Morgunblaðið - 10.05.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.05.1983, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1983 Harður árekstur í Skerjafirði: Föst í flakinu í stundarfjórðung TVÍTUG kona slasaðist alvarloga í mjög hörðum árekstri í Kinarsnesi í Skerjafirði laust eftir klukkan 22 í gærkvöldi. Hún klemmdist í bifreið sinni og tók um stundarfjórðung að ná henni úr flakinu. Konan var ekki talin í lífshættu, en Ijóst að hún hafði lærbrotnað. Meiðsli hennar voru ekki fullkönnuð er Mbl. fór í prentun. Tildrög slyssins eru þau að BMW-bifreið var ekið suður Suður- götu og austur Einarsnes á miklum hraða. Svo virðist sem ökumaður hafi misst vald á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún skall fram- an á Toyotu-bifreið, sem konan ók. Ökumaður BMW-bifreiðarinnar slapp án meiðsla, svo og farþegi hans. Farþegi í Toyotu-bifreiðinni slapp ómeiddur. Báðar bifreiðirnar eru gjörónýtar. Tóbak: 70% aukning á innflutningi TÓBAKSINNFLUTNINGUR, þ.e. innflutningur á vindlingum og öðru tóbaki, jókst um 70% fyrstu þrjá mánuði ársins, í magni talið, þegar inn voru flutt liðlega 164,3 tonn, borið saman við 96,6 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmæti þessa innflutnings fyrstu þrjá mánuðina í ár er tæplega 49,4 milljónir króna, en var til sam- anburðar tæplega 15,4 milljónir króna fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Verðmætaaukningin milii ára er því liðlega 221%. Ef litið er á vindlinga sér, kemur í ljós, að innflutningur á þeim jókst um tæplega 93,8% fyrstu þrjá mán- uði ársins, í magni talið, þegar inn voru flutt 137,4 tonn, borið saman við 70,9 tonn á sama tíma f fyrra. Cavalleria Rusticana: Rúmanski tenórinn hættur RUMANSKI tenórsöngvarinn, Konstantin Zaharia, sem sungið hefur hlutverk Turiddusar í upp- færslu Þjóðleikhússins á óperunni Cavaileria Rusticana, er hættur. Fer til London í fyrramálið. Hann hefur aðeins sungið á tveimur sýn- ingum, á frumsýningunni á föstu- dagskvöldið og síðan á sunnu- dagskvöldið, þar sem veikindi virt- ust standa honum talsvert fyrir þrifum. Það kom fyrir að hann hætti að syngja í miðju kafi og dró mikið niður í röddinni á milli. Og einni aríu sleppti hann algerlega. Höfðu gestir á orði að hann hefði „sparað" sig verulcga. Sigmundur Örn Arngrímsson hjá Þjóðleikhúsinu, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að Zaharia hefði átt við veikindi að stríða og einfaldlega ekki treyst sér í fleiri sýningar. Sagði Sigmundur að verið væri að vinna að því að út- vega annan söngvara í hlutverk Turiddusar og væru góðar horfur á því að tækist að bjarga þeim málum fyrir fimmtudagskvöldið, en stefnt er að því að næsta sýn- ing verði þá. Veikindi settu mjög svip sinn á leikhúslífið í Reykjavík yfir helg- ina. Aflýsa varð tveimur sýning- um á Línu langsokk í Þjóðleik- húsinu og sýning féll niður á Skilnaði hjá Leikfélagi Reykja- víkur. Það er flensan sem er sökudólgurinn, en hún virðist enn keyra á fullum dampi. Verðmætaaukning innflutningsins milli ára er liðlega 273,5%, eða tæp- iega 43,3 milljónir króna, borið sam- an við tæplega 11,6 milljónir króna. Innflutningur á „öðru tóbaki" jókst um 4,7% fyrstu þrjá mánuði ársins, í magni talið, þegar inn voru flutt 26,9 tonn, borið saman við 25,7 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmæta- aukningin milli ára er liðlega 61,7%, eða 6,12 milljónir í ár borið saman við tæplega 3,79 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Geir Hallgrímsson: * vmSb : c: ■ ' ’< w*. ' t -- Mikið eignatjón varð í árekstrinum á mótum Suðurlandsbrautar og Skeiðarvogs og fernt var flutt í slysadeild. Morffunblaðið Júlíus. Fernt flutt í slysadeild FERNT var flutt í slysadeild eftir harðan árekstur á gatnamótum Skeiðarvogs og Suðurlandsbrautar laust fyrir klukkan þrjú aðfaranótt sunnudagsins. Kona slasaðist al- varlega, hlaut höfuðhögg og lá hún meðvitundarlaus á Borgarspítalan- um síðdegis á sunnudag. Tildrög slyssins voru þau, að Daihatsu-bifreið var ekið suður Skeiðarvog í veg fyrir Toyota- bifreið, sem ekið var austur Suð- urlandsbraut. Bifreiðirnar skullu saman af miklu afli með þeim afleiðingum að þær köstuð- ust á kyrrstæða Ford-bifreið við gatnamótin. Konan sem slasað- ist mest var ökumaður Daihatsu-bifreiðarinnar. öku- maður og farþegi í Toyota-bif- reiðinni slösuðust og einnig öku- maður Fordsins. Þá varð harður árekstur á gatnamótum Kringlumýrar- brautar og Miklubrautar laust fyrir klukkan níu í gærmorgun. Ford Falcon var ekið vestur Miklubraut og BMW suður Kringlumýrarbraut. Umferðar- ljós voru ekki virt og skullu bif- reiðirnar saman af miklu afli. Ekki er að fullu ljóst hvor fór yfir á rauðu ljósi. Ökumaður og farþegi í Fordinum voru fluttir í slysadeild og einnig ökumaður BMW-bifreiðarinnar. Fyrst er að ganga úr skugga um málefnalega samstöðu - áður en ráðuneytunum er skipt „KJARTAN Jóhannsson kom heim til mín kl. 9 í kvöld og tjárti mér art þingflokk- ur Alþýðuflokksins hefði samþykkt að gera þá ófrávíkjanlegu kröfu, ef þeir ættu að taka áfram þátt í stjórnarmyndunarviðrærtum með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, að þeir fengju forsætisráðherraembættið," sagði Geir Hall- grímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í gærkvöldi, er Morgunblaðið ræddi við hann um þau skilyrði, sem Alþýðuflokkurinn setti fyrir frekari aðild að viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar. „Eins og kunnugt er, samþykkti þingflokkur Alþýðuflokksins á fundi sínum á sunnudag, að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum þessara þriggja flokka og mættu fulltrúar flokksins til viðræðufundar í því skyni þann sama dag kl. 17.00. Þeim fundi lauk með því, að ákveðinn var annar fundur í dag, mánudag," sagði Geir Hallgrímsson. „Þar lét Karl Steinar Guðnason þá skoðun í ljós, að samþykki flokksstjórnar Alþýðu- flokksins fyrir þátttöku í ríkisstórn gæti að lokum oltið á því, hvort Al- þýðuflokkurinn hefði forystu ríkis- stjórnar með höndum. Eg svaraði því til, að fyrst væri að ganga úr skugga um það, hvort málefnaleg samstaða væri fyrir hendi til stjórn- armyndunar og það væri ekki komið að því að skipta með sér verkum, ráðuneytum eða ráðherratitlum. Síðan héldu fundarstörf áfram og skiptumst við á skoðunum um hvernig samræma bæri sjónarmið okkar um laus aðsteðjandi vanda- mál. Alþýðuflokksmenn tóku í lok fundarins þátt í því að ákveða næsta fund á þriðjudagsmorgni kl. 9.00 með tilvísun til þess, að menn ætl- uðu sér nægan tíma til að ganga frá málum svo að þingflokkarnir gætu fjallað um þau síðdegis sama dag, en þeir Alþýðuflokksmenn eru fljótir að skipta um skoðun og meta meira ráðherrastóla en málefni. Þegar Kjartan Jóhannsson kom mér að óvörum til mín með þessi skilaboð, spurði ég hann, hvort þeir ætluðust til að fá svar við þessari málaleitan og hvort þeir mundu mæta á boðuðum fundi á þriðju- dagsmorgni. Hann kvað svo ekki vera en hringdi í mig kl. 11 í kvöld (mánudagskvöld) og spurði, hvort ég óskaði eftir að þeir kæmu á fundinn og kvað ég það vera hans ákvörðun en ekki gert fyrir mig.“ Aðspurður um það, hvaða áhrif þessi afstaða Alþýðuflokksins mundi hafa á stjórnarmyndunartilraunina, sagði Geir Hallgrímsson, að boðaður fundur yrði haldinn með Framsókn- arflokknum kl. 9 árdegis í dag. Kjartan Jóhannsson: Þessi krafa er pólitísk for- senda fyrir aðild okkar „ÞAÐ ER Ijóst að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa mikinn meiri- hluta á Alþingi og geta myndað ríkisstjórn einir sér. Þeir hafa óskað eftir því að við kæmum inn í þessar viðræður og það cr álit Alþýðuflokksins að forsenda fyrir stjórnarþátttöku okkar við slíkar aðstæður sé, að slík stjórn verði að vera á jafnréttisgrundvelli og undir forustu Alþýðuflokksins," sagði Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuflokksins, er Mbl. ræddi við hann í gærkvöldi um þá ákvörðun þingflokks Alþýðuflokksins að gera það að skilyrði fyrir þátttöku Alþýðuflokksins í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks, að Alþýðu- flokkurinn fái forsætisráðherrastólinn. Að sögn Kjartans var tillaga þess efnis samþykkt samhljóða á þing- flokksfundi í gær. Hann kvað þessa kröfu pólitíska forsendu fyrir því að Alþýðuflokkurinn kæmi inn sem „aukahjól" í ríkisstjórn, öðru vísi yrði jafnrétti milli flokkanna ekki tryggt. Þá sagði hann fordæmi vera fyrir slíkri kröfu í íslenskum stjórn- málum. Fyrir þingflokksfund Alþýðu- flokksins í gær var gert ráð fyrir að þeir myndu hitta fulltrúa Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks til áframhaldandi stjórnarmyndunar- viðræðna kl. 9 árdegis. Kjartan var spurður hvort þeir gerðu loforð um að þeir fengju forsætisráðherrastól- inn að skilyrði fyrir frekari viðræð- um. Hann svaraði: „Geir hefur ekki óskað eftir því að við mætum í fyrra- málið. Það var ófrágengið um við- ræðurnar milli okkar þegar ég skýrði honum frá þessu. Það hefði í sjálfu sér verið í lagi að koma í fyrramálið til þess að skýra frá þess- um viðhorfum Alþýðuflokksins, en hann taldi að þess þyrfti ekki." Að- spurður um hvort Alþýðuflokkurinn væri með þessu út úr myndinni sagði hann: „Á meðan þessu hefur ekki verið svarað þá sjáum við ekki ástæðu til að vera í frekari málefna- viðræðum, en við erum hins vegar tilbúnir til viðræðna um þetta stjórnarmynstur undir þessum formerkjum, ef menn geta fallist á það.“ Kjartan var spurður hvenær þessi ákvörðun þingflokks Alþýðuflokks- ins hefði legið fyrir. Hann svaraði: „Þetta var til umfjöllunar í flokkn- um um leið og við vorum beðnir um að koma inn í þessar viðræður og við töldum rétt að ganga hreint til verks og skýra frá því hverjar hinar póli- tísku forsendur væru, áður en lengra yrði gengið." Hann var í framhaldi af því spurður af hverju ekki hefði verið skýrt frá þessu strax, er við- ræður aðila hófust í byrjun síðustu helgar. Hann svaraði: „Ja, við vild- um aðeins fá að heyra hljóðið, — hvernig þetta gengi^fynr sig og meta stöðuna jafnframt. Kjartan var spurður í lokin hvort þeir myndu áfram halda uppi kröf- unni um að fá forsætisráðherrastól- inn, ef til annarra stjórnarmunstra kæmi. Hann svaraði: „Hér er ein- göngu verið að tala um petta sér- staka stjórnarmunstur þegar að- stæður eru þannig að hinir tveir flokkarnir geta í sjálfu sér myndað ríkisstjórn saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.