Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 36
84 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1983 við dæmið á eftirfarandi hátt: Ef við létum framleiða fyrir okkur í Austurlöndum fjær, þyrftum við hugsanlega að greiða 10,50—11 dollara fyrir tækiseiningu, sem Grundig eða Philips fengju á 10 dollara, þar sem við gátum ekki keypt sama magn og þeir. Á hinn bóginn gæti okkur dugað 0,25 doll- ari vegna kostnaðar, ef við stæð- um rétt að málum, og annað eins í hagnað. Gætum við á þennan hátt boðið sams konar vörueiningu og Grundig, Philips og aðrir þyrftu 13—15 dollara fyrir á 11—11,50 dollara. Á móti þessum verðávinn- ingi okkar var okkur auðvitað ljóst, að Grundig eða Philips hefðu styrk sinn og merkja sinna. Engu að síður, á þessum grundvelli fór Nesco Manufacturing hf. af stað sem framleiðslufyrirtæki án eigin verksmiðja um áramótin 1979/1980, og hefur umfang rekstrar þessa tvöfaldast ár hvert síðan. Inn í þessa mynd kemur einnig sú staðreynd, að hagkvæm- asti framleiðslustaðurinn eða -landið er síbreytilegt; í eina tíð var það Japan, en nú er það, a.m.k. hvað varðar tiltekin tæki, orðið S-Kórea, Taiwan, Hong-Kong eða Singapore, og í framtíðinni verður það e.t.v. Kína, Suður-Ameríka eða jafnvel Mexico. Við þessar að- stæður teljum við það veita okkur mikinn umframstyrk og framtíð- armöguleika, að vera framleiðslu- fyrirtæki, sem ekki er bundið af ákveðnum eigin verksmiðjum í ákveðnu landi eða löndum, heldur geta nýtt okkur frjálslega hag- kvæmustu framleiðsluna á hverj- um tíma, í hvaða landi, sem hún kann svo að fara fram.“ — Hvaða skýring er á því, að þið kallið Nesco Manufacturing hf. framleiðslufyrirtæki frekar en verslunarfyrirtæki ? „Skýringin er sú — en það er rétt, að þetta er mjög veigamikið atriði, lykilatriði — að annars vegar ráðum við því sjálfir, hvern- ig tækin eru að útliti, innri gerð og eiginleikum og hins vegar ráðum við sjálfir fyrir markaðssetningu tækjanna í grundvallaratriðum, þó að vörumerkin, sem notuð eru, séu almennt ekki okkar. Er Nesco Manufacturing hf. t.a.m. skráð sem framleiðandi að öllum okkar tækjum hjá rafmagnseftirliti á Norðurlöndum, en hjá þeim verð- ur að prófa og fá viðurkenningu fyrir sérhverju rafmagnstæki, áð- ur en sala þess hefst. Þetta þýðir það, að við höfum nákvæmlega sömu sterku tökin á varningnum og markaðssetningu hans og aðrir framleiðendur, sem þó framleiða í eigin verksmiðjum að miklu eða öllu leyti, en þetta eru miklu ster- kari tök en almenn verslunarfyrir- tæki geta haft.“ Tækin í upphafi merkt íslandi — Þú sagðir, að umfang þessa rekstrar hafi tvöfaldast á hverju ári, en hvernig fór þetta af stað? „Við formuðum þær línur, sem ég hefi lýst, strax haustið 1979, og í beinu framhaldi af því hófumst við handa. Þó að endalok sam- starfsins við Marantz-Superscope hafi ekki verið gæfuleg um of, spilltist staða okkar almennt ekki gagnvart norrænum viðskiptaað- ilum, einkum ekki í Svíþjóð, þar sem menn þekktu og meðtóku sögu málsins, og gerðum við okkar fyrsta stóra sölusamning við Lin- kopia-Expert-verslanakeðjuna í Svíþjóð, sem hefur um 150 versl- anir innan sinna vébanda, nánast áður en Nesco Manufacturing hafði verið formlega stofnað. Nokkrum mánuðum seinna gerð- um við svo mjög stóran samning við sænska kaupfélagið, KF, sem selur um öll Norðurlönd, í sam- vinnu við hin norrænu kaupfélög- in, undir vörumerki sínu, Luma. f norrænu kaupfélögunum eru um 5 milljónir félaga, en heildaríbúa- fjöldi á Norðurlöndum er um 22 milljónir manna, og er verslunar- og dreifingarkerfi kaupfélaganna þannig geysisterkt. Þessir þýðing- armiklu samningar urðu til að brjóta ísinn og hasla okkur völl, sem við höfum síðan byggt á. Framan af merktum við öll tæki, sem við framleiddum og seld- um „Nesco Manufacturing hf., Reykjavík, Iceland" á framleiðslu- plötum tækjanna, án tillits til þess, hver viðskiptavinur okkar var eða hvert vörumerkið var, en á Norðurlöndum ber framleiðendum skylda til að merkja sér tæki sín. Svo fór þó, að við ákváðum að hætta þessu, þar sem það skapaði töluverða truflun og tafir við sölu tækjanna út úr búð, en viðskipta- vinir ráku oft augun I þetta og tóku að spyrja, hvort þetta væri í raun og veru íslenskt tæki, hvort hér væru útvarps- og sjónvarps- verksmiðjur o.s.frv. Eftir það höf- um við merkt tækin með stílfærðu N-i, sem er svo aftur skráð sem okkar lög- og formlega merki, hjá þeim opinberu aðilum á Norður- löndum, sem um slíkt fjalla." Smásöluverðgildi varnings í ár 7—900 milljónir króna — „Smæð okkar er styrkur okkar“ — Hver er svo stærðargráðan á þessum viðskiptum nú? „f ýmsum tækjaflokkum höfum við náð mjög sterkri stöðu, t.a.m. í ferðalitsjónvarpstækjum, en þar verður markaðshluti okkar í ár 15—20%, og hygg ég, að þar séum við stærstir á Norðurlöndum. í sambyggðum heimilishljómtækj- um verður árangur okkar líka mjög góður, 10—15% markaðs- hluti, sem þýðir eitthvert 3ja—4ra fyrstu sætanna. Við gerum okkur vonir um, að ná svipuðum árangri í myndbandstækjum í ár, en það er fyrst nú, sem við náum fullri fótfestu í þeim þýðingarmikla vöruflokki. Við erum líka að sækja í okkur veðrið með 20 til 22ja þumlunga littæki, en alls gerum við ráð fyrir að selja fyrir 3—400 milljónir íslenskra króna í ár, á verksmiðjuverði, en smásöluverð- gildi þessa varnings er meira en tvöfalt meiri, eða sennilega um 7—900 milljónir íslenskra króna.“ — Hver er eiginlega skýringin á þessum mikla söluárangri ykk- ar, þar sem þið hljótið að vera í harðri samkeppni við mörg helstu framleiðslufyrirtæki heims um þessa markaði? „Auðvitað kemur fjölmargt til, en við teljum, að meginskýringin — fyrir utan almennar forsendur, svo sem nauðsynlega varnings- og markaðsþekkingu, hröð og mark- viss vinnubrögð, reglulega mánað- arlega fundi með viðskiptavinun- um o.a.þ.h. — liggi í smæð okkar og lágum tilkostnaði, en nú er svo komið, að kostnaður við rekstur- inn nemur ekki meiru en 1—2% af söluveltu, á sama tíma og skrifst- ofubákn „stóru fyrirtækjanna", helstu keppinauta okkar, kosta minnst 5—10% og allt upp í 20—30% af veltu. Þessu höfum við m.a. náð fram með því að einbeita okkur að stórum verkefnum og stærstu fyrirtækjunum í söluvið- leitni okkar, og virðist okkur hafa tekist að samræma og sameina norrænar þarfir í meira mæli en öðrum, þannig, að jafnvel stærstu framleiðslufyrirtækin á Norður- löndum sjá sér hag í því að kaupa af okkur tæki, sem þeir geta ekki framleitt sjálfir á hagkvæman hátt. Hér vil ég einnig nefna, að við höfum ávallt fylgt þeirri stefnu í Nesco Manufacturing, að viðskipti og hagsmunir morgun- dagsins skuli hafa forgang fyrir hagsmunasjónarmiðum líðandi stundar, en oft geta stundarsjón- armið spillt framtíðarmöguleik- um, séu þau látin ráða. Ennfremur skiptir það miklu, að við höfum verið mjög lánsamir með sam- starfsaðila í Austurlöndum fjær.“ Orion-verksmiðjurnar helsti samstarfsaðilinn — Virðing fyrir Japönum — Hver hefur verið ykkar helsti samstarfsaðili í Austur- löndum fjær? „Orion-fyrirtækið, sem er gam- alt og rótgróið japanskt fyrirtæki, sem framleiðir hágæðatæki í verksmiðjum sínum víða um Aust- urlönd fjær, hefur verið okkar helsti samstarfsaðili frá upphafi. Orion er sérhæft í því, sem kallað er OEM-framleiðsla, en það þýðir framleiðsla fyrir aðra framleið- endur, undir vörumerki viðskipta- vinarins, Original-Equipment- Manufacturing, og hefur Orion því til skamms tíma verið óþekkt meðal almennings, þó að það sé stórfyrirtæki, t.a.m. tvisvar stærra en Akai. Orion hefur í gegnum árin framleitt fyrir mörg þekktustu framleiðslufyritækin í Evrópu, en svo er nú komið, að Orion-verksmiðjurnar framleiða eingöngu fyrir okkur, hvað varðar Norðurlöndin. Ég tel ástæðu til að nefna, að þeir Japanir, sem stjórna Orion og við höfum átt ná- ið samstarf við nú um árabil, eru einhverjir bestu og traustustu menn, sem við höfum kynnst, reyndar harðskeyttir, en ábyggi- legir og sanngjarnir langt umfram það, sem við eigum að venjast í Evrópu, svo að ég minnist nú ekki á vinnusemi, nákvæmni og virkni 1 vinnubrögðum hjá þessum mönn- um. Sannleikurinn er sá, að ég kann þeim mun betur að meta Japani, sem ég kynnist þeim bet- ur.“ Starfsemin mun leiða til verulegrar verðiækkunar hér á íslandi — Getur þessi alþjóðlega starf- semi ykkar komið að gagni eða leitt til lægra verðlags hér? „Já, þessi framleiðsla og þau viðskipti, sem við fáumst við, eru að sjálfsögðu langtum stærri í sniðum og byggjast þar með á allt öðrum og lægri verðgrundvelli en gerist í innflutningi íslenskra fyrirtækja til og fyrir Island eitt sér, þó að hér séu vissulega ýmsir ágætlega hæfir kaupsýslumenn á þessu sviði. Á næstu vikum og mánuðum munum við á þennan hátt smám saman geta boðið fram fullt úrval litsjónvarpstækja og myndbandstæki undir Orion- eða Nesco-vörumerki, sem verða 20— 25% ódýrari en sambærileg tæki á markaði hér, en þetta mun aftur auðvelda keppinautum okkar að knýja umbjóðendur sína til að veita þeim hagstæðara verð, og mun þessi starfsemi okkar á þenn- an hátt hafa veruleg — bæði bein og óbein — verðlækkunaráhrif hér.“ 12—15 milljóna króna gjaldeyristekjur — Hvað með gjaldeyristekjur, verða þær einhverjar? „Af hagkvæmnisástæðum og til að firra okkur fjárhagslegri áhættu, er fjármálafyrirkomulag á þann veg, að greiðslur fara beint frá viðskiptavinum okkar til verk- smiðjanna, sem fyrir okkur vinna, og fer því engin velta hér í gegn, enda er velta, sem slík, lítils virði. Verksmiðjurnar gera síðan upp við okkur okkar hlut, en gjaldeyr- istekjur af þessari starfsemi verða í ár á bilinu 12—15 milljónir króna, og eru það nokkuð hreinar gjaldeyristekjur. 1 þessu sam- bandi má vekja athygli á, að ýmis atvinnustarfsemi hér skapar e.t.v. umtalsverðar gjaldeyristekjur, en það gleymist oft, að veruleg gjald- eyriseyðsla kann að koma á móti, en það er auðvitað stærð hinna hreinu tekna, sem skiptir máli, ef meta skal gjaldeyrisgagnsemi." Sama aflið ... — Að lokum þetta, óli Anton, hvaða afl er það, sem knýr ykkur til að takast á við öll þessi verk- efni og mál? „Ætli það sé ekki sama aflið og knúði franska ofurstann til að þrælast yfir Vatnajökul um pásk- ana. Ég gæti ímyndað mér það.“ - AH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.