum. Tilboð sendist augl.deild Mbl. fyrir 20. maí merkt: „Laugaráshverfi — 206“. Grindavík — Raöhús Til sölu endaraðhús við Heiöahraun, 5 herb. Húsið er fullfrágengiö, getur verið laust eftir ca. mánuð. Upplýsingar í simum 92-8395 og 92-8090. Sumar í Minnesota Háskólakennari vill leigja út fallega íbúð ná- lægt háskólanum og miðborgum Minneapol- is og St. Paul. Þrjú svefnherbergi, húsgögn. Laus frá 15. júní til 1. sept. 1.000 dollarar á mánuöi, má greiðast í íslenskum peningum. Frekari upplýsingar hjá: D. Abrahamson, 80 Orlin ave. se Minneapolis 55414, MN USA óskast keypt Lyftari óskast Óska eftir að kaupa diesellyftara, 2Vz tonn. Upplýsingar í símum 92-1955 og 92-7168. kennsla Borga 450 þúsund kr. á boröið 6/6 1983 fyrir íbúö. Upplýsingar í síma 12730. 80—100 fermetrar Húsnæöi óskast fyrir hljóöfæraviðgeröir og sölu. Þarf helst að vera á jaröhæö. Uppl. í síma 30257 eftir kl. 7 á kvöldin. 25 ára stúlka sem er kennari, óskar eftir lítilli íbúö. Örugg- ar mánaðargreiðslur og einhver fyrirfram- greiðsla. Uppl. í síma 98-2762. ✓ Einbýlishús til leigu í Vestmannaeyjum Óska eftir að taka á leigu íbúö í Reykjavík í skiptum fyrir einbýli í Vestmannaeyjum. Uppl. í síma 34219 og 98-2151. Franska sendiráðið óskar að taka á leigu fyrir starfsmann ein- staklingsíbúö eöa litla 2ja herb. íbúö, búna nauðsynlegustu húsgögnum, í mið- eða vest- urbæ. Nánari uppl. í síma 17621 eöa 17622 á skrif- stofutíma. Námskeið í líkamsmeðferð Þann 13., 14. og 15. maí veröur haldið 20 tíma námskeiö, hefst kl. 20.00 þ. 13. maí. Efnið er: Samspil huga og líkama. Aðferð: Einbeiting og líkamsæfingar eftir tónlist. Kennarar: Marianne Bentzen og Merete Holm. Báðar hafa haldið námskeið í Danmörku, Þýskalandi, Belgíu og U.S.A. Einkatímar í nuddi o.fl. þann 16. og 17. maí. Þátttaka tilkynnist til Guörúnar Hafsteins- dóttur, sími 79014, á kvöldin. Þorskaþjálfa- skóli íslands Þroskaþjálfaskóli íslands auglýsir inntöku nemenda skólaárið 1983—1984. Nemendur skulu hafa lokið a.m.k. 2ja ára nami i framhaldsskóla. Æskilegt er að um- sækjendur hafi starfað 4-6 mánuöi á stofn- un, þar sem þroskaheftir dveljast. Sam- kvæmt heimild í reglugerð fyrir skólann (9. gr. 3.) veröa haldin stöðupróf í íslensku, dönsku og ensku fyrir þá umsækjendur er ekki fullnægja skilyröum um bóklegt nám. Umsóknarfrestur er til 8. júní nk. Umsóknareyðublöð eru afhent í skólanum milli kl. 10—12 alla virka daga. Umsóknir skal senda til Þ.S.Í. pósthólf 261, 212 Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.